Fín mynd af Holuhrauni á Nasa-vefnum

Mynd dagsins á vefnum NASA Earth Observatory er loftmynd af Holuhrauni tekin 3. janúar 2015 ásamt umfjöllun. Myndin er ekki alveg í raunlitum, en þó samt nokkuð eðlileg að sjá. Glóandi hraunelfur sjást vel næst gígnum en einnig er greinilegt að hraun streymir enn að jöðrum hraunbreiðunnar lengst í austri og norðri. Að hluta má gera ráð fyrir að hraunið flæði þangað undir storknuðu yfirborði. Kannski aldrei að vita nema við fáum þarna nýja og almennilega hraunhella eins og Surtshelli í Hallmundarhrauni. Til þess þarf þó hraunhrásin að tæmast að gosi loknu sem er ekki víst að gerist.

Holuhraun NASA

Í texta sem fylgir myndinni á NASA-vefnum eru upplýsingar fengnar frá Jarðvísindastofnun Háskólans, en margt af því hefur þegar komið fram hér í fjölmiðlum. Talað er um að flatarmálið sé 84 ferkílómetrar. Þykkt hraunsins er áætluð að meðaltali 14 metrar á vesturhluta hraunsins en um 10 metrar á austurhlutanum en alls er rúmmálið 1,1 ferkílómetrar sem nægir til að skilgreiningar á hrauninu sem flæðibasalt og ekki á hverjum degi sem menn geta fylgst með slíkum atburði.

Einnig er talað um minnkandi virkni í gosinu eða hægfara rénun. Rénunin fari þó minnkandi eftir því sem virknin minnkar þannig að gosið gæti haldið áfram í nokkurn tíma þótt virknin minnki. Dregið hefur einnig úr sigi öskjunnar undir Bárðarbungu eins og við þekkjum. Sigið var 80 cm á dag á upphafsstigum en er nú komið niður í 25 cm á dag. Skjálftavikni hefur að sama skapi minnkað.

Lesa má um þetta nánar hér: http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=85031&eocn=home&eoci=iotd_readmore

Holuhraun 3. jan 2015 - víðariSé myndin skoðuð nánar og smellt á hana á vefnum framkallast mun stærri mynd í góðri upplausn og spannar snævi þakið hálendið allt um kring svo sem Öskjusvæðið, norðurhluta Vatnajökuls og allt að Hálslóni í austri. Myndin sem hér fylgir er heldur léttari en orginalinn sem finna má á slóðinni hér að neðan: (Ath. að vegna hárrar upplausnar gæti tekið smá tíma að kalla fram myndina) http://eoimages.gsfc.nasa.gov/images/imagerecords/85000/85031/holuhraun_oli_2015003_swir_lrg.jpg

 

 

 


Bloggfærslur 8. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband