Grænlandsjökull fyrir 2.500 árum

Nú kemur nokkuð löng bloggfærsla og ekki að ástæðulausu því þættinum hefur borist bréf. Kannski ekki beinlínis bréf, heldur vinsamleg beiðni í athugasemdakerfinu frá Kristni Péturssyni, bloggara, útgerðarmanni og fyrrverandi Alþingismanni og ekki síst "áhugamanni um vandaða þjóðmálaumræðu" og hljóðar þannig:

Sem grafískur hönnuður ferðu létt með að gera mynd af Grænlandsjökli á pari við þessa mynd. Vinsamlega reyna að gera sambærilega mynd af Grænlandsjökli og svo getum við síðar rætt um að gera sambærilega mynd af öllum norðurslóðum fyrir 2500 árum. Það er ekki hægt að nálgast umræðuefnið "hnattræna hlýnun" nema byrja fyrir a.m.k. 2500 árum.

Ísland -2500 árMeð beiðninni fylgir Íslandskortið hér til hliðar sem sýnir hvar smájöklar voru líklega fyrir 2.500 árum. Kortið er frá 1996 og höfundar þess eru jarðfræðingarnir Grétar Guðbergsson og Þorleifur Einarsson.

Yfirleitt tek ég frekar dræmt í ábendingar frá öðrum um hvað ég ætti að taka fyrir í mínum bloggfærslum. Mér fannst þetta hinsvegar nokkuð áhugavert viðfangsefni og í svari mínu til Kristins sagði ég að grafíska hliðin væri ekkert vandamál ef hann treysti mér til þess að meta stærð jökulsins. Ég tók fram að ég hefði vissar hugmyndir og vísbendingar en auðvitað er ég enginn sérfræðingur á sviði jöklarannsókna og því síður náttúruvísindamaður. En það má þó alltaf reyna.

Umrætt Íslandskort með sinni 2.500 ára gömlu jöklastöðu hefur oft dúkkað upp hjá K.P. og fleirum. Það sem greinilega þykir merkilegast við kortið er hversu litlir jöklarnir eru og þykir sumum það gefa vísbendingar um hversu lítilfjörlegt núverandi hlýindaskeið er í samanburði við fyrri hlýindi. Eða eins og KP segir sjálfur í bloggfærslu frá 9.mars 2011: Fyrir aðeins 2500 árum voru litlir jöklar á Íslandi eins og þessi mynd sýnir. Í því ljósi er frekar broslegt að fylgjast með vælubíl umhverfisvina um loftslagsbreytingar "af manna völdum".

Þetta Íslandskort er auðvitað enginn endanlegur sannleikur um jöklastöðu fyrir 2.500 árum og er vissulega ekki nákvæmt. Ég hef til dæmis bent á að Öræfajökull er á vitlausum stað á kortinu. Spurning er líka hversu miklar ályktanir er hægt að draga útfrá jöklastöðu hvers tíma. Er jöklastærð t.d. alltaf í samræmi við ríkjandi hitastig eða spilar þar inn í hitastig undanfarinna alda eða árþúsunda? Það er vel þekkt staðreynd að jöklar á norðurhveli voru minni fyrir nokkrum árþúsundum en í dag og að meginhluti Vatnajökuls er ekki leifar af síðasta jökulskeiði sem lauk fyrir um 10 þúsund árum. Hlýjasta tímabil núverandi hlýskeiðs (Holocene) var fyrir um 6-9 þúsund árum en síðan þá hefur leiðin legið meira og minna niður á við með kólnandi loftslagi og stækkandi jöklum. Eins og ég kom inn á í síðustu bloggfærslu þá eru breytingar á möndulhalla jarðar eru taldar spila þarna sterkt inn í, því með meiri möndulhalla fyrir nokkur þúsund árum var sólgeislun sterkari á norðurslóðun að sumarlagi sem skilaði sér í meiri snjóbráðnun og smærri jöklum. Þróunin hefur síðan verið í átt að minni möndulhalla og minnkandi sólgeislun og fór Vatnajökull að þróast sem ein samfelld ísbreiða fyrir um 2 þúsund árum. Stærð jökulsins náði svo hámarki við lok 19. aldar en með núverandi hlýnunartímabili, sem ekki sér fyrir endann á, eru Íslensku jöklarnir greinilega of stórir til að halda jafnvægi.

En þá að Grænlandsjökli
Grænlandsjökull er af allt öðrum stærðarflokki en Vatnajökull og hverfur ekki svo glatt á stuttum tíma þrátt fyrir mikla hlýnun. Hversu stór jökullinn hefur verið á tilteknum tímapunkti er erfitt að segja til um og ekki tókst mér að finna kort sem sýnir jökulinn á hlýskeiði síðustu árþúsunda. Hinsvegar eru önnur kort gagnleg eins og þessi þrjú hér að neðan.

Grænlandsjökull 3 kort
Fyrsta kortið sýnir Grænland nútímans. Jökullin þekur um 80% landsins. Meðalhæð yfirborðs er 2.135 metrar, þykktin er víðast hvar yfir 2 km en mesta þykkt er yfir 3 km.
Miðjukortið sýnir landið án jökuls. Grænlandsjökull nær að stórum hluta undir sjávarmál þannig að ef hann væri fjarlægður í einum vettvangi myndaðist þar innhaf sem reyndar myndi hverfa þegar landið lyftist vegna fargléttingar. Með ströndum Grænlands eru hinsvegar fjallgarðar sem halda aftur að jöklunum og má því líkja Grænlandi við stóra skál, barmafullri af ís. Hálendi er mest allra syðst og austast.
Þriðja kortið er mjög gagnlegt en það sýnir hvernig áætlað er að þykkt og stærð Grænlandsjökuls hafi verið fyrir um 120 þúsund árum, eða seint á hinu mjög svo hlýja Eem-tímabili sem er hlýskeiðið á milli síðustu tveggja jökulskeiða. Þegar best lét var það hlýskeið 2-4 gráðum hlýrra en hlýjasta tímabil núverandi hlýskeiðs fyrir 6-9 þús. árum. Kortið er mjög nýlegt og er afrakstur Norskrar rannsóknar sem birtist í október síðastliðnum. Þar kemur fram niðurstaða sem þykir nokkur nýstárleg, því gert er ráð fyrir að vegna lítillar úrkomu sé hinn kaldari norðurhluti Grænlands viðkvæmari fyrir hlýnun en suðurhlutinn, öfugt við það sem oftast hefur verið talið. Vesturhlutinn er einnig viðkvæmari en austurhlutinn enda fellur mesta úrkoman á suðausturhluta jökulsins. Jökulinn á syðsta hluta landsins hefur einnig haldið velli, bæði vegna mikillar úrkomu og hæðar landsins undir jökli. Aðalmálið er þó að jökullinn á þessu mikla hlýskeiði er heill og óskiptur þrátt fyrir minnkandi flatarmál og talsverða þynningu heilt yfir. Hann hefur því ekki verið margskiptur í smájökla eins og Vatnajökull enda allt annað dæmi hér á ferð.

Grænlandsjökull fyrir 2.500 árum
Granland -2500Þá er loksins komið að kortinu sem óskað var eftir að ég teiknaði. Það er byggt á áðurnefndum upplýsingum og hef ég þá í huga að núverandi hlýskeið sem hófst fyrir um 10 þúsund árum hefur ekki verið eins hlýtt og hlýskeiðið þar á undan (þ.e. Eem fyrir 120-130 þúsund árum). Að auki var hlýjasta tímabili núverandi hlýskeiðs (Holocene) yfirstaðið fyrir 2.500 árum og jöklar farnir að stækka á ný. Mín óvísindalega niðurstaða er því sú að Grænlandjökull hafi þarna verið stærri en sést á kortinu frá Eem en samt minni en hann er í dag. Kortið mitt sýnir því jökulstærð sem er einhverstaðar þarna á milli en auðvitað er óvissan talsverð enda teikna ég jökulinn með mjög mjúkum dráttum frekar en að sýna skörp skil. Sennilega hefur þó meginjökullin verið álíka fyrirferðamikill víðast hvar en mestur munur liggur væntanlega í lengd skriðjöklanna sem teygja sig í átt til strandar á milli fjallaskarða.

Hvort menn séu sáttir við þessa niðurstöðu veit ég ekki en auðvitað verður að taka öllu með fyrirvara. Hlýnun á Grænlandi hefur verið mjög skörp á síðustu öld og á síðustu árum hefur mikil bráðnun verið í gangi á jöklinum og jökulsporðar hopað mikið eins og hér á landi. Jökullinn er því ekki í jafnvægi miðað núverandi hitastig og því síður ef hlýnar enn meir. Það verður síðan að hafa í huga að minni jökulútbreiðsla fyrir 2.500 árum þarf ekki að þýða að hlýrra hafi verið þá enda fóru jöklar stækkandi fyrir 2.500 árum öfugt við í dag þegar þeir fara ört minnkandi – og sér ekki fyrir endann á því ef rétt reynist að núverandi hlýnun sé að stórum hluta af mannavöldum. Eitt er allavega víst að hlýnunin nú er ekki að sama toga og sú sem leiddi til þess að ísaldarjökullinn hvarf og íslensku jöklarnir að mestu leyti enda fer sólgeislun að sumarlagi enn minnkandi til langs tíma vegna minnkandi möndulhalla jarðar.

Læt þetta duga en lofa engu um gerð sambærilegrar myndar af öllum norðurslóðum fyrir 2.500 árum.

- - - -

Heimildir sem ég studdist við eru héðan og þaðan eins og oft áður.

Um Norsku rannsóknina sem minnst var á, má lesa hér á ScienceDaily: Enhanced Melting of Northern Greenland in a Warm Climate.

Svo má benda á 2ja ára gamlan bloggpistil frá Trausta Jónssyni: Saga Grænlandsjökuls - (söguslef 10)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fróðlegt Emil. Reyndar væri líka fróðlegt að fá nýtt kort fyrir Ísland - byggt á upplýsingum úr bók Helga Björnssonar, Jöklar á Íslandi, sem er væntanlega betra en það sem KP vísar til.

Hitt er svo annað mál, eins og þú kemur lauslega inn á Emil, að núverandi hlýnun er af öðru meiði en þau hlýindi sem voru fyrir um 2500 árum síðan og mikið hraðari breytingar en hafa sést í mjög langan tíma. Það er semsé ekki hægt að benda á jökulstöðu fyrir 2500 árum sem einhverja sönnun þess að núverandi hlýnun geti ekki verið af mannavöldum eins og sumir "efasemdamenn" vilja vera láta - eins og m.a. téður Kristinn Pétursson.

Takk fyrir fróðleikinn og hafðu góð áramót og farsælt komandi ár.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.12.2012 kl. 17:10

2 identicon

Þakka góða samantekt Emil. Kortið þitt góða virðist koma heim og saman við þessar heimildir, sem leggja reyndar líka áherslu á þátt sólarinnar í núverandi hlýskeiði, en það er víst eitthvað sem félagar okkar Sveinn Atli og Höskuldur Búi mega ekki heyra?

Ágætis sögulegt yfirlit er að finna hér, en þar segir m.a.:

"Greenland’s climate has been particularly variable over the last 3 million years, and not all of these changes have been gradual. Ice cores from the Greenland Ice Sheet reveal 25 rapid changes in climate during the last glacial period – termed Dansgaard-Oeschger events. During each of these warming events temperatures increased by 10 to 15 °C over periods of just a few decades. This increase in temperature was accompanied by a rise in global sea level of 5 to 20 m."

Ljóst er að vísindarannsóknir sýna fram á að Grænlandsjökull hefur oft verið mun minni en hann er í dag og einnig sýna rannsóknir fram á að núverandi hlýskeið er einungis eitt af mörgum á síðustu árþúsundum.

Boranir á Grænlandsjökli sýna líka fram á að oft hefur verið mun hlýrra en í dag, t.d. um 1000, þrátt fyrir að ónefndir menn hafi afneitað þeim vísindaniðurstöðum.

Hér má líka sjá að Grænlandsjökull hefur verið mun minni á eldri hlýskeiðum en hann er í dag.

Að lokum eru svo nýlegar gervitunglamyndir af Grænlandi.

Með ósk um gott og farsælt komandi ár!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 19:35

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mig hefur alltaf langað til að koma til Kap Morris Jesup á Grænlandi á góðum sumardegi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.12.2012 kl. 20:01

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og skemmtilegar krækjur frá Hilmari.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.12.2012 kl. 20:03

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Emil og gleðilega hátíð.

Bestu þakkir fyrir mjög áhugaverðan pistil.

Kortin af Íslandi  sem sýna hugsanlega útbreiðslu jökla við landnám og fyrir 2500 árum er að finna í árbók Landgræðslunnar "Græðum Ísland 1996-1997".

Þau fylgja grein eftir Grétar Guðbergsson sem nefnist "Útbreiðsla skóga fyrr á tímum - einkum á norðurlandi og nytjar þeirra".

Kortin eru eftir jarðfræðingana Grétar Guðbergsson og Þorleif Einarsson.

Ef þú hefur áhuga á að lesa greinina, þá skannaði ég hana og varðveiti hér.
(pdf um 7Mb)

Aftast í greininni er heimildaskrá og þar er ein tilvísun í grein eftir Grétar og Þorleif "1996: Landið við landnám, bls 191-200. Um landnám á Íslandi". Þar gæti kortin verið að finna., en þessa grein hef ég ekki séð.

Með góðri kveðju,

Ágúst H Bjarnason, 28.12.2012 kl. 20:28

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi tilvísunina "1996: Landið við landnám, bls 191-200. Um landnám á Íslandi":


http://www.mbl.is/greinasafn/grein/331750/

http://www.bokin.is/product_info.php?products_id=6076
 

Ágúst H Bjarnason, 28.12.2012 kl. 20:34

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Málið með loftslag og stærð jökla snýst nú samt eiginlega í hvað stefnir í framtíðinni. Í fortíðinni hefur auðvitað bæði verið mun hlýrra en í dag og líka miklu kaldara og þar af leiðandi hafa jöklar líka oft verið miklu minni og líka miklu stærri.

Það er líka vitað að loftslag á svæðinu okkar hér á norðurslóðum er mjög viðkvæmt vegna ógnarjafnvægis sem ríkir á milli heimskautakuldans og mildara loftslags enda sýna borkjarnar úr Grænlandsjökli gríðarlegar hitabreytingar sem þurfa ekki endilega að vera dæmigerðar fyrir jörðina í heild.

Annars truflar það óneytanlega kenningarnar um hlýnun af mannavöldum að sólvirkni var mikil á síðustu öld á sama tíma og styrkur gróðurhúsaloftegunda stórjókst. Ef áhrif sólarinnar er meiri en almennt er viðurkennt þá ætti fljótlega að fara að kólna svo um munar en ef hlýnunin er aðallega af mannavöldum þá er ekkert nema meiri hlýnun framundan. Og hvað sem einstökum norðanáhlaupum líður þá er mikið hlýindatímabil á jörðinni þessi árin sem virðist jafnast á við þann tíma þegar Víkingar komu til Grænlands:

Sjá: 2000 Years of Global Temperatures (úr einni krækjunni hans Hilmars)

Ég held að ég sé síðan ekkert að teikna fleiri kort enda viss ábyrgðarhluti að vera að standa í svona ágiskunum.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.12.2012 kl. 20:38

8 identicon

Kenningarnar um hlýnun af mannavöldum byggja á þeim misskilningi að CO2 sé þungamiðja svonefndra "gróðurhúsaáhrifa". Nýjar vísindaniðurstöður sýna hins vegar óyggjandi að það er rangt, áhrif CO2 á meinta hlýnun jarðar eru óveruleg.

Hér er nýlegt bréf til aðalritara sameinuðu þjóðanna, undirritað af 141 vísindamanni sem rita m.a.:

"... there is no sound reason to impose expensive and restrictive public policy decisions on the peoples of the Earth without first providing convincing evidence that human activities are causing dangerous climate change beyond that resulting from natural causes. Before any precipitate action is taken, we must have solid observational data demonstrating that recent changes in climate differ substantially from changes observed in the past and are well in excess of normal variations caused by solar cycles, ocean currents, changes in the Earth's orbital parameters and other natural phenomena.

We the undersigned, being qualified in climate-related scientific disciplines, challenge the UNFCCC and supporters of the United Nations Climate Change Conference to produce convincing OBSERVATIONAL EVIDENCE for their claims of dangerous human-caused global warming and other changes in climate. Projections of possible future scenarios from unproven computer models of climate are not acceptable substitutes for real world data obtained through unbiased and rigorous scientific investigation."

Hér er svo áhugaverð samantekt um meinta hnatthlýnun sem byggð er á gögnum frá rannsóknum á Grænlandsjökli. Skoðið sérstaklega glæru sem sýnir gögn um fjölda sólbletta frá 1611 - með spá fram til 2080. 

Enn og aftur góðir hálsar - jörðin er að kólna!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 21:16

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér sýnist þessi "áhugaverða samantekt" vera frekar gölluð á ýmsan hátt og mjög áróðurskennd.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.12.2012 kl. 22:06

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég veit ekki alveg hvar á að byrja varðandi hina "skemmtilegu krækjur" frá Hilmari - sumt er fróðlegt, t.a.m. danski textinn um Grænlandsjökul (frá geus.dk) - en sumt af því er reyndar frá ansi glettilega skemmtilegum kenningasmiðum - m.a. þessi tengill sem Hilmar vísar til - http://cmods.org/Units/Unit2/Cmod6VikingsinGreenland.pdf - á sömu heimasíðu fannst til að mynda eftirfarandi - sem er ansi glettilegt (frá sömu aðilum og ein af "skemmtilegu krækjunum" hans Hilmars hér á undan) - DINOSAURS IN ANCIENT ART - Þarna kemur glettilega fyndin "heimild" um það að risaeðlur og menn hafi verið til á sama tíma - væntanlega mjög góð vísindaheimild um loftslagsvísindin líka eða hitt þó heldur - frá "heimildinni":

Several ancient historians, including Josephus and Herodotus, wrote about flying reptiles. In addition, ancient literature is filled with references to dragons. (The term “dinosaur” wasn’t coined until 1841; before that time dinosaurs were called “dragons.”) The best ancient written description of a dinosaur, however, is recorded in the book of Job, chapter 40. The next module will describe this creature in detail and will also identify the creature in Job chapter 41.

Hvað næst? Kannski við ættum að fara að nota trúarnöttera til að búa til vísindakenningar? - Hilmar virðist vísa í þess háttar "heimildir" - stórskemmtilegt að vísu ;)

Næsti punktur er krækjan sem bæði Emil og vísa til varðandi 2000 ára hitaferilinn frá Loehle og co - en það eru gömul "vísindi" sem við Höskuldur höfum tekið fyrir á loftslag.is - sjá Miðaldir og Loehle - sá ferill er nú ekki alveg réttur og er búið að leiðrétta hann. Það er leiðigjarnt að þurfa að svara sömu rangfærslunum mörgu sinnum, en endilega skoðið tengilinn - enda búið að varpa ljósi á þá vankanta sem koma fram í því grafi (Ágúst hefur m.a. notað það graf).

Hilmar á það til að krækja í alls kyns efni, sem hann segir að sanni mál hans og séu vísindagreinar - það er ekki alltaf tilfellið og ef það eru alvöru vísindagreinar, þá styðja þær yfirleitt ekki mál hans. En að sjálfsögðu má finna eitt og annað sem að með skort á gagnrýni á heimildir getur litið út fyrir að vera vísindagreinar sem styðja mál hans - en við nánari skoðun reynist það vera fals...sjá til að mynda gott dæmi um þess háttar falsvísindi hér, Miðaldaverkefnið

Staðreyndin er sú að Mælingar staðfesta kenninguna

En allavega stórskemmtilegar "heimildir" hjá Hilmari - hvað sem öðru líður - ég skemmti mér yfir sumu en fræddist á einhverju - enda þekkt að Grænlandsjökull hefur ekki alltaf verið af sömu stærð og hitastig hefur breyst - þó svo að Mælingar staðfesta kenninguna varðandi núverandi hlýnun.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.12.2012 kl. 22:40

11 identicon

Er það svo Emil minn...

"Charlatans use every opportunity to promote climate hysteria, claiming that the global temperature is rising inexorably. Yet they overwhelmingly lack training in physics and meteorology. And the best satellite data show that the Earth as a whole has been gradually cooling for a decade. They love "green science" because it is wonderfully suited to selling expensive climate "solutions" to the scientifically challenged. Never mind that it is neither green nor science, just politics...

Real science is based on real evidence that can be independently verified, not on testimonials from those funded by politicians. Real evidence of climate change is easy to find. Real evidence that man caused it via greenhouse gases is completely missing.

--Gordon J. Fulks, Ph.D., Heat Wave, Yes, Warming, No, 4 August 2009

(Gordon J. Fulks received a BS in Physics in 1967 and went on to get an MS and Ph.D. in Physics, all from the University of Chicago. He worked initially for the Laboratory for Astrophysics and Space Research at the Enrico Fermi Institute of the University of Chicago doing experimental research on the solar modulation of galactic cosmic rays. He also worked for a think-tank in Santa Barbara, California, primarily supporting the US Defense Nuclear Agency on nuclear weapon effects)

... Þú hefur náttúrulega menntunina til að véfengja G.J.Fulks, Emil minn - og væntanlega Sveinn Atli og Höskuldur Búi?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 22:51

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég vona að Hilmar hafi ekki misst af síðustu athugasemd minni í öllum látunum...það væri leiðinlegt fyrir hann. Hér er smá um loftslagsvísinda afneitarann Gordon J. Fulks - sem virðist ekki hafa gerið út vísindgrein síðan á áttunda og níunda áratugnum, en hefur verið iðinn að segja skoðun sína á öðrum aðilum, án þess að leggja til nokkrar vísindarannsóknir...

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.12.2012 kl. 23:02

13 identicon

Fyrirgefðu mér Sveinn Atli. Ég var bara með allan hugann við hann Emil. Hér er smá áramótafróðleikur fyrir þig og Höskuld Búa:

Prófessor Richard Lindzen hjá MIT gaf nýlega út vísindagrein þar sem hann sýnir fram á að IPCC reiknar áhrif CO2 sex(6) sinnum meiri en eðlilegt er. Dr. Lindzen hefur uppgötvað að hiti geislar frá jörðu út í himingeiminn í mun meira mæli en IPCC módel gera ráð fyrir.

Ef miðað er við breytingar á hnatthitastigi á tímabilinu 1980 - 2010 þá reiknast hækkunin 1,5°C pr. öld. IPCC módel reikna út 2,4 - 5,3°C hækkun!

Ef við tökum hins vegar tímabilið 2002 - 2010 þá kemur í ljós leitni upp á -2,4°C kólnun pr. öld!

Í ritrýndri grein sinni segir Prófessor Richard Lindzen: "Við vitum núna að áhrif CO2 á hitastig er lítil, við vitum af hverju þau eru lítil og við vitum að þau hafa mjög lítil áhrif á loftslag."

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 23:48

14 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér sýnist umræðan vera að villast út fyrir jökla og á hefðbundnar loftslagsþrasslóðir.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.12.2012 kl. 00:30

15 identicon

Það er hárrétt athugað hjá þér Emil, en ég var bara að svara þessari staðhæfingu þinni:

"Annars truflar það óneytanlega kenningarnar um hlýnun af mannavöldum að sólvirkni var mikil á síðustu öld á sama tíma og styrkur gróðurhúsaloftegunda stórjókst. Ef áhrif sólarinnar er meiri en almennt er viðurkennt þá ætti fljótlega að fara að kólna svo um munar en ef hlýnunin er aðallega af mannavöldum þá er ekkert nema meiri hlýnun framundan."

En við skulum bara halda okkur við Grænlandsjökul:

http://www.greenworldtrust.org.uk/Science/Images/primer/icecore_anim.gif

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 00:52

16 identicon

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 00:53

17 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hilmar það sem kemur fram í þessari teiknimynd þinni er á sömu nótum og ég tala um í sjálfri bloggfærslunni.

"Hlýjasta tímabil núverandi hlýskeiðs (Holocene) var fyrir um 6-9 þúsund árum en síðan þá hefur leiðin legið meira og minna niður á við með kólnandi loftslagi og stækkandi jöklum … … en með núverandi hlýnunartímabili, sem ekki sér fyrir endann á, eru Íslensku jöklarnir greinilega of stórir til að halda jafnvægi."

Bæti við að viðkvæmasti og umdeildasti hlutinn í svona línuritum er hvernig á að meta nútímahlýindin samanborið við fyrri tímabil.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.12.2012 kl. 01:04

18 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þú kemur sterkur inn í árslok EHV.

Þakka þetta framlag þitt  til að fjalla um þetta svona, í grófum dráttum en það er oft gott að ræða stóru myndina í grófum dráttum frekar en festast í einhverjum aukaatriðum. 

Var fyrst að sjá þetta núna og á eftir að skoða þetta betur

Gleðilegt nýtt ár.

Kristinn Pétursson, 29.12.2012 kl. 08:21

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Í greininni í Ársriti Landgræðslunnar 1995-1997 sem ég vísaði á hér að ofan er í byrjun stutt en fróðlegt yfirlit yfir gróðurfar og loftslag á Íslandi síðastliðin 10.000 ár. Þar er einnig línurit sem sýnir breytingar á hitastigi hérlendis í stórum dráttum s.l. 10.000 ár, en það er unnið út frá frjókornarannsóknum. Þarna má einnig sjá hvernig afkoma birkiskóga hefur breyst.


Á fyrstu síðu stendur "...Fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum fór að kólna á nýjan leik og varð úrkomusamara. Birkið lét þá undan síga, skógarmörk færðust neðar og mýrlendi stækkuðu að nýju. Þetta skeið er kallað mýrarskeiðið síðara, en seinni hluti þess er sögulegur tími.
Síðan hefur loftslag staðið í stað eða versnað og varð einna verst á seinni hluta síðustu aldar..."


Þarna er einnig stuttur kafli sem nefnist "Breytingar á stærð jökla", og er þar vitnað í Íslandskortin tvö sem sýna "hvar smájöklar voru líklega fyrir 2500 árum" og "sennilega stærð jökla við landnám". Þar stendur:
"Jöklar voru mun minni fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum en nú. Þeir voru þó á hæstu fjöllum. Eftir þetta fóru jöklar að stækka vegna versnandi veðurfars, þeir runnu saman og mynduðu stærri jökulheildir, svo sem Vatnajökul, sem orðið hefur til úr að minnsta kosti sjö sjálfstæðum jökulhvelum.
Við landnám eru jöklar þó mun minni en á síðari öldum (2. og 3. mynd). Skriðjöklar sunnan í Vatnajökli hafa sennilega verið tíu til tuttugu km styttri en á síðustu öldum (Grétar Guðbergsson og Þorleifur Einarsson 1996).
Nú eru jöklar 11200 km2 að stærð og hafa minnkað um 700 km2 frá aldamótum (Helgi Björnsson 1978)



Öll greinin er fróðleg fyrir þá sem vilja vita hvernig veðurfar og gróður var hér fyrr á tímum.  Sjá greinina  hér.

Þar sem Grænland er í næsta nágrenni við okkur, þá er frekar líklegt að heildarmyndin sé svipuð þar í stórum dráttum, en auðvitað ekki eins.

Ágúst H Bjarnason, 29.12.2012 kl. 09:33

20 identicon

Samkvæmt þessari vísindagrein lágu mörk Grænlandsjökuls a.m.k. 15 km innar en núverandi útlínur fyrir 3000 - 6000 árum:

"The icesheet retreated to approximately the present coastline by 10,000 years ago and melted back further inland to near its present position by about 6,000 years before present. In central western Greenland, the ice sheet eventually retreated to a position at least 15 km behind its present position between 6,000 and 3,000 years ago following the mid-Holocene Climatic Optimum. The Neoglacial advance culminated with the Little Ice Age between 100 and 300 years ago."

Meðfylgjandi línurit sýnir líka glögglega að það var töluvert heitara á Grænlandi fyrir 3500 árum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 11:58

21 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gott er ef menn eru almennt sáttir.
Ágúst, ég var annars að hugsa um að minnast á það hér í bloggfærslunni að sennilega hafir þú upphaflega komið fram með þetta kort hér í bloggheimum. Ég mun örugglega kíkja betur á greinina úr Ársriti Landgræðslunnar.
En eins og ég hef minnst á áður þá er varasamt að líta svo á að jöklastaða á tilteknum tíma endurspegli hitafar á sama tíma. Það er t.d. ekki sjálfgefið að hlýrra hafi verið fyrir um 2500 árum en hefur verið allra síðustu áratugi þótt mikill munur sé á stærð jökla. Í dag eru jöklar smám saman að leiðrétta stærð sína miðað við núvernandi hlýindi og dæmi er um land sé að koma undan jökli sem hefur verið hulið síðan um siðaskipti. Samanber þessi mbl-frétt frá 2008: Allir jöklar að rírna

Og Hilmar af því að þú skaust þarna inn. Þá verður að athuga að í GISP2 línuritinu koma ekki núvernadi hlýindi fram því línuritið sýnir ekki hlýindi síðustu áratuga enda ekki hægt að lesa nútímann út úr borkjörnum. Hitaferillinn ætti sennilega að vera kominn upp undir eða upp fyrir -30 strikið.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.12.2012 kl. 12:09

22 identicon

Þetta er undarlega athugasemd hjá þér Emil. Ef þú gefur þér tíma til að skoða línurtið (smelltu á það ef þú vilt stækka það) þá sérðu greinilega að undir lárétta ásnum stendur Years Before Present (1950 AD). Engar trúboðsvillur þar á ferð!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 12:41

23 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er ágæt umræða. Ég man ekki eftir því að neinn sjónvarpsþáttur sem ég hef séð fjalli neitt um þessa jöklaþróun þó við förum ekki lengra en 2500 ár aftur í tímann.

Eðlilegt er að fjalla um t.d. þessi 10 þúsund ár frá síðustu ísöld.

Hvað svo veldur þessum breytingum er það sem vantar meiri umræðu um.  Eðlilega er ástæðan umdeild og ekkert nema gott við það að  það skuli vera mörg álitaefni í loftinu.

Ég hygg líka  að  Ágúst H Bjarnason hafi komið fyrstur fram með þessar myndir þannig að ég sæi þær - eins og fleira gott sem frá honum hefur komið.

En EHV á þakkir skilið fyrir þessa færslu.

Samkeppnin lengi lifi - sérstaklega í vísindaheiminum

Kristinn Pétursson, 29.12.2012 kl. 13:35

24 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Aðeins nánar fyrir Hilmar. Línuritið nær bara til 1950 en ýmislegt hefur gerst síðan þá, fyrst dálítil kólnun en síðan mjög mikil hlýnun. Hér er ágætis grein með línuriti um þróun sumarhita á Grænlandsjökli til 2011: Greenland ice sheet summer surface air temperature: 1840-2011.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.12.2012 kl. 13:43

25 identicon

Aftur að grænlenska ískjarnanum. Þegar hitastig síðustu 10.000 (tíuþúsund) ára er skoðað með því að rannsaka borkjarna kemur eftirfarandi í ljós:

Click the image to enlarge it

Rannsóknargögn sýna viðvarandi 10.000 ára leitni í átt til kólnunar!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 13:44

26 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er allan tímann sammála þessu síðasta hjá þér. Spurningin snýst um hlýnun síðustu áratuga sem er óðum að nálgast það sem best gerðist á síðustu árþúsundum. Hvar og hvenær sú hlýnun endar og af hvaða völdum hún er, eru hinsvegar ekki allir sammála um.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.12.2012 kl. 14:05

27 identicon

Hvaða hlýnun ertu að tala um Emil? Er einhver hnatthlýnun í gangi sem ég veit ekki um?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 14:17

28 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar - núverandi hnatthlýnun er staðreynd og er vegna aukina gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. Það eru langflestir vísindamenn sammála um (sjá tengla hér undir) - og þú hefur í raun ekki sett fram neitt sem fellir þær kenningar...því miður - Ég væri fyrstur manna til að samþykkja alvöru rannsóknir og mælingar sem myndu staðfesta annað. Ekki einu sinni umdeildar rannsóknir Richard Lindzen standast skoðun - verð að hryggja þig með því Hilmar minn...sjá nánar Jafnvægissvörun Lindzen

Tenglar varðandi yfirlýsingar stofnana víðsvegar um heiminn og samdóma álit þeirra varðandi loftslagsbreytingar af mannavöldum:

Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar

Yfirlýsing frá Vísindaráði Bandaríkjanna

Sameiginleg yfirlýsing þriggja breskra stofnana

Yfirlýsing GSA um loftslagsbreytingar

Þetta er í raun það sem "efasemdamenn" sá vafa um með umdeildum ályktunum sínum varðandi það hversvegna jöklar hafi verið minni áður eða hvað hafi valdið fyrri loftslagsbreytingum, sem klárlega hafa átt sér stað. En ályktanir þeirra eru því miður rangar - þó svo það sé óneitanlega staðreynd að loftslag hafi breyst áður og jöklar hafi verið minni fyrir 2500 árum síðan...en það breytir því miður ekki raunveruleikanum sem við eigum við í dag - loftslagsbreytingar af manna völdum eru staðreynd.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2012 kl. 15:09

29 identicon

Ágæti Sveinn Atli. Ég vil leyfa mér að minna þig, og reyndar Höskuld Búa, á þá staðreynd að hér hefur ríkt 16 ára kyrrstaða í hnatthita:

GWPF_graph

Og ekki bara það heldur stefnir árið 2012 í það að verða níunda heitasta árið, kaldara en meðaltal síðasta áratugar.

Meint gróðurhúsaáhrif af mannavöldum eru ekki til í raunveruleikanum. Í því sambandi er einfaldast að skoða aukningu CO2 á sama tíma og hnatthitastig stendur í stað:

Það stendur einfaldlega ekki steinn yfir steini í kenningasmíði ICCP-elítunnar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 15:24

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir

Ég skannaði þessi kort úr árbók Landgræðslunnar í febrúar 2009 og birti hér á blogginu:

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/811115/

Ég skannaði síðan alla greinina í gær til að samhengið við greinina sjáist betur.

Mig langar að ná mér í eintak af þessari bók þar sem kortin hafa líklega birst 1996:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/331750/

http://www.bokin.is/product_info.php?products_id=6076

Svo er þriðji ferillinn á þessari síðu áhugaverður þegar fjallað er um Grænlandsjökul:

http://www.climate4you.com/GlobalTemperatures.htm

Ágúst H Bjarnason, 29.12.2012 kl. 15:31

31 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar - þú ert alltaf fullur af sömu rangfærslunum - en þér er í sjálfsvald sett hverju þú velur að trúa í sjálfu sér - en það er nóg af samsæriskenningum og bulli sem þú getur fundið á netinu - þó ekkert hafi það með vísindi að gera ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2012 kl. 15:55

32 identicon

Þakka Ágústi H. Bjarnasyni fyrir áhugaverðar krækjur. Ég er ekki frá því að verkfræðingurinn sé á svipaðri bylgjulengd og ég í vantrú á gervivísindi ICCP.

Það skal viðurkennt að ég gat ekki varist brosi þegar ég las athugasemdir Brymjólfs Þorvarðssonar við hugleiðingar Á.H.B:

"Gróðurhúsaáhrifin sem slík eru ekki umdeild, þau hafa verið marg-reiknuð og staðfest."(!)

Svona geta bara sannir íslenskir ofvitar skrifað. Hið rétta er auðvitað að gróðurhúsaáhrifin eru sannarlega umdeild og aldrei sem nú um stundir. Eðlisfræðingar, sem raunverulega hafa þekkingu til að greina kjarnann frá hisminu, hafa tætt þennan hornstein Gore-bullvísindanna í sig.

En kannski er best að vera fáfróður eins og - sumir?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 18:07

33 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hilmar, þú ert hér efast um að nokkur gróðurhúsaáhrif séu yfirleitt til staðar á jörðinni! Þetta er rétt staðhæfing hjá Brynjólfi.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.12.2012 kl. 18:31

34 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég efast um að Hilmar viti í raun hvaða rökfærslur eru í gangi í hvert og eitt skiptið hjá honum sjálfum...enda standast "rökfærslur" hans ekki skoðun. Tökum sem dæmi (eitt af ótal mörgum marg ítrekuðum fullyrðingum hans sem ekki standast skoðun) - sem er seinna grafið í athugasemd Hilmars hér að ofan (Hilmar Hafsteinsson, 29.12.2012 kl. 15:24). Grafið á að sýna að það sé ekki samsvörun í hitastigi og aukningu í CO2 - sjá Hvað er rangt við þetta graf?. Það eru í raun 3 villur í grafinu sem Hilmar setur fram og lítið í það varið þegar búið er að sýna fram á veikleika þess - en allavega, gott að skoða tengilinn ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2012 kl. 19:15

35 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar: Ef engin gróðurhúsaáhrif væru, þá væri hitastigið um 33°C kaldara en það er - eða um -18°C. Vísindamenn deila ekki um það og ekki heldur um það að það er að hitna hnattrænt af völdum gróðurhúsalofttegunda. Samhljóða álit vísindamanna um hnattræna hlýnun

Varðandi ýmiskonar annað bull sem komið hefur frá þér, þá vísa ég í loftslag.is fyrir þá sem vilja lesa um það sem vísindamenn hafa um málið að segja - þ.e. eitthvað annað en áróðursmaskínurnar sem Hilmar og Ágúst vísa í trekk í trekk.

Höskuldur Búi Jónsson, 29.12.2012 kl. 19:56

36 identicon

Nei, Emil minn, þetta er einfaldlega röng staðhæfing hjá Brynjólfi. Hornsteinn gervivísinda ICCP-elítunnar eru meint gróðurhúsaáhrif vegna aukningar CO2 í andrúmslofti. Fjöldi eðlisfræðinga hefur komið fram og hrakið þessi bullvísindi.

Click the chart to learn more

“Many people don’t realize that over geological time, we’re really in a CO2 famine now.” (Award winning Princeton University physicist Dr. Will Happer)

"Man Made CO2 does warm the planet, but not enough to matter (ever). A peer reviewed study published in November of 2007 concludes that continuing on our present course is unlikely to raise temperatures by much more than 0.4C over the next 100 years," (http://www.agu.org/pubs/crossref/2007/2007JD008746.shtml)

 "Over the last 600 million years, it is only in the relatively recent past that we’ve seen any consistent correlation between temperature and CO2."

"It is not possible to measure the average temperature of the earth’s surface. To do so would involve placing thermometers or other measuring equipment in a random and representative fashion over all parts of the surface, including the 71% that is ocean. Since this is currently impossible, it is equally impossible to find if the average temperature is increasing.

It is not possible to measure the average greenhouse gas concentration over all parts of the earth’s atmosphere by placing measuring equipment randomly throughout.

Since weather cannot be predicted reliably more than a week or so ahead, it is impossible to provide reliable forecasts any further ahead than this." (http://icecap.us/images/uploads/GLOBALSCAM.pdf)

"In short, the central premise of alarmist global warming theory is that carbon dioxide emissions should be directly and indirectly trapping a certain amount of heat in the earth's atmosphere and preventing it from escaping into space.

Real-world measurements, however, show far less heat is being trapped in the earth's atmosphere than the alarmist computer models predict, and far more heat is escaping into space than the alarmist computer models predict."(http://news.yahoo.com/nasa-data-blow-gaping-hold-global-warming-alarmism-192334971.html)

Þetta er einungis brotabrot af þeim vísindalegu gögnum sem sýna fram á að grunnstoðir kenninga ICCP um "manngerða hnatthlýnun" standast ekki vísindalega skoðun.

Þú hlýtur sjálfur að gera þér grein fyrir því hversu fáránlega fjarstæðukennt það er að spá fyrir um veðráttu á jörðinni 100 ár fram í tímann á sama tíma og færustu veðurfræðingar berjast við að spá fyrir um veður viku fram í tímann - oftar en ekki með harla takmörkuðum árangri.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 20:24

37 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þú skilur ekki hvað átt er við með: "Gróðurhúsaáhrifin sem slík eru ekki umdeild"

Gróðurhúsaáhrifin sem slík eru nefnilega ekki umdeild, heldur hversu mikil áhrifin eru.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.12.2012 kl. 20:38

38 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar heldur áfram að fabúlera...ekki að það sé neitt nýtt. En já, gott Höski að nefna að Hilmar er ekki einn í hópi þessara afneitunarsinna - hann er í góðum félagsskap með til að mynda Ágústi H. Bjarnasyni og Kristni Péturssyni.

Varðandi veður og loftslag, þá er vert að skoða eftirfarandi tengil, Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag? - þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

Það sem vísindin segja…

Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2012 kl. 20:41

39 identicon

Kæri Emil. Mér þykir leitt að þurfa að skemma trú þína á jólasveininn en staðreyndin er engu að síður sú að kenning ICCP-elítunnar um "gróðurhúsaáhrif af mannavöldum" er verulega umdeild innan vísindanna.

Með orðinu vísindi á ég við alvöru-vísindi, raunvísindi. Ég er ekki að tala um Al Gore-gervivísindi, enda er maðurinn ekki vísindamaður, frekar en alltof margir áhangendur hans.

Í því sambandi grípur mig aulahrollur þegar ég heyri um ferð forseta vors á Suðurheimskautið í sérlegu boði Al Gore. Gamli doktorinn í stjórnmálafræði hefur nefnilega svo mikla innsýn í loftslagsvísindi!

Prófessor Werner Weber (TU Dortmund) er ekki í nokkrum vafa um CO2-lygina:

"Steht die Menschheit vor einer selbst­gemachten Klima-Katastrophe? Oder ist die globale Erwärmung nur eine große CO2-Lüge hysterischer Wissenschaftler? Ein Autorenteam um Hamburgs Ex-Umweltsenator Fritz Vahrenholt* gibt Entwarnung!"

Eðlisfræðingurinn Heinz Thieme er heldur ekki í nokkrum vafa um gervivísindin á bakvið CO2-lygi ICCP:

"An assessment conducted in the light of the Second Law of Thermodynamics and the principles of vector algebra of the key greenhouse theory concept of “atmospheric backradiation” suggests that it is simply a mirage.  The only “Backradiation Phenomenon” that needs explaining is how this physical nonsense maintains its place in numerous earth sciences textbooks at both school and university level."

Eðlisfræðingurinn Gerhard Gerlich tekur í sama streng í ritrýndri vísindagrein sinni "Falsification Of The Atmospheric CO2 Greenhouse Effects Within The Frame Of Physics"

Niðurstöður hans eru sláandi:

"There are no common physical laws between the warming phenomenon in glass houses and the fictitious atmospheric greenhouse effect, which explains the relevant physical phenomena. The terms „greenhouse effect" and „greenhouse gases" are deliberate misnomers.

There are no calculations to determinate an average surface temperature of a planet

_ with or without an atmosphere,

_ with or without rotation,

_ with or without infrared light absorbing gases.

The frequently mentioned difference of 33 °C for the fictitious greenhouse effect of the atmosphere is therefore a meaningless number.

 

En Al Gore og gervivísindahópurinn hans hefur auðvitað miklu meira vit á eðlisfræði...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 22:04

40 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kæri Hilmar - þú getur fundið fleiri og fleiri "efasemdamenn" sem þú telur að sanni mál þitt - það er engin vafi á því (gagnrýnislaus hugsun finnst víða). Hér er m.a. hægt að finna örlitlar upplýsingar um "efasemdamanninn" Gerhard Gerlich - frekar stutt, en þó eru ýmsir tenglar þarna. Það sem er kannski helst sameiginlegt með þessum vísinda afneiturum sem þú vísar til að þeir segja það sem þú vilt gjarnan trúa - gott hjá þeim...þeir kunna sitt "fag".

En ekkert af því bulli sem þeir halda fram breytir staðreyndunum - en trú þeirra sem trúa lygum þeirra er mikil :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.12.2012 kl. 00:00

41 identicon

Það má teljast undarleg árátta, Sveinn Atli, hjá sumum fylgendum kolefnisjöfnunar á Íslandi að hjóla sífellt í manninn í stað þess að hugsa um boltann.

Ég tel mig hafa leitast við að halda uppi vísindalegum rökræðum um loftslagsmálefni, sem eru mér sannarlega hugleikin, en þú hefur ítrekað veist að mér með dólgshætti og óvísindalegum sleggjudómum.

Vinsamlegast temdu þér ögn siðmenntaðri framkomu á blogginu ef þú vilt teljast viðræðuhæfur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 00:24

42 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú hefur ekki leitast við að halda uppi vísindalegum umræðum - það er stór misskilningur kæri Hilmar. Það er mergur málsins, það er ekki nokkuð vísindalegt við nálgun þeirra sem afneita vísindum - ef það gerir mig í þínum augum óviðræðuhæfan að nefna það - þá það. Ekki að það trufli mig hið minnsta að þú þolir mig ekki - þú ert ekki fyrsti vísinda afneitarinn sem þolir ekki gagnrýni, svo það sé sagt ;)

Annars tel ég að þín nálgun og upphrópanir eins og að kalla loftslagsvísindi gervivísindi segi allt um þína afneitun á vísindalegri nálgun og það fellir í raun öll þín rök...þú getur ekki afneitað hinni vísindalegu nálgun, en um leið þóst vera með vísindalega nálgun...

PS. Ég er búin að marg sýna fram á hér að ofan að heimildir þínar eru í besta falli gallaðar Hilmar. Það er ekkert nýtt í því að heimildir þeirra sem afneita vísindum séu bull eitt - en það virðist ekki mega nefna það, því það á í huga þeirra sem afneita vísindunum að ræða þessi mál á grundvelli bullsins sem þeir sjálfir leggja fram - ef þeir fá að ráða. Það að einn hluti umræðunar sé bundin í afneitun og lygi getur ekki orðið góður grundvöllur umræðu - en það er þó umhugsunarvert að svo skuli vera. Kannski meira umhugsunarvert að einhverjir velji að trúa bullinu og enn aðrir séu til í að reyna að búa til umræðugrundvöll við ykkur sem leggið fram bull sem heimildir...

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.12.2012 kl. 01:15

43 identicon

According to Icelandic sagas Iceland was warmer 1000 years-ago?

Thor Skaftason (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 03:52

44 Smámynd: Kristinn Pétursson

Enn kemur Svatli  inn í ágæta umræðu með sama málflutninginn  að því er virðist til að spilla ágætri umræðunni með persónulegu skítkasti eins og "bull efasemdarmanna og vísindaafneitara".

Ég þakka aftur EHV að hér er komið kort af Grænlandi  og umræðan um bráðnun jökla" virðist þannig minna alvarlegt mál sögulega séð - en áður var álitið.

Næsta kref í málinu er að meta líklega ísstöðu Norðursslóða - að sumarlagi - og vetrarlagi -  fyrir 2500 árum.

Það eru örugglega til gögn til að byggja slíka kortagerð á sem styðjast t.d. rannsóknir svipaðar þeim sem EHV gerði Grænlandskortuð á - það er ágæt byrjun.

Opinber alþjóðleg umræða verður að fara þannig fram.

Svo þarf að vinna að því að láta taka alla borgarhitamæla út úr gagnagrunni um hnattræna hlýnun - til að minnka deilur um áreiðanleika gagnagrunnsins.  

Stóra markmið næsta árs er sjónvarpsþáttur um ísstöðu Norðurslóða fyrir 2500 árum.

Við förum að pæla í  að safna peningum í gerð slíks þáttar sem hluta af umræðu um málefni Norðurslóða og opnun siglingaleiða á Norðurslóðir og nýtingu auðlinda þar.

Afrakstur af fiskistofnum sem koma undan ísnum getur mettað marga fyrir utan aðrar auðlindir eins og t.d metangas sem er í miklu magni í jarðlögum norðurslóða 

Gleðilegt ár

Kristinn Pétursson, 30.12.2012 kl. 09:17

45 identicon

 takk fyrir skemmtilegan pistil, en aðrir sem eru að tja sig mega kannski lesa þessa grein.

http://www.heatisonline.org/contentserver/objecthandlers/index.cfm?ID=8374&Method=Full

albert (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 10:33

46 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kristinn:

Það hlýtur að vera hluti af umræðunni að benda á rökleysur - Sveinn Atli gerir það vel.

Mögulegar jöklaútlínur fyrir 2500 árum segja lítið annað en að mögulega er vandamálið orðið meira en við gerum okkur grein fyrir - þar sem hnattrænn hiti er nú þegar orðinn mun meiri en hann var fyrir 2500 árum.  

Greining á þeirri þekkingu sem til er um hafís Norðurskautsins (Polyak o.fl. 2010), bendir til þess að bráðnun hafíss sé meiri en verið hefur síðastliðin nokkur þúsund ár og ekki hægt að útskýra með náttúrulegum breytileika.

Þegar þú segir: 

Opinber alþjóðleg umræða verður að fara þannig fram.

Þá getur maður ekki annað en hallast að því að þú sért bara alls ekki að fylgjast með þeirri opinberu alþjóðlegu umræðu sem er um þær hnattrænu breytingar sem blasa við af völdum hnattrænnar hlýnunar.

Gervihnattamælingar sýna jafn vel og aðrar mælingar að jörðin er að hlýna, þannig að möguleg bjögun hitamæla innan borga er ekki skýring sem hægt er reiða sig á þegar menn vilja afneita hnattrænni hlýnun jarðar - auk þess sem búið er að staðfesta að engin mælanleg bjögun er vegna þéttbýlismyndunar. Sjá .t.d. þessa umfjöllun en þar segir meðal annars:

... the influence of the urban stations on the global record is very small and, if present at all, is biased on the cool side.

Þannig að ef eitthvað er, þá bjagast mælingarnar í átt til kólnunar af völdum þéttbýlismyndunar.

Læt þetta duga og minni á að þetta svar er mjög svipað því svari sem varð til þess að Kristinn lokaði á mig á sínum tíma - því hann er svo hrifinn af "vandaðri þjóðmálaumræðu"...

Höskuldur Búi Jónsson, 30.12.2012 kl. 11:58

47 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Eins og ég segi í bloggfærslunni þá lofa ég engu um meiri kortagerð, hvað þá meir. Annars er hægt að túlka það sem gerðist í fortíðinni á ýmsan hátt, bæði sem víti til varnaðar og öfugt.

Ég er ekki endilega sammála um að bráðnun jökla sé minna vandamál en talið var þó að þetta kort sýni Grænlandsjökul nokkuð heilbrigðan á þessum tímapunkti. Ég eyði nokkru púðri í sjálfri bloggfærslunni í að reyna sýna fram á hvers vegna hann heldur velli þrátt fyrir hlýnun, en það á aðallega við um flatarmál. Grænlandsjökull getur nefnilega rírnað mjög mikið að rúmmáli án þess að það komi niður á flatarmáli. Þess vegna líki ég jöklinum við ísskál, en það má kannski líka líkja honum við mjólkurglas, þannig að þótt helmingur innihaldsins hverfi þá er flatarmál yfirborðs mjög svipað. Þetta er vegna þess að Grænland er ekki hálendi heldur í raun láglendi sem er að mestu umkringt fjallgörðum - samanber jökullausa kortið.

Íslensku jöklarnir eru hinsvegar mun viðkvæmari enda mun þynnri og smærri. Þannig að ef við tökum 700 metra ofan af öllum jöklum þá væru Íslensku jöklarnir nánast horfnir en Grænlandsjökull lifði góðu lífi þrátt fyrir þynningu. 700 metra þynningin hefði svo auðvitað sín áhrif á sjávarstöðu.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2012 kl. 12:16

48 identicon

...og Höskuldur Búi ver Mini-me: "Það hlýtur að vera hluti af umræðunni að benda á rökleysur - Sveinn Atli gerir það vel."

Sandkassaleikurinn er fullkomnaður. Við eigum semsagt að nálgast umræðuna með því að ófrægja lærða vísindamenn sem dirfast að mótmæla Al Gore- Evengelium!

Ég segi nú bara fari það og veri. Ef piltarnir á www.loftslag.is eru ekki meiri menn en svo að geta horfst í augu við þá staðreynd að ICCP-bullvísindin eru dregin í efa um heim allan af afburða vísindamönnum þá eru kollar þeirra einfaldlega ekki klárir í rökræður.

Í þessu sambandi er rétt að benda hugsandi Íslendingum á samantekt George C. Marshall Institute: Lessons & Limits of Climate History: Was the 20th Century Climate Unusual? Höfundar eru eðlisfræðingarnir Willie Soon og Sallie Baliunas.

Niðurstaða eðlisfræðinganna er skýr:

"We know that global average surface temperature rose during the 20th century, and that the 1990s were the warmest period in the 140 year-long direct temperature measurement record. However, these facts, alone, do not support a claim that the climate of the 20th century was unusual.

Support for a claim that the climate of the 20th century was unusual could come from either a valid reconstruction of the climate of the past 1,000 years or from a valid estimate of natural climate variability. Neither is available. Lacking this knowledge, the claim that the temperature of the 20th century was unusual cannot be supported.

Proxy information (tree growth, isotope concentrations in coral reefs and ice cores, etc.) can be used to estimate past local temperatures. A survey of the scientific literature shows that 79 of the 102 proxy temperature studies identified a 50-year period during the past millennium that was warmer than any 50 years in the 20th century. While these results do not allow estimation of globally-averaged surface temperature for the past 1,000 years, they are strong evidence that the temperatures experienced during the 20th century were not unusual."

Bullvísindi ICCP-elítunnar fá falleinkunn!

Að lokum er rétt að benda á greinargott yfirlit yfir hnatthita frá 2500 f.Kr. til 2040 e.Kr.:

Kortið er samantekt eftir veðurfræðinginn Cliff Harris og loftslagsfræðinginn Randy Mann og sýnir ljóslega að jörðin er að kólna.

Gleðilegt ár og góðar stundir!

 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 14:01

49 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Global warming snýst nú reyndar um það sem gæti gerst í framtíðinni þannig að fortíðin er ekki aðalatriðið. Hún er líka sæmilega vel þekkt og henni verður ekki breytt.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2012 kl. 14:37

50 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ekki hægt að ræða við aðila sem grípa til þess að segja um vísindamenn og þá sem rannsaka þessi mál að þeir séu með "bullvísindi" - og ef maður bendir á bullið í þessum aðilum ráðast þeir á mann í einum flokki - ekkert nýtt í því, en ég þoli það ;)

Ég ætla að hætta að eyða púðri í þessa umræðu í bili hér - það gerir ekkert sem breytir fræðunum hvort sem er...

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.12.2012 kl. 15:26

51 identicon

Ertu hræddur við að lesa greinina Emil minn? Óttastu að fá fráhvarfseinkenni?:

"The Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), the United Nations (UN) body charged with assessing the state of knowledge about climate change, in its Third Assessment Report (TAR) published in 2001 claimed that most of the warming of the last 50 years was likely attributable to human emissions of greenhouse gases.1 This statement has been cited many times as evidence of the need for drastic actions to reduce human emissions of greenhouse gases. The Marshall Institute, in its recent report, Climate Science and Policy: Making the Connection, examined this claim in detail and raised many questions about the certainty with which it was presented.2

Claims have also been appearing in both scientific literature and popular media that the 20th century was warmer than any other century in the millennium, that the 1990s were the warmest decade, and that 1998 was the warmest year in that period. A December 1999 World Meteorological Organization (WMO) press release, which was widely reported in the media, is titled: “1999 Closes the Warmest Decade and Warmest Century of the Last Millennium According to WMO Annual Statement on the Global Climate.”3 The body of the press release identifies 1998 as the warmest year."

Í stuttu máli þá er niðurstaða Marshall stofnunarinnar að fullyrðingar ICCP-elítunnar standist ekki vísindalega skoðun.

Um The Marshall Institiute:

The George C. Marshall Institute, a nonprofit research group founded in 1984, is dedicated to fostering and preserving the integrity of science in the policy process. The Institute conducts technical assessments of scientific developments with a major impact on public policy and communicates the results of its analyses to the press.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 15:37

52 identicon

Þú þarft líka að lesa Climate Science and Policy: Making the Connection.

Helstu niðurstöður eru þessar:

"To summarize, many significant observations undercut the certainty with which the IPCC presents its conclusions:

Relative rates of temperature rise at the surface and in the lower to midtroposphere do not show the pattern that is consistent with the greenhouse warming theory.

The climate models on which these conclusions are based have many welldocumented limitations, and the climate data base to which model results are compared has many shortcomings.

There is reason to question the underlying conceptual model on which IPCC conclusions are based. Its assumption that human emissions of greenhouse gases will be the primary driver of climate change during the next century ignores potentially critical determinants of future climate including positive feedbacks that amplify changes in solar variability and negative feedbacks that moderate the effect of increased greenhouse gas concentrations.

There is too much uncertainty both in estimates of future emissions and in climate models to provide a sound and confident basis for projections of future climate."

Í hnotskurn: Bullvísindi ICCP-elítunnar fá falleinkunn!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 16:09

53 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta var 18. athugasemdin þín Hilmar.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2012 kl. 16:19

54 identicon

... og hér kemur sú nítjánda Emil minn:

Lesu endilega líka Climate History and the Sun.

Niðurstöðurnar ættu að hreyfa örlítið við þér:

"The climate record shows that the global warming of 1°F observed over the last 100 years is not unusual. Global temperature changes of this magnitude have occurred frequently in the past and are a result of natural factors in climate change.

 

But is it possible that the particular temperature increase observed in the last 100 years is the result of carbon dioxide produced by human activities? The scientific evidence clearly indicates that this is not the case.

 

All climate studies agree that if the one-degree global warming was produced by an increase in carbon dioxide in the atmosphere, the additional CO2 first warms the atmosphere, and the warmed atmosphere, in turn, warms the earth’s surface. However, measurements of atmospheric temperatures made by instruments lofted in satellites and balloons show that no warming has occurred in the atmosphere in the last 50 years. This is just the period in which humanmade carbon dioxide has been pouring into the atmosphere and according to the climate studies, the resultant atmospheric warming should be clearly evident.

 

The absence of atmospheric warming proves that the warming of the earth’s surface observed in the last 100 years cannot be due to an increase in carbon dioxide in the atmosphere caused by human activities. The recent global warming must be the result of natural factors in climate change.

Er ekki orðið nokkuð ljóst að Al Gore er brjóstumkennanlegur í bullinu?

 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 16:41

55 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þó maður leyfi öðrum að gera athugasemdir er ekki þar með sagt að maður þurfi að lesa það allt, hvað þá alla tengla sem vísað er í, sem auk þess eru gjarnan á útlensku. Athugasemjendur geta ekki ætlast til þess að þeir stjórni umræðunni á bloggsíðum annarra, en þeir geta auðvitað notað sína eigin bloggsíður til að tjá sig út í eitt. Einn af bestu bloggurunum, Sæmundur Bjarnason, kom eitt sinn fram með orðið sníkjublogg sem reyndar þarf ekki endilega að vera neikvætt.

Annars hef ég verið að lesa aðra hluti og merkilega og horfði á Hnotubrjótinn í Sjónvarpinu. Einnig að huga að fyrstu bloggfærslu næsta árs.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2012 kl. 17:53

56 identicon

"sem auk þess eru gjarnan á útlensku."(!)

Æ, fyrirgefðu Emil minn. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir að þú kynnir ekki ensku og þýsku.

Haltu bara áfram að horfa á Hnotubrjótinn í Sjónvarpinu. Er hann ekki örugglega textaður?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 18:07

57 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hnjotubrjóturinn textaður!

Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2012 kl. 18:22

58 identicon

Emil mikið dáist ég af þolinmæði þinni gagnvart mönnum eins og Hilmari!!

Sumir eru bara með ákveðnar skoðanir og geta eða vilja alls ekki skipta um skoðun þó flest mæli á móti því sem þeir halda fram, jafnvel heibrigð skynsemi.

Dæmi um svona fólk eru trúarofstækismenn það er alveg sama hvaða trú það er, múslimar, kristnir, gyðingar eða aðrir. þeir eru allir eins. Það er eins og að tala við vegg að rökræða við þá.

En ástæða fyrir því að ég kem hér inn er að ég furða mig á þessari mynd sem á að vera af jöklum á Íslandi fyrir 2500 árum. Hún er svo greinilega alröng að það er furulegt að menn skuli hafa látið sér detta í hug að láta svona mynd frá sér. Það eru að vísu jarðfræðingar sem hafa gert þetta en ekki veðurfræðingar.

 Á þessari mynd er Vatnajökull látinn líta út eins og nokkrir smá jöklar á hæstu toppum sem eru allir vel yfir 1400 metrum. Hvernig stendur á því að Drangajökull er jafn stór á myndinni og hann er í dag og einnig Snæfellsjökull?!!

 Langjökull er ekki sjáanlegur en bæði Geitlandjökull og Þórisjökull eru sjáanlegir. Í fyrsta lagi þá eru tveir partar af Langjökli yfir 1400m (norður- og suðurbungurnar). Hvorki Geitlandjökull né Þórisjökull ná 1400m hæð þannig að við langvarandi hlýindi þá mundi jökull hverfa smám saman af lægri stöðum(þarna spilar að vísu úrkoma aðeins rullu en ekki á þessu svæði). Þannig hefði ekki verið neitt eftir af þessum smájöklum þó svo að eitthvað lifði eftir af Langjökli.

Hofsjökull sem nær upp undir 1800m ætti að vera ansi mikið stærri en þarna er sýnt.

Tungnahryggsjökull er þarna merktur mjög stór en staðreyndin er sú að miðað við þá stærð sem gefin er upp á Vatnajökli þá er engin leið að það væru nokkrir jöklar eftir á Tröllaskagasvæðinu.

Það sem upp úr stendur þarna er að þessi mynd er mjög hroðvirknislega unnin.

Ef farið er yfir alla FAGLEGA umræðu um loftlagsmál, hvort við stefnum í hlýnum eða kólnum og hvort við mennirnir séum að hafa áhrif þar á, þá eru yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna á þeirri skoðun að sú hlýnun sem  við höfum verið að upplifa síðustu 100 árin sé að mestu af manna völdum.

Því miður eru öfgamenn í báðum hópum (með og móti) sem gera lítið annað en að skemma umræðuna. Það er best að láta fagmennskuna ráða og en ekki tilfinningar. Þetta er svipað og að láta sjómenn dæma um stærð fiskistofnana í kringum landið. Ef við hefðum gert það þá(með fullri virðingu fyrir sjómönnum) væri ekkert líf í sjónum kringum Ísland.

Ef við látum einhverja "besservissera" ráða umræðunni um loftlagsmál þá erum við á rangri hillu.

Það væri gaman að vita það hvað Hilmar græðir á því að halda því fram að við mennirnir höfum engin áhrif á veðurfar á jörðinni?? Hann hefur greinilega verið mjög duglegur að finna alls konar heimildir um þessi mál og finnst mér þær svolítið einsleitar. 

Gleðilegt ár með von um bjarta framtíð.

Þorvaldur V. Þórsson (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 23:01

59 identicon

Ég finn mig knúinn til að svara þessari persónulegu árás ÞVÞ. Fyrir það fyrsta furðar hann sig mjög á uppdrætti af áætlaðri stærð jökla á Íslandi fyrir 2500 árum og finnur henni flest til foráttu, án þess að benda á neinar heimildir sem styðja mál hans.

Hann kallar eftir FAGLEGRI (með hástöfum) umræðu um loftslagsmál og klykkir út að "yfirgnæfandi meirihltuti vísindamanna" sé á ákveðinni skoðun!

Hér ruglar ÞVÞ saman vísindum og pólitík. Vísindaleg umræða byggist ekki á meirihluta og minnihluta, heldur rökfræði og sönnunum. Það er einmitt ljóst að umræðan um meinta "hnatthitun af mannavöldum" er rekin á pólitískum forsendum en ekki vísindalegum.

Ég vil hvetja ÞVÞ til að kynna sér þær heimildir sem ég hef lagt fram hér að ofan (og þær eru allnokkrar), ef hann er á annað borð fær um að lesa ensku og þýsku.  Fullyrðingu ÞVÞ um "einsleitar heimildir" vísa ég út í hafsauga, enda augljóst að maðurinn hefur ekki haft fyrir því að lesa heimildirnar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.12.2012 kl. 00:53

60 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk fyrir þetta innlegg Þorvaldur. Ég hef alltaf tekið þessu Íslandskorti með miklum fyrirvara. Það eitt að Öræfajökull sé sýndur þar sem Skeiðarárjökull er segir vissa sögu um áreiðanleika kortsins. Þorvaldur ætti að kannast við það. Ég lofa þó engu um að Grænlandskortið mitt sé nokkuð skárra.

Annars forðast ég að taka afstöðu til hlýnunar af mannavöldum þótt sumir haldi annað. Ég kalla t.d. ekki neitt bullvísindi, saka ekki aðra um jólasveinatrú og er ágætlega læs á ensku - og dönsku.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.12.2012 kl. 01:26

61 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir félagar

Skrifað stendur:


"Jöklar hafa gengið fram og hörfað á víxl á sögulegum
tíma hérlendis. Telja má víst að útbreiðsla jökla hafi
verið verulega minni á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en
síðar varð og mestri útbreiðslu náðu þeir um 1890.

Hófst þá skeið hægfara jökulhörfunar en hlýnun eftir
1920 leiddi til þess að jöklar hopuðu mjög ört fram yfir
1960. Þeir tóku að nýju að ganga fram eftir kuldakast
sjöunda og áttunda áratugarins og stóð svo fram yfir
1990, þegar hlýnunar tók að gæta á ný. Frá árinu 2000
hafa allir þeir jöklar, sem ekki eru framhlaupsjöklar,
hopað hratt..."


Heimild:

Halldór Björnsson, Árný E. Sveinbjörnsdóttir, Anna K. Daníelsdóttir,
Árni Snorrason, Bjarni D. Sigurðsson, Einar Sveinbjörnsson, Gísli
Viggósson, Jóhann Sigurjónsson, Snorri Baldursson, Sólveig Þorvaldsdóttir
og Trausti Jónsson. 2008. Hnattrænar loftslagsbreytingar
og áhrif þeirra á Íslandi – Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar.
Umhverfisráðuneytið.


Hér er reyndar fjallað um útbreiðslu jökla á fyrstu árum Íslandsbyggðar, en ekki fyrir 2500 árum.

Ég tel að það verði að skoða "Myndin sýnir hvar smájöklar voru líklegir fyrir 2500 árum" og textann sem fylgir í greininni "Jöklar voru mun minni fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum en nú. Þeir voru þó á hæstu fjöllum..."  með því hugarfari að þarna er fyrst og fremst um skýringarmynd að ræða til að leggja áherslu á textann, frekar en nákvæma útlistun á því hvar og hvernig þessir smájöklar voru. Myndinni sé þannig ætlað að gefa grófa mynd af útbreiðslu smájöklanna. Við megum því ekki taka myndina allt of bókstaflega. 

Varðandi legu Öræfajökuls á myndinni þá þykir mér afar ólíklegt að jarðfræðingarnir hafi ekki vitað betur og að þetta skrifist á teiknarann sem gerði myndina og prófarkalestur hafibrugðist.

Ágúst H Bjarnason, 31.12.2012 kl. 10:56

62 Smámynd: Kristinn Pétursson

Eins og svo oft áður, kemur Ágúst H Bjarnason afar sterkur inn með rökstuddar skýringar sem setja góða mynd á viðfangasefnið.

Við eigum hvorki að "trúa á" að hnattræn hlýnun sé að  mestu leyti af manna völdum - eða lítið af manna völdum.   Ritdeilur um viðfangsefni þar sem sumir hafa bitið sig of fasta í að "trú á" tilteknar kenningar og telja þær "vísindi" en flest önnur sjónarmið "ekkivísindi" "bullvísindi" eða eitthvað annað.  Slík framsetning kallar fram sambærilegar árásir frá þeim sem vilja  fara varlega í túlkun gagna.

Þess vegna vil ég fara leið málamiðlunar, - og hvetja til sem öflugastar samkeppni - samkeppni um vel rökstudd sjónarmið. Það verða alltaf átök um vísindakenningar og það er það sem þróar vísindin hvað hraðast.

Við sem viljum hraða vísindaþróun þessa málefnis, verðum að vera tilbúin í að taka þátt í að gera svona Grænlandskort eins og Emil gerði hér - og ég kann honum miklar þakkir fyrir sitt framtak sem  er eitthvert besta framlag ársins í umræðunni sem ber þá að þakka.

Næst er jafn sjálfsagt að verð við óskum um að við getum einhvern veginn hvatt til gerðar korts af Norðurslóðum sem sýnir líklega útbreiðslu hafíss  á Norðurslóðum - miðaða við þessar myndir.  Það er enginn að biðja um kort með 100% nákvæmni - það er ekki hægt - 75% nákvæmni -  með fyrirvara - er mjög góð byrjun.  Ég geri ekki meiri kröfur - en þá sjáum við myndina í grófum dráttum.

Einnig er það sjálfsagt að verða við hugmynd um að taka alla borgarhitamæla  og aðra hitamæla sem ekki standast XX álagspróf  - út úr gagnagrunni um hnattræna hlýnun, - til að eyða deilum um þann gagnagrunn.   Þannig eigum við að vinna saman - gagnagrunnurinn verður sterkari við þetta - deilurnar minnka - og nýir núningsfletir myndast um álitaefni.

Vísindin eiga að snúast um úrvinnslu álitaefna en ekki að telja komna "vísindalega endanlega niðurstöðu" um hnattræna hlýnun.  Það er eftir að kryfja mörg álitaefni og því hraðar  sem við gerum það - því fyrr  þróast viðgangsefnið í átt til meiri sátta.

Vísindum er aldrei lokið endanlega þó það náist stundum stórir áfangar. Læknisfræði og hönnun farsíma hefur aldrei þróast hraðar en í dag. Hraðar og hraðar. Hvers vegna. Vegna þess að þar sem samkeppnin mest og þykir eðlilegt.

Gleðlilegt nýtt ár 

Kristinn Pétursson, 31.12.2012 kl. 11:27

63 identicon

Ágætu félagar. Ég stend að sjálfsögðu við það að kalla Al Gore "Sannleikann" bullvísindi. Minni í því sambandi á að maðurinn er dæmdur lygari:

"En ubekvem sandhed for Al Gore
Dommer Michael Burton i Storbritanniens High Court gav 11. okt. 2007 en lærer ret til at nægte at bruge Al Gores film "An Inconvenient Truth" som undervisningsmateriale pga. “9 graverende fejl i en alarmistisk og overdrivelses- sammenhæng". Andre er enige: Der er 25 forkerte udsagn i Al Gores Oscar-belønnede film “An Inconvenient Truth”. (ath. Emil getur rifjað upp dönskukunnáttuna).

Það er ekki til nein málamiðlun um lygi Kristinn minn (nema þá í stjórnmálum).

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.12.2012 kl. 12:40

64 identicon

Sælir aftur!

Hilmar spyr mig hvort ég geti lesið ensku og eigi að kynna mér eitthvað af heimildum hans. Ég skal strax viðurkenna að þýskan mín er ekki upp á marga fiska en ég dvaldi á námsárum mínum 8 ár í Californíu og kenndi eðlisfræði við háskóla þar í tvö ár þannig að ég hugsa að ég geti stautað mig fram úr enskunni.

Ég ætla ekki að koma með svar við heimildum hans strax því það getur nú tekið svolítinn tíma að komast í gegnum heimildir. Að ég rugli saman vísindum og pólitík er furðuleg ásökun. Ég hef sterka skoðun á pólitík en hef ekki tekið afstöðu þar með eða á móti neinum. Sem dæmi þá hef ég alltaf skilað auðu í kostningum því ég hef ekki ennþá fundið flokk  sem ég tel vera þess virði að kjósa.

Varðandi kortið sem ég var að gagnrýna þá sé ég það frá heimildum þínum að fyrir 2500 árum var búið að vera nokkuð langt heitt tímabil hér á jörðu og hér á landi. Það þýðir á mannamáli að snjór er búinn að hörfa og þá er til dæmis ekki mjög líklegt að sjá stóran Drangajökul sem varla nær 1000m hæð yfir sjávarmáli eða yfir höfuð að sjá jökla fyrir neðan 1400 metra hæð og þá eru flestir litlu deplarnir horfnir utan stóru jöklana. Þarna er Hofsjökull jafn stór og Tungnahryggsjökull sem er undur furðulegt. Ég tel að þarna sé hægt að gera talsvert mikið betur en það sem við sjáum á myndinni.

Grænlandskortið til dæmis var mjög fagmannlega unnið.

Gleðilegt ár

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 31.12.2012 kl. 12:51

65 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Varðandi það hversu nákvæm þessi fortíðarkort eru þá ættu allir að vera sammála um að jöklar voru minni fyrir 2.500 árum, sérstaklega hér á Íslandi. Þorvaldur kemur inn á atriði sem ég velti fyrir mér í sjálfri bloggfærslunni sem er að varasamt er að draga miklar ályktanir útfrá jöklastöðu hvers tíma. Jöklastærð þarf nefnilega ekki að vera í samræmi við ríkjandi hitastig því hitastig undanfarinna alda eða árþúsunda spilar þar inn í. Svo þarf auðvitað líka að skoða hvort jöklar séu í sókn eða í afturför. Þetta er mikilvægt atriði í sambandi við stöðu jökla í dag því margir vilja gera lítið úr núverandi hlýindum með því að benda á hversu miklu minni jöklar voru áður fyrr.

Ég held að þetta verði mín lokaorð að sinni. Ég þakka þeim sem tekið hafa þátt í umræðum hér og óska öllum gleðilegs árs.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.12.2012 kl. 14:03

66 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þetta endar alltaf á sömu nótum - þegar búið er að "rökræða" fram og til baka, þá er niðurstaðan alltaf sú að við blasir að meirihluti vísindamanna og niðurstaða vísindagreina leiða að einni niðurstöðu - hnattræn hlýnun er af mannavöldum og mun halda áfram með slæmum afleiðingum. Mótrök hinna eru venjulega einhverjar undarlegar heimasíður og myndir þar sem verið er að mistúlka gögnin. 

Þegar þar er komið í sögu, þá hiksta sumir og byrja að endurtaka sig (t.d. Kristinn) og aðrir hrökkva í samsæriskenningagírinn (t.d. Hilmar). Þegar þetta gerist á þeirra bloggsíðum, þá loka þeir snögglega á þá sem benda á þeirra villur - hér geta þeir það ekki.

Þannig er það nú og gleðilegt nýtt ár

Höskuldur Búi Jónsson, 31.12.2012 kl. 14:39

67 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst kemur með fína punkta varðandi legu jökla og getur heimilda - gott mál. Ég held að við séum öll hérna tiltölulega sammála um það að jöklar hafi verið minni við landnám en í dag. Það eitt og sér segir okkur þó ekki hið minnsta um ástæður núverandi hlýnunar - en gefur okkur þó hugmynd um hvers er að vænta við hækkandi hitastig.

Góður punktur hjá Höska að venju - enda eru rök þeirra sem vilja afneita loftslagsvísindum yfirleitt ekki upp á marga fiska - að venju. Kristinn telur að vegna þess að hann virðist hafa misst af allri umræðu um þessi mál, þá sé bara nóg að ræða þau enn og aftur (samkeppni á hans nótum væntanlega?) og þá hljóti rökin að falla hans megin...sem er nú alger rökleysa - Reyndar er samkeppni í vísindaheiminum geysileg, en "efasemdamenn" er fæstir með í þeirri samkeppni þar sem þeirra rök eru ekki vísindaleg að upplagi. Hilmar er ekki svaraverður - en ég á von á að hann snúi einhvernvegin út úr öllu, enn og aftur...þannig er það nú bara...

Gleðilegt ár - megi hið næsta gefa okkur færri "efasemdamenn" um loftslagsvísindin og meiri árangur í að takast á við afleiðingar þeirra...það væri góð byrjun :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.12.2012 kl. 15:50

68 identicon

Hilmar ég hef aldrei geta staðist áskoranir eins og margir vita!!!!

þú segir um mig:

Hér ruglar ÞVÞ saman vísindum og pólitík. Vísindaleg umræða byggist ekki á meirihluta og minnihluta, heldur rökfræði og sönnunum. Það er einmitt ljóst að umræðan um meinta "hnatthitun af mannavöldum" er rekin á pólitískum forsendum en ekki vísindalegum.

Við skulum líta aðeins nánar á þessar vísindalegu staðreyndir sem þú "þykist"  hafa. Fyrst þetta yndislega vel gerða kort hér að ofan sem gert var af loftlagsfræðingnum Cliff Harris og veðurfræðingnum Randy Mann:

Hverjir eru þessir vísingamenn?? ef maður eltir gögnin(Follow the evidence) á vefnum þá sér maður að sjálfur Cliff Harris er ekki loftlagsfræðingur útskrifaður úr háskóla heldur sjálfmenntaður!!!!?? Hmm

http://bigcitylib.blogspot.com/2007/11/what-hell-is-long-range-weather.html

Hvar fékk hann heimildirnar sem hann teiknar þetta kort frá??? Ég hefði haldið að þær væru frá borkjörnum eða þvílíku en viti menn. Hann fékk mikið af þeim heimildum sem hann notaði til að teikna kortið úr biblíunni:

http://biblebending.blogspot.com/2007/12/bible-bending-climatologist.html

Úfff það sækir nú að mér einhvers konar aulahroll við að sjá þetta enda kemur mér þetta lítið á óvart.  Þessi vitneskja kemur frá sjálfmenntuðum loftlagsfræðingi og sjónvarpsveðurfræðingi sem hafa atvinnu af því að búa til veðurkort fyrir sjónvarpsstöðvar. Hmmmmm mikil vísindi þar og þrotlausar rannsóknir á bakvið þessar hörðu staðreyndir eða þannig sko!!!

En við skulum ekki gefast upp á honum Hilmari heldur gefa honum smá séns í viðbót. Hann vitnar því næst í vísindalegar staðreyndir frá George C. Marshall Foundation sem ég gúglaði og fékk eftirfarandi: The George C. Marshall Institute (GMI) is a "non-profit" organization funded by the profits from oil and gas interests and right-wing funders (listed later). It has received substantial funding from Exxon's Exxon Education Foundation

http://www.sourcewatch.org/index.php?title=George_C._Marshall_Institute

Já sæll vísindamenn borgaðir af risaolíufélögunum!!!!!!!! Ég efast um að þeir væru lengi í vinnu hjá slíku félagi ef þeir myndu voga sér að koma með réttar vísindalegar staðreyndir!! Já og þú talaðir um að ég væri að rugla saman vísindum og pólitík??? Er einhver að kasta steini úr glerhúsi??

Ég get haldið svona áfram en ég held að flestir séu búnir að ná þessu.

Þú baðst mig um heimildir ok hér eru þær:

Frá: http://en.wikipedia.org/wiki/Climate_change

og einnig: http://en.wikipedia.org/wiki/Global_warming

In the context of climate variation, anthropogenic factors are human activities which affect the climate. The scientific consensus on climate change is "that climate is changing and that these changes are in large part caused by human activities,"[37] and it "is largely irreversible."[38]

Þorvaldur V Þórsson (IP-tala skráð) 31.12.2012 kl. 17:31

69 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir aftur félagar.

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar.

Ég vona innilega að á komandi ári náum við að spjalla saman í bróðerni og án þess að deila of hart. Það er auðvitað þannig að allir höfum við áhuga á þessum málum, en horfum á þau frá mismunandi sjónarhólum. Ég held að við viðurkennum allir að koltvísýringur hefur áhrif á hnatthlýnun, en skoðanir eru skiptar hve mikil þau áhrif eru. Sjálfsagt gildir hið sama um hin náttúrulegu áhrif. Sjálfur hef ég sagt í meira en áratug að áhrifin geti verið álíka mikil, en veit auðvitað ekkert um það. Með því að skiptast á skoðunum, en jafnframt virða skoðanir annarra þó við séum ekki sammála, getum við lært hver af öðrum.

Vonast til að heyra í ykkur öllum á mínu bloggsvæði á nýju ári, en virðum skoðanir hvers annars og verum uppbyggilegir í umræðum.

Gleðilegt ár

Með góðri kveðju.

Ágúst H Bjarnason, 31.12.2012 kl. 22:09

70 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst - ég vona að þú opnir fyrir umræður á þínu svæði frá þeim sem þú hefur lokað fyrir árið 2012. Það er einmitt svo að það þarf að ræða þessi mál og það á opinskáan hátt - stundum hefur mér þótt einstefna í því hvað má segja á ýmsum stöðum. Það er gott að hafa skoðanir, en skoðanir á hlutum eins og loftslagsvísindum verða að byggjast á gögnum og heimildum sem við getum treyst - en ekki vafasömum skoðunum.

Ég held að margir þeir sem hafa fylgst með pistlum þínum í gegnum tíðina Ágúst (bæði þeir sem eru þér sammála og ósammála) - telji nú (svo ég segi það opinskátt) að þú hafir verið meira á þeirri skoðun að náttúrulegir þættir hafi verið aðal áhrifa valdur núverandi hlýnunar. Ég persónulega vona að þú verðir til í að skoða málið frá fleiri sjónarhólum...þó við vitum báðir að náttúrulegir þættir hafi áhrif - þá er það þó ekki það sem talið er hafa valdið núverandi hlýnun...eins og vísbendingar (vísindalegar rannsóknir í tugþúsundatali) benda til.

En allavega - Gleðilegt ár Ágúst, með von um gott umræðu ár - árið 2013. Það er gaman að ræða saman á málefnalegan hátt - líka þegar maður er kannski ekki alveg sammála :)

Með góðri kveðju,

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.12.2012 kl. 22:27

71 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sveinn

Það var opið áðan...

Með góðri kveðju.

Ágúst H Bjarnason, 31.12.2012 kl. 22:57

72 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst - ég fagna þessari breytingu hjá þér :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.1.2013 kl. 09:23

73 identicon

Gleðilegt ár góðir landsmenn.

Ég þakka ÞVÞ kærlega fyrir að leitast við að bregðast við beiðni minni um að kynna sér þær heimildir sem ég hef lagt fram í þessari umræðu í stað þess að haga sér eins og sérlega erfiður og óstyrlátur krakki með grjótkasti og formælingum.

Það verður þó að segjast að dvöl ÞVÞ í Sumarlandinu virðist hafa bætt litlu við vísindalegt uppeldi hans á íslenskri grund. Hins vegar má á móti kannski segja að forritarinn hafi orðið fullnuma í bandarískri smear campaign- aðferðafræði.

Heiðnaberg í Drangey er órækur vitnisburður um að einhversstaðar verða vondir að vera og víst er að menn síga trautt í úfna skaphöfn ÞVÞ. Ég ætla þó að reyna sprangið í þágu vísindanna.

Fyrir það fyrsta viðurkennir ÞVÞ að hann skilur ekki að það eru ákveðin mörk milli pólitískrar og vísindalegrar nálgunar. Á meðan það er velþekkt í pólitík að mæla kjörþokka sinn í fylgismönnum með og á móti byggist vísindaleg nálgun á því að leita að sannleikanum hverju sinni – burtséð frá skoðunum og afstöðu samfélagsins.

Til að útskýra þetta betur fyrir ÞVÞ má benda á þekkt dæmi úr sögunni um Galileo Galelei, sem reyndar var ekki svo galinn þegar allt kom til alls. Þeirra tíma vísindakirkja hótaði honum dauða og tortímingu, afneitaði hann ekki kenningum sínum, enda var yfirgnæfandi meirihluti klerka á þeirri skoðun að jörðin væri flöt.

En þá að vísindalegri nálgun ÞVÞ. Ég leyfði mér að benda á kort sem sýnir hnatthita frá 2500 f.Kr. til 2040 e.Kr. og „veðurfræðinginn“ Cliff Harris og loftslagsfræðinginn Randy Mann hafa dregið upp. ÞVÞ fer hamförum yfir því að Cliff Harris virðist við nánari athugun vera sjálfmenntaður heimilisveðurfræðingur en Randy Mann þokkalega menntaður. Auðvitað má segja að kortið skorti m.a. kvarða á x og y-ás, en það er þó augljóst að það sýnir að jörðin er að kólna frá og með 1998.

Í stað þess að fara í boltann (jörðin er að kólna) kýs forritarinn að tækla manninn. Það undarlega er kannski að á sama tíma lofar ÞVÞ kort eftir annan sjálfmenntaðan heimilisveðurfræðing af Grænlandsjökli fyrir 2500 árum, sem þó skortir ýmsa kvarða. Um það kort segir ÞVÞ: „Grænlandskortið til dæmis var mjög fagmannlega unnið.“(!)

ÞVÞ sér líka ástæðu til að fetta fingur út í The George C. Marshall Institute fyrir þá meintu sök að hafa ekki neitað fjárframlögum frá tilteknum fyrirtækjum og stofnunum! Ef við beitum sömu rökum og ÞVÞ þá er ljóst að Ómar Ragnarsson (Íslandshreyfingin) er veginn og léttvægur fundinn fyrir að þiggja styrki frá Landsvirkjun.

Að lokum birtir ÞVÞ „heimildir“ sínar. Í ljós koma þrír tenglar í wikipedia.org. Með fullri virðingu fyrir wikipedia má velta fyrir sér hversu áreiðanleg vísindaleg „heimild“ þessi ágæta vefsíða raunverulega er. Það vill svo til að wikipedia svarar þessu ágætlega:

„Wikipedia is open to anonymous and collaborative editing, so assessments of its reliability usually include examinations of how quickly false or misleading information is removed. An early study conducted by IBM researchers in 2003—two years following Wikipedia's establishment—found that "vandalism is usually repaired extremely quickly — so quickly that most users will never see its effects"[10] and concluded that Wikipedia had "surprisingly effective self-healing capabilities".[11] A 2007 peer-reviewed study stated that "42% of damage is repaired almost immediately... Nonetheless, there are still hundreds of millions of damaged views."[12]

Several incidents have also been publicized in which false information has lasted for a long time in Wikipedia. In May 2005, a user added several false and defamatory statements to the biographical article John Seigenthaler.[13] The inaccurate information went unnoticed until September 2005, when they were discovered by a friend of Seigenthaler. After the information was removed from Wikipedia, it remained for another three weeks on sites that mirror Wikipedia content.[14] A biographical article in French Wikipedia portrayed Léon-Robert de L'Astran as an 18th century anti-slavery ship owner, which led Ségolène Royal, a presidential candidate, to praise him. A student investigation later determined that the article was a hoax and de L'Astran had never existed.[15]“ (fyrirgefðu enskuna Emil)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 12:29

74 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Við gerum að sjálfsögðu ekki lítið úr tignarheitinu: "Sjálfmenntaður heimilisveðurfræðingur".

Emil Hannes Valgeirsson, 1.1.2013 kl. 14:00

75 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ekkert að því að vera sjálfmenntaður "hvaðsemer" - en aðalmálið er að hafa staðreyndir á hreinu. Það virðist vera galli hugmynda þeirra sem afneita loftslagsvísindunum að staðreyndir eru ekki ofarlega á blaði - enda passa þær ekki inn í persónulega hagsmuni og/eða hugmyndafræði þeirra. Það er ákveðin galli fyrir hina sjálfskipuðu "efasemdamenn" að gögnin styðja ekki mál þeirra...og þeir fara yfirleitt þá leið að endurtaka mýtur og annað sem hefur verið marg hrakið, sjá m.a. Rökleysur loftslagsumræðunnar og Efasemdir eða afneitun - þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

Afneitun er að jafnaði drifin áfram af hugmyndafræði eða trúarlegri skoðun, þar sem fylgni við skoðunina er mikilvægari en rökin sem sett eru fram. Skoðunin kemur fyrst, svo röksemdir skoðunarinnar og þær röksemdir eru aðskildar öðrum til að tryggja að skoðunin varðveitist í sinni mynd.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.1.2013 kl. 01:13

76 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ef við hugsum þessi loftslagsmál í þrívídd, þá er hér teningur:

Teningurinn hefur mismunandi litar hliðar -t.d. 6 hliðar málsins. Fyrir þá sem vilja kryfja nánar hverja hlið málsins geta þeir hugsað sér t.d. annan tening með 6 hliðar fyrir hvert mál - og þá eru komin 36 fletir málefnisins - loftslagsmál. 
Hver og einn sem tekur þátt í umræðu um loftslagsmál - getur fært röksemdir fyrir því að hann meti það svo (rökstutt vel eða illa) að rauða hliðin skipti mestu máli  en næsti aðili getur talið að rauða hliðin hafi  ekki nema 50% vægi og enn annar 30%.  
Í tilfelli Sveins Atla er svona umræða  erfið.  Sveinn Atli virðist búinn að negla niður hvernig þetta sé -  í endanlegri útgáfu sem einhver endanleg  "loftslagsvísindi".
Ég tel að umræðan sé  og eigi að vera "fljótandi"  öll sjónarmið eiga rétt á sér ef málið á að geta þróast. 
Albert Einstein deildi við Niels Bohr  um skammtakenningu í áratugi. umræðan þróaðist í að Einstein tapaði á tíma varðandi skammtakenninguna.
Á meðan þróunin átti sér stað - var tæplega talað um að annar væri "efasemdarmaður" eða "afneitari", - verkefnið hlýtur að hafa falist í að finna fleiri röksemdir  og á endanum komu fram sannanir fyrir skammtakenningunni.
Loftslagsvísindi spanna margar greinar vísinda og því er eðlilegt að þetta sé umdeilt mál, - enda álitaefnin mörg.
Ég verð að mælast til þess að Sveinn Atli gefi okkur það áramótaheit að hætta lítilsvirðandi framkomu með svona skrifum eins og "efasemdarmenn" og "afneitara".
Ég deli ekkert um að það sé að hlýna á Íslandi. Ég er ekki með neinar efasemdir um það.  Ég er bara að vara við því að menn rasi ekki um ráð fram og æði  fram úr sjálfum sér og keyri svo á vegg!
Sjónarmið Sveins Atla eru t.d. ekkert meiri "vísindi" en sjónarmið Ágústar H Bjarnasonar sem hefur lagt margt mjög faglegt inn í umræðuna.
Gerð Grænlandskortsins sem hér er mjög gott innlegg - er t.d. árangur umræðna ársins 2012. Með gerð kortsins breytist sú mynd sem margir höfðu áður - og var allt of einsleit.
Það er ekki glóra í því að margir fréttatímar í hverri viku fjalli bara um "bráðnun jökla" og þá er umfjöllunin eins og jöklar hafi aldrei bráðnað fyrr!  Til hvers er svona áróður?  Það verður jafnframt að segja frá því hvað stutt er síðan Ísland var nánast jökullaust!   Sveinn Atli virðist yfirkominn af gremju vegna þess að ég hef lagt mikla áherslu á að ná þessum sjónarmiðum fram - en ég fékk trúlega kortið  á síðu  Ágústar H Bjarnasonar.
Nú er komið árið 2013 og ég vona að við getum átt skoðanaskipti áfram vitandi það að það er lengt eftir í umræðunni áður en endanleg niðurstaða næst.
Það sem skipti mestu máli - er framhald samkeppni um best rökstuddu sjónarmiðin. Og af því málefnið er mikilvægt - þá getum við hraðað þróuninni með því að vera fljót að taka tillit til hvers annars og þróa umræðuna þannig.
Næstu skref eru - (það sem ég legg áherslu á):
  • Finna leiðir til að laga gagnagrunn um hitafar, með því að láta taka alla borgarhitamæla út úr grunninum og alla aðra vafasama hitamæla, - þá væri þeirri deilu lokið.
  • Finna leið til að gera kort af ísstöðu Norðurslóða fyrir 2500  með myndrænni framsetningu - og myndir á 100 ára fresti frá þeim tíma - til  ársins 2000.

Sveinn Atli. Það er enginn í afneitun. Málið er bara að fólk metur hinar sex hliðar teningsins hver með sínum hætti eins og þeir sjá myndina fyrir sér.  Það sem þér finnst aðalatriði Sveinn Atli, - finnst öðrum hafa minna vægi og o.s. frv. 

Allt er þetta eðlilegt og þú  og aðrir verða að hafa umbyrðarlyndi til að virða skoðanir annarra þó þú sért ekki sammála  - og öfugt.  Þannig getum við unnið saman að framþróun málsins með virðingu fyrir skoðunum hvers annars

Kristinn Pétursson, 2.1.2013 kl. 12:47

77 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn Pétursson:

Ef það eru ekki áreiðanlegar heimildir á bak við fullyrðingar sem settar eru fram um þessi mál - þá er lítið varið í þær fullyrðingar. Þetta snýst heldur ekki um mína persónu vs. þína skoðun - bara svo það sé á hreinu - mikið betra að rökin séu góð og að það séu einhver gögn á bak við þau.

Það þýðir lítið að dúkka upp í umræðu sem þú virðist lítið hafa fylgst með og telja að allt sé ómögulegt við hana eða að vísindamenn hljóti að vera að fela kólnun eða að þeir hafi "gleymt" að huga að þætti sólarinnar eða að núverandi bráðnun hafíss á Norðurskautinu hljóti að vera mjög algeng eða að jöklastaða á Íslandi (sem við erum í grófum dráttum sammála um að hafi verið minni við landnám) skipti höfuð máli eða hvað það annað sem þér dettur í hug í það og það skiptið.

Þessi líking þín með teninginn er líka mein gölluð, þar sem þú velur hliðarnar og hlutfall hverrar hliðar. Málið er að það er búið að skoða marga af þeim flötum sem þú telur að skipti máli og eru oft bara smáatriði í stóra samhenginu. Það er m.a. búið að benda þér á lesefni og heimildir fyrir mörgu af því sem þú telur vera eitthvað sem styður þínar "hliðar"...til að mynda myndi það engu skipta þó að við myndum taka allar borgarmælingar út - það væri enn að hlýna (Höski bendir á heimild einhvers staðar í athugasemdunu hér að ofan).

Ég hef umburðarlyndi fyrir persónulegum skoðunum fólks (þó þú ætlir að halda öðru fram Kristinn Pétursson - smjörklípur halda nú illa þegar ekkert er á bak við þær)...en við getum ekki bara haldið fram einhverjum endalausum persónulegum skoðunum um mál eins og loftslagsbreytingar af manna völdum (sem er staðreynd) - það eina sem gildir eru rannsóknir, mælingar og aðrar vísindalegar aðferðir og það styður mál mitt. Það þýðir lítið að koma og halda því fram að þetta sé allt svindl - bara að því að það er manns persónulega skoðun. Ef þú gætir lagt fram einhverjar áreiðanlegar heimildir fyrir máli þínu - þá væri að sjálfsögðu hægt að skoða það - en annars verða þetta bara þínar persónulegu skoðanir og lítið annað.

PS. Ágúst H. Bjarnason hefur lagt margt til mála í þessari umræðu - sumt fróðlegt. Hann hefur lagt mikla áherslu á þátt náttúrunnar og hann hefur lagt fram misjafnar heimildir fyrir máli sínu og á stundum gert of mikið úr þeim þáttum. Við Höskuldur (og fjölmargir fleiri) höfum gert fjölmargar athugasemdir við hans nálgun og vöntun á alvöru rannsóknum og gögnum sem styðja hans nálgun í mörgum tilfellum. Hann er að mínu mati málefnalegur og það er sjálfsagt mál að ræða margt af því sem hann leggur fram - þó ekki telji ég að það muni breyta því að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum muni hækka hitastig í heiminum - eins og við upplifum nú á dögum og það er ekkert sem bendir til annars en að það muni halda áfram.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.1.2013 kl. 14:46

78 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það má sennilega heimfæra þessar síðustu pælingar ykkar yfir á flest deilumál. Það eru nefnilega ýmsar hliðar á hverju máli og á hverri hlið eru ýmsir fletir.

Ég held að vafasamir hitamælar séu ekki að skekkja niðurstöður um hlýnun jarðar að neinu ráði, enda kemur í ljós að strjálbýl svæði og óbyggðir hafa hlýnað jafn mikið ef ekki meira heldur en hin þéttbýlu. Allavega er lítið samband þarna á milli.

Á þessu vídeói frá NASA sem linkurinn vísar í má sjá hvernig hnattræn hlýnun hefur gengið fyrir sig frá 1891-2006: http://geology.com/news/images/a10_1891_1997_6fps_800kbps_sor3.mov

Kort af ísstöðu norðurslóða fyrir 2500 árum og áfram á 100 ára fresti er nánast útilokað að gera af nokkru viti enda óvissan allt of mikil. Menn eiga alveg nóg með útbreiðslu hafíssins síðustu 100 ár.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.1.2013 kl. 14:50

79 identicon

Sælir félagar og þakkir fyrir hófstillta og yfirvegaða umræðu.

Vísindi eiga að sjálfsögðu enga samleið með trúarbrögðum, en hins vegar ber að virða það að menn hafi sannfæringu fyrir sinni skoðun - meðan sú sannfæring umbreytist ekki í trúarhita.

Fyrst athugasemd við villandi málflutning Kristins. KP ritar:"Ég deili ekkert um að það sé að hlýna á Íslandi."(?) Það rétta er að sjálfsögðu að það hefur hlýnað á Íslandi. Undanfarin 16 ár hefur meint hnatthlýnun staðið í stað á Íslandi sem og annars staðar á hnettinum.

Þá vil ég gera athugasemd við málflutning Sveins Atla og Emils Hannesar.

Sveinn Atli ritar: "...til að mynda myndi það engu skipta þó að við myndum taka allar borgarmælingar út - það væri enn að hlýna."(?)

Emil Hannes ritar: "Ég held að vafasamir hitamælar séu ekki að skekkja niðurstöður um hlýnun jarðar að neinu ráði, enda kemur í ljós að strjálbýl svæði og óbyggðir hafa hlýnað jafn mikið ef ekki meira heldur en hin þéttbýlu. Allavega er lítið samband þarna á milli."(?)

Það vill svo til að glæný rannsókn, An area and distance weighted analysis of the impacts of station exposure on the U.S. Historical Climatology Network temperatures and temperature trends (Anthony Watts of California, Evan Jones of New York, Stephen McIntyre of Toronto, Canada, and Dr. John R. Christy from the Department of Atmospheric Science, University of Alabama, Huntsville), kollvarpar þessum fullyrðingum SA og EH.

Rannsóknin leiðir í ljós að NOAA hefur tvöfaldað hitatölur í USA á tímabilinu 1979 - 2008:

Það vill nefnilega þannig til að vísindarannsóknir eru þess eðlis að hæpið er að treysta því að "stóri sannleikur" sé endanlega fundinn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 16:29

80 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég kannast við þessa rannsókn. Ertu viss um að niðurstöðurnar séu skotheldar? Ég veit allavega að þetta er ekki hlutlaus rannsókn, Antony Watts heldur t.d. uppi miklum áróðri gegn kenningum um hlýnun jarðar af mannavöldum.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.1.2013 kl. 16:47

81 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Emil - það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart þegar þessar "rannsóknir" Anthony Watts og félaga koma upp - en áróður þeirra hefur þó ratað víða. Þeir hafa nú ekki reynst mjög vandvirkir í sínum málatilbúnaði hingað til, sjá m.a. Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum og Af hverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess?. Annars breytir engu máli í huga "efasemdamanna" eins og Hilmars eða Kristins hversu skotheld vísindin á bak við hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar af mannavöldum eru og/eða munu verða - þeir munu aldrei viðurkenna þau, þar sem þau eru ekki í takt við þeirra persónulegu skoðanir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.1.2013 kl. 17:26

82 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hér virðist skilningur Sveins Atla  á því þegar notaður er teningur er líkingamál: 

"Þessi líking þín með teninginn er líka mein gölluð, þar sem þú velur hliðarnar og hlutfall hverrar hliðar".

Ég "valdi" engar hliðar. Myndin af teningnum er tekin af netinu og þetta er bara myndræn samlíking hjá mér - ef Sveinn Atli telur sólina hafa 2% áhrif á hnattærna hlýnun en Ágúst H bjarnason telur sólina hafa 30% áhrif - þá hafa báðir aðilar rétt fyrir sér - eins og þeir útskýra mál sitt. Þessar prósentur eru bara settar fram sem samlíking en ekki "vísindaleg niðurstaða"  mín

Sveinn Atli: Það er til mismunandi skilningur  á viðfangsefnum... t.d. þegar tveir aðilar setja fram tilgátur sem svo fara í ferli. 

Margt af þessum vísindum eru ósannaðar tilgátur þó okkur finnist sumt  líklegra en annað til að vera rökréttara - allt háð mismunandi skilningi okkar á málefninu.

Árangur okkar á árinu 2012 - af skoðanaskiptum - er t.d. - að Emil skyldi gera Grænlandskortið. Það kort er mikilvægur áfangi - en ekkert fullkomið frekar en annað sem kemur fram - margt á hverjum degi

Næsti áfangi okkar verður vonandi kort af Norðurslóðum með líklega ísstöðu fyrir 2500 árum  og helst kort með 100 ára millibili til ársins 2000.

Með slík kortagögn er auðveldara að skiptast á skoðunum - hvað hafi valdið hlýnun þá og hlýnun nú.  Forsendurnar  fyrir hlýnun og kólnun - þá og nú eru vísindalega umdeild álitaefni - um allan heim, bæði meðal vísindamanna og amatöra.   Það er kjarni málsins.

Ég ætla að halda í vonina um að Sveinn Atli verði umburðarlyndari  gagnvart skoðunum annarra og hætti að "skrifa niður" til þeirra sem koma með ábendingar sem ekki henta hans einstrengingshætti.

Þvermóðska, einstrengingssháttur og orðaval sem sýnir fyrirlitningu á sjónarmiðum annarra eru mjög slæmir mannkostir.

Sameiginlega er þetta stundum kallað "mótþróaröskun" og er algengust hjá krökkum - þar sem þessi röskun eldist mis seint af mönnum.

Kristinn Pétursson, 2.1.2013 kl. 17:46

83 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fyrst að Hilmari - smá auka fróðleikur um "rannsókn" Watts og co. Í eftirfarandi tengli er greining á "rannsókn" Watts og félaga Watts' New Paper - Analysis and Critique - Að venju stendur ekki steinn yfir steini hjá Watts og félögum. Eftirfarandi kemur þarna fram:

Ultimately Watts et al. fail to account for changing time of observations, that instruments change, or that weather stations are sometimes relocated, causing them to wrongly conclude that uncorrected data are much better than data that takes all this into account.

[..]

In its current form, the Watts paper contains little in the way of useful analysis. There are too many potential sources of bias which are not accounted for, too many apples-to-oranges comparisons, and they cannot draw any conclusions about urban heat influences until their data are homogenized and other non-climate influences are removed.

The primary conclusion of the paper, aside from not being supported by the analysis, is simply implausible. The CONUS surface warming trend proposed by the Watts paper appears to be inconsistent with the satellite observations, and overall global trends in raw data do not differ dramatically from those in the adjusted data.

Fyrir utan svo að þessi "rannsókn" hefur enn ekki fengið náð fyrir augum þeirra sem birta ritskoðaðar vísindagreinar - enda gæðin ekki upp á marga fiska að venju.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.1.2013 kl. 17:52

84 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Svo kemur að honum Kristni - sem velur að orða það svo að hann sé málsvari og áhugamaður um "vandaða þjóðmálaumræðu". Hann kýs að nota eftirfarin orð um mig þegar ég hef svarað honum á málefnalegan hátt:

Þvermóðska, einstrengingssháttur og orðaval sem sýnir fyrirlitningu á sjónarmiðum annarra eru mjög slæmir mannkostir.

Sameiginlega er þetta stundum kallað "mótþróaröskun" og er algengust hjá krökkum - þar sem þessi röskun eldist mis seint af mönnum.

Þeir sem ekki geta haft stjórn á uppnefningum og stunda svona óvandaða umræðumenningu ættu kannski ekki að vera að kasta steinum úr glerhúsi. Ég svaraði Kristni málefnalega, en nenni ekki að svara svona persónulegu skítkasti frá manni sem hefur ekkert málefnalegt fram að færa - eins og Kristinn Pétursson í síðustu athugasemd. Ef hann vill hafa annan skilning á vísindum en vísindamenn - þá er honum það velkomið, en ekki reyna að dulbúa það sem einhver vísindi...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.1.2013 kl. 17:57

85 identicon

Emil spyr mig: "Ertu viss um að niðurstöðurnar séu skotheldar?" Að sjálfsögðu er ég ekki viss um það. Svo að öllu sé haldið til haga þá var ég einungis að benda á nýja rannsókn (sem eftir er að ritrýna) sem kollvarpar fullyrðingum ykkar.

Eigum við svo bara ekki að sætta okkur við þá staðreynd að vísindamenn greinir á um meinta "hlýnun af mannavöldum"?

Hér eru reyndar líka nýjar upplýsingar um hnattkólnun:

Hadcrut global cooling co2 ipcc climate models global warming june 2012

Veldur aukning CO2 e.t.v. kólnandi veðráttu?

Global warming science facts HadCRUT global cooling april 2012

Samkvæmt þessu súluriti stöðvaðist meint hnatthlýnun í apríl 1997. Miðað við þáverandi leitni stefndi í +1,08°C hitaaukningu á öld. Núverandi meint hnattkólnun hefur staðið í rúm 15 ár með -0,12°C leitni á öld.

Samkvæmt þessum gögnum er að kólna í heiminum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 18:40

86 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þrátt fyrir hlýjasta áratug frá því mælingar hófust og þá staðreynd að árin 2005 og 2010 eru hlýrri en önnur ár frá því mælingar hófust, þá fullyrðir Hilmar um hnattkólnun... umhugsunarvert að velta því fyrir sér hvaðan Hilmar fær sínar heimildir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.1.2013 kl. 18:48

87 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sveinn Atli skilur skrifaðann texta frá mér alveg rétt  - en skilur samt ekki að textinn er sérstaklega saminn í "hans stíl".  Venjulega skrifa ég ekki svona - en stíllinn sem Sveinn Atli notar um mig lít ég á sem pöntun um slíkan texta frá honum - handa sér.

Myndirnar sem Hilmar er með gér í síðustu aths frá sér eru mikilvægt innlegg.

Þá kemur Sveinn Atli með þetta vanalega   "umhugsunarvert að velta fyrir sér hvaðan Hilmar fær sínar heimildir" - og gefur þannig í skyn að heimildir Hilmars séu "svona og svona" - alltaf sama kurteisin..

Allar heimildir Sveins Atla eru að hans mati  "vísindalegar" en heimildir og skoðanir annarra  allt saman meira og minna vafasamt, illa fram sett, vitlaust orðað, eða annað slíkt.

Þetta virðist  typikal mótþróaröskun  eða hvern fjandann á að kalla það

Kristinn Pétursson, 2.1.2013 kl. 19:43

88 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn Pétursson - þú vilt kannski benda á einhverja heimild fyrir því að ég sé eins dónalegur og þú lætur í veðri vaka Kristinn..? Eða á þetta bara vera enn ein innantóm fullyrðinginn frá þér Kristinn Pétursson. Þú ættir að skammast þín fyrir þennan dónaskap! Ekki að mér sé ekki nokk sama um þínar skoðanir á mér - enda álíka mikils virði og þínar skoðanir á vísindum...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.1.2013 kl. 20:07

89 identicon

Við skulum ekki missa þessa umræðu út í tilgangslaust karp á nýju (og vonandi betra) ári félagar. Verum einfaldlega sammála um að vera ósammála - en leitast við það í sameiningu að halda loftslagsumræðunni gangandi.

Ég er sammála Sveini Atla um að það er alltaf umhugsunarvert hvar maður fær heimildir, enda tel ég það skyldu mína að setja alltaf krækjur á mínar heimildir, þannig að menn þurfi ekki að velkjast í vafa um upprunann.

Svo er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að menn greini á um innihaldið.

Nú vil ég góðfúslega biðja menn að fara í boltann. Ég hef margítrekað að það sé raunverulega að kólna í heiminum. Í því sambandi hef ég sýnt margar heimildir.

Hvernig væri að við tækjum einfaldlega alvöru umræðu um þetta atriði? Stöndum við ekki í rauninni frammi fyrir hnattkólnun, ef við skoðum gögnin?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 20:42

90 Smámynd: Kristinn Pétursson

Alveg rétt Hilmar.    

Getur þú hugsanlega fundið aðila sem myndu vilja gera kort um Ísstöðu Norðurslóða fyrir 2500 árum og með 100 ára millibili fram til 2000? 

Í raun er þetta mikilvægt alþjóðlegt verkefni - sem fengist trúlega styrkur í að gera vel þar sem þetta er mikilvægt framlag í núvarandi umræðu um málefni Norðurslóða.

Ég hef hugboð um að ís  á Norðurslóðum að sumarlagi fyrir 2500 árum hafi verið mun minni en við teljum í dag. Þess vegna er mikilvægt að slík kortagerð fari fram - þar sem myndir segja oft miklu meira en mörg orð. 

Kristinn Pétursson, 2.1.2013 kl. 21:11

91 identicon

Ég tel mig allavega hafa fundið áhugaverðar krækjur um þróun ísstöðu norðurslóða síðustu 10.000 árin.

Þetta er rúmlega ársgömul vísindagrein sem birtist í Science 5 August 2011.

Höfundar eru:

  1. Svend Funder1,*,
  2. Hugues Goosse2,
  3. Hans Jepsen1,
  4. Eigil Kaas3,
  5. Kurt H. Kjær1,
  6. Niels J. Korsgaard1,
  7. Nicolaj K. Larsen4,
  8. Hans Linderson5,
  9. Astrid Lyså6,
  10. Per Möller5,
  11. Jesper Olsen7,
  12. Eske Willerslev1

Niðurstöður vísindamannanna er afar athyglisverðar:

"For the last 10,000 years, summer sea ice in the Arctic Ocean has been far from constant. For several thousand years, there was much less sea ice in the Arctic Ocean – probably less than half of current amounts. This is indicated by new findings by The Centre for Geogenetics at the University of Copenhagen."

Sjálf vísindagreinin er hér.

Svend Funder, leiðangursstjóri segir:

“Our studies show that there have been large fluctuations in the amount of summer sea ice during the last 10,000 years. During the so-called Holocene Climate Optimum, from approximately 8000 to 5000 years ago, when the temperatures were somewhat warmer than today, there was significantly less sea ice in the Arctic Ocean, probably less than 50% of the summer 2007 coverage, which is absolutely lowest on record. Our studies also show that when the ice disappears in one area, it may accumulate in another. We have discovered this by comparing our results with observations from northern Canada. While the amount of sea ice decreased in northern Greenland, it increased in Canada. This is probably due to changes in the prevailing wind systems. This factor has not been sufficiently taken into account when forecasting the imminent disappearance of sea ice in the Arctic Ocean.”

Samkvæmt þessari vísindagrein virðist það ekkert nýmæli að norðurslóðir séu íslitlar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 22:25

92 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kristinn, í stað þess að fabúlera um hvað þurfi að gera - þá væri rétt hjá þér að lesa hvað er búið að gera. Lestu t.d. þessa grein:

History of sea ice in the Arctic, Polyak o.fl. 2010, en þar stendur meðal annars:

On suborbital time scales, ice distributions varied in the Holocene, but no evidence exists for large, pan-Arctic fluctuations. Historical records indicate that Arctic sea-ice extent has been declining since the late 19th century. Although this decline was accompanied by multidecadal oscillations, the accelerated ice loss during the last several decades lead to conditions not documented in at least the last few thousand years. Taking together the magnitude, wide geographic distribution, and abruptness of this ice loss, it appears to be anomalous in comparison with climatic and hydrographic variability observed on submillennial time scales and longer-term insolation changes.

 Eins og þú sérð ef þú lest greinina í heild, þá er þekkingin ágæt og nú þegar hefur mikilvægt alþjóðlegt verkefni gefið okkur mikilvægt framlag í núverandi umræðu um málefni Norðurslóða.

Enn einu sinni er síðan atriðið það að hitabreytingar fyrir nokkrum þúsundum ára voru vegna náttúrulegra ferla - hlýnunin nú er það ekki.

Höskuldur Búi Jónsson, 2.1.2013 kl. 22:46

93 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar, greinin sem þú vísar í er um staðbundnar sveiflur - ekki Norðurskautið í heild. Það neitar því samt enginn að sveiflurnar hafa verið miklar - en undanfarnir áratugir eru verstir og trendið lítur ekki vel út.

Höskuldur Búi Jónsson, 2.1.2013 kl. 22:56

94 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er fróðlegt Hilmar. Ef þetta er hin vísindalega afstaða - hvers vegna eru þá allar þessar fréttir um "alvarlegt útlit hjá Ísbirninum" o.fl. ótal þættir um "hræðilega atburði" með minnkandi ís - og alveg skautað fram hjá því að segja sannleikann um að það hafi verið svipuð staða áður.

Höskuldur.

Almenning vantar kortagerð um ísþróun Norðurslóða t.s. s.l. 10 þúsund ár - eða frá síðustu ísöld.  Almenningur á rétt á því að vita sannleikann um þetta - og líka rétt á því að vita sannleikann um ísstöðu Norðurslóða og hversu miklu hlýrra það var við landnám - en það er í dag.

Íslandssagan  er tæplega  rétt í skólum að þessu leyti.   Það vantar upplýsingar um að það var miklu hlýrra og að stofnar birkitrjáa hafi verið 30-40 cm hér - vegna þess hversu það var mikið hlýrra.  Um þetta veit almenningur á Íslandi ekki - en vonandi koma fljótlega fram upplýsingar um þetta allt saman á ráðstefnum sem halda á um þessi mál á næstunni.

Ég legg áherslu á kortagerð um ísstöðu norðurslóða  til að almenningur fái að vita sannleikan um þessa þróun.  Íslandssagan og saga Norðurslóða verður að vera rétt fram sett, - a.m.k. s.l. 2500 ár - þegar verið er að fjalla um þessi málefni.

Kristinn Pétursson, 2.1.2013 kl. 23:22

95 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fyndið hvernig Kristinn fer í samsæriskenninguna núna - allir vísindamenn eru greinilega að fela "sannleikann"... og hann má því leggja áherslu á að saka þá um lygar og um að fela sannleikann...talandi um að fara í manninn (eða mennina í þessu tilfelli). Hitt er annað mál að það má væntanlega vonast til að hægt verði að kortleggja alla söguna í nákvæmum dráttum í framtíðinni og það með fullkomnum kortum um allt og ekkert - hvort sem það er raunhæft eður ei. En það breytir í sjálfu sér ekki eðlisfræði gróðurhúsalofttegunda eða þeirri staðreynd að hlýnun vegna aukina gróðurhúsaáhrifa er mælanlega staðreynd.

Það er svo sem ekki nýtt fyrir mér að það hafi verið hlýtt tímabil við landnám (þó ekki hafi það endilega verið hlýrra en í dag - ekki hef ég séð sannfærandi heimildir fyrir því). Ég hef sjálfur sagað niður nokkur birkitré með þvermáli um 30-40 cm. (og ég tók ekki þau stærstu) - þannig að út frá þeim rökum einum saman, þá er hlýrra í dag en við landnám :)

PS. Ég hlakka til að heyra um þessar ráðstefnur sem þú ert að tala um Kristinn - vonandi verða færustu fræðimenn um málefnið á meðal fyrirlesara...

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 00:14

96 identicon

Svarið við spurningunni, KP, er í sjálfu sér einfalt - og mig grunar að við getum (að mestu leyti) verið sammála um það.

Fyrst verðum við að rifja upp heimsfréttirnar frá 1999 (sem voru svo endurteknar 2005) um að jöklar Himalayafjalla væru dæmdir til að hverfa fyrir 2035(!) IPCC básúnaði að sjálfsögðu þessa skelfilegu frétt út um heimsbyggðina, sem dæmi um ógnvænlegar afleiðingar meintrar hnatthlýnunar af mannavöldum.

Þann 23. janúar 2010 viðurkenndi svo höfundur kenningarinnar, Dr Murari Lal, að hún hefði eingöngu verið sett fram til að skapa þrýsting á pólitíska leiðtoga um heim allan(!)

Heimsfréttir IPCC um skelfileg örlög jökla Himalayjafjalla reyndust hugarburður!

IPCC var í pólitískri klípu - og þegar maður er í pólitískri klípu þá notar maður að sjálfsögðu smjörklípuaðferðina.

IPCC beindi athygli heimsbyggðarinnar snarlega að Grænlandi og Norður-heimskautinu, því ekki var hægt að minnast á að útbreiðsla hafíss við Suður-heimskautið er í sögulegu hámarki.

Það er óþarfi að rifja upp skelfingarfrétt NASA frá júlí sl. um að Grænlandsjökull væri að bráðna með áður óþekktum hraða - að sjálfsögðu með skelfilegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina(!)

Þessi skelfilega ekki-vísindafrétt var svo rekin öfug ofan í IPCC þegar í ljós kom að "áður óþekkta bráðnunin" er í rauninni vel þekkt innan vísindanna. Þetta ku gerast á Grænlandi á ca. 150 ára fresti - síðast 1889.

Þá beindi IPCC auðvitað sjónum heimsbyggðarinnar að Norðurheimskautinu og meintri "áður óþekktri" bráðnun hafíss(!) Það rétta er auðvitað að það er náttúruleg sveifla í útbreiðslu hafíss á Norðurheimskautinu.

Framsetning IPCC er m.ö.o. pólitísk en ekki vísindaleg.

ps. Rétt er að benda á glænýja rannsókn Martin Melles frá Háskólanum í Köln, Þýskalandi, Julie Brigham-Grette, Háskólanum í Massachusetts Amherst, USA, og Pavel Minyuk frá Rússlandi:

"The sediment cores from Lake El'gygytgyn reflect the climatic and environmental history of the Arctic with great sensitivity. The physical, chemical and biological properties of the sediments match the glacial/interglacial pattern known globally for the ice ages. However, it is conspicuous that some warm phases are exceptional, marked by extraordinary high biological activity in the lake, well above the background of rather regular climate cycles.

In order to quantify the climate differences associated with the variable interglacial intensities, four warm phases were investigated in detail: the two youngest, "normal" interglacials, since 12,000 years and about 125,000 years ago, and two of the "super" interglacials, about 400,000 and about 1.1 million years ago.

According to pollen-based climate reconstructions, summer temperatures and annual precipitation during the super interglacials were about 4 to 5 degrees C warmer and about 12 inches (300 mm) wetter than during normal interglacials. The super interglacial climates suggest that it's virtually impossible for the Greenland's ice sheet to have existed in its present form at those times."

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 00:29

97 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar, greinin sem þú bendir á segir okkur að það þurfi minna til þess að bráðnun jökla á Grænlandi fari á fullt - það þýðir að loftslagið er enn viðkvæmara fyrir losun gróðurhúsalofttegunda en menn hafa talið.

Höskuldur Búi Jónsson, 3.1.2013 kl. 01:18

98 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Lesiði bara bloggfærsluna - þar er allt sem skiptir máli.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.1.2013 kl. 01:27

99 identicon

Í greininni sem Höskuldur vísar í er talað um orsökina fyrir hlýindum og minni ís á norðurslóðum á fyrri hluta hlýskeiðs:

"The last low-ice event related to orbital forcing (high insolation) was in the early Holocene,. . ."

(Emil kom inn á breytingu á möndulhalla í síðustu bloggfærslu, en hún er hluti af þessum breytingum á jarðarbraut sem um er rætt)

". . . after which the northern high latitudes cooled overall, with some superimposed shorter-term (multidecadal to millennial-scale) and lower-magnitude variability."

Minni sveiflur leggjast ofan á. Ekki er minnst á orsakir þeirra i abstraktinum, en þær geta verið ýmist vegna innri breytileika, eldvirkni eða breytinga á sólvirkni).

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 01:34

100 identicon

"Lesiði bara bloggfærsluna"

Já t.d. þetta hér: " Eitt er allavega víst að hlýnunin nú er ekki að sama toga og sú sem leiddi til þess að ísaldarjökullinn hvarf og íslensku jöklarnir að mestu leyti enda fer sólgeislun að sumarlagi enn minnkandi til langs tíma vegna minnkandi möndulhalla jarðar. "

Þetta á líka ágætlega við um hafísbráðnun nú í samanburði við meint hafísleysi á norðurhjara á hápunkti hlýskeiðs.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 01:52

101 Smámynd: Kristinn Pétursson

Allt er þetta skemmtileg og afar fróðleg umræða, - líka "vísindalega mótþróaröskunin" hjá Sveini Atla.

Aðalatriði málsins er að  svona umræðu  fari fram - þar sem mikið flæði upplýsinga er að koma fram - mest nýtt hjá Ágústi H  og Hilmari. Ég kann þeim miklar þakkir fyrir.

Ég er aðallega að hvetja aðra til að taka þátt í umræðunni - og koma með upplýsingar - ef einhverjar eru.  Öll sjónarmið eru gagnleg sérstaklega "ný" sjónarmið byggt á nýjum upplýsingum.

Samkeppni um nýjar nálganir málsins er kjarni málsins. Ég vona að Sveinn Atli verði sáttur en hann þarf að læra að sýna meiri virðingu fyrir sjónarmiðum annarra þó hann sé ekki sammála. 

Get  sjálfur eflaust líka gert betur í þeim efnum og skal huga vel að því. Alltaf til í að laga eitthvað hjá mér og mikilvægt er að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og gera aðeins betur á morgun en í gær.

Samkeppni um nýjar hugmyndir til að nálgast aðra "vinkla" málsins er afar mikilvæg.

Þess vegna er ég  með þessa kortagerð af Norðurslóðum á heilanum um þessar mundir.

Mikið hlakka ég til þegar það kemur loksins í sjónvarpinu - rétta myndin af  því hve lítill ís var á Norðurslóðum fyrir 2500 árum með korti og svo kort á 100 ára fresti frá því - til  ársins 2000.  Fólk myndi halda að  sá sem kæmi með þetta - væri að fíflast - það er búið að heilaþvo svo almenning í ranghugmyndum - sem er mjög alvarlegt mál, - sem er borgaraleg skylda að sjá til að verði leiðrétt sem fyrst.

Allt sem hefur nýtt komið fram hér er þakkarvert og fróðlegt og ég hef haft virkilega gaman af þessari umræðu.

Kristinn Pétursson, 3.1.2013 kl. 02:58

102 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn, það hefur ekkert komið fram í þessari umræðu sem styður það að núverandi hlýnun sé af öðrum völdum en auknum gróðurhúsaumræðum af mannavöldum. Ég ber enga virðingu fyrir mönnum eins og Kristni sem beita æ ofan í æ bæði lygum og uppnefningum um mig persónulega...vinsamlega hættu því Kristinn Pétursson - þetta er þér til vansa.

PS. Lygin er t.d. þegar Kristinn Pétursson "vitnar" í mig í athugasemd hér að ofan og segir að ég hafi sagt: "bull efasemdarmanna og vísindaafneitara" [heimild: Kristinn Pétursson, 30.12.2012 kl. 09:17] - þetta hef ég til að mynda aldrei skrifað...en þú setur Kristinn þetta í gæsalappir eins og um beina tilvísun sé að ræða...s.s. ein lygi allavega - fyrir utan tómar uppnefningar og rökleysur sem ekki standast skoðun.

Kristinn Pétursson - skammastu þín fyrir uppnefningar og lygar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 08:17

103 identicon

 Vegna þess að menn hafa verið að tala um það sé að kólna á jörðinni, þá langar mig að benda þeim að þessa nýju frétt.

2012 smashes record for hottest year in US

Turning Up the Heat: Hottest Year on Record in the Lower 48 States

Climate Central, Dec. 26. 2012

2012 will go down in history as the hottest year on record in the continental U.S., pushing 1998 into second place. In line with the global warming trend spurred by steadily rising carbon emissions, seven of the top 10 warmest years in the 48 states have occurred in the past 15 years.

Like so much recent record-breaking weather, 2012 isn’t just going to top the previous record, 2012 is looking to smash it, by more than 1°F. In mid-December, Climate Central projected that 2012 average temperature for the continental U.S. at 55.34°F compared to the previous record set in 1998 of 54.32°F. For perspective, 1°F is one-quarter of the difference between the coldest and warmest years ever recorded in the U.S.

The country endured many unusually long-lasting and severe heat waves as temperatures spiked in March, and never fell below average. March was the warmest such month on record in the lower 48 states, exceeding the average monthly temperature by 7°F. After the March heat wave, the contiguous U.S. recorded its warmest Spring, largest seasonal departure from average, third-warmest summer, and warmest 12-month period, all new marks since records began in 1895.

The average springtime temperature in the lower 48 was so far above the 1901-2000 average — 5.2°F, to be exact — that the country set a record for the largest temperature departure for any season on record.

The dominance of mild conditions is starkly apparent when looking at the balance between daily record highs set or tied this year and daily record lows. During 2012, there were 33,753 daily record-high temperatures set or tied, compared to just 6,303 daily record-low temperature records. That means that for every five daily record highs, there was just one daily record low set or tied.
When taking into account record-warm overnight low temperatures as well as record-cold overnight low temperatures, the ratio was closer to 4-to-1. No matter how you slice it, warm temperatures absolutely dominated the U.S. weather in 2012.

As the climate has warmed during the past several decades, there has been a growing imbalance between record daily high temperatures in the contiguous U.S. and record daily lows. A study published in 2009 found that rather than a 1-to-1 ratio, as would be expected if the climate were not warming, the ratio has been closer to 2-to-1 in favor of warm temperature records during the past decade (2000-2009). This finding cannot be explained by natural climate variability alone, the study found, and is instead consistent with global warming.

The study used computer models to project how the records ratios might shift in future decades as the amount of greenhouse gases in the air continues to increase. The results showed that the ratio of daily record highs to daily record lows in the lower 48 states could soar to 20-to-1 by mid-century, and 50-to-1 by 2100.

albert (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 09:11

104 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já Albert það var mjög hlýtt í Bandaríkjunum á síðasta ári sem segir sína sögu en Bandaríkin eru þó bara hluti af hnettinum.
Ég er ánægður með að Jón Erling skuli minnast á atriðið varðandi breytingar á inngeislun sólar "orbital forcing (high insolation)". Ég nefni breytingar á möndulhalla í bloggfærslunni sem er mikilvægur þáttur varðandi hlýskeið og kuldaskeið á árþúsunda og tugþúsunda skala. Pólveltan o.fl. spilar þarna líka inní. Ég vona að flestir átti sig á hvað þetta þýðir því þessir sporbrautarþættir eru grundvallaratriði varðandi skilning á jökulskeiðum, hlýskeiðum og þróun síðustu árþúsunda

Sbr: HARVARD GAZETTE: Researcher confirms that axis shifts help to propel temperature changes

Emil Hannes Valgeirsson, 3.1.2013 kl. 10:18

105 Smámynd: Kristinn Pétursson

Kristinn, það hefur ekkert komið fram í þessari umræðu sem styður það að núverandi hlýnun sé af öðrum völdum en auknum gróðurhúsaumræðum af mannavöldum.

Hnattræn hlýnun vegna;  - "gróðurhúsaumræðu af manna völdum"

Ég þakka aftur Grænlandskortið og áhugaverða umræðu hér.

Hættur í bili - góðar kveðjur til allra KP

Kristinn Pétursson, 3.1.2013 kl. 11:29

106 identicon

Fyrir 10.000 árum var möndulhalli ca. 1 gráðu meiri en nú er, sem þýðir að sól fór hærra á loft á sumrin hér. Pólvelta stýrir því hvenær á árinu jörðin er næst sólu. Núna gerit það í janúar, en fyrir 11.000 árum var það í júlí. Þegar þetta er lagt saman munar tugum vatta á sólinngeislun í júlí á okkar breiddargráðum miðað við það sem nú er.

Eins og Emil útskýrir í síðustu bloggfærslu heldur möndulhalli áfram að minnka næstu 10.000 ár. Pólveltan vinnur hins vegar í gagnstæða átt.

Þriðja breytan í jarðarbrautinni er sporöskjulögun (eccentricity).

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 11:36

107 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Afsakið Kristinn, þarna átti að sjálfsögðu að standa gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum...en þegar maður verður vitni að svona ómálefnalegum málflutningi eins og þínum, þá er maður með umræðumenninguna í huga

Já, ætli það sé ekki best að þú gefist upp Kristinn, þar sem þú hefur ekkert til málana að leggja - ég styð það... Grænlandskortið er áhugavert - en breytir ekki neinu varðandi núverandi hlýnun.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 11:37

108 identicon

Hér er færsla á loftslag.is um orskir fyrri loftslagsbreytinga: http://www.loftslag.is/?page_id=582

Hún hefst á orðunum: "Það er staðreynd að komið hafa hlýrri og kaldari skeið í sögu jarðar en nú er."

Þetta er mjög fín umfjöllun þar sem farið er í ólíka orsakaþætti sem vinna á ólíkum tímaskölum. Reyndar er þar ekki farið sérstaklega í þróunina á þessu hlýskeiði, Holoscene, sem við erum að tala um hérna. En hafa þeir ábyggilega gert í öðrum pistlum. Þessi mynd er á vikipediu:

http://en.wikipedia.org/wiki/File:Holocene_Temperature_Variations.png

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 12:49

109 identicon

"Since there is no scientific consensus on how to reconstruct global temperature variations during the Holocene, the average shown here should be understood as only a rough, quasi-global approximation to the temperature history of the Holocene."

Fyrirvari við myndina á wikipediu. Það eru mjög miklar rannsóknir í gangi á þessu.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 12:57

110 identicon

Nýlegar rannsóknir sem vísað er í hér ofar er athyglisverðar. Þar eru vísindamenn að finna strandkanta á N-Grænlandi og Ellesmere eyju með ávölum steinum sem benda til öldugangs. Aldursgreiningar úr þessum köntum gefa vísbendingar um að N-heimskautshafið hafi verið íslaust á tímabilum fyrir 8500-6000 árum.

Í rannsókn sem Hilmar vísað til síðan gerð tilraun til að tengja þetta við orsakir:

"The reduction of the HTM sea ice in

northern Greenland fits with the simulated ice

distribution and surface temperature in orbitally

forced ECHAM5/JSBACH/MPI-OM (EJM) and

LOVECLIM general circulation climate model

simulations"

Sem sagt líkön sem eru mötuð með breytingum á jarðarbraut ná best að skýra hinar nýju vísbendingar. Þó er einn hængur á. Það kemur fram mismunur á ástandinu við N-Grænland og við Ellesmere eyju sem líkönin ná ekki að skýra. Greinin endar með tilgátu um hvernig geti staðið á þessu misræmi:

"Thus, it is likely that the

model deficits are related to a too-weak largescale AO-type flow response to the orbital forcing

during the HTM. Such troubles in reproducing

past sea-ice variations may also have an impact

on future simulated regional changes using the

same models. Therefore, improved understanding of these inconsistencies is important."

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 13:22

111 identicon

HTM er skammstöfun fyrir Holocene Thermal Maximum.

AO er skammstöfun fyrir Arctic Oscillation

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 13:38

112 identicon

Albert bendir réttilega á hlýindin í USA á síðasta ári. Emil svarar þeirri ábendingu ágætlega.

Í umfjöllun minni um meinta hnattkólnun er ég auðvitað að fjalla um reiknaðan hnatthita hvers árs. Fjöldi gagna virðist styðja þá niðurstöðu að jörðin hafi verið að kólna á þessari öld. Vissulega er það ekki mikil kólnun, en virðist þó reiknast -0,12°C m.v. öld.

NOAA birtir athyglisverðar upplýsingar um hafísstöðu í nóvember sl. á norðurhveli:

November's Northern Hemisphere Sea Ice extent

... og á suðurhveli jarðar:

2012 Daily Antarctic Sea Ice Extent

Leitnin er 0,7% aukning hafísmagns á 10 árum á suðurhveli en 4,8% minnkun á norðurhveli. Þessi niðurstaða er athyglisverð í ljósi þess að u.þ.b. 80% ísmassa jarðar er á Suðurhveli.

Jafnframt er athyglisvert að sjá hvað hafís á norðurhveli hefur náð sér fljótt á strik aftur eftir meintar hamfarir sl. sumar. Í ljós kemur að þrátt fyrir allt fjölmiðlafár um íslaust norðurheimskaut lendir nóvemberstaðan í 3. sæti á eftir 2010 og 2006.

Þetta gerist á sama tíma og 150 ára hitasveiflan toppar á Grænlandi.

Hér er kort af hafísstöðu á norðurhveli í nóvember sl. í boði National Snow and Ice Data Cente. Eins og sjá má er skammt í að "eðlilegri" stöðu sé náð.

extent map

Hér er svo staðan 2. janúar 2013. Það virðist dálítið langt í að villtustu draumar forseta Íslands og annara ónefndra manna um íslausa siglingaleið um Norðurpólinn geti ræst.

Að framansögðu vil ég enn og aftur benda á að það er að kólna á jörðinni.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 14:33

113 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hilmar: "Leitnin er 0,7% aukning hafísmagns á 10 árum á suðurhveli en 4,8% minnkun á norðurhveli. Þessi niðurstaða er athyglisverð í ljósi þess að u.þ.b. 80% ísmassa jarðar er á Suðurhveli."

Ath: Jöklar eru meginhluti ísmassa jarðar. Þú ert hinsvegar að tala um hafís. Sú litla aukning sem hefur verið á hafísmagni á suðurhveli nær enganveginn að bæta upp hafístapið á norðurhveli.

Vetrarís mun halda áfram að myndast á heimskautunum svo lengi sem vetrar þó hann nái varla sama rúmmálsmagni og áður fyrr - þykkt spilar nefnilega líka inn í. Gerum ekki lítið úr hafísþróun síðustu ára sem hefur mjög hröð á norðurhveli og það er ekkert sem bendir til þess að norðurhvelsísinn sé að ná sér.

Að lokum. Það er ekki hægt að segja að það sé að kólna því til að geta sagt það verðum við að vita hitastig framtíðar (sem við vitum ekki) til samanburðar við núverandi hitastig. Sama er hægt að segja um hlýnun.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.1.2013 kl. 15:07

114 identicon

Emil ritar: "Það er ekki hægt að segja að það sé að kólna því til að geta sagt það verðum við að vita hitastig framtíðar (sem við vitum ekki) til samanburðar við núverandi hitastig. Sama er hægt að segja um hlýnun."(?)

Hvað varð þá um meinta "hnatthlýnun af mannavöldum" Emil? Er hún þá ekki lengur til staðar, að þínu mati?

Vinsamlegast athugaðu að ég sýni fram á ákveðna leitni í átt til kólnunar sem byggist á hnatthitastigi undanfarinna ára.

Til að útskýra þetta betur fyrir þér vil ég benda á að grein í Nature í maí 2008: "Advancing decedal-climate prediction in the North Atlandtic sector" spáir fyrir um hnattkólnun á næstu árum.

Vísindamenn virðast vera að átta sig á því að náttúrulegar sveiflur eru til staðar í loftslagi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 15:31

115 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Við getum sagt að það hafi hlýnað eða kólnað – eða spáð fyrir um hlýnun eða kólnun. Annars er þetta auðvitað viss hártogun í mér.

Þú þarft reyndar ekki að útskýra þessar áratugasveiflur fyrir mér, ég þekki þær ágætlega og hef nokkrum sinnum bloggað um þær.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.1.2013 kl. 15:43

116 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ekkert nýtt fyrir vísindamenn - eða þá okkur sem skoðum þessi mál út frá vísindalegri nálgun að það séu náttúrulegar sveiflur - við höfum skrifað um það á loftslag.is - Emil hefur bloggað um það - vísindamenn hafa skrifað lærðar greinar um það. Að halda svona fram er til vitnis um ákveðna vanþekkingu þess sem það gerir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 16:11

117 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sveinn Atli er með þessa stórkostlegu aths hér fyrir ofan.  Ég geri ráð fyrir að textinn sé ætlaður Hilmari

Það er ekkert nýtt fyrir vísindamenn - eða þá okkur sem skoðum þessi mál út frá vísindalegri nálgun að það séu náttúrulegar sveiflur - við höfum skrifað um það á loftslag.is - Emil hefur bloggað um það - vísindamenn hafa skrifað lærðar greinar um það. Að halda svona fram er til vitnis um ákveðna vanþekkingu þess sem það gerir.

Svona skrifar bara maður  sem telur sjálfan sig fullkominn vísindamann, hvorki meira né minna.

Nú er rétt að spyrja:

  • Hvers konar "vísindamaður" er Sveinn Atli og í hvaða vísindagrein er hann með réttindi til að skrifa svona.
  • Hefur hann fengið skriflegt umboð til að  vera "háyfirdómari" yfir sjónarmiðum annarra um loftslagsmál?

Varðandi síðustu aths hjá mér, - er ég auðvitað að gera smá grín að Sveini Atla

Smá húmor léttir okkur lífið. "gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna" eins og textinn segir á maltinu sem við notum í jólablönduna.

Sjáið aftur textann hjá Sveini Atla í síðustu setningu:

 "Að halda svona fram er til vitnis um ákveðna vanþekkingu þess sem það gerir".

Hvernig í ósköpunum getur nokkur maður verið þannig innréttaður að hann geti dæmt   að aðrir séu með "vanþekkingu" og  þá vætnalega HANN EINN með alla þekkinguna?

Ég efast ekki augnablik um að öll þessu málefni  um hnattræna hlýnun eru  "fljótandi þekking" -   sem er að uppfærast daglega  eins og flest vísindi gera.

Eða eins og Leonardo da Vinci skrifað um listina:

"Art is never finished...  only abandaned.

Öll þekking er í sífelldri framþróun - og  ég ítreka mikilvægi samkeppninnar. Sannir vísindamenn vilja að samkeppnin ryðji þekkingunni fram, þess vegna eru allar einokunartilhneigingar"- sumra vísindamanna hættulegar framþróun og geta leitt til stöðnunar þeirra vísinda þar sem slíkt gerist og tefja þá framþróun.

Áður hef ég minnt á hvað Einstein sagði:

"Ef við vissum hvað það væri sem við værum að gera. væru störf okkar ekki nefnd rannsóknarstörf, er það"

Ummæli Einsteins þarna eru sterk skilaboð um að vísindamenn taki sig ekki allt of alverlega og leyfi umræðunni endilega að fljóta þannig að "uppfærsla" geti farið fram daglega.

Þetta er mitt mikilvæga innlegg í umræðuna fyrir utan hugmyndina um Grænlandskortið sem Emil gerði. Ég á enn margar hugmyndir á lager - minn sterkasti kostur er gott innsæi og hugmyndaauðgi  

Kristinn Pétursson, 3.1.2013 kl. 17:47

118 identicon

Voðalega geta menn verið hörundssárir í hitavellunni.

Ég var reyndar að reyna að útskýra betur nálgun mína [jörðin er að kólna], en sú skoðun kemur einmitt m.a. fram í umræddri vísindagrein.

Varðandi meinta hártogun þína þá má e.t.v. taka þessa nálgun skrefinu lengra og velta því fyrir sér hvort hugtakið "hnatthlýnun/kólnun" sé vísindalega tækt?

Dr. scient Bjarne Andresen, lektor við Niels Bohr stofnunina (Københavns Universitet) ritaði grein um þetta efni í GeologiskNyt 2008: "Findes der en global temperatur? - fundamentet for hele klimadebatten". þar sem hann heldur því fram að:


• Gennemsnit af intensive størrelser som temperatur har ingen termodynamisk mening.
• Gennemsnitsberegninger kan foretages på uendeligt mange måder.

Samkvæmt BA er vandamálið eftirfarandi:

Problemet er, at der mangler fysiske argumenter for at vælge en bestemt gennemsnitsparameter værdi (eller en helt tredie gennemsnitsmetode). Henvisninger til, at “vi plejer”, eller “sædvanligt gennemsnit” (altså R1) holder simpelthen ikke vand videnskabeligt set.

Þannig að e.t.v. er meint "hnatthlýnun af mannavöldum" hrein staðleysa?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 17:56

119 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jamm og jæja - nenni ekki að ræða við menn eins og Kristinn - sem snýr út úr með óvandaðri umræðumenningu (var hann annars ekki hættur?). Ég hef aldrei sagst vera vísindamaður...bara svo það komi fram. Ég tók ákveðna athugasemd sem Hilmar kom með og gerði málefnalega athugasemd við það - enda var sú athugasemd Hilmars ekki studd rökum sem héldu. Þá kemur Kristinn enn og aftur með eitthvað persónulegt skítkast...ég fer að halda að hann geti ekki verið málefnalegur...nei, ekki halda - nú er ég alveg pottþéttur á að hann kann ekki að vera málefnalegur. Ég hef til að mynda aldrei haldið því fram að ég einn væri með einhverja þekkingu - að halda slíku fram ber vitni um ómálefnalegan málatilbúnað sem á sér engin takmörk hjá honum Kristni...

PS. Hilmar - Hnatthlýnun af mannavöldum er staðreynd - við skulum vona að "rök" "efasemdamanna" verði ekki ofan á - enda halda þau ekki vatni - alveg sama hversu margir "efasemdamenn" halda því fram að gróðurhúsaáhrifin og hnattræn hlýnun sé vitleysa þá verður það ekki réttara fyrir því...

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 18:47

120 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ok. Sveinn Atli er  sérlega flottur vísindamaður sem notar mjög fallega íslensku   - einsaklega málefnalega - og fagurt orðaval í skrifuðu máli. 

Kristinn Pétursson, 3.1.2013 kl. 19:20

121 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ohhh, bara málefnalegur núna Kristinn Pétursson eða er þetta þina alkunni húmor. Annars er það merkilegt að Kristinn Pétursson virðist ætla að reyna að afsaka allan óvandaða málatilbúnað sinn með því að það hafi verið eitthvert djók - jæja, því ekki það - gæti svo sem verið að hans nálgun sé eitt stórt djók :)

Hitt er annað mál að þessi umræða hér að ofan sýnir okkur hvernig málatilbúnaður þeirra sem afneita hinni vísindalegu nálgun er. Það breytir í raun engu hversu oft þeir eru settir á gat með "röksemdir" sínar - alltaf dúkkar eitthvað nýtt upp. Eins og ég hef áður vísað í, það er ekkert nýtt í þessari nálgun:

Það má hugsanlega færa rök fyrir því að efasemdarmenn eða efahyggja nái hugsanlega ekki nógu vel að skilgreina þá sem afneita vísindunum. Afneitunarsinnar er hugsanlega betri skilgreining á sumum þeirra sem þetta stunda, enda nota þeir vel þekktar aðferðir við nálgun sína. Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:

- Samsæriskenningar

- Sérvalin gögn (e. cherry-picking)

- Fals sérfræðingar

- Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)

- Almennar rökleysur

Sumir vilja einnig bæta við 6. liðnum, sem er endurtekning á rökum sem búið er að hrekja. Þetta eru atriði sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar umræðan um loftslagsmál er skoðuð. Erfitt að sitja frammi fyrir því að þurfa að margendurtaka sömu hlutina, þar sem rökin virðast ekki komast til skila, þ.e. sömu falsanir, sérvöldu gögnin, samsæriskenningar, o.s.frv. koma aftur upp í umræðunni.

Sjá nánar, Rökleysur loftslagsumræðunnar

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 19:42

122 identicon

Höldum okkur við vísindin piltar.

Sveinn Atli setur fram afar athyglisverða, órökstudda fullyrðingu:

"Hnatthlýnun af mannavöldum er staðreynd", þ.e.a.s. hnatthlýnun af mannavöldum hefur verið sannreynd(!)

Stór fullyrðing fyrir vísindamann - smámál fyrir sanntrúaðan.

En er það virkilega svo að Sveinn Atli hafi hugsanlega rétt fyrir sér? Eigum við ekki að sannreyna fullyrðinguna?

Hér er listi yfir 31.487 bandaríska vísindamenn, þar af 9.029 með doktorspróf, sem hafna því að meint "hlýnun af mannavöldum sé staðreynd"(!)

Hér er svo listi yfir rúmlega 1000 vísindamenn frá öllum heimshornum sem hafna pólitísku trúboði IPCC um meinta "hlýnun af mannavöldum."

Ég bið lesendur vinsamlegast um að sannreyna þessa lista og síðan getur hver svarað því fyrir sig hvort fullyrðing Sveins Atla standist vísindalega skoðun.

Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að saka Svein Atla um vanþekkingu, en miðað við orðaval hans og framsetningu má velta því fyrir sér hvort trúarhitinn beri hann ekki ofurliði?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 19:54

123 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Bara fleiri mýtur Hilmar. Það má lesa um þessa síðustu mýtu þína hér, Over 31,000 scientists signed the OISM Petition Project - þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:

The 30,000 scientists and science graduates listed on the OISM petition represent a tiny fraction (0.3%) of all science graduates. More importantly, the OISM list only contains 39 scientists who specialise in climate science.

Heimildir Hilmars eru ekki upp á marga fiska að venju.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 20:02

124 identicon

Þetta gagnmerka svar Sveins Atla dæmir sig einfaldlega sjálft. Ég hef engu við það að bæta.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 20:19

125 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Nú hef ég nokkrum sinnum svarað athugasemdum Kristins og Hilmars - en þeir hafa ekki mikla þörf til þess að útskýra mál sitt og af hverju rök þeirra standast ekki skoðun. Þá virðast þeir vera byrjaðir í einhverjum hernaði gegn Sveini Atla og í stað þess að svara öðrum athugasemdum þá virðist málið vera að stunda eitthvað skítkast gegn honum.

Ef þið viljið láta taka ykkur alvarlega Hilmar og Kristinn, þá ættuð þið að lesa og reyna að skilja þær ábendingar sem þið fáið hér á silfurfati. 

Höskuldur Búi Jónsson, 3.1.2013 kl. 20:34

126 Smámynd: Kristinn Pétursson

Jamm:  Hver sr svo hissa á að Kristinn Pétursson, Ágúst H Bjarnasson og hugsanlega fleiri fleiri hafi neyðst til að eyða einhverjum dónalegum athugsemdum félaganna Sveins Atla og Höskuldar Búa, - bara eftir að hafa lesið athugsemdir þeirra við svarið Hilmars hér síðast þar sem hann biður þá að halda sig við umsagnir  um þetta:

"Hér er listi yfir 31.487 bandaríska vísindamenn, þar af 9.029 með doktorspróf, sem hafna því að meint "hlýnun af mannavöldum sé staðreynd"(!)

"Hér er svo listi yfir rúmlega 1000 vísindamenn frá öllum heimshornum sem hafna pólitísku trúboði IPCC um meinta "hlýnun af mannavöldum."

og þá kemur DÓMARINN:

"Heimildir Hilmars eru ekki upp á marga fiska að venju".

Svo Höskuldur:

"Ef þið viljið láta taka ykkur alvarlega Hilmar og Kristinn, þá ættuð þið að lesa og reyna að skilja þær ábendingar sem þið fáið hér á silfurfati."

Svona málflutningur bendir til að menn hefði getað fengið dómarastöðu hjá Spænska Rannsóknarréttinum í Den.

 

Myndin sýnir Spænska rannsóknarréttinn að störfum við "vísindalegar athafnir um að viðhalda kenningunni um að jörðin sé flöt - fyrir bara um 300 árum síðan...

Kristinn Pétursson, 3.1.2013 kl. 22:06

127 identicon

Ég vil biðja þau sem fylgjast með þessum umræðum að dæma sjálf hvort ég hef stundað einhvern "hernað" gagnvart Sveini Atla á þessum þræði, hvað þá að stunda eitthvað "skítkast" gegn honum(!)

Þvert á móti tel ég mig hafa sýnt Sveini Atla mikla þolinmæði og stillt mig um að svara ítrekuðum brígslyrðum hans og stóryrðum.

Þá vil ég líka biðja lesendur að bera saman framlag mitt, annars vegar, til þessara umræðna og framlag þeirra félaga HB og SA.

Ég tel mig hafa leitast við að halda uppi vísindalegri umræðu um viðfangsefnið, með krækjum á fjölmargar vísindagreinar, en uppistaðan í framlagi þeirra félaga hafa verið persónulegar árásir og dólgsháttur.

Þá hef ég margítrekað hvatt menn til að fara í boltann, þ.e. ræða málefnalega um tilteknar tilgátur/kenningar, en blessaðir mennirnir hafa ítrekað stundað Ad Hominem -rökfærslur, þ.e. tæklað manninn en ekki boltann.

Ég læt öðrum um að hugleiða hvort þeir SA og HB séu í rauninni svaraverðir. 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 22:08

128 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er í raun tímasóun að svara Kristni og Hilmari - og ekki mun það breyta staðreyndunum hið minnsta þó þeir fabúleri um sína meintu vísindaþekkingu eða séu með persónulegt skítkast á mig eða aðra hér. Það er búið að marg svara endurteknum mýtum Hilmars - eitthvað sem Kristinn kallar nýjar upplýsingar en eru í raun bara gamlar mýtur - og ekkert nýtt í þeirri nálgun "efasemdamanna" í sjálfu sér.

Jæja hvað um það, ég tel að fólk sé fullfært um að skoða þá umræðu sem hér hefur átt sér stað með opnum huga og hvet ég alla sem því nenna að gera það...mér sýnist umræðan hérna muni fylla nokkrar blaðsíður í bloggbókinni hans Emils fyrir 2012. Það verður fróðlegt að skoða það síðar og tel ég að þeir sem hugsanlega munu grafa upp svona umræðu eftir svona 20-30 ár þegar öllum verður orðið ljóst að hnattræn hlýnun af mannavöldum er staðreynd, muni blöskra rökleysur afneitunarsinna.

Að lokum vil ég nefna að það er búið að marg hrekja flestar ef ekki allar "röksemdir" Hilmars og tel ég óþarfi að fara nánar út í þá sálma, þó hann telji að hann hafi eitthvað nýtt fram að færa. Hann hefur í raun fetað sig í gegnum lista af mýtum sem finna má m.a. á SkepticalScience - fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða það nánar - sjá http://www.skepticalscience.com/argument.php - m.a. er mýta 119 ein af þeim sem nýlega dúkkuðu upp hjá Hilmari - en þarna eru 173 marg notaðar mýtur "efasemdamanna" - fjársjóður fyrir þá sem vilja kynna sér "rökfræði" þeirra...

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 22:24

129 Smámynd: Kristinn Pétursson

...segir ekkivísindamaðurinn Sveinn Atli Gunnarsson alveg að fara að skæla yfir sjálfum sér ...

Kristinn Pétursson, 3.1.2013 kl. 22:40

130 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Æji, hættu þessu rugli Kristinn Pétursson - reyndu að lesa og skilja það sem er skrifað í staðinn fyrir að vera með einhverja eineltistakta hérna. Það er ekkert nýtt í nálgun ykkar Hilmars og það er tímasóun að svara ykkur - sættu þig bara við að þú hefur ekkert nýtt til málana að leggja...bara síendurteknar mýtur, enn og aftur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 22:45

131 identicon

      H.E. Ban Ki-Moon, Secretary-General, United NationsFirst Avenue and East 44th Street, New York, New York, U.S.A.November 29, 2012

Mr. Secretary-General:

On November 9 this year you told the General Assembly: “Extreme weather due to climate change is the new normal … Our challenge remains, clear and urgent: to reduce greenhouse gas emissions, to strengthen adaptation to … even larger climate shocks … and to reach a legally binding climate agreement by 2015 … This should be one of the main lessons of Hurricane Sandy.”

On November 13 you said at Yale: “The science is clear; we should waste no more time on that debate.”

The following day, in Al Gore’s “Dirty Weather” Webcast, you spoke of “more severe storms, harsher droughts, greater floods”, concluding: “Two weeks ago, Hurricane Sandy struck the eastern seaboard of the United States. A nation saw the reality of climate change. The recovery will cost tens of billions of dollars. The cost of inaction will be even higher. We must reduce our dependence on carbon emissions.”

We the undersigned, qualified in climate-related matters, wish to state that current scientific knowledge does not substantiate your assertions.

The U.K. Met Office recently released data showing that there has been no statistically significant global warming for almost 16 years. During this period, according to the U.S. National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA), carbon dioxide (CO2) concentrations rose by nearly 9% to now constitute 0.039% of the atmosphere. Global warming that has not occurred cannot have caused the extreme weather of the past few years. Whether, when and how atmospheric warming will resume is unknown. The science is unclear. Some scientists point out that near-term natural cooling, linked to variations in solar output, is also a distinct possibility.

The “even larger climate shocks” you have mentioned would be worse if the world cooled than if it warmed. Climate changes naturally all the time, sometimes dramatically. The hypothesis that our emissions of CO2 have caused, or will cause, dangerous warming is not supported by the evidence.

The incidence and severity of extreme weather has not increased. There is little evidence that dangerous weather-related events will occur more often in the future. The U.N.’s own Intergovernmental Panel on Climate Change says in its Special Report on Extreme Weather (2012) that there is “an absence of an attributable climate change signal” in trends in extreme weather losses to date. The funds currently dedicated to trying to stop extreme weather should therefore be diverted to strengthening our infrastructure so as to be able to withstand these inevitable, natural events, and to helping communities rebuild after natural catastrophes such as tropical storm Sandy.

There is no sound reason for the costly, restrictive public policy decisions proposed at the U.N. climate conference in Qatar. Rigorous analysis of unbiased observational data does not support the projections of future global warming predicted by computer models now proven to exaggerate warming and its effects.

The NOAA “State of the Climate in 2008” report asserted that 15 years or more without any statistically-significant warming would indicate a discrepancy between observation and prediction. Sixteen years without warming have therefore now proven that the models are wrong by their creators’ own criterion.

Based upon these considerations, we ask that you desist from exploiting the misery of the families of those who lost their lives or properties in tropical storm Sandy by making unsupportable claims that human influences caused that storm. They did not. We also ask that you acknowledge that policy actions by the U.N., or by the signatory nations to the UNFCCC, that aim to reduce CO2 emissions are unlikely to exercise any significant influence on future climate. Climate policies therefore need to focus on preparation for, and adaptation to, all dangerous climatic events however caused.

Signed by:

  1. Habibullo I. Abdussamatov, Dr. Sci., mathematician and astrophysicist, Head of the Selenometria project on the Russian segment of the ISS, Head of Space Research of the Sun Sector at the Pulkovo Observatory of the Russian Academy of Sciences, St. Petersburg, Russia
  2. Syun-Ichi Akasofu, PhD, Professor of Physics, Emeritus and Founding Director, International Arctic Research Center of the University of Alaska, Fairbanks, Alaska, U.S.A.
  3. Bjarne Andresen, Dr. Scient., physicist, published and presents on the impossibility of a “global temperature”, Professor, Niels Bohr Institute (physics (thermodynamics) and chemistry), University of Copenhagen, Copenhagen, Denmark
  4. J. Scott Armstrong, PhD, Professor of Marketing, The Wharton School, University of Pennsylvania, Founder of the International Journal of Forecasting, focus on analyzing climate forecasts, Philadelphia, Pennsylvania, U.S.A.
  5. Timothy F. Ball, PhD, environmental consultant and former climatology professor, University of Winnipeg, Winnipeg, Manitoba, Canada
  6. James R. Barrante, Ph.D. (chemistry, Harvard University), Emeritus Professor of Physical Chemistry, Southern Connecticut State University, focus on studying the greenhouse gas behavior of CO2, Cheshire, Connecticut, U.S.A.
  7. Colin Barton, B.Sc., PhD (Earth Science, Birmingham, U.K.), FInstEng Aus Principal research scientist (ret.), Commonwealth Scientific and Industrial Research Organisation (CSIRO), Melbourne, Victoria, Australia
  8. Joe Bastardi, BSc, (Meteorology, Pennsylvania State), meteorologist, State College, Pennsylvania, U.S.A.
  9. Franco Battaglia, PhD (Chemical Physics), Professor of Physics and Environmental Chemistry, University of Modena, Italy
  10. Richard Becherer, BS (Physics, Boston College), MS (Physics, University of Illinois), PhD (Optics, University of Rochester), former Member of the Technical Staff – MIT Lincoln Laboratory, former Adjunct Professor – University of Connecticut, Areas of Specialization: optical radiation physics, coauthor – standard reference book Optical Radiation Measurements: Radiometry, Millis, MA, U.S.A.
  11. Edwin X. Berry, PhD (Atmospheric Physics, Nevada), MA (Physics, Dartmouth), BS (Engineering, Caltech), Certified Consulting Meteorologist, President, Climate Physics LLC, Bigfork, MT, U.S.A.
  12. Ian Bock, BSc, PhD, DSc, Biological sciences (retired), Ringkobing, Denmark
  13. Ahmed Boucenna, PhD, Professor of Physics (strong climate focus), Physics Department, Faculty of Science, Ferhat Abbas University, Setif, Algéria
  14. Antonio Brambati, PhD, Emeritus Professor (sedimentology), Department of Geological, Environmental and Marine Sciences (DiSGAM), University of Trieste (specialization: climate change as determined by Antarctic marine sediments), Trieste, Italy
  15. Stephen C. Brown, PhD (Environmental Science, State University of New York), District Agriculture Agent, Assistant Professor, University of Alaska Fairbanks, Ground Penetrating Radar Glacier research, Palmer, Alaska, U.S.A.
  16. Mark Lawrence Campbell, PhD (chemical physics; gas-phase kinetic research involving greenhouse gases (nitrous oxide, carbon dioxide)), Professor, United States Naval Academy, Annapolis, Maryland, U.S.A.
  17. Rudy Candler, PhD (Soil Chemistry, University of Alaska Fairbanks (UAF)), former agricultural laboratory manager, School of Agriculture and Land Resources Management, UAF, co-authored papers regarding humic substances and potential CO2 production in the Arctic due to decomposition, Union, Oregon, U.S.A.
  18. Alan Carlin, B.S. (California Institute of Technology), PhD (economics, Massachusetts Institute of Technology), retired senior analyst and manager, U.S. Environmental Protection Agency, Washington, DC, former Chairman of the Angeles Chapter of the Sierra Club (recipient of the Chapter’s Weldon Heald award for conservation work), U.S.A.
  19. Dan Carruthers, M.Sc., Arctic Animal Behavioural Ecologist, wildlife biology consultant specializing in animal ecology in Arctic and Subarctic regions, Turner Valley, Alberta, Canada
  20. Robert M. Carter, PhD, Professor, Marine Geophysical Laboratory, James Cook University, Townsville, Australia
  21. Uberto Crescenti, PhD, Full Professor of Applied Geology, Università G. d’Annunzio, Past President Società Geologica taliana, Chieti, Italy
  22. Arthur Chadwick, PhD (Molecular Biology), Research Professor of Geology, Department of Biology and Geology, Southwestern Adventist University, Climate Specialties: dendrochronology (determination of past climate states by tree ring analysis), palynology (same but using pollen as a climate proxy), paleobotany and botany; Keene, Texas, U.S.A.
  23. George V. Chilingar, PhD, Professor, Department of Civil and Environmental Engineering of Engineering (CO2/temp. focused research), University of Southern California, Los Angeles, California, U.S.A.
  24. Ian D. Clark, PhD, Professor (isotope hydrogeology and paleoclimatology), Dept. of Earth Sciences, University of Ottawa, Ottawa, Ontario, Canada
  25. Cornelia Codreanova, Diploma in Geography, Researcher (Areas of Specialization: formation of glacial lakes) at Liberec University, Czech Republic, Zwenkau, Germany
  26. Michael Coffman, PhD (Ecosystems Analysis and Climate Influences, University of Idaho), CEO of Sovereignty International, President of Environmental Perspectives, Inc., Bangor, Maine, U.S.A.
  27. Piers Corbyn, ARCS, MSc (Physics, Imperial College London)), FRAS, FRMetS, astrophysicist (Queen Mary College, London), consultant, founder WeatherAction long range weather and climate forecasters, American Thinker Climate Forecaster of The Year 2010, London, United Kingdom
  28. Richard S. Courtney, PhD, energy and environmental consultant, IPCC expert reviewer, Falmouth, Cornwall, United Kingdom
  29. Roger W. Cohen, B.S., M.S., PhD Physics, MIT and Rutgers University, Fellow, American Physical Society, initiated and managed for more than twenty years the only industrial basic research program in climate, Washington Crossing, Pennsylvania, U.S.A.
  30. Susan Crockford, PhD (Zoology/Evolutionary Biology/Archaeozoology), Adjunct Professor (Anthropology/Faculty of Graduate Studies), University of Victoria, Victoria, British Colombia, Canada
  31. Walter Cunningham, B.S., M.S. (Physics – Institute of Geophysics And Planetary Sciences,  UCLA), AMP – Harvard Graduate School of Business, Colonel (retired) U.S. Marine Corps, Apollo 7 Astronaut., Fellow – AAS, AIAA; Member AGU, Houston, Texas, U.S.A.
  32. Joseph D’Aleo, BS, MS (Meteorology, University of Wisconsin),  Doctoral Studies (NYU), CMM, AMS Fellow, Executive Director – ICECAP (International Climate and Environmental Change Assessment Project), College Professor Climatology/Meteorology, First Director of Meteorology The Weather Channel, Hudson, New Hampshire, U.S.A.
  33. David Deming, PhD (Geophysics), Professor of Arts and Sciences, University of Oklahoma, Norman, Oklahoma, U.S.A.
  34. James E. Dent; B.Sc., FCIWEM, C.Met, FRMetS, C.Env., Independent Consultant (hydrology & meteorology), Member of WMO OPACHE Group on Flood Warning, Hadleigh, Suffolk, England, United Kingdom
  35. Willem de Lange, MSc (Hons), DPhil (Computer and Earth Sciences), Senior Lecturer in Earth and Ocean Sciences, The University of Waikato, Hamilton, New Zealand
  36. Silvia Duhau, Ph.D. (physics), Solar Terrestrial Physics, Buenos Aires University, Buenos Aires, Argentina
  37. Geoff Duffy, DEng (Dr of Engineering), PhD (Chemical Engineering), BSc, ASTCDip. (first chemical engineer to be a Fellow of the Royal Society in NZ), FIChemE, wide experience in radiant heat transfer and drying, chemical equilibria, etc. Has reviewed, analysed, and written brief reports and papers on climate change, Auckland, New Zealand
  38. Don J. Easterbrook, PhD, Emeritus Professor of Geology, Western Washington, University, Bellingham, Washington, U.S.A.
  39. Ole Henrik Ellestad, former Research Director, applied chemistry SINTEF, Professor in physical chemistry, University of Oslo, Managing director Norsk Regnesentral and Director for Science and Technology, Norwegian Research Council, widely published in infrared spectroscopy, Oslo, Norway
  40. Per Engene, MSc, Biologist, Co-author – The Climate, Science and Politics (2009), Bø i Telemark, Norway
  41. Gordon Fulks, B.S., M.S., PhD (Physics, University of Chicago), cosmic radiation, solar wind, electromagnetic and geophysical phenomena, Portland, Oregon, U.S.A.
  42. Katya Georgieva, MSc (meteorology), PhD (solar-terrestrial climate physics), Professor, Space Research and Technologies Institute, Bulgarian Academy of Sciences, Sofia, Bulgaria
  43. Lee C. Gerhard, PhD, Senior Scientist Emeritus, University of Kansas, past director and state geologist, Kansas Geological Survey, U.S.A.
  44. Ivar Giaever PhD, Nobel Laureate in Physics 1973, professor emeritus at the Rensselaer Polytechnic Institute, a professor-at-large at the University of Oslo, Applied BioPhysics, Troy, New York, U.S.A.
  45. Albrecht Glatzle, PhD, ScAgr, Agro-Biologist and Gerente ejecutivo, Tropical pasture research and land use management, Director científico de INTTAS, Loma Plata, Paraguay
  46. Fred Goldberg, PhD, Adj Professor, Royal Institute of Technology (Mech, Eng.), Secretary General KTH International Climate Seminar 2006 and Climate analyst (NIPCC), Lidingö, Sweden
  47. Laurence I. Gould, PhD, Professor of Physics, University of Hartford, Past Chair (2004), New England Section of the American Physical Society, West Hartford, Connecticut, U.S.A.
  48. Vincent Gray, PhD, New Zealand Climate Coalition, expert reviewer for the IPCC, author of The Greenhouse Delusion: A Critique of Climate Change 2001, Wellington, New Zealand
  49. William M. Gray, PhD, Professor Emeritus, Dept. of Atmospheric Science, Colorado State University, Head of the Tropical Meteorology Project, Fort Collins, Colorado, U.S.A.
  50. Charles B. Hammons, PhD (Applied Mathematics), climate-related specialties: applied mathematics, modeling & simulation, software & systems engineering, Associate Professor, Graduate School of Management, University of Dallas; Assistant Professor, North Texas State University (Dr. Hammons found many serious flaws during a detailed study of the software, associated control files plus related email traffic of the Climate Research Unit temperature and other records and “adjustments” carried out in support of IPCC conclusions), Coyle, OK, U.S.A.
  51. William Happer, PhD, Professor, Department of Physics, Princeton University, Princeton, NJ, U.S.A.
  52. Hermann Harde, PhD, Professur f. Lasertechnik & Werkstoffkunde (specialized in molecular spectroscopy, development of gas sensors and CO2-climate sensitivity), Helmut-Schmidt-Universität, Universität der Bundeswehr Fakultät für Elektrotechnik, Hamburg, Germany
  53. Howard Hayden, PhD, Emeritus Professor (Physics), University of Connecticut, The Energy Advocate, Pueblo West, Colorado, U.S.A.
  54. Ross Hays, Meteorologist, atmospheric scientist, NASA Columbia Scientific Balloon Facility (currently working at McMurdo Station, Antarctica), Palestine, Texas, U.S.A.
  55. Martin Hovland, M.Sc. (meteorology, University of Bergen), PhD (Dr Philos, University of Tromsø), FGS, Emeritus Professor, Geophysics, Centre for Geobiology, University of Bergen, member of the expert panel: Environmental Protection and Safety Panel (EPSP) for the Ocean Drilling Program (ODP) and the Integrated ODP, Stavanger, Norway
  56. Ole Humlum, PhD, Professor of Physical Geography, Department of Physical Geography, Institute of Geosciences, University of Oslo, Oslo, Norway
  57. Craig D. Idso, PhD, Chairman of the Board of Directors of the Center for the Study of Carbon Dioxide and Global Change, Tempe, Arizona, U.S.A.
  58. Sherwood B. Idso, PhD, President, Center for the Study of Carbon Dioxide and Global Change, Tempe, Arizona, U.S.A.
  59. Larry Irons, BS (Geology), MS (Geology), Sr. Geophysicist at Fairfield Nodal (specialization: paleoclimate), Lakewood, Colorado, U.S.A.
  60. Terri Jackson, MSc (plasma physics), MPhil (energy economics), Director, Independent Climate Research Group, Northern Ireland and London (Founder of the energy/climate group at the Institute of Physics, London), United Kingdom
  61. Albert F. Jacobs, Geol.Drs., P. Geol., Calgary, Alberta, Canada
  62. Hans Jelbring, PhD Climatology, Stockholm University, MSc Electronic engineering, Royal Institute of Technology, BSc  Meteorology, Stockholm University, Sweden
  63. Bill Kappel, B.S. (Physical Science-Geology), B.S. (Meteorology), Storm Analysis, Climatology, Operation Forecasting, Vice President/Senior Meteorologist, Applied Weather Associates, LLC, University of Colorado, Colorado Springs, U.S.A.
  64. Olavi Kärner, Ph.D., Extraordinary Research Associate; Dept. of Atmospheric Physics, Tartu Observatory, Toravere, Estonia
  65. Leonid F. Khilyuk, PhD, Science Secretary, Russian Academy of Natural Sciences, Professor of Engineering (CO2/temp. focused research), University of Southern California, Los Angeles, California, U.S.A.
  66. William Kininmonth MSc, MAdmin, former head of Australia’s National Climate Centre and a consultant to the World Meteorological organization’s Commission for Climatology, Kew, Victoria, Australia
  67. Gerhard Kramm, Dr. rer. nat. (Theoretical Meteorology), Research Associate Professor, Geophysical Institute, Associate Faculty, College of Natural Science and Mathematics, University of Alaska Fairbanks, (climate specialties: Atmospheric energetics, physics of the atmospheric boundary layer, physical climatology – see interesting paper by Kramm et al), Fairbanks, Alaska, U.S.A.
  68. Leif Kullman, PhD (Physical geography, plant ecology, landscape ecology), Professor, Physical geography, Department of Ecology and Environmental science, Umeå University, Areas of Specialization: Paleoclimate (Holocene to the present), glaciology, vegetation history, impact of modern climate on the living landscape, Umeå, Sweden
  69. Hans H.J. Labohm, PhD, Independent economist, author specialised in climate issues, IPCC expert reviewer, author of Man-Made Global Warming: Unravelling a Dogma and climate science-related Blog, The Netherlands
  70. Rune Berg-Edland Larsen, PhD (Geology, Geochemistry), Professor, Dep. Geology and Geoengineering, Norwegian University of Science and Technology (NTNU), Trondheim, Norway
  71. C. (Kees) le Pair, PhD (Physics Leiden, Low Temperature Physics), former director of the Netherlands Research Organization FOM (fundamental physics) and subsequently founder and director of The Netherlands Technology Foundation STW.  Served the Dutch Government many years as member of its General Energy Council and of the National Defense Research Council. Royal Academy of Arts and Sciences Honorary Medal and honorary doctorate in all technical sciences of the Delft University of technology, Nieuwegein, The Netherlands
  72. Douglas Leahey, PhD, meteorologist and air-quality consultant, past President – Friends of Science, Calgary, Alberta, Canada
  73. Jay Lehr, B.Eng. (Princeton), PhD (environmental science and ground water hydrology), Science Director, The Heartland Institute, Chicago, Illinois, U.S.A.
  74. Bryan Leyland, M.Sc., FIEE, FIMechE, FIPENZ, MRSNZ, consulting engineer (power), Energy Issues Advisor – International Climate Science Coalition, Auckland, New Zealand
  75. Edward Liebsch, B.A. (Earth Science, St. Cloud State University); M.S. (Meteorology, The Pennsylvania State University), former Associate Scientist, Oak Ridge National Laboratory; former Adjunct Professor of Meteorology, St. Cloud State University, Environmental Consultant/Air Quality Scientist (Areas of Specialization: micrometeorology, greenhouse gas emissions), Maple Grove, Minnesota, U.S.A.
  76. William Lindqvist, PhD (Applied Geology), Independent Geologic Consultant, Areas of Specialization: Climate Variation in the recent geologic past, Tiburon, California, U.S.A.
  77. Horst-Joachim Lüdecke, Prof. Dr. , PhD (Physics), retired from university of appl. sciences HTW, Saarbrücken (Germany), atmospheric temperature research, speaker of the European Institute for Climate and Energy (EIKE), Heidelberg, Germany
  78. Anthony R. Lupo, Ph.D., Professor of Atmospheric Science, Department of Soil, Environmental, and Atmospheric Science, University of Missouri, Columbia, Missouri, U.S.A.
  79. Oliver Manuel, BS, MS, PhD, Post-Doc (Space Physics), Associate - Climate & Solar Science Institute, Emeritus Professor, College of Arts & Sciences University of Missouri-Rolla, previously Research Scientist (US Geological Survey) and NASA Principal Investigator for Apollo, Cape Girardeau, Missouri, U.S.A.
  80. Francis Massen, professeur-docteur en physique (PhD equivalent, Universities of Nancy (France) and Liège (Belgium), Manager of the Meteorological Station of the Lycée Classique de Diekirch, specialising in the measurement of solar radiation and atmospheric gases. Collaborator to the WOUDC (World Ozone and UV Radiation Data Center), Diekirch, Luxembourg
  81. Henri Masson, Prof. dr. ir., Emeritus Professor University of Antwerp (Energy & Environment Technology Management), Visiting professor Maastricht School of Management, specialist in dynamical (chaotic) complex system analysis, Antwerp, Belgium.
  82. Ferenc Mark Miskolczi, PhD, atmospheric physicist, formerly of NASA’s Langley Research Center, Hampton, Virginia, U.S.A.
  83. Viscount Monckton of Brenchley, Expert reviewer, IPCC Fifth Assessment Report, Quantification of Climate Sensitivity, Carie, Rannoch, Scotland
  84. Nils-Axel Mörner, PhD (Sea Level Changes and Climate), Emeritus Professor of Paleogeophysics & Geodynamics, Stockholm University, Stockholm, Sweden
  85. John Nicol, PhD (Physics, James Cook University), Chairman – Australian climate Science Coalition, Brisbane, Australia
  86. Ingemar Nordin, PhD, professor in philosophy of science (including a focus on “Climate research, philosophical and sociological aspects of a politicised research area”), Linköpings University, Sweden.
  87. David Nowell, M.Sc., Fellow of the Royal Meteorological Society, former chairman of the NATO Meteorological Group, Ottawa, Ontario, Canada
  88. Cliff Ollier, D.Sc., Professor Emeritus (School of Earth and Environment – see his Copenhagen Climate Challenge sea level article here), Research Fellow, University of Western Australia, Nedlands, W.A., Australia
  89. Oleg M. Pokrovsky, BS, MS, PhD (mathematics and atmospheric physics – St. Petersburg State University, 1970), Dr. in Phys. and Math Sciences (1985), Professor in Geophysics (1995), principal scientist, Main Geophysical Observatory (RosHydroMet), Note: Dr. Pokrovsky analyzed long climates and concludes that anthropogenic CO2 impact is not the main contributor in climate change,St. Petersburg, Russia.
  90. Daniel Joseph Pounder, BS (Meteorology, University of Oklahoma), MS (Atmospheric Sciences, University of Illinois, Urbana-Champaign); Meteorological/Oceanographic Data Analyst for the National Data Buoy Center, formerly Meteorologist, WILL AM/FM/TV, Urbana, U.S.A.
  91. Brian Pratt, PhD, Professor of Geology (Sedimentology), University of Saskatchewan (see Professor Pratt’s article for a summary of his views), Saskatoon, Saskatchewan, Canada
  92. Harry N.A. Priem, PhD, Professore-emeritus isotope-geophysics and planetary geology, Utrecht University, past director ZWO/NOW Institute of Isotope Geophysical Research, Past-President Royal Netherlands Society of Geology and Mining, Amsterdam, The Netherlands
  93. Oleg Raspopov, Doctor of Science and Honored Scientist of the Russian Federation, Professor – Geophysics, Senior Scientist, St. Petersburg Filial (Branch) of N.V.Pushkov Institute of Terrestrial Magnetism, Ionosphere and Radiowaves Propagation of RAS (climate specialty: climate in the past, particularly the influence of solar variability), Editor-in-Chief of journal “Geomagnetism and Aeronomy” (published by Russian Academy of Sciences), St. Petersburg, Russia
  94. Curt G. Rose, BA, MA (University of Western Ontario), MA, PhD (Clark University), Professor Emeritus, Department of Environmental Studies and Geography, Bishop’s University, Sherbrooke, Quebec, Canada
  95. S. Jeevananda Reddy, M.Sc. (Geophysics), Post Graduate Diploma (Applied Statistics, Andhra University), PhD (Agricultural Meteorology, Australian University, Canberra), Formerly Chief Technical Advisor—United Nations World Meteorological Organization (WMO) & Expert-Food and Agriculture Organization (UN), Convener - Forum for a Sustainable Environment, author of 500 scientific articles and several books – here is one: “Climate Change – Myths & Realities“, Hyderabad, India
  96. Arthur Rorsch, PhD, Emeritus Professor, Molecular Genetics, Leiden University, former member of the board of management of the Netherlands Organization Applied Research TNO, Leiden, The Netherlands
  97. Rob Scagel, MSc (forest microclimate specialist), Principal Consultant – Pacific Phytometric Consultants, Surrey, British Columbia, Canada
  98. Chris Schoneveld, MSc (Structural Geology), PhD (Geology), retired exploration geologist and geophysicist, Australia and France
  99. Tom V. Segalstad, PhD (Geology/Geochemistry), Associate Professor of Resource and Environmental Geology, University of Oslo, former IPCC expert reviewer, former Head of the Geological Museum, and former head of the Natural History Museum and Botanical Garden (UO), Oslo, Norway
  100. John Shade, BS (Physics), MS (Atmospheric Physics), MS (Applied Statistics), Industrial Statistics Consultant, GDP, Dunfermline, Scotland, United Kingdom
  101. Thomas P. Sheahen, B.S., PhD (Physics, Massachusetts Institute of Technology), specialist in renewable energy, research and publication (applied optics) in modeling and measurement of absorption of infrared radiation by atmospheric CO2,  National Renewable Energy Laboratory (2005-2009); Argonne National Laboratory (1988-1992); Bell Telephone labs (1966-73), National Bureau of Standards (1975-83), Oakland, Maryland, U.S.A.
  102. S. Fred Singer, PhD, Professor Emeritus (Environmental Sciences), University of Virginia, former director, U.S. Weather Satellite Service, Science and Environmental Policy Project, Charlottesville, Virginia, U.S.A.
  103. Frans W. Sluijter, Prof. dr ir, Emeritus Professor of theoretical physics, Technical University Eindhoven, Chairman—Skepsis Foundation, former vice-president of the International Union of Pure and Applied Physics, former President of the Division on Plasma Physics of the European Physical Society and former bureau member of the Scientific Committee on Sun-Terrestrial Physics, Euvelwegen, the Netherlands
  104. Jan-Erik Solheim, MSc (Astrophysics), Professor, Institute of Physics, University of Tromsø, Norway (1971-2002), Professor (emeritus), Institute of Theoretical Astrophysics, University of Oslo, Norway (1965-1970, 2002- present), climate specialties: sun and periodic climate variations, scientific paper by Professor Solheim “Solen varsler et kaldere tiår“, Baerum, Norway
  105. H. Leighton Steward, Master of Science (Geology), Areas of Specialization: paleoclimates and empirical evidence that indicates CO2 is not a significant driver of climate change, Chairman, PlantsNeedCO2.org and CO2IsGreen.org, Chairman of the Institute for the Study of Earth and Man (geology, archeology & anthropology) at SMU in Dallas, Texas, Boerne, TX, U.S.A.
  106. Arlin B. Super, PhD (Meteorology – University of Wisconsin at Madison), former Professor of Meteorology at Montana State University, retired Research Meteorologist, U.S. Bureau of Reclamation, Saint Cloud, Minnesota, U.S.A.
  107. Edward (Ted) R. Swart, D.Sc. (physical chemistry, University of Pretoria), M.Sc. and Ph.D. (math/computer science, University of Witwatersrand). Formerly Director of the Gulbenkian Centre, Dean of the Faculty of Science, Professor and Head of the Department of Computer Science, University of Rhodesia and past President of the Rhodesia Scientific Association. Set up the first radiocarbon dating laboratory in Africa. Most recently, Professor in the Department of Combinatorics and Optimization at the University of Waterloo and Chair of Computing and Information Science and Acting Dean at the University of Guelph, Ontario, Canada, now retired in Kelowna British Columbia, Canada
  108. George H. Taylor, B.A. (Mathematics, U.C. Santa Barbara), M.S. (Meteorology, University of Utah), Certified Consulting Meteorologist, Applied Climate Services, LLC, Former State Climatologist (Oregon), President, American Association of State Climatologists (1998-2000), Corvallis, Oregon, U.S.A.
  109. J. E. Tilsley, P.Eng., BA Geol, Acadia University, 53 years of climate and paleoclimate studies related to development of economic mineral deposits, Aurora, Ontario, Canada
  110. Göran Tullberg, Civilingenjör i Kemi (equivalent to Masters of Chemical Engineering), Co-author – The Climate, Science and Politics (2009) (see here for a review), formerly instructor of Organic Chemistry (specialization in “Climate chemistry”), Environmental Control and Environmental Protection Engineering at University in Växjö; Falsterbo, Sweden
  111. Brian Gregory Valentine, PhD, Adjunct professor of engineering (aero and fluid dynamics specialization) at the University of Maryland, Technical manager at US Department of Energy, for large-scale modeling of atmospheric pollution, Technical referee for the US Department of Energy’s Office of Science programs in climate and atmospheric modeling conducted at American Universities and National Labs, Washington, DC, U.S.A.
  112. Bas van Geel, PhD, paleo-climatologist, Institute for Biodiversity and Ecosystem Dynamics, Research Group Paleoecology and Landscape Ecology, Faculty of Science, Universiteit van Amsterdam, Amsterdam, The Netherlands
  113. Gerrit J. van der Lingen, PhD (Utrecht University), geologist and paleoclimatologist, climate change consultant, Geoscience Research and Investigations, Nelson, New Zealand
  114. A.J. (Tom) van Loon, PhD, Professor of Geology (Quaternary Geologyspecialism: Glacial Geology), Adam Mickiewicz University, former President of the European Association of Science Editors Poznan, Poland
  115. Fritz Vahrenholt, B.S. (chemistry), PhD (chemistry), Prof. Dr., Professor of Chemistry, University of Hamburg, Former Senator for environmental affairs of the State of Hamburg, former CEO of REpower Systems AG (wind turbines), Author of the book Die kalte Sonne: warum die Klimakatastrophe nicht stattfindet (The Cold Sun: Why the Climate Crisis Isn’t Happening”, Hamburg, Germany
  116. Michael G. Vershovsky, Ph.D. in meteorology (macrometeorology, long-term forecasts, climatology), Senior Researcher, Russian State Hydrometeorological University, works with, as he writes, “Atmospheric Centers of Action (cyclones and anticyclones, such as Icelandic depression, the South Pacific subtropical anticyclone, etc.). Changes in key parameters of these centers strongly indicate that the global temperature is influenced by these natural factors (not exclusively but nevertheless)”, St. Petersburg, Russia
  117. Gösta Walin, PhD and Docent (theoretical Physics, University of Stockholm), Professor Emeritus in oceanografi, Earth Science Center, Göteborg University, Göteborg,  Sweden
  118. Anthony Watts, ItWorks/IntelliWeather, Founder, surfacestations.org, Watts Up With That, Chico, California, U.S.A.
  119. Carl Otto Weiss, Direktor und Professor at Physikalisch-Technische Bundesanstalt,  Visiting Professor at University of Copenhagen, Tokyo Institute of Technology, Coauthor of ”Multiperiodic Climate Dynamics: Spectral Analysis of…“, Braunschweig, Germany
  120. Forese-Carlo Wezel, PhD, Emeritus Professor of Stratigraphy (global and Mediterranean geology, mass biotic extinctions and paleoclimatology), University of Urbino, Urbino, Italy
  121. Boris Winterhalter, PhD, senior marine researcher (retired), Geological Survey of Finland, former professor in marine geology, University of Helsinki, Helsinki, Finland
  122. David E. Wojick, PhD,  PE, energy and environmental consultant, Technical Advisory Board member – Climate Science Coalition of America, Star Tannery, Virginia, U.S.A.
  123. George T. Wolff, Ph.D., Principal Atmospheric Scientist, Air Improvement Resource, Inc., Novi, Michigan, U.S.A.
  124. Thomas (Tom) Wysmuller –NASA (Ret) ARC, GSFC, Hdq. - Meteorologist, Ogunquit, ME, U.S.A.
  125. Bob Zybach, PhD (Environmental Sciences, Oregon State University), climate-related carbon sequestration research, MAIS, B.S., Director, Environmental Sciences Institute Peer review Institute, Cottage Grove, Oregon, U.S.A.
  126. Milap Chand Sharma, PhD, Associate Professor of Glacial Geomorphology, Centre fort the Study of Regional Development, Jawaharlal Nehru University, New Delhi, India
  127. Valentin A. Dergachev, PhD, Professor and Head of the Cosmic Ray Laboratory at Ioffe Physical-Technical Institute of Russian Academy of Sciences, St. Petersburg, Russia
  128. Vijay Kumar Raina, Ex-Deputy Director General, Geological Survey of India, Ex-Chairman Project Advisory and Monitoring Committee on Himalayan glacier, DST, Govt. of India and currently Member Expert Committee on Climate Change Programme, Dept. of Science & Technology, Govt. of India, author of 2010 MoEF Discussion Paper, “Himalayan Glaciers – State-of-Art Review of Glacial Studies, Glacial Retreat and Climate Change”, the first comprehensive study on the region.  Winner of the Indian Antarctica Award, Chandigarh, India
  129. Scott Chesner, B.S. (Meteorology, Penn State University), KETK Chief Meteorologist, KETK TV, previously Meteorologist with Accu Weather, Tyler, Texas, U.S.A
  130. Richard A. Keen, PhD (climatology, University of Colorado), Emeritus Instructor of Atmospheric Science, University of Colorado; former President, Boulder-Denver branch of the American Meteorological Society; Expert Reviewer, IPCC AR5; author of reports and books on the regional weather and climate of Alaska, the Arctic, and North America; NWS co-op observer, Coal Creek Canyon, Golden, Colorado, U.S.A.
  131. Gerhard Gerlich, Dr.rer.nat. (Mathematical Physics: Magnetohydrodynamics) habil. (Real Measure Manifolds), Professor, Institut für Mathematische Physik, Technische Universität Carolo-Wilhelmina zu Braunschweig, Co-author of “Falsification Of The Atmospheric CO2 Greenhouse Effects Within The Frame Of Physics”, Int.J.Mod.Phys.,2009, Braunschweig, Germany
  132. Ralf D. Tscheuschner, Dr.rer.nat. (Theoretical physics: Quantum Theory), PhD, Freelance Lecturer and Researcher in Physics and Applied Informatics, Co-author of “Falsification of The Atmospheric CO2 Greenhouse Effects Within The Frame Of Physics, Int.J.Mod.Phys. 2009, Hamburg, Germany
  133. Tom Quirk, MSc (Melbourne), D Phil, MA (Oxford), SMP (Harvard), Member of the Scientific Advisory Panel of the Australian climate Science Coalition, Member Board Institute of Public Affairs, Melbourne, Victoria, Australia
  134. Madhav L. Khandekar, PhD, consultant meteorolgist, (former) Research Scientist, Environment Canada, Editor “Climate Research” (03-05), Editorial Board Member “Natural Hazards, IPCC Expert Reviewer 2007, Unionville, Ontario, Canada

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 23:43

132 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta fer að verða  ágæt færsla hjá Emil.

  1. Fyrst kom kortið af Grænlandi sem ber að þakka enn og aftur.
  2. Svo sýndi Sveinn Atli sitt rétt andlit nokkrum sinnum.
  3. Hilmar hefur komið með ágætar athugsemdir og mikinn rökstuðning.
  4. Ég hef lagt orð í belg, - til að reyna að fá Sveini Atla til að sýna hvað hann býr yfir miklum hæfileikum til að gera athugasemdir um "rökleysur afneitunarsinna" 
  5. Höskuldur styður svo snilldina í Sveini Atla eins og fyrri daginn
  6. Hilmar kemur svo síðast með afrit af bréfi til aðalritara SÞ - undirrituðu af 134 "efasemdarvísindamönnum" eins og Sveinn Atli er svo smekklegur að uppnefna alla leggja eitthvað til málanna sem ekki henta Talíbanatrúnni hans.
  7. Þetta fer að verða  ágætt hvað af hverju.

Kristinn Pétursson, 4.1.2013 kl. 01:58

133 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta er orðið ágætt - held ég verði að vera sammála Kristni í því. Hilmar hefur sett fram nokkuð margar illa rökstuddar gamlar mýtur sem ekkert hafa með vísindi að gera, kryddað með samsæriskenningum. Kristinn hefur tekið undir með honum í illa ígrunduðu persónulegu skítkasti á mig og fleiri að vanda. Svona mun þessi umræða vera á meðan einhverjir "efasemdamenn" með aðgang að gagnrýnislausum mýtum munu reyna að stjórna þessari umræðu á m.a. blogginu - því miður. Það er alger óþarfi að tak

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 07:38

134 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vantaði smá í síðustu athugasemd:

Það er alger óþarfi að taka mark á innihaldslausum fullyrðingum sjálfskipaðra "efasemdamanna" og við ættum ekki að styðja bull þeirra með því að bjóða reyna að ræða við þá - því þeir hafa ekki yfir öðru að búa en fyrirfram ákveðnum skoðunum, studdum rökleysum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 07:40

135 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kristinn: "… sem ekki henta Talíbanatrúnni hans."

Ef þetta er einhver niðurstaða þá er langt í frá að þetta sé orðið ágætt.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.1.2013 kl. 10:00

136 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er ekki niðurstaða Emil.

Þetta er að vísu frekar dónaleg samlíking, en bara "á pari" við þann stíl sem Sveinn Atli kýs að halda sig við og fær þá svarað í þessum stíl í staðinn.

Þú Emil færð kærar þakkir frá mér fyrir Grænlandskortið - og fleirum sem ég hef heyrt í þá eru þeir aðilar mjög ánægðir með framlag þitt hér - og allir eru í raun ánægðir með umræðuna en þykir miður að persónuleg skeyti séu milli manna með þessum hætti

En endurtekinn málflutningur Sveins Atla með því að "skrifa niður" til mín - ófrægja og slíta úr samhengi - allt sem ég skrifa - alveg frá upphafi -  þá uppsker hann bara beitt skeyti frá mér sem viðurkenningu fyrir eigið orðaval.

En það sem mestu máli skiptir - er  að vísindaleg samkeppni um ný sjónarmið fái að vera leiðarljós málsins - það er kjarni málsins.

"Meirihluti" vísindamanna er ekki til. Minnihluti vísindamanna er jafn mikilvægur og meirihlutinn - annars verður stöðnun - og stöðnun er versta niðurstaðan - mjög hættuleg allri framþróun.

"Meirihluti stærðfræðilegra fiskifræðinga" rændi völdum í fiskveiðirágjöf fyrir nokkrum áratugum og sá hópur myndar Alþjóða Hafrannsóknarráðið (ICES) í dag og líffræðilegir fiskifræðingar komast hvergi að.

Þetta er t.d. kjarninn í makríldeilunni - ekki má viðurkenna að stofninn sé stærri en "reiknuð stærð" - en sá útreikningur byggir á að sía makrílhrogn vestur af Írlandi á þriggja ára fresti!!  Nú eru vísbendingar um  að makríll sé farinn að hrygna í Íslensku lögsögunni - suður af Íslandi - en það fæst ekkert rætt. ICES sér um það og sér líka um að viðhalda þorskveiði Íslendinga í 33% af því sem var í "stjórnleysinu" 1950-1970 þegar þorskaflinn var 450 þúsund tonn.

"Brennt barn forðast eldinn".  Ég get ekki hugsað mér "meirihluta vísindamanna" í loftslagsmálum mynda eitthvert "loftslags ICES". 

Samkeppni er drifkraftur framþróunar Emil. við verðum að tryggja samkeppni og alltaf að hvetja minnihluta og hvetja nýjar nálganir í stað þess að "drulla yfir" allt sem kemur og "hentar ekki" ætluðu einokunarsjónarmiði.

Takk Emil fyrir kortið og hafðu góða daga  KP

Kristinn Pétursson, 4.1.2013 kl. 14:01

137 identicon

Það er bæði satt og rétt hjá þér Emil að þessi umræða er nokkuð langt frá því að geta kallast ágæt. Mér þætti t.a.m. betra ef ónefndir sjálfmenntaðir loftslagsspekingar og wannabe-vísindamenn sýndu örlítið meiri auðmýkt í umræðunni og streittust ekki við að finna flísina í auga félaga sinna.

Hver verður þó á endanum að flíka sínu geði í henni veröld og hvað mig varðar þá hef ég lítinn ama af tvíburunum á fjósbitanum. Þeir eru a.m.k. á réttum stað í mykjukastinu.

Eins er víst að umræðunni um meint hvarf hafíss á norðurhveli jarðar er hvergi nærri lokið.

Ég hef minnst á það áður hvernig IPCC-elítan hefur farið hamförum í hræðsluáróðrinum um meinta bráðnun hafíss á norðurhveli jarðar innan fárra áratuga(!)

Ég hef líka getið þess að í raun er IPCC ekki vísindaráð heldur pólitísk samkunda sem stefnir á verslun með losunarkvóta og kolefnisskatt á heimsvísu að undirlagi vogunarsjóða sem fá Enron-ævintýrið til að blikna og blána í samanburðinum.

Það skyldi nú ekki vera jafn auðvelt fyrir þessi öfgasamtök að fá borgarbúa í Bandaríkjunum til að tárfella yfir mynd af einmana ísbirni á ísjaka í Norður-Íshafinu (sem auðvitað er líka ósyndur í hugum skattgreiðenda) og að fá þetta vinsæla þýði til að kaupa að hvalastofnar við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu?

Þessi ísmeygilegi "have an ice-bear and a cry" - áróður er auðvitað liður í því að spila á tilfinningar fákunnandi fjölda skattborgara í því augnamiði að sætta meðaljóninn/jónuna við nýja ofurskatta.

En er þá hafís á Norðurslóðum raunverulega að hverfa?

Ekki vill Danish Meteorological Institute meina það. Nýlegar rannsóknir þeirra sýna fram á að engin hætta er á ferðum (Kínverjarnir eru ekki að koma siglandi yfir Íshafið).

Meðfylgjandi krækja sýnir kúrfu hitastigs í Norðurhöfum á ársgrundvelli frá 1958 - 2012:

http://a-sceptical-mind.com/wp-content/uploads/2010/02/arctic52.gif

Vinsamlegast takið eftir að bláa línan sýnir bræðslumarkið (273.15K).

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 14:35

138 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar segir:

Ekki vill Danish Meteorological Institute meina það. Nýlegar rannsóknir þeirra sýna fram á að engin hætta er á ferðum (Kínverjarnir eru ekki að koma siglandi yfir Íshafið). 

Á forsíðu þessarar heimasíðu sem þú vísar í  stendur:

Since the 1970s the extent of sea ice has been measured from satellites. From these measurements we know that the sea ice extent today is significantly smaller than 30 years ago. During the past 10 years the melting of sea ice has accelerated, and especially during the ice extent minimum in September large changes are observed. The sea ice in the northern hemisphere have never been thinner and more vulnerable. 

Er nema von að maður sé farinn að taka með fyrirvara tengla og greinar sem þú vísar í - það stendur sjaldnast það sama þar og þú heldur.

Höskuldur Búi Jónsson, 4.1.2013 kl. 15:49

139 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Enn og aftur kemst Kristinn upp með dónaskap og persónulegt skítkast - það ætti kannski að fara að loka á þennan mann - hann hefur enga stjórn á því sem hann skrifar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 16:03

140 Smámynd: Kristinn Pétursson

Tilboð dagsins er að við Sveinn Atli verðum sáttir og báðir virði hér eftir sjónarmið hins án skriflegra fordóma af neinu tagi. 

Kristinn Pétursson, 4.1.2013 kl. 17:14

141 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn - það er bara eitt ráð til þess að við verðum sáttir - og það er að þú hættir þessum eineltistilburðum - þá skal ég halda mér við það að svara þér á annan hátt en að benda á hvernig þú sjálfur hagar þér. Það er mitt móttilboð - taktu eða slepptu...það verða væntanlega ekki fleiri tilboð sett fram af minni hálfu Kristinn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 17:28

142 identicon

Sumir vaxa ekki upp úr litlu búaleikjunum sínum og aðrir mættu líta sér örlítið nær

Þeir sem komnir eru til vits og ára - og hafa þekkingu og getu til að lesa í vísindagögn - komast væntanlega að athyglisverðri niðurstöðu þegar þeir skoða umrædda hitakúrfu:

http://a-sceptical-mind.com/wp-content/uploads/2010/02/arctic52.gif 

Hitastig í Norðurhöfum (norðan 80°n.br.) hefur ekkert hækkað á tímabilinu 1958 - 2010!

Engin "hlýnun jarðar af mannavöldum" í íshafinu, engin koltvísýringsvandamál, engin þörf að leggja kolefnisskatt á ísbirni og heimskautarefi...

Við verðum m.ö.o. að horfa til annarra þátta en meintrar "hnatthlýnunar af mannavöldum" þegar við greinum núverandi stöðu mála á norðurslóðum.

Skýringin er einföld: Náttúrulegar sveiflur, nákvæmlega á sama hátt og toppur 150 ára hitasveiflunar var að "bræða" Grænlandsjökul sl. sumar.

Það er nefnilega ekkert nýtt undir sólinni - nema e.t.v. óendanleg skammsýni fylgismanna IPCC-elítunnar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 17:29

143 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar, þú sagðir að Danska Veðurstofan segði að ekki væri að hlýna, ég benti þér á hið gagnstæða. Þessi hreyfimynd sýnir alls ekki að það sé ekki að hlýna - getuðu bent á eitthvað styður þitt mál?

Höskuldur Búi Jónsson, 4.1.2013 kl. 17:51

144 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Og er þetta öll þessi nýlega rannsókn sem þú varst að tala um Hilmar?

Emil Hannes Valgeirsson, 4.1.2013 kl. 18:14

145 identicon

Hvað, nákvæmlega, átt þú við með þessari spurningu Emil?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 18:23

146 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er vísa í þetta:

"Ekki vill Danish Meteorological Institute meina það. Nýlegar rannsóknir þeirra sýna fram á að engin hætta er á ferðum (Kínverjarnir eru ekki að koma siglandi yfir Íshafið)."

Og svo þessi niðurstaða (sem virðist vera þín eigin):

"Hitastig í Norðurhöfum (norðan 80°n.br.) hefur ekkert hækkað á tímabilinu 1958 - 2010!"

Emil Hannes Valgeirsson, 4.1.2013 kl. 19:01

147 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Rökfærsla Hilmars gengur í "stuttu" máli út á að hann er með ályktun sem gengur út á að það sé ekki að hlýna (og að það sé jafnvel að kólna þegar vel liggur á honum). Köllum þessa ályktun hans Z - skemmtilegur bókstafur sem er of lítið notaður. Þegar hann kemst að þessari ályktun, þá notar hann oft tækifærið og sakar IPCC um svindl og fals í leiðinni eða skammast út í einhverja elítu sem er með í samsærinu. S.s. ályktun Hilmars er Z - til að komast að þessari ályktun bendir hann fyrst á A, B, C, D, E, F. Ýmsir aðilar benda honum svo á að A, B, C, D, E, F sé eitt af eftirtöldu:

1. Sé ekki vísindagrein

2. Sé vísindagrein, en segi ekki það sem Hilmar telur að hún geri.

3. Sé ágætis heimild, en segi ekki það sem Hilmar telur að hún geri.

4. Sé röksemd sem búið sé að hrekja marg oft og því ekki nothæf í þessu samhengi

5. Sé almenn rökleysa

6. Sé samsæriskenning

7. Grafið sýni ekki það sem Hilmar ályktar um (Z)

...o.s.frv.

Reynir Hilmar þá að halda áfram að færa rök fyrir A, B, C, D, E eða F - - - Neibs, þá er farið í G, H, I, J, K, L, M og alltaf sama ályktunin Z... Ýmsir aðilar benda honum svo á að G, H, I, J, K, L, M sé eitt af eftirtöldu:

1. Sé ekki vísindagrein

2. Sé vísindagrein, en segi ekki það sem Hilmar telur að hún geri.

3. Sé ágætis heimild, en segi ekki það sem Hilmar telur að hún geri.

4. Sé röksemd sem búið sé að hrekja marg oft og því ekki nothæf í þessu samhengi

5. Sé almenn rökleysa

6. Sé samsæriskenning

7. Grafið sýni ekki það sem Hilmar ályktar um (Z)

...o.s.frv.

Reynir Hilmar þá að halda áfram að færa rök fyrir G, H, I, J, K, L eða M - - - Neibs, þá er farið í N, P, Q, R, S, T...Þ, Æ, Ö o.s.frv. og alltaf sama ályktunin Z - Ýmsir aðilar benda honum svo á að N, P, Q, R, S, T...Þ, Æ, Ö sé eitt af eftirtöldu:

1. Sé ekki vísindagrein

2. Sé vísindagrein, en segi ekki það sem Hilmar telur að hún geri.

3. Sé ágætis heimild, en segi ekki það sem Hilmar telur að hún geri.

4. Sé röksemd sem búið sé að hrekja marg oft og því ekki nothæf í þessu samhengi

5. Sé almenn rökleysa

6. Sé samsæriskenning

7. Grafið sýni ekki það sem Hilmar ályktar um (Z)

...o.s.frv.

S.s. hálfgerð tímasóun, ef þú spyrð mig...

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 19:05

148 identicon

Gott og vel Emil, það er sjálfsagt að hjálpa þér í gegnum gögn Danish Meteorological Institute sem sýna daglegan meðalhita og loftslag norðan 80°n.br. sem kúrfu m.v. daga ársins. Þú sérð gagnaskrá vinstra megin á vefsíðunni (Arkiv) sem geymir meðalhitakúrfur áranna 1958 - 2012.

Þegar þú skoðar kúrfurnar þá kemur í ljós að meðalhiti norðan 80°n.br. er merkilega stöðugur á tímabilinu.

Vinsamlegast athugaðu að þessar upplýsingar benda til þess að aðrar ástæður en meint "hlýnun af mannavöldum" hljóta að skýra sveiflur í umfangi hafiss á norðlægum slóðum.

Í þessu sambandi gæti þessi glænýja ritrýnda vísindagrein hugsanlega vakið áhuga þinn: Solar activity and Svalbard temperatures, eftir Jan-Erik Solheim,1
Kjell Stordahl2 og Ole Humlum3,4

Niðurstaða:  These models show that 60 per cent of the annual and winter temperature variations are explained by solar activity.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 19:35

149 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar kemur nú fram með rök sem búið er að hrekja, sjá Solar Cycle Model fails to predict the recent warming sjá m.a. figure 1:

Figure 1 shows that the observed mean temperatures in solar cycles 21 to 23 are much higher than predicted

Ég hlakka til að sjá Hilmars næstu rökfærslu - það hlýtur að vera eitthvað voða gott ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 19:48

150 identicon

The Honorable Charles Bolden, Jr.
NASA Administrator
NASA Headquarters
Washington, D.C. 20546-0001

Dear Charlie,

We, the undersigned, respectfully request that NASA and the Goddard Institute for Space Studies (GISS) refrain from including unproven remarks in public releases and websites. We believe the claims by NASA and GISS, that man-made carbon dioxide is having a catastrophic impact on global climate change are not substantiated, especially when considering thousands of years of empirical data. With hundreds of well-known climate scientists and tens of thousands of other scientists publicly declaring their disbelief in the catastrophic forecasts, coming particularly from the GISS leadership, it is clear that the science is NOT settled.

The unbridled advocacy of CO2 being the major cause of climate change is unbecoming of NASA’s history of making an objective assessment of all available scientific data prior to making decisions or public statements.

As former NASA employees, we feel that NASA’s advocacy of an extreme position, prior to a thorough study of the possible overwhelming impact of natural climate drivers is inappropriate. We request that NASA refrain from including unproven and unsupported remarks in its future releases and websites on this subject. At risk is damage to the exemplary reputation of NASA, NASA’s current or former scientists and employees, and even the reputation of science itself.

For additional information regarding the science behind our concern, we recommend that you contact Harrison Schmitt or Walter Cunningham, or others they can recommend to you.

Thank you for considering this request.

Sincerely,

(Attached signatures)

CC: Mr. John Grunsfeld, Associate Administrator for Science

CC: Ass Mr. Chris Scolese, Director, Goddard Space Flight Center

Ref: Letter to NASA Administrator Charles Bolden, dated 3-26-12, regarding a request for NASA to refrain from making unsubstantiated claims that human produced CO2 is having a catastrophic impact on climate change.

/s/ Jack Barneburg, Jack – JSC, Space Shuttle Structures, Engineering Directorate, 34 years

/s/ Larry Bell – JSC, Mgr. Crew Systems Div., Engineering Directorate, 32 years

/s/ Dr. Donald Bogard – JSC, Principal Investigator, Science Directorate, 41 years

/s/ Jerry C. Bostick – JSC, Principal Investigator, Science Directorate, 23 years

/s/ Dr. Phillip K. Chapman – JSC, Scientist – astronaut, 5 years

/s/ Michael F. Collins, JSC, Chief, Flight Design and Dynamics Division, MOD, 41 years

/s/ Dr. Kenneth Cox – JSC, Chief Flight Dynamics Div., Engr. Directorate, 40 years

/s/ Walter Cunningham – JSC, Astronaut, Apollo 7, 8 years

/s/ Dr. Donald M. Curry – JSC, Mgr. Shuttle Leading Edge, Thermal Protection Sys., Engr. Dir., 44 years

/s/ Leroy Day – Hdq. Deputy Director, Space Shuttle Program, 19 years

/s/ Dr. Henry P. Decell, Jr. – JSC, Chief, Theory & Analysis Office, 5 years

/s/Charles F. Deiterich – JSC, Mgr., Flight Operations Integration, MOD, 30 years

/s/ Dr. Harold Doiron – JSC, Chairman, Shuttle Pogo Prevention Panel, 16 years

/s/ Charles Duke – JSC, Astronaut, Apollo 16, 10 years

/s/ Anita Gale

/s/ Grace Germany – JSC, Program Analyst, 35 years

/s/ Ed Gibson – JSC, Astronaut Skylab 4, 14 years

/s/ Richard Gordon – JSC, Astronaut, Gemini Xi, Apollo 12, 9 years

/s/ Gerald C. Griffin – JSC, Apollo Flight Director, and Director of Johnson Space Center, 22 years

/s/ Thomas M. Grubbs – JSC, Chief, Aircraft Maintenance and Engineering Branch, 31 years

/s/ Thomas J. Harmon

/s/ David W. Heath – JSC, Reentry Specialist, MOD, 30 years

/s/ Miguel A. Hernandez, Jr. – JSC, Flight crew training and operations, 3 years

/s/ James R. Roundtree – JSC Branch Chief, 26 years

/s/ Enoch Jones – JSC, Mgr. SE&I, Shuttle Program Office, 26 years

/s/ Dr. Joseph Kerwin – JSC, Astronaut, Skylab 2, Director of Space and Life Sciences, 22 years

/s/ Jack Knight – JSC, Chief, Advanced Operations and Development Division, MOD, 40 years

/s/ Dr. Christopher C. Kraft – JSC, Apollo Flight Director and Director of Johnson Space Center, 24 years

/s/ Paul C. Kramer – JSC, Ass.t for Planning Aeroscience and Flight Mechanics Div., Egr. Dir., 34 years

/s/ Alex (Skip) Larsen

/s/ Dr. Lubert Leger – JSC, Ass’t. Chief Materials Division, Engr. Directorate, 30 years

/s/ Dr. Humbolt C. Mandell – JSC, Mgr. Shuttle Program Control and Advance Programs, 40 years

/s/ Donald K. McCutchen – JSC, Project Engineer – Space Shuttle and ISS Program Offices, 33 years

/s/ Thomas L. (Tom) Moser – Hdq. Dep. Assoc. Admin. & Director, Space Station Program, 28 years

/s/ Dr. George Mueller – Hdq., Assoc. Adm., Office of Space Flight, 6 years

/s/ Tom Ohesorge

/s/ James Peacock – JSC, Apollo and Shuttle Program Office, 21 years

/s/ Richard McFarland – JSC, Mgr. Motion Simulators, 28 years

/s/ Joseph E. Rogers – JSC, Chief, Structures and Dynamics Branch, Engr. Directorate,40 years

/s/ Bernard J. Rosenbaum – JSC, Chief Engineer, Propulsion and Power Division, Engr. Dir., 48 years

/s/ Dr. Harrison (Jack) Schmitt – JSC, Astronaut Apollo 17, 10 years

/s/ Gerard C. Shows – JSC, Asst. Manager, Quality Assurance, 30 years

/s/ Kenneth Suit – JSC, Ass’t Mgr., Systems Integration, Space Shuttle, 37 years

/s/ Robert F. Thompson – JSC, Program Manager, Space Shuttle, 44 years/s/ Frank Van Renesselaer – Hdq., Mgr. Shuttle Solid Rocket Boosters, 15 years

/s/ Dr. James Visentine – JSC Materials Branch, Engineering Directorate, 30 years

/s/ Manfred (Dutch) von Ehrenfried – JSC, Flight Controller; Mercury, Gemini & Apollo, MOD, 10 years

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 21:00

151 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Auðvitað fer Hilmar í næstu "röksemd" og enn einn listann af "efasemdamönnum" - fer undir liðinn 5. Almenn rökleysa...ekkert nýtt í því hjá sjálfskipuðum "efasemdamönnum"...og ekki breytir það samdóma áliti vísindamanna þó einhverjir menn sem eru m.a. titla sig "Flight Controller", "Materials Branch, Engineering Directorate" eða "Motion Simulators" eða s.s. örfáir starfsmenn NASA trúi ekki á það. Sjá nánar um þetta hér, NASA Climate 'Skeptics' Respond with Science! Just Kidding. - þar sem eftirfarandi kemur fram:

As is usually the case in these climate contrarian letters, this one has no scientific content, and is written by individuals with not an ounce of climate science expertise, but who nevertheless have the audacity to tell climate scientists what they should think about climate science.

It's worth noting that when the signatories Meet The Denominator, as is also always the case, their numbers are revealed as quite unimpressive. For example, over 18,000 people currently work for NASA.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 21:43

152 identicon

Claude Allegre, Renowned World Geophysicist Says "No Global Warming"

Dr. Claude Allegre, a highly decorated geophysicist, has stepped forward and stated that he no longer believes that "global warming" is occurring. He stated: "studies show that Antarctic snowfall rate has been stable over the past 30 years and the continent is actually gaining ice." This is in contrast to the hysterical global warming alarmists (99.9% who are NOT scientists) who believe that the ice caps are melting.



Allegre is a member of both the French and U.S. Academy of Sciences and has written more than 100 scientific articles, 11 books and been awarded numerous scientific kudos including the Goldschmidt Medal from the Geochemical Society of the United States.



Interestingly, twenty years ago Allegre wrote: "By burning fossil fuels, man enhanced the concentration of carbon dioxide in the atmosphere which has raised the global mean temperature by half a degree in the last century."



Allegre now states that those "conclusions" were wrong, scientific evidence now indicates otherwise.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 22:11

153 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ohh, gleymdi að nefna einn lið - bæti honum við 8) Falssérfræðingar. Claude Allegre hefur ekki gefið út neinar vísindagreinar varðandi loftslagsvísindi, sjá m.a. hér, The Latest Denialist Plea for Climate Change Inaction - hann er vel þekktur afneitunarsinni og engin sérfræðingur - Hilmar beitir hér falssérfræðinga "trompinu". Það má sjá eitthvað um falssérfræðinga hér, Ósérhæfðir sérfræðingar - þar sem má sjá fróðlegt myndband um nokkra af hinum ósérhæfðu sérfræðingum ;)

Hilmar vill kannski bara koma með næstu rökleysu - ég hlakka til ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 22:23

154 identicon

No Need to Panic About Global Warming

There’s no compelling scientific argument for drastic action to ‘decarbonize’ the world’s economy.

Editor’s Note: The following has been signed by the 16 scientists listed at the end of the article:

…

Perhaps the most inconvenient fact is the lack of global warming for well over 10 years now. This is known to the warming establishment, as one can see from the 2009 “Climategate” email of climate scientist Kevin Trenberth: “The fact is that we can’t account for the lack of warming at the moment and it is a travesty that we can’t.” But the warming is only missing if one believes computer models where so-called feedbacks involving water vapor and clouds greatly amplify the small effect of CO2.

The lack of warming for more than a decade—indeed, the smaller-than-predicted warming over the 22 years since the U.N.’s Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) began issuing projections—suggests that computer models have greatly exaggerated how much warming additional CO2 can cause. Faced with this embarrassment, those promoting alarm have shifted their drumbeat from warming to weather extremes, to enable anything unusual that happens in our chaotic climate to be ascribed to CO2.

…

Although the number of publicly dissenting scientists is growing, many young scientists furtively say that while they also have serious doubts about the global-warming message, they are afraid to speak up for fear of not being promoted—or worse. They have good reason to worry. In 2003, Dr. Chris de Freitas, the editor of the journal Climate Research, dared to publish a peer-reviewed article with the politically incorrect (but factually correct) conclusion that the recent warming is not unusual in the context of climate changes over the past thousand years. The international warming establishment quickly mounted a determined campaign to have Dr. de Freitas removed from his editorial job and fired from his university position. Fortunately, Dr. de Freitas was able to keep his university job.

This is not the way science is supposed to work, but we have seen it before—for example, in the frightening period when Trofim Lysenko hijacked biology in the Soviet Union. Soviet biologists who revealed that they believed in genes, which Lysenko maintained were a bourgeois fiction, were fired from their jobs. Many were sent to the gulag and some were condemned to death.

Why is there so much passion about global warming, and why has the issue become so vexing that the American Physical Society, from which Dr. Giaever resigned a few months ago, refused the seemingly reasonable request by many of its members to remove the word “incontrovertible” from its description of a scientific issue? There are several reasons, but a good place to start is the old question “cui bono?” Or the modern update, “Follow the money.”

Alarmism over climate is of great benefit to many, providing government funding for academic research and a reason for government bureaucracies to grow. Alarmism also offers an excuse for governments to raise taxes, taxpayer-funded subsidies for businesses that understand how to work the political system, and a lure for big donations to charitable foundations promising to save the planet. Lysenko and his team lived very well, and they fiercely defended their dogma and the privileges it brought them.

…

Signed by:

Claude Allegre, former director of the Institute for the Study of the Earth, University of Paris; J. Scott Armstrong, cofounder of the Journal of Forecasting and the International Journal of Forecasting; Jan Breslow, head of the Laboratory of Biochemical Genetics and Metabolism, Rockefeller University; Roger Cohen, fellow, American Physical Society; Edward David, member, National Academy of Engineering and National Academy of Sciences; William Happer, professor of physics, Princeton; Michael Kelly, professor of technology, University of Cambridge, U.K.; William Kininmonth, former head of climate research at the Australian Bureau of Meteorology; Richard Lindzen, professor of atmospheric sciences, MIT; James McGrath, professor of chemistry, Virginia Technical University; Rodney Nichols, former president and CEO of the New York Academy of Sciences; Burt Rutan, aerospace engineer, designer of Voyager and SpaceShipOne; Harrison H. Schmitt, Apollo 17 astronaut and former U.S. senator; Nir Shaviv, professor of astrophysics, Hebrew University, Jerusalem; Henk Tennekes, former director, Royal Dutch Meteorological Service; Antonio Zichichi, president of the World Federation of Scientists, Geneva.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 22:40

155 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sama aftur Hilmar? Jæja, endurtekningar geta verið góðar - maður getur líka komið með viðbætur, sjá The Latest Denialist Plea for Climate Change Inaction - þar sem eftirfarandi kemur fram:

Nearly half of the list (at least 7 of 16) have received fossil fuel industry funding, and the list also includes an economist, a physician, a chemist, an aerospace engineer, and an astronaut/politician. These are apparently the best and brightest the climate denialists can come up with these days?

Þetta fer að verða þunnur þrettándi hjá þér Hilmar ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 22:52

156 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Afsakið en ég var ekki heima í kvöld og gat ekki klárað þetta með "kólnunina" frá 1958 á Norðurslóðum. Ég þekki vel þessi gröf frá DMI og skoða þau af og til.

Það er ekki nóg að skoða bara sumarhitann sem sveiflast í rauninni mjög lítið þarna alveg nyrst á sumrin. Miklar sveiflur eru hinsvegar í vetrarkuldunum og þegar þróun árshitans er skoðuð í heild kemur þetta í ljós:

"If we plot the entire daily DMI temperature data, and then a 365 day rolling average, we end with a positive trend of 0.383 degrees C per decade. 

og:  "…the reality is that the annual average Arctic surface temperature as indicated by DMI has risen at rates around twice the global average over the past 50 years, which is entirely consistent with other Arctic data sets, including the data from GISS. "

Heimild: Sceptical Science:

http://www.skepticalscience.com/DMI-data-on-Arctic-temperatures-Intermediate.html

Ég mótmæli hinsvegar ekki að áratugalangar sveiflur eiga sér á Norður-Íshafinu svipað og gerist hér. VIð höfum verið í hlýjum fasa síðustu ár og tímabundin kólnum vel möguleg eftir einhver ár eða áratugi. Ég myndi samt ekki treysta á það. En í heildina hefur hinsvegar verið hlýnun í gangi í yfir 100 ár eins og frægt er.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.1.2013 kl. 23:42

157 identicon

Below, is a list of just 50 former IPCC experts whose voices the prejudiced ears refuse to hear

1. Dr Robert Balling: “The IPCC notes that “No significant acceleration in the rate of sea level rise during the 20th century has been detected.” (This did not appear in the IPCC Summary for Policymakers).

2. Dr. Lucka Bogataj: “Rising levels of airborne carbon dioxide don’t cause global temperatures to rise…. temperature changed first and some 700 years later a change in aerial content of carbon dioxide followed.”

3. Dr John Christy: “Little known to the public is the fact that most of the scientists involved with the IPCC do not agree that global warming is occurring. Its findings have been consistently misrepresented and/or politicized with each succeeding report.”

4. Dr Rosa Compagnucci: “Humans have only contributed a few tenths of a degree to warming on Earth. Solar activity is a key driver of climate.”

5. Dr Richard Courtney: “The empirical evidence strongly indicates that the anthropogenic global warming hypothesis is wrong.”

6. Dr Judith Curry: “I’m not going to just spout off and endorse the IPCC because I don’t have confidence in the process.”

7. Dr Robert Davis: “Global temperatures have not been changing as state of the art climate models predicted they would. Not a single mention of satellite temperature observations appears in the (IPCC) Summary for Policymakers.”

8. Dr Willem de Lange: “In 1996, the IPCC listed me as one of approximately 3,000 “scientists” who agreed that there was a discernable human influence on climate. I didn’t. There is no evidence to support the hypothesis that runaway catastrophic climate change is due to human activities.”

9. Dr Chris de Freitas: “Government decision-makers should have heard by now that the basis for the longstanding claim that carbon dioxide is a major driver of global climate is being questioned; along with it the hitherto assumed need for costly measures to restrict carbon dioxide emissions. If they have not heard, it is because of the din of global warming hysteria that relies on the logical fallacy of ‘argument from ignorance’ and predictions of computer models.”

10. Dr Oliver Frauenfeld: “Much more progress is necessary regarding our current understanding of climate and our abilities to model it.”

11. Dr Peter Dietze: “Using a flawed eddy diffusion model, the IPCC has grossly underestimated the future oceanic carbon dioxide uptake.”

12. Dr John Everett: “It is time for a reality check. The oceans and coastal zones have been far warmer and colder than is projected in the present scenarios of climate change. I have reviewed the IPCC and more recent scientific literature and believe that there is not a problem with increased acidification, even up to the unlikely levels in the most-used IPCC scenarios.”

13. Dr Eigil Friis-Christensen: “The IPCC refused to consider the sun’s effect on the Earth’s climate as a topic worthy of investigation. The IPCC conceived its task only as investigating potential human causes of climate change.”

14. Dr Lee Gerhard: “I never fully accepted or denied the anthropogenic global warming (AGW) concept until the furor started after [NASA's James] Hansen’s wild claims in the late 1980′s. I went to the [scientific] literature to study the basis of the claim, starting at first principles. My studies then led me to believe that the claims were false.”

15. Dr Indur Goklany: “Climate change is unlikely to be the world’s most important environmental problem of the 21st century. There is no signal in the mortality data to indicate increases in the overall frequencies or severities of extreme weather events, despite large increases in the population at risk.”

16. Dr Vincent Gray: “The (IPCC) climate change statement is an orchestrated litany of lies.”

17. Dr Kenneth Green: “We can expect the climate crisis industry to grow increasingly shrill, and increasingly hostile toward anyone who questions their authority.”(!)

18. Dr Mike Hulme: “Claims such as ’2,500 of the world’s leading scientists have reached a consensus that human activities are having a significant influence on the climate’ are disingenuous … The actual number of scientists who backed that claim was “only a few dozen.”(!)

19. Dr Kiminori Itoh: “There are many factors which cause climate change. Considering only greenhouse gases is nonsense and harmful. When people know what the truth is they will feel deceived by science and scientists.”

20. Dr Yuri Izrael: “There is no proven link between human activity and global warming. I think the panic over global warming is totally unjustified. There is no serious threat to the climate.”

21. Dr Steven Japar: “Temperature measurements show that the climate model-predicted mid-troposphere hot zone is non-existent. This is more than sufficient to invalidate global climate models and projections made with them.”

22. Dr Georg Kaser: “This number (of receding glaciers reported by the IPCC) is not just a little bit wrong, but far out of any order of magnitude … It is so wrong that it is not even worth discussing,”

23. Dr Aynsley Kellow: “I’m not holding my breath for criticism to be taken on board, which underscores a fault in the whole peer review process for the IPCC: there is no chance of a chapter [of the IPCC report] ever being rejected for publication, no matter how flawed it might be.”

24. Dr Madhav Khandekar: “I have carefully analysed adverse impacts of climate change as projected by the IPCC and have discounted these claims as exaggerated and lacking any supporting evidence.”

25. Dr Hans Labohm: “The alarmist passages in the (IPCC) Summary for Policymakers have been skewed through an elaborate and sophisticated process of spin-doctoring.”

26. Dr. Andrew Lacis: “There is no scientific merit to be found in the Executive Summary. The presentation sounds like something put together by Greenpeace activists and their legal department.”

27. Dr Chris Landsea: “I cannot in good faith continue to contribute to a process that I view as both being motivated by pre-conceived agendas and being scientifically unsound.”

28. Dr Richard Lindzen: “The IPCC process is driven by politics rather than science. It uses summaries to misrepresent what scientists say and exploits public ignorance.”

29. Dr Harry Lins: “Surface temperature changes over the past century have been episodic and modest and there has been no net global warming for over a decade now. The case for alarm regarding climate change is grossly overstated.”

30. Dr Philip Lloyd: “I am doing a detailed assessment of the IPCC reports and the Summaries for Policy Makers, identifying the way in which the Summaries have distorted the science. I have found examples of a summary saying precisely the opposite of what the scientists said.”

31. Dr Martin Manning: “Some government delegates influencing the IPCC Summary for Policymakers misrepresent or contradict the lead authors.”

32. Stephen McIntyre: “The many references in the popular media to a “consensus of thousands of scientists” are both a great exaggeration and also misleading.”

33. Dr Patrick Michaels: “The rates of warming, on multiple time scales have now invalidated the suite of IPCC climate models. No, the science is not settled.”

34. Dr Nils-Axel Morner: “If you go around the globe, you find no sea level rise anywhere.”

35. Dr Johannes Oerlemans: “The IPCC has become too political. Many scientists have not been able to resist the siren call of fame, research funding and meetings in exotic places that awaits them if they are willing to compromise scientific principles and integrity in support of the man-made global-warming doctrine.”

36. Dr Roger Pielke: “All of my comments were ignored without even a rebuttal. At that point, I concluded that the IPCC Reports were actually intended to be advocacy documents designed to produce particular policy actions, but not as a true and honest assessment of the understanding of the climate system.”

37. Dr Jan Pretel: “It’s nonsense to drastically reduce emissions … predicting about the distant future-100 years can’t be predicted due to uncertainties.”

38. Dr Paul Reiter: “As far as the science being ‘settled,’ I think that is an obscenity. The fact is the science is being distorted by people who are not scientists.”

39. Dr Murray Salby: “I have an involuntary gag reflex whenever someone says the “science is settled. Anyone who thinks the science is settled on this topic is in fantasia.”

40. Dr Tom Segalstad: “The IPCC global warming model is not supported by the scientific data.”

41. Dr Fred Singer: “Isn’t it remarkable that the Policymakers Summary of the IPCC report avoids mentioning the satellite data altogether, or even the existence of satellites–probably because the data show a (slight) cooling over the last 18 years, in direct contradiction to the calculations from climate models?”

42. Dr Hajo Smit: “There is clear cut solar-climate coupling and a very strong natural variability of climate on all historical time scales. Currently I hardly believe anymore that there is any relevant relationship between human CO2 emissions and climate change.”

43. Dr Roy Spencer: “The IPCC is not a scientific organization and was formed to regulate carbon dioxide emissions. Claims of human-cause global warming are only a means to that goal.”

44. Dr Richard Tol: “The IPCC attracted more people with political rather than academic motives. In AR4, green activists held key positions in the IPCC and they succeeded in excluding or neutralising opposite voices.”

45. Dr Tom Tripp: “There is so much of a natural variability in weather it makes it difficult to come to a scientifically valid conclusion that global warming is man made.”

46. Dr Robert Watson: “The (IPCC) mistakes all appear to have gone in the direction of making it seem like climate change is more serious by overstating the impact. That is worrying. The IPCC needs to look at this trend in the errors and ask why it happened.”

47. Dr Gerd-Rainer Weber: “Most of the extremist views about climate change have little or no scientific basis.”

48. Dr David Wojick: “The public is not well served by this constant drumbeat of alarms fed by computer models manipulated by advocates.”

49. Dr Miklos Zagoni: “I am positively convinced that the anthropogenic global warming theory is wrong.”

50. Dr. Eduardo Zorita: “Editors, reviewers and authors of alternative studies, analysis, interpretations, even based on the same data we have at our disposal, have been bullied and subtly blackmailed. By writing these lines… a few of my future studies will not see the light of publication.”

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 23:44

158 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kópí/peist er frekar hvimleið leið til að koma einhverju áleiðis Hilmar - sérstaklega þegar það er innihaldslaus áróður falsspámanna þinna Hilmar ;)

Ekki er þó nokkuð þarna annað en innihaldslausar fullyrðingar... Kannski þú ættir að svara með nokkrum orðum frá sjálfum þér um fræðin - en athugaðu að það krefst hugsunar og jafnvel heimildavinnu...gæti tekið á.

Hér má sjá eina notkun á þessari athugasemd "þinni" Hilmar - sjá athugasemd 217 í tenglinum - nánast sama athugasemdin, í það minnsta rúmlega ársgömul og marg notuð - http://www.wunderground.com/blog/RickyRood/comment.html?entrynum=204&page=5&theprefset=BLOGCOMMENTS&theprefvalue=0

Hér má svo lesa meira um vini þína falsspámennina sem þú vísar stundum til - Climate science peer review is pal review - þarna koma einhver nöfn af listanum þínum fram...verði þér að góðu Hilmar...maður má vona að svo lengi lærir sem lifir eða hvað?

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 00:06

159 Smámynd: Kristinn Pétursson

Nú erum við Sveinn Atli sáttir með samkomulagið um að virða sjónarmið hvors annars án þess að ofnota íslenskuna. Takk fyrir það Sveinn Atli.

Kristinn Pétursson, 5.1.2013 kl. 00:10

160 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já endilega nota linka fyrir svona langar textatilvitnanir. Mér er líka hálfilla við stórar myndir í athugasemdum. Betra að hafa þetta stutt og hnitmiðað til að umræður séu skýrari. Það má líka nota sína eigin bloggsíðu fyrir langhunda.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2013 kl. 00:14

161 identicon

Heimild: Sceptical Science: http://www.skepticalscience.com/DMI-data-on-Arctic-temperatures-Intermediate.html (!)

Emil, þú hlýtur að vera að grínast!

"As Dr. Richard Lindzen noted in his talk at Fermilab, the winter temperatures at both ends of the graphs show tremendous variability due to turbulent eddies or storms transporting heat from lower latitudes, but there is no overall trend in the arctic winter temperatures either. Temperatures below the blue line indicating freezing temperature obviously aren't going to have any effect on arctic ice melt.

In other words, if an increased-CO2-greenhouse-forcing was causing global warming as the IPCC models predict, the fingerprint would be most apparent in the summer arctic temperatures (when there is sunlight 24 hours a day to produce a greenhouse effect-there is no sunlight in the arctic during winter). Since CO2 has steadily climbed since 1958, yet arctic summer temperatures have not changed, CO2 is obviously not a major player in arctic temperatures."

Ég treysti því að þú skiljir einföld vísindaleg rök Emil.  

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 00:15

162 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn, þú stendur bara við þinn hluta og þá er það sjálfgefið að ég mun ekki þurfa að benda á þín persónulegu skot á mig - segir sig sjálft...hefur svo sem ekkert með íslenskuna að gera per se - hvernig sem það kom inn í málið. Ég þakka fyrir mig líka, en sjáum líka þegar einhver reynsla verður komin á samkomulagið...

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 00:20

163 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Fyrir hvaða tímabil er þetta línurit Hilmar - er einhver ástæða til þess að sérvelja ákveðið tímabil ársins þegar hægt er að sýna allt árið?

Höskuldur Búi Jónsson, 5.1.2013 kl. 00:20

164 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fyrir Hilmar - smá upplýsingar um Richar Lindzen - sjá m.a. í eftirfarandi tenglum, Lindzen Illusions og Richard S. Lindzen þar sem m.a. eftifarandi kemur fram:

Lindzen was a member of the Science, Health, and Economic Advisory Council of the Annapolis Center, a Maryland-based think tank which had been funded by corporations including ExxonMobil

Alltaf sömu einhliða heimildirnar hjá þér Hilmar ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 00:26

165 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er ekki að grínast. Bara að benda þér á mótrök við því að það hafi ekki hlýnað frá 1958. Línuritið þitt er fyrir "melt season" þ.e. sumarið. Ég skal ekki segja af hverju það er niðurávið yfir sumartímann en annars óvissan á þessu svæði mjög mikil vegna þess að norðan við 80°N eru ekki miklar veðurathuganir gerðar.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2013 kl. 00:29

166 identicon

Við skulum hafa eitt á kristaltæru Emil: Tilvísun í Sceptical Science er ekki mótrök heldur áróður.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 00:37

167 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

SkepticalScience vísar beint í heimildir, með grunn í það sem vísindin hafa að segja um loftslagsbreytingar. Þeir sem ekki viðurkenna vísindalega nálgun varðandi þau mál og vísa í falsspámenn og aðrar rökleysur geta að sjálfsögðu ekki viðurkennt það sem þar kemur fram - það er ljóst...

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 00:45

168 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Í þessu tilfelli vísa þeir líka í gögn frá Dönsku Veðurstofunni DMI sem var nú einmitt upphafspunkturinn af þessu atriði.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2013 kl. 00:50

169 identicon

The New “Skeptical Science” Website: What is Going On Here?

"I was recently informed of a website called “Skeptical Science” run by a Mr. John Cook. As a scientist (physicist), I decided to check it out to see what I could learn. I started with the assumption that Mr. Cook was a competent and well-intentioned person. After some looking around there, here’s what I found out and concluded.

The first red flag is the fact that Science (by definition) is skeptical, so why the repetition in the name? It’s something like naming a site “The attractive fashion model”.

Of more concern is the fact that (contrary to what one might be led to believe by the title) the site is actually focused against skeptical scientists — specifically those who have the temerity to question anthropogenic global warming (AGW). Hmmm.

Mr. Cook says he’s motivated by his young daughter’s future. Great — all the more reason he should want to get it right.

I was fascinated by his site’s supposedly comprehensive list of 119 reasons given by “AGW skeptics,” as well as his rather cursory dismissal of each of these.

For instance, his answer to the consensus matter (#3) is that “97% of climatologists support AGW.” Well that in itself is debatable, but nowhere do I see any discussion that addresses the larger issue: the fact that science is not decided by consensus. What was the consensus of 99% of the “experts” about the solar system in Galileo’s time? Twenty-five years ago what was the consensus of 99% of the “experts” about the cause of ulcers? In both cases (and in many others) 99% of the experts were 100% wrong. That is exactly why science is not decided by consensus.

Another example is item #94: “Over 31,000 scientists signed the OISM Petition Project” and his response is  “The ‘OISM petition’ was signed by only a few climatologists.” Maybe I’m missing something, but I thought that this was a scientific matter (remember the website title?). Is he really saying something so elitist as “physicist, chemists, biologists and other scientists are not qualified to assess the scientific legitimacy of AGW”? Apparently so.

Oops — if so then that means that Dr. Hansen’s theories should be discarded, since he is a physicist!

Further, if Mr. Cook is saying we should listen only to specialists, and if Mr. Cook is not a specialist in climate science, what is his authority for reaching such a conclusion?  Should I also ask my barber who to listen to? (mjög góð rökleiðsla fyrir kappana Svein Atla og Höskuld Búa)

The OISM petition should be looked at as a peer-review process where a great number of scientists (from many fields) have concluded that a relatively small number of specialized scientists (climatologists) have diverged from good scientific practices. In other words, the 31,000± petition signers have concluded that the methodology for supporting AGW was more political than scientific."

Efnisinnihald Sceptical Science er ekki vísindalega marktækt Emil. Þeir sem sækja "heimildir" sínar á svona ruglsíður eru að stimpla sig út úr vísindalegri umdræðu.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 00:56

170 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar - það passar í mínum huga að þér finnist SkepticalScience vera vond heimild - enda afneitarðu vísindalegri nálgun og SkS vísar í heimildir úr heimi vísinda - þ.e. tilvísanir í fræðin og ritskoðaðar vísindagreinar sem grunur þeirra nálguna (ekki þola falsspámenn þess háttar nálgun)...þetta smellur eins og flís við rass - afneitunin er sterk í þér Hilmar ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 01:14

171 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Svo er það þetta hér frá 6. júlí 2012:

Arctic warming linked to combination of reduced sea ice and global atmospheric warming

"The combination of melting sea ice and global atmospheric warming are contributing to the high rate of warming in the Arctic, where temperatures are increasing up to four times faster than the global average, a new University of Melbourne study has shown."

"Even though the Arctic region has a relatively small greenhouse effect, the effect of the melted ice combined with greater transports of heat from the south are more than enough to make up for this modest 'local' greenhouse warming."

http://newsroom.melbourne.edu/news/n-848

Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2013 kl. 01:38

172 identicon

Vinsamlegast athugaðu, Emil, að niðurstöður þessar rannsóknar sem þú vísar til stangast á við gögn Danish Meteorological Institute

>"The combination of melting sea ice and global atmospheric warming are contributing to the high rate of warming in the Arctic(?), where temperatures are increasing up to four times faster than the global average, a new University of Melbourne study has shown."<

Gögn Danish Meteorological Institute sýna þvert á móti að meðalhiti norðan 80°n.br. hefur haldist merkilega stöðugur frá 1958(!), þannig að aðrar ástæður (náttúrulegar) hljóta þá að skýra minnkandi hafísmagn á norðurhveli jarðar.

Mér sýnist vísindagreinin Variations in Surface Air Temperature Observations in the Arctic, 1979&#150;97 skýra þetta ágætlega:

"These results agree with the changes noted in sea ice concentration observed from satellite data. Using SMMR data, for example, Parkinson (1992) notes a
shortening of the sea ice season in the Eastern Hemisphere and a lengthening in the Western Hemisphere. Maslanik et al. (1996) show that the reductions in sea ice cover in the Siberian sector of the Arctic Ocean continue through 1993. They attribute these changes to the increase in cyclone activity over the central Arctic Ocean and note that since 1989 there has been a sharp increase in cyclone activity north of Siberia. In Fig. 4 of their paper, they show the spatial distribution of changes in cyclone activity from 1982 to 1993. During this 12-yr period, there was an increase in the number of cyclones over the eastern Arctic and a decrease in the western Arctic."

Roy W. Spencer, Ph. D skýrir þetta líka ágætlega í grein sinni: Could Arctic Sea Ice Decline be Caused by the Arctic Oscillation?:

"In 2002, a paper was published in the Journal of Climate entitled Response of Sea Ice to the Arctic Oscillation, where the authors (one of whom, Mike Wallace, was a co-discoverer of the AO) shows that changing wind patterns associated with the AO contributed to Arctic sea ice declines from one decade to the next: from 1979-1988 to 1989-1998.

The Arctic Oscillation involves sea level pressure patterns over the Arctic Ocean, North Atlantic, and North Pacific. Since sea ice moves around with the wind (see this movie example), sea level pressure patterns can either expose or cover various sections of the Arctic Ocean."

Eins og áður er því orsakanna að leita í náttúrulegum sveiflum en ekki bullfræðum IPCC-elítunnar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 12:13

173 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef við höldum okkur á vinsamlegum nótum þá hvet ég þig að skoða betur vetrarmánuðina á Dönsku línuritunum sérstaklega eftir 2007. Rauða línan er þá oftast vel yfir meðaltalinu og stundum mjög mikið fyrir ofan. Það verður fróðlegt að sjá þróunina á þessu ári og afkomu hafíssins næsta sumar eftir metið í fyrra.

Áratugasveiflur AO (Arctic Oscillation) hafa annars verið nokkuð í takt við AMO-sveifluna í hitafari sjávar (Atlantic Multidecatal Oscillation) sem hefur talsverð áhrif hér á okkar slóðum.

Um það má t.d. lesa í þessari grein sem var skrifuð af miklum spekingi árið 2009:

Er hlýnun á Íslandi hluti af náttúrulegri sveiflu?

&#132;Þessi sveifla virðist tengjast því að mismikill kraftur er í hringstraumakerfi sjávar og er þá talað um jákvæðan og neikvæðar fasa sem skiptir um ham á nokkurra áratuga fresti séu hugmyndir varðandi þetta kerfi réttar. Þegar fasinn er jákvæður er ein afleiðingin sú að hlýrri sjór á greiðari leið með Golfstraumnum á okkar slóðir og alla leið upp í Norður-Íshaf og getur því einnig haft sín áhrif á þróun hafíssins þar.&#147;

Nánar hér: http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/818347/

Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2013 kl. 13:49

174 identicon

> Nánar hér: http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/818347/

Þú ert nú ekki alslæmur Emil minn!

(ps. Merkilega jákvæð "krítík" frá fjósbitabúunum...)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 14:35

175 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef þú bara sleppir uppnefningum og ýmsum barnaskap þá væri heimurinn eitthvað skárri.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2013 kl. 15:10

176 identicon

Við skulum hafa eitt á hreinu Emil Hannes Valgeirsson. Sjálfmenntaðir heimilisveðurfræðingar og kaffihúsaspekingar fara ekki langt á því að saka aðra um barnaskap.

Það virðist vera einhver rauður þráður milli þín og fjósbitabúanna sem slitnar seint og illa.

Haltu bara áfram að mynda Esjuna á hverjum degi næstu 40 árin Emil minn. Þú getur svo dundað þér við að PhotoShoppa hana að hætti IPCC-elítunnar, þannig að hún verði eitthvað skárri.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 15:33

177 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ekki hægt að ræða við menn eins og Hilmar - samsæriskenningar kryddaðar með barnalegum uppnefningum eru ekki góður kokteill...en þetta virðist vera fastur liður hjá sumum "efasemdamönnum"...þó einhverjir hafi lofað betrun - vonum bara hið besta.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 15:37

178 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sveinn Atli. Nú ert þú að fara í gamla ófyrirleitna farið. Þú notar orðið "betrun"  hér  frekar dónalegri merkingu. Ertu að reyna að koma umræðunni aftur í sama farið?

Þú notar líka orðið "efasemdarmenn"  um rökstudd sjónarmið sem  annarra- Það er dónalegt hjá þér.  Efasemdir eru á báða bóga og það er eðlilegt að það sé mismunandi skilningur á málefnum. Ég get líka kallað þig "efasemdarmann" en þér myndi tæplega líka það.

Mér finnst  þið félagarnir þrír gera of lítið úr vel rökstuddum aths Hilmars (með tilvitnunum)  í athugasemdum ykkar.   Virðið betur hans sjónarmið betur í skrifum ykkar. 

Vinsamlega svo taka þátt í að finna leið til að gert verði Norðurslóðakort af ísstöðu Norðurslóða fyrir 2500 árum. Það myndi vekja heimsathygli - og þjóðir heimsins eiga rétt á að fá að vita hvernig þessi þróun var - og hvernig mismunandi skilningur er á því í dag - að sama þróun er að verða aftur.

Svo - ef þið hafið aðstöðu til -  vinsamlega benda á - að láta taka alla borgarhitam´la út úr gagnagrunni um hitafar - og alla aðra vafasama hitamæla.

Eftir það - væri ágreiningur um gagnagrunninn varla mögulegur.  Þannig eigum við að vinna saman - að því að eyða ágreiningsatriðum. 

Kristinn Pétursson, 5.1.2013 kl. 19:02

179 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn - þetta eru ekki vel rökstudd sjónarmið hjá Hilmari, það er mergur málsins. Samsæriskenningar, falsspámenn og annað sem ekkert á skilt við vísindi eru ekki vel rökstudd sjónarmið - við erum búnir að marg benda á mjög vel rökstudd rök á móti þessum falskenningum hans.

Það er búið að marg benda þér á að það Kristinn að það er búið að skoða þetta með borgarmælana - breytir ekki neinu...hvað vilt þú meira? Það er líka búið að benda þér á að núverandi hlýnun er af öðru meiði en sú sem gerði jökla minni fyrir ca. 2500 árum (við erum sammála þér um að þeir hafi verið minni). Ef þið félagar ætlið að móðgast í hvert skipti sem ykkur er bent á heimildaleysi ykkar og rökleysur og ef þið hafið engan áhuga á að skoða þær vísindalegu heimildir sem ykkur er bent á (þið hafið reyndar mjög takmarkaðan áhuga á því sem ykkur er bent á að því er virðist) þá hafið þið væntanlega takmarkaðan áhuga á fræðunum og því erfitt að ræða við ykkur. Ég segi hlutina beint út og ef þú ætlar að móðgast við það að ég telji að þú viljir ekki sjá vísindalega nálgun varðandi þessi fræði - þá þú um það - það er komin hefð á það hvort sem er.

Alvöru efasemdamenn skoða gögnin með gagnrýnum huga og reyna að gera sínar ályktanir út frá öllum þeim upplýsingum sem þeir búa yfir...en sérvelja ekki eitthvað eitt til að álykta um eitthvað þriðja (til að mynda að staða jökla fyrr á tímum - sem við erum nokkuð sammála um að hafi verið minni - segi eitthvað um núverandi hlýnun). Jöklastaða fyrr á tímum getur hugsanlega sagt okkur hvernig jöklar bregðast við hlýnun og það er fróðlegt...

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 19:32

180 identicon

Já, svo er nú það. "Vel rökstuddu sjónarmiðin" hjá loftslagsveðurvitunum eru auðvitað skotheld eins og allt Al Gore- andans fóður!

Það er fróðlegt að fara aðeins yfir skrif hægláta loftslagsspekingsins Emils Hannesar Valgeirssonar. Maðurinn með hattinn er velsíteraður í íslenskum fjölmiðlum og alltumlykjandi spekiboðskapur sjónlistamannsins þykir m.a. vel boðlegur á síðum www.loftslag.is - og þá oftar en ekki.

Graf Emil beitir sérstökum stílbrögðum sem virðast einkennast af fáum krækjum og litlum sem engum heimildum. Það stoppar meistarann þó ekki í að spá fyrir um aðskiljanlegustu loftslagsmál.

Tökum dæmi:

21.9.2012 | 22:04

Tímamót á norðurslóðum

Það er nú ekki hægt annað en að fjalla aðeins um hafísinn á Norður-Íshafinu sem aldrei hefur verið minni á okkar tímum, hvort sem talað er um útbreiðslu, flatarmál eða rúmmál. Hversu langt aftur &#132;okkar tímar&#147; ná er síðan matsatriði en við gætum örugglega verið að tala um mannsaldur, sennilega líka aldir eða jafnvel þúsund ár.

> Þar höfum við það. Aldir og þúsundir ára liðnar frá sambærilegri stöðu! Hvar gúrúinn fær þessar upplýsingar er svo auðvitað aukaatriði. Komdu með heimildirnar Emil!

Nú gæti einhver sagt að það sé til lítils að bera saman ísinn í dag við það sem var á árinu 1980 þegar loftslag var frekar kalt - allavega á okkar slóðum. Þótt gervihnattagögn af útbreiðslunni nái aðeins aftur til ársins 1979 eru til ýmsar mælingar og gögn sem ná lengra. Þetta línurit frá Bandarísku snjó- og hafísmiðstöðinni nær aftur til ársins 1953 og ef það er nærri lagi þá er greinilegt að þessi þróun hefur staðið lengi. Að vísu er ekki búið að setja inn árið 2012 en sú lína næði alveg niður í kjallara myndarinnar. Ath. línuritið sýnir frávik frá meðaltali en ekki sjálfa útbreiðsluna.

> Reyndar vill svo til að þetta súlurit:

November's Northern Hemisphere Sea Ice extent

sem ég birti í athugasemdum mínum hér að ofan sýnir að 2006 og 2010 var útbreiðslan minni en í ár, en það hentar auðvitað ekki að minnast á staðreyndir!

7.11.2011 | 18:28

Þegar loftslagsumræðan fer hamförum

Nú er ég reyndar ekki alveg með á hreinu hvað hér er átt við með tveimur til þremur kynslóðum en ef þetta gæti gerst á meðan ég eða þú lifum þá er greinlilega verið að tala um 40-100 ár miðað við barnseignaraldur fólks. Allavega þá er það alveg öruggt að sjávarborð er ekki að fara að hækka um sex metra á næstu áratugum og ekki heldur á næstu 100 árum. Um þessar mundir er talið að sjávarborð hækki um 3 mm ári að meðaltali sem þýðir 30 cm á öld. Sú hækkun hefur verið skrikkjótt og hefur reyndar verið enn minni allra síðustu ár. Hækkunin mun þó eitthvað aukast, en spá um hækkun sjávarborðs samkvæmt hinum óskeikula vef loftslag.is er um 35 cm fyrir árið 2050 ef heldur fram sem horfir.

> Þetta er auðvitað kátbrosleg framsetning kortagerðarmannsins. Hin mikla trú Emils gefur honum tilefni til að fullyrða að hækkun sjávarborðs muni aukast, þótt hún hafi tæpast sýnt sig hingað til - og að sjálfsögðu er svo trúboðsvefurinn loftslag.is að vera óskeikull! Talandi um pólitíska innrætingu.

Er heimurinn að hlýna eða kólna?

By

Emil Hannes Valgeirsson

&#150; 04/08/2011Posted in: Gestapistlar

Annað mikilvægt er að hitaþróun síðustu ára virðist ekki vera í samræmi við þá minnkandi sólvirkni sem verið hefur síðustu ár &#150; allavega ekki enn sem komið er. Vísbendingar eru um langvararandi sólardeyfð á næstu áratugum en hvaða áhrif það mun hafa hafa veit ég ekkert um. Allavega virðumst við ennþá vera í ferli hlýnunnar sem erfitt er að útskýra án þess að íhuga þann möguleika að eitthvað gæti kannski komið við sögu sem ef til vill hefur eitthvað með mannkynið að gera.

> Also Sprach Zarathustra. Maðurinn hefur talað! En hvaða ferli hlýnunar er hann að tala um? Veit hann ekki að engin meint "hnatthlýnun" hefur sýnt sig síðasliðin 16 ár? Og hvaða "eitthvað gæti kannski komið við sögu"? Skyldi stórvinur fjósbitabúanna vera að meina meinta "hnatthlýnun af mannavöldum"?

Gestapistill: Eru loftslagsmálin einföld eða flókin?

By

Emil Hannes Valgeirsson

&#150; 19/11/2009Posted in: Gestapistlar

Það er allavega tvennt sem engin ástæða er til að efast um í sambandi við loftslagsmálin. Í fyrsta lagi þá hefur hlýnað á jörðinni undanfarin 100 ár eins og allar mælingar staðfesta og í öðru lagi þarf varla að deila um að aukin koltvísýringur í lofti veldur auknum gróðurhúsaáhrifum sem leiðir til hlýnunar. Það eru samt mikilvæg atriði sem óvissa er um. Hversu mikil eru t.d. áhrifin af auknu CO2 í lofthjúpnum og hversu mikið eiga náttúrulegir þættir í þeirri hlýnun sem orðið hefur. Hversu stór ætti tunnan að vera á myndinni hér að ofan? Annað mikilvægt atriði er hvers vegna hlýnunin hefur ekki verið stöðug, en á þessum síðustu 100 árum hefur hlýnunin aðallega átt sér stað í tveimur rykkjum á tímabilunum 1915-1945 og 1977-2005 með lítilsháttar kólnun þess á milli. Vita menn almennilega hvers vegna þetta gerist?

> Hér þarf ekkert að efast um trúboðann Emil Hannes. Hér liggur það ljóst fyrir að sjálfmenntaði heimilisveðurfræðingurinn hefur einlæga trú á að CO2 valdi "auknum gróðurhúsaáhrifum sem aftur leiði til hlýnunar." Al Gore- Evangelium birtist hér í allri sinni dýrð. Ekki stafkrókur um allan þann fjölda vísindamanna um heim allan sem neitar þessu bulli!

Gestapistill: Er hafísinn á hverfanda hveli?

By

Emil Hannes Valgeirsson

&#150; 24/09/2009Posted in: Blogg, Gestapistlar

Undanfarin ár hefur athygli manna í auknum mæli beinst að Norður-Íshafinu enda er það sá staður á jörðinni sem hlýnandi loftslag hefur einna mest áhrif. Minnkandi ís á norðurpólnum hefur þar af leiðandi orðið ein af táknmyndunum fyrir loftslagsbreytingar af mannavöldum og neikvæðar afleiðingar þeirra. Jafnvel er hægt að segja að norðurpóllinn sé orðinn að einskonar vígvelli í umræðunni um loftslagsmál en um leið vopn í baráttunni um að sannfæra heimsbyggðina um þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað í heiminum.

> Má ég minna á þá staðreynd að hér að ofan var ég að benda fjölfræðingnum á þá staðreynd að gögn Danish Meteorological Institute sýna óyggjandi fram á að ekkert hefur hlýnað norðan 80°n.br. frá 1958! Eins og sjá má er Emil ekki sáttur við þessi gögn og bregst við með því að saka mig um barnaskap. :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 20:49

181 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar mýgur á allt og alla - jafnvel kurteisa efasemdamanninn, hann Emil.

Höskuldur Búi Jónsson, 5.1.2013 kl. 21:05

182 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Segðu Höskuldur - svo sem ekki í fyrsta (og væntanlega ekki síðasta) skiptið sem orðræða hans fer langt yfir bakkafullann lækinn!

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 21:24

183 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég virðist allavega vera orðinn alslæmur aftur eftir að ég sakaði hann um barnaskap og uppnefningar.

"fjósbitabúar" eru til dæmis nýjasta uppnefnið og finnst honum það greinilega mjög fyndið.

Og svo eru svona barnaleg ummæli auðvitað dæmigerð fyrir Hilmar:

"Haltu bara áfram að mynda Esjuna á hverjum degi næstu 40 árin Emil minn. Þú getur svo dundað þér við að PhotoShoppa hana að hætti IPCC-elítunnar, þannig að hún verði eitthvað skárri"

En fínt ef er hann er að skoða gamlar bloggfærslur - sem auðvitað eru bloggfærslur en ekki vísindaritgerðir. Mín vegna má hann vera ósammála öllu sem ég hef skrifað.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2013 kl. 21:30

184 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gögn DMI (tengill Hilmars hér að ofan) sýna ekki óyggjandi fram á að ekkert hafi hlýnað norðan 80°n.br. frá 1958 - það er alrangt hjá Hilmari. Til að þau sýndu það óyggjandi, þá þyrfti maður að geta greint gögnin á annan hátt, til dæmis með meiri tölfræði (en vísinda-elítunni (hvað sem það nú er) er að sjálfsögðu ekki treystandi til þess að mati Hilmars). Má ég benda á að núverandi hitastig þar er u.þ.b. 10°K yfir meðalhitastiginu og það hefur margoft gerst á síðustu árum að hitastigið er yfir meðalhitastigi árana 1958-2002 - sérstaklegaa á veturna, eins og sjá má á gröfunum - það virðist gerast sjaldnar á fyrstu árum þessara grafa. Ef maður skoðar þessi gröf, þá er það ljóst að þarna er verið að bera saman meðalhita áranna 1958-2002 við einstök ár - sem er gott og blessað, en það er ekki hægt að fullyrða óyggjandi út frá því að það sé ekki að hlýna út frá augnmælingum...reyndar sýnist mér leitnin frekar vera hlýnunarmegin (en það þarf þó að skoða gögnin á annan hátt til að álykta af einhverju ráði um það). Þessi fullyrðing Hilmars er því röng - eins og reyndar flestar sem hann kemur með - margar "bakkaðar upp" með innihaldslausum fullyrðingum um einhverja elítu (hvað sem það nú er) og uppnefningum um allt og alla sem eru ekki á sama máli og hann...

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 21:50

185 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Meira að segja þeir sem eru harðastir á móti kenningunni um hnattræna hlýnun af mannavöldum viðurkenna að Norðurskautið er að hlýna - en ekki Hilmar.

Höskuldur Búi Jónsson, 5.1.2013 kl. 22:25

186 identicon

CO2 projection

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 23:01

187 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar kominn út í nýja sálma, enda búið að hrekja allar fyrri fullyrðingar hans... En annars, skil ég það rétt að þetta kópí/peist Hilmars af þessari síðu http://www.biomind.de - eigi að sýna að sveiflur í CO2 í andrúmsloftinu séu meiri en vísindamenn almennt sýna? Og að styrkur CO2 í andrúmsloftinu hafi 2svar sinnum farið yfir 400 ppm á síðustu ca. 200 árum? Sem er náttúrulega í hróplegu ósamræmi við viðtekin gögn þar sem talið er að það séu mörg hundruð þúsund ár síðan það gerðist síðast...

Stórmerkilegt EF rétt væri, en er náttúrulega langt frá raunveruleikanum - en að sjálfsögðu ef maður er mátulega langt leiddur í samsæriskenningum, þá hlýtur það að hljóma vel að vísindamenn séu að ljúga að fólki almennt.

Reyndar líka merkilegt að sá sem gerir grafið notar "guessed CO2" fyrir þann tíma sem beinar mælingar hafa farið fram á styrk CO2...jammogjæja. En allavega spáir viðkomandi komandi ísöld á komandi árum - tekur ekki nema 20-30 ár samkvæmt þessum hindurvitnum, þegar hiti á samkvæmt þessu ætti að lækka um...jamm, hversu mikil lækkunin er, er erfitt að sjá þar sem hitastig er ekki hægt að lesa af grafinu beint - Svona spár hringja að sjálfsögðu ekki neinum viðvörunarbjöllum hjá þeim sem afneita almennum loftslagsvísindum og mælingum - ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum hjá sönnum afneitunarsinnum...

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2013 kl. 23:36

188 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sveinn Atli, sjáðu þetta:

  • .."ef maður er mátulega langt leiddur í samsæriskenningum, þá hlýtur það að hljóma vel að vísindamenn séu að ljúga að fólki almennt."
  • "hjá þeim sem afneita almennum loftslagsvísindum og mælingum"
  •  - "ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum hjá sönnum afneitunarsinnum"...

Frá upphafi þegar við byrjuðum að skiptast á skoðunum hef ég bent þér á að svona skrif hjá þér gera samskipti við þig afar erfið.

Svo skrifar þú að að aðrir hafi lofað "betrun" í skrifum, - en hvað með þig?

Þetta eru bara þrjár setningar hjá þér í síðustu aths - reyndar um það sem Hilmar er að fjalla um og kemur mér í sjálfu sér ekkert við, - þetta er bara vinsamleg ábending til þín.

Kristinn Pétursson, 6.1.2013 kl. 05:46

189 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir Kristinn, verst fyrir þig að þetta er allt rétt hjá mér. Ég veit ekki hvað þú þekkir vel til samsæriskenninga og afneitunar á loftslagsvísindum - en þær lýsa sér til dæmis í að þær heimildir sem Hilmar notar vísa í eitthvað sem ekki stenst skoðun, kryddað með einhverju bulli um að vísindamenn stundi falsanir og lygar. Veistu í alvöru hversu margir þyrftu að vera með í þannig samsæri Kristinn Pétursson. Þegar maður sakar þúsundir vísindamanna um að ljúga, þá er það til að mynda gott dæmi um samsæriskenningu - og afneitun á vísindum líka. Ef að eitthvað af þessum tugum fullyrðinga hjá Hilmari stæðist skoðun, þá væri það gott og blessað, en það er ekki neitt sem stenst skoðun eða ef það stenst skoðun, þá segir það allt aðra sögu en Hilmar telur. Þetta gildir almennt þá sem afneita vísindum með tilvísun í samsæriskenningar. Þeir sem taka gagnrýnislaust undir svona bull, ættu líka að skammast sín Kristinn - ég vona að þú sért ekki að því - eða hvað?

Ég stend við hvert orð. Reyndar merkilegt að þú sért að gera athugasemdir við mína nálgun eða orðaval, þegar maður skoðar hvernig Hilmar velur að skrifa um allt og alla með barnalegum uppnefningum og lygum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 08:28

190 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Ég geri mér grein fyrir því að Hilmar trúir sjálfur þeim lygum sem hann leggur fram og þ.a.l. er kannski heldur sterkt að saka hann um lygar persónulega - biðst forláts á því. En það breytir í sjálfu sér ekki því að það sem hann leggur fram stenst ekki skoðun og er það þá ekki einhverskonar "þægileg" lygi sem um er að ræða? Allavega gagnrýnislaus framsetning af hans hálfu, sem hefur ekkert með raunveruleikann að gera.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 08:36

191 identicon

Ég vil, af gefnu tilefni, taka það skýrt fram að "afsökunarbeiðnir" frá mykjudreifurunum Sveini Atla Gunnarssyni, Höskuldi Búa Jónssyni og alter-egoi þeirra, Emil Hannesi Valgeirssyni, eru ekki teknar til greina.

Þessi heilaga þrenning hefur stundað heilaspunaskrif og kubbaleik of lengi til þess að hægt sé að taka mark á þeim, þ.m.t. forláts- og afsökunarbeiðnum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 12:39

192 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég baðst ekki afsökunar á því að benda á lygar þínar - bara svo það sé á hreinu Hilmar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 13:26

193 identicon

Ert þú að saka mig um lygar Sveinn Atli Gunnarsson? Við skulum hafa það á hreinu að ég hika ekki við að fara í mál við þig ef þú vogar þér að ráðast svona á mína persónu.

Annað hvort tekur þú þessi orð aftur hér og nú eða mætir afleiðingum orða þinna.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 13:39

194 identicon

Í þessu sambandi má gjarnan nefna að þú hefur verið einn helsti talsmaður Al Gore á Íslandi, mannsins sem einmitt hefur verið dæmdur fyrir ítrekaðar lygar!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 13:45

195 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er búið að marg sýna fram á það hér að ofan að þú ferð með rangt mál Hilmar - hvað sem þú kallar það...ég saka þig ekki um lygar (þú trúir jú því sem þú setur fram), heldur bendi vinsamlega á að þú ert að pósta tómum rangfærslum (lygum, mistúlkunum eða hvað best er að kalla það - reyndar sakar þú líka IPCC um lygar og fals í leiðinni). Þú segir sem dæmi (eitt dæmi af mörgum) að einhver tiltekin heimild sanni óyggjandi (sjá í athugasemd hér ofar) að það ekkert hafi hlýnað norðan 80°nbr. en þegar heimildin er skoðuð er það rangt hjá þér. Svona málatilbúnaður er rangur - þú mátt svo argast út í hvað það er kallað í sjálfu sér, þegar fólk setur fram rangfærslur sem ekki standast skoðun - en ekki er það sannleikur allavega...

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 14:35

196 identicon

 Spooner&#39;s views on climate change are far from weathertight

Date
January 7, 2013

Roy Robins-Browne

Climate warming sceptics often state &#39;&#39;truths&#39;&#39; that are demonstrably false.


JOHN Spooner&#39;s opinion article "Sceptics weather the storm to put their case on climate" published in The Age on December 29, 2012 confirms that he is not qualified to comment on global warming.

By comparing the judicial system to scientific methodology, Spooner shows little understanding of either. Scientific method is a worldwide collaborative enterprise aimed at discovering the truth about us and the world we live in. It relies on posing testable hypotheses, collecting and analysing relevant data and determining the likelihood that the hypothesis is wrong. Findings that are new or important will be published following peer review. Before any findings are accepted as fact, however, they require independent confirmation.

During this process, conflicts in research data or their interpretation may occur. This is an integral part of science, but the uninitiated may view this as serious disagreement. Eventually, as more is learnt about the nature of the data and any potential conflicts, the majority of experts will come down on a particular side and the field moves forward.

By contrast, the judicial system is an adversarial contest between prosecuting and defence teams, each of which must convince a jury of the guilt/innocence of the accused. The aim is not to discover the truth. Indeed, in many cases the defence will obfuscate the truth to confuse the jury and gain an acquittal for their client.

Advertisement

The strategies employed by Spooner and other climate sceptics to make their case are also designed to confuse rather than enlighten. These strategies frequently include quoting so-called experts, who have no particular expertise in the field, and stating "truths" that are demonstrably false.

For example, despite Spooner&#39;s claims to the contrary, Professor Bob Carter is not an expert in climate science, having been the co-author of only one peer-reviewed research paper on this topic in the past seven years. This paper was quickly refuted by experts and the predictions it contained regarding global temperatures in 2011 turned out to be grossly inaccurate. Furthermore, Carter&#39;s scientific independence has been brought into question because of payments he has received for his views from the Heartland Institute, an organisation similar to the Institute of Public Affairs in Australia, that strongly opposes mainstream views on climate change.

Spooner also states several "facts" where data shows otherwise. This is what makes him a denier, i.e., someone who denies scientifically collected data to argue their point. Being a denier of climate change has nothing to do with the Holocaust and is an irrelevancy that further weakens Spooner&#39;s argument.

In his article Spooner states that &#39;&#39;&#133; everybody agrees that the warming trend paused 16 years ago". This statement is demonstrably false, as the period 2000 to 2009 was warmer than 1990 to 1999, which was warmer than the decade before it, thus continuing an ongoing trend lasting more than 150 years. Climate sceptics obfuscate temperature data by cherry-picking an unusually hot period in 1997-98 as the baseline for comparison. As both 2005 and 2010 were hotter than 1998, the sceptics will no doubt use these years as the baseline for future comparisons. (For more information visit http://news.discovery.com/earth/no-global-warming-hasnt-stopped-121017.html). Incidentally, if warming has paused, how is it that glaciers and polar ice are melting faster than ever?

There are many similarities between the climate debate and other so-called scientific controversies. In my field of microbiology, there was a once a debate over whether HIV causes AIDS. After evaluating a growing body of scientific evidence, most authorities were persuaded that it does, but there still are scientists and doctors who remain sceptical.

In South Africa, the former government, led by President Thabo Mbeki, claimed that HIV does not cause AIDS, and they formulated a health policy accordingly. South African AIDS sufferers were denied government-funded antiviral treatments and advised to take garlic and beetroot instead. Today, South Africa has one of the highest rates of HIV infection in the world and AIDS is crippling the economy. A Harvard University study has estimated that more than 330,000 people died unnecessarily as result of the former government&#39;s policy and that more than 35,000 HIV-infected babies were born who could have been protected.

As microbiology is no less complex than climate science, does Spooner share the view of Mbeki and his former health minister, Manto Tshabalala-Msimang, or does he trust the opinion of the overwhelming majority of experts on this issue? Assuming that he is enlightened on the question of HIV/AIDS, why has he chosen to side with the minority opinion of climate scientists on the issue of climate change? Is it because he has been beguiled by business interests who spend many millions to hire "experts" to sow the seeds of doubt, as they did on tobacco, because they are opposed to any form of government intervention in their industry?

One final question I will put to Spooner, Carter and their colleagues is: even if you are correct and mainstream science is wrong, what is wrong with encouraging the use of renewable energy and reducing our reliance on finite, air-polluting, fossil fuels? Surely cleaning up the environment is a good idea regardless of its effects on climate.

(The author of this article has not received any support or remuneration from any agency or individual with a vested interest in climate change.)

Roy Robins-Browne is a professor in the department of microbiology and immunology at the University of Melbourne.

albert (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 14:40

197 identicon

Það er eitt að halda því fram að IPCC fari með rangfærslur/ósannindi eða væna menn persónulega um lygar, Sveinn Atli.

Ég vil benda þér á að í umræðunum um Grænlandsjökul fyrir 2500 árum hef ég ítrekað beðið ykkur að vera málefnalega og halda ykkur við efnið, í stað þess að hjóla í manninn.

Sem gamall knattspyrnudómari get ég frætt þig um það að reglur leiksins eru skýrar hvað þetta varðar. Ef þú brýtur á manni færð þú annað hvort gult spjald eða rautt, eftir eðli brotsins.

Þið félagar, þú og Höskuldur Búi, hafið ítrekað hjólað í manninn, sbr.:

1. "Ég vona að Hilmar hafi ekki misst af síðustu athugasemd minni í öllum látunum...það væri leiðinlegt fyrir hann. Hér er smá um loftslagsvísinda afneitarann Gordon J. Fulks - sem virðist ekki hafa gerið út vísindgrein síðan á áttunda og níunda áratugnum, en hefur verið iðinn að segja skoðun sína á öðrum aðilum, án þess að leggja til nokkrar vísindarannsóknir..."

2."Hilmar - þú ert alltaf fullur af sömu rangfærslunum - en þér er í sjálfsvald sett hverju þú velur að trúa í sjálfu sér - en það er nóg af samsæriskenningum og bulli sem þú getur fundið á netinu - þó ekkert hafi það með vísindi að gera ;)"

3."Ég efast um að Hilmar viti í raun hvaða rökfærslur eru í gangi í hvert og eitt skiptið hjá honum sjálfum...enda standast "rökfærslur" hans ekki skoðun. Tökum sem dæmi (eitt af ótal mörgum marg ítrekuðum fullyrðingum hans sem ekki standast skoðun) - sem er seinna grafið í athugasemd Hilmars hér að ofan (Hilmar Hafsteinsson, 29.12.2012 kl. 15:24). Grafið á að sýna að það sé ekki samsvörun í hitastigi og aukningu í CO2 - sjá Hvað er rangt við þetta graf?. Það eru í raun 3 villur í grafinu sem Hilmar setur fram og lítið í það varið þegar búið er að sýna fram á veikleika þess - en allavega, gott að skoða tengilinn ;)"

4."Varðandi ýmiskonar annað bull sem komið hefur frá þér, þá vísa ég í loftslag.is fyrir þá sem vilja lesa um það sem vísindamenn hafa um málið að segja - þ.e. eitthvað annað en áróðursmaskínurnar sem Hilmar og Ágúst vísa í trekk í trekk."

5. "Hilmar heldur áfram að fabúlera...ekki að það sé neitt nýtt. En já, gott Höski að nefna að Hilmar er ekki einn í hópi þessara afneitunarsinna - hann er í góðum félagsskap með til að mynda Ágústi H. Bjarnasyni og Kristni Péturssyni.

Varðandi veður og loftslag, þá er vert að skoða eftirfarandi tengil, Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag? - þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:"

6. "Kæri Hilmar - þú getur fundið fleiri og fleiri "efasemdamenn" sem þú telur að sanni mál þitt - það er engin vafi á því (gagnrýnislaus hugsun finnst víða). Hér er m.a. hægt að finna örlitlar upplýsingar um "efasemdamanninn" Gerhard Gerlich - frekar stutt, en þó eru ýmsir tenglar þarna. Það sem er kannski helst sameiginlegt með þessum vísinda afneiturum sem þú vísar til að þeir segja það sem þú vilt gjarnan trúa - gott hjá þeim...þeir kunna sitt "fag".

En ekkert af því bulli sem þeir halda fram breytir staðreyndunum - en trú þeirra sem trúa lygum þeirra er mikil :)"

7. "Það að einn hluti umræðunar sé bundin í afneitun og lygi getur ekki orðið góður grundvöllur umræðu - en það er þó umhugsunarvert að svo skuli vera. Kannski meira umhugsunarvert að einhverjir velji að trúa bullinu og enn aðrir séu til í að reyna að búa til umræðugrundvöll við ykkur sem leggið fram bull sem heimildir..."

8. "Emil - það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart þegar þessar "rannsóknir" Anthony Watts og félaga koma upp - en áróður þeirra hefur þó ratað víða. Þeir hafa nú ekki reynst mjög vandvirkir í sínum málatilbúnaði hingað til, sjá m.a. Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum og Af hverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess?."

9. "Það er ekkert nýtt fyrir vísindamenn - eða þá okkur sem skoðum þessi mál út frá vísindalegri nálgun að það séu náttúrulegar sveiflur - við höfum skrifað um það á loftslag.is - Emil hefur bloggað um það - vísindamenn hafa skrifað lærðar greinar um það. Að halda svona fram er til vitnis um ákveðna vanþekkingu þess sem það gerir."

10."Bara fleiri mýtur Hilmar. Það má lesa um þessa síðustu mýtu þína hér, Over 31,000 scientists signed the OISM Petition Project - þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:

The 30,000 scientists and science graduates listed on the OISM petition represent a tiny fraction (0.3%) of all science graduates. More importantly, the OISM list only contains 39 scientists who specialise in climate science.

Heimildir Hilmars eru ekki upp á marga fiska að venju."

11. "Það er í raun tímasóun að svara Kristni og Hilmari - og ekki mun það breyta staðreyndunum hið minnsta þó þeir fabúleri um sína meintu vísindaþekkingu eða séu með persónulegt skítkast á mig eða aðra hér. Það er búið að marg svara endurteknum mýtum Hilmars - eitthvað sem Kristinn kallar nýjar upplýsingar en eru í raun bara gamlar mýtur - og ekkert nýtt í þeirri nálgun "efasemdamanna" í sjálfu sér.

Jæja hvað um það, ég tel að fólk sé fullfært um að skoða þá umræðu sem hér hefur átt sér stað með opnum huga og hvet ég alla sem því nenna að gera það...mér sýnist umræðan hérna muni fylla nokkrar blaðsíður í bloggbókinni hans Emils fyrir 2012. Það verður fróðlegt að skoða það síðar og tel ég að þeir sem hugsanlega munu grafa upp svona umræðu eftir svona 20-30 ár þegar öllum verður orðið ljóst að hnattræn hlýnun af mannavöldum er staðreynd, muni blöskra rökleysur afneitunarsinna.

Að lokum vil ég nefna að það er búið að marg hrekja flestar ef ekki allar "röksemdir" Hilmars og tel ég óþarfi að fara nánar út í þá sálma, þó hann telji að hann hafi eitthvað nýtt fram að færa. Hann hefur í raun fetað sig í gegnum lista af mýtum sem finna má m.a. á SkepticalScience - fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða það nánar - sjá http://www.skepticalscience.com/argument.php - m.a. er mýta 119 ein af þeim sem nýlega dúkkuðu upp hjá Hilmari - en þarna eru 173 marg notaðar mýtur "efasemdamanna" - fjársjóður fyrir þá sem vilja kynna sér "rökfræði" þeirra..."

12.  "Hilmar kemur nú fram með rök sem búið er að hrekja, sjá Solar Cycle Model fails to predict the recent warming sjá m.a. figure 1:

Figure 1 shows that the observed mean temperatures in solar cycles 21 to 23 are much higher than predicted

Ég hlakka til að sjá Hilmars næstu rökfærslu - það hlýtur að vera eitthvað voða gott ;)"

13. "Auðvitað fer Hilmar í næstu "röksemd" og enn einn listann af "efasemdamönnum" - fer undir liðinn 5. Almenn rökleysa...ekkert nýtt í því hjá sjálfskipuðum "efasemdamönnum"...og ekki breytir það samdóma áliti vísindamanna þó einhverjir menn sem eru m.a. titla sig "Flight Controller", "Materials Branch, Engineering Directorate" eða "Motion Simulators" eða s.s. örfáir starfsmenn NASA trúi ekki á það. Sjá nánar um þetta hér, NASA Climate &#39;Skeptics&#39; Respond with Science! Just Kidding. - þar sem eftirfarandi kemur fram"

14. "Ohh, gleymdi að nefna einn lið - bæti honum við 8) Falssérfræðingar. Claude Allegre hefur ekki gefið út neinar vísindagreinar varðandi loftslagsvísindi, sjá m.a. hér, The Latest Denialist Plea for Climate Change Inaction - hann er vel þekktur afneitunarsinni og engin sérfræðingur - Hilmar beitir hér falssérfræðinga "trompinu". Það má sjá eitthvað um falssérfræðinga hér, Ósérhæfðir sérfræðingar - þar sem má sjá fróðlegt myndband um nokkra af hinum ósérhæfðu sérfræðingum ;)

Hilmar vill kannski bara koma með næstu rökleysu - ég hlakka til ;)"

15.  "Sama aftur Hilmar? Jæja, endurtekningar geta verið góðar - maður getur líka komið með viðbætur, sjá The Latest Denialist Plea for Climate Change Inaction - þar sem eftirfarandi kemur fram:

Nearly half of the list (at least 7 of 16) have received fossil fuel industry funding, and the list also includes an economist, a physician, a chemist, an aerospace engineer, and an astronaut/politician. These are apparently the best and brightest the climate denialists can come up with these days?

Þetta fer að verða þunnur þrettándi hjá þér Hilmar ;)"

16.  "Hér má svo lesa meira um vini þína falsspámennina sem þú vísar stundum til - Climate science peer review is pal review - þarna koma einhver nöfn af listanum þínum fram...verði þér að góðu Hilmar...maður má vona að svo lengi lærir sem lifir eða hvað?"

17.  "Fyrir Hilmar - smá upplýsingar um Richar Lindzen - sjá m.a. í eftirfarandi tenglum, Lindzen Illusions og Richard S. Lindzen þar sem m.a. eftifarandi kemur fram:

Lindzen was a member of the Science, Health, and Economic Advisory Council of the Annapolis Center, a Maryland-based think tank which had been funded by corporations including ExxonMobil

Alltaf sömu einhliða heimildirnar hjá þér Hilmar ;)"

> Kannast þú við þessa "umræðumenningu" Sveinn Atli?

Ég spyr af gefnu tilefni: Hvar lærðuð þið félagarnir mannasiði? Vestur á Hornströndum? Vonandi eigið þið ekki börn sem þurfa að horfa upp á framkomu ykkar.

Og þú skirrist ekki við að margendurtaka að þú hafir sko heimildirnar í lagi!

Hver er annars þín eina heimild, ítrekað - aftur og aftur?

Jú hún er áróðursvefurinn http://www.skepticalscience.com.

Ég hef minnst á þetta náttgagn hér að ofan í eftirfarandi samantekt:

"The New &#147;Skeptical Science&#148; Website: What is Going On Here?

"I was recently informed of a website called &#147;Skeptical Science&#148; run by a Mr. John Cook. As a scientist (physicist), I decided to check it out to see what I could learn. I started with the assumption that Mr. Cook was a competent and well-intentioned person. After some looking around there, here&#146;s what I found out and concluded.

The first red flag is the fact that Science (by definition) is skeptical, so why the repetition in the name? It&#146;s something like naming a site &#147;The attractive fashion model&#148;.

Of more concern is the fact that (contrary to what one might be led to believe by the title) the site is actually focused against skeptical scientists &#151; specifically those who have the temerity to question anthropogenic global warming (AGW). Hmmm.

Mr. Cook says he&#146;s motivated by his young daughter&#146;s future. Great &#151; all the more reason he should want to get it right.

I was fascinated by his site&#146;s supposedly comprehensive list of 119 reasons given by &#147;AGW skeptics,&#148; as well as his rather cursory dismissal of each of these.

For instance, his answer to the consensus matter (#3) is that &#147;97% of climatologists support AGW.&#148; Well that in itself is debatable, but nowhere do I see any discussion that addresses the larger issue: the fact that science is not decided by consensus. What was the consensus of 99% of the &#147;experts&#148; about the solar system in Galileo&#146;s time? Twenty-five years ago what was the consensus of 99% of the &#147;experts&#148; about the cause of ulcers? In both cases (and in many others) 99% of the experts were 100% wrong. That is exactly why science is not decided by consensus.

Another example is item #94: &#147;Over 31,000 scientists signed the OISM Petition Project&#148; and his response is  &#147;The &#145;OISM petition&#146; was signed by only a few climatologists.&#148; Maybe I&#146;m missing something, but I thought that this was a scientific matter (remember the website title?). Is he really saying something so elitist as &#147;physicist, chemists, biologists and other scientists are not qualified to assess the scientific legitimacy of AGW&#148;? Apparently so.

Oops &#151; if so then that means that Dr. Hansen&#146;s theories should be discarded, since he is a physicist!

Further, if Mr. Cook is saying we should listen only to specialists, and if Mr. Cook is not a specialist in climate science, what is his authority for reaching such a conclusion?  Should I also ask my barber who to listen to? (mjög góð rökleiðsla fyrir kappana Svein Atla og Höskuld Búa)

The OISM petition should be looked at as a peer-review process where a great number of scientists (from many fields) have concluded that a relatively small number of specialized scientists (climatologists) have diverged from good scientific practices. In other words, the 31,000± petition signers have concluded that the methodology for supporting AGW was more political than scientific."

Efnisinnihald Sceptical Science er ekki vísindalega marktækt Emil. Þeir sem sækja "heimildir" sínar á svona ruglsíður eru að stimpla sig út úr vísindalegri umdræðu."

Venjulegum lærðum vísindamanni blöskrar bullið á þessum vef, enda á innihaldið meira skylt við pólitík en vísindi. Þið félagarnir virðist byggja megnið af ykkar heimildum/rökfærslu á ruglinu inni á Sceptical Science.

Hvað segir það um vísindalega nálgun ykkar?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 15:58

198 identicon

albert (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 14:40:

John Spooner virðist vera svona álíka marktækur í vísindaumræðunni um meinta "hnatthlýnun af mannavöldum" og grafiklistamaðurinn og sjálfmenntaði heimilisveðurfræðingurinn Emil Hannes Valgeirsson.

Mér sýnist a.m.k. fljótt á litið stíllinn vera svipaður hjá þeim kollegum, lítið um krækjur og nánast engar heimildir. Munurinn er e.t.v. sá helstur að JS hefur hlotið fimm Stanley verðlaun, þrjú Walkley verðlaun, 1986 Fremantle Print verðlaunin og 2002 Graham Perkin verðlaunin sem blaðamaður ársins í Ástralíu.

Það verður víst einhver bið á því að Emil blessaður hljóti þá útnefningu.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 16:20

199 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar - þú ert ekki svara verður lengur, þú ert búinn að stimpla þig út úr allri vitrænni umræðu - vertu blessaður... Ef þú vilt fabúlera um loftslagsvísindi - gerðu það þá einhvers staðar þar sem engin svarar þér því þú virðist ekki þola málefnaleg svör með heimildum (ekki ljúga til um heimildaleysi manna hér - það er óheiðarlegt)...

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 17:03

200 identicon

Sannleikanum verður hver sárreiðastur Sveinn Atli.

Vinsamlegast athugaðu að heimildaleysi ykkar fjósbúanna er algjört.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 17:39

201 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fróðlegt að rifja upp eina færslu sem ég skrifaði einu sinni, svona í tilefni þróunar umræðunnar hér, sjá Mótsagnarkennt eðli röksemda &#147;efasemdamanna&#148; um hnattræna hlýnun þar sem eftirfarandi kemur fram:

Það virðist vera merki um styrk kenningarinnar, um hækkun hitastigs af völdum losunar manna á CO2, að &#147;efasemdamennirnir&#148; geta ekki komið sér saman (ekki einu sinni innra með sjálfum sér persónulega) hver andmælin eiga að vera. Ef það væri raunverulegur veikleiki í kenningunni, þá ættu &#147;efasemdamenn&#148; að geta bent á þann veikleika og komið með mótsagnarlaus rök. Þeir virðast frekar ætla að notast við núverandi aðferðafræði sína, sem er að fleygja öllu mögulegu fram sem rökum, í óljósri von um að eitthvað af þeim haldi vatni. Það myndi auðvelda verulega allar umræður við &#147;efasemdarmenn&#148; ef þeir myndu ákveða hver andmæli sín varðandi kenninguna væru, í stað núverandi ástands þar sem rökfærsla dagsins virðist ráða för, alveg óháð því hver rök gærdagsins voru og hugsanlegra mótsagna í rökfærslunum.

[..]

Það má vel færa rök fyrir því að efasemdarmenn nái ekki nógu vel að skilgreina þá sem hafa þá nálgun við vísindin sem eru útskýrð hér að ofan, þar sem nýjar röksemdir og mótsagnir virðast ráð ferðinni eftir því hvernig vindar blása þann daginn. Afneitunarsinnar er hugsanlega betri skilgreining á sumum þeirra sem þetta stunda, enda nota þeir vel þekktar aðferðir við nálgun sína. Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:

1) Samsæriskenningar

2) Sérvalin gögn (e. cherry-picking)

3) Fals sérfræðingar

4) Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)

5) Almennar rökleysur

Sumir vilja einnig bæta við 6. liðnum, sem er endurtekning á rökum sem þegar er búið að hrekja og eftir þessar pælingar hér að ofan, þá líka 7. liðnum sem eru mótsagnirnar. Þetta eru atriði sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar umræðan um loftslagsmál er skoðuð. Það er erfitt að sitja frammi fyrir því að þurfa að margendurtaka sömu hlutina, þar sem rökin virðast ekki komast til skila, þ.e. sömu falsanirnar, sérvöldu gögnin, samsæriskenningarnar, mótsagnirnar o.s.frv. koma aftur og aftur upp í umræðunni. Rökleysur og mótsagnir þar sem fullyrðingar eru hugsaðar sem hluti þess að henda eins mörgum fullyrðingum fram og vona að eitthvað standist nánari skoðun og þetta er gert að því er virðist án gagnrýnnar hugsunar. Innantómt málskrúð, mótsagnir og aðrar rökleysur sem oft einkenna umræðuna, virðist því til þess fallið að draga athyglina frá því sem vísindin hafa um málið að segja.

Kannski athygliverð lesning fyrir einhverja, hvað sem liður upphrópunum um falsanir og heimildaleysi IPCC, vísindamanna almennt, mín eða einhverra annarra...allavega er ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 17:49

202 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég veit ekki hvar þessi umræða endar eða hvort hún yfirhöfuð endar áður en athugasemdatíminn er liðinn. Og þrátt fyrir allar þessar athugasemdir þá sé ekki að þær skili miklu enda sakar hér hvern annan á víxl um allt mögulegt - í vinsamlegum og óvinsamlegum tón. Ég hef leyft þessum umræðum að halda áfram án nokkurrar ritskoðunar og er ekkert að pæla í því þótt einhverjir hafi einhvertíma lokað á mig eða hinir hvern á annan. Til að forðast leiðindi væri kannski best að loka á alla.

Ég hef reynt að halda mig á mottunni og kannski segja aðrir það sama um sig. Höski kallar mig "hófsama efasemdamanninn", sem ég get alveg fallist á. Þegar ég skrifa eitthvað um loftslagsmál þá hef ég reynt að alhæfa sem allra minnst um hlýnun af mannavöldum. Samanber þetta sem Hilmar vitnar í mig um hlýnun &#132;sem erfitt er að útskýra án þess að íhuga þann möguleikaeitthvað gæti kannski komið við sögu sem ef til vill hefur eitthvað með mannkynið að gera.&#147;
Ég hef allavega ekki verið í neinu trúboðsstarfi svokölluðu en skrifað aðallega af áhuga á veðri og loftslagsmálum og örugglega mjög misgáfulega eins og allir og hef fulla heimild til þess.

Ég gæti svo sem tekið saman lista yfir öll þau lítilsvirðandi uppnefni sem Hilmar hefur gefið mér og öðrum hér í umræðum undanfarið en er að hugsa um að sleppa því.

Sennilega best fyrir mig að hætta þessu bloggveseni sem ég hef staðið í frá 2007. Ég hef lengi verið á leiðinni að hætta og þetta er kannski ágætur tími núna. Sú bloggfærsla sem nú er uppi er því sennilega sú síðasta um óákveðinn tíma.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.1.2013 kl. 18:52

203 identicon

Er það nema von að Hornstrandabúarnir vitni í sjálfa sig?

"The Skeptical Science Team:

Hoskibui

Hoskibui, full name Höskuldur Búi Jónsson is a geologist in Iceland. He is one of the two editors of loftslag.is (loftslag meaning climate) and translator of skeptical science articles.(!) MSc í jarðfræði.

 

Svatli

Sveinn Atli lives in Iceland and is one of the two editors of loftslag.is (loftslag meaning climate), the Icelandic climate website and translator of skeptical science articles. Sveinn has long been interested in environmental issues and has actively been taking part in the climate discussion. First encounter for him with the climate issue was to take a close look at the arguments - from as many sides as possible.(!) After carefull scrutiny he found out that the only legitimate arguments were to be found in the scientific literature - one way or the other. Bíddu nú við - engar prófgráður?

Sphaerica

Bob Lacatena is a software developer with a lifelong interest in and love of science and teaching that he got from his teacher parents.  He has a bachelor&#39;s degree in computer science from Northwestern University. Sjáum nú til, BS í tölvunarfræði!



James Wight

James Wight is a Science student with Macquarie University, Sydney, intending to major in climate science. Eitt stykki bláeyg nemönd!



jg

John Garrett is a technical illustrator residing in Wildomar, California, USA. Graf Emil á þarna sálufélaga!



John Cook

John is the Climate Communication Fellow for the Global Change Institute at the University of Queensland. He originally studied physics at the University of Queensland. After graduating, he majored in solar physics in his post-grad honours year.  Kokkurinn sjálfur er nýbakaður MS í eðlisfræði!



Rob Painting

Rob is an environmentalist, scuba diver, spearfisherman, kayaker and former police officer. Kafarinn, spjótfiskimaðurinn, kajakræðarinn og fyrrum löggan!

 

nealjking

Neal J. King has studied physics at the University of California at Berkeley (M.A. Physics). Sjáum bara, MA í eðlisfræði?

Anne-Marie Blackburn

Anne-Marie studied modern languages and history in Switzerland before getting a Diploma in Environmental Policy and a BSc in Environmental Biology in the UK. Daman með diplomu og BSc!



Steve Brown

Steve graduated with a BSc.(Hons) in Geosciences from the Open University in the UK. Stebbi Brúni með BSc gráðuna sína!



John Mason

John Mason graduated in geology from Aberystwyth University in 1985. BSc í jarðfræði!



BaerbelW

Bärbel Winkler lives and works in Germany. Engin prófgráða, frekar en Svatli!



robert way

Robert is an MSc Candidate at Memorial University of Newfoundland. MSc í jarðfræði.



Doug Mackie

In the 70's I had a dinosaur book... Engar upplýsingar um prófgráðu!



Ari Jokimäki

Ari lives in Finland and has a BSc in computer engineering. BSc í tölvunarfræðum.



dana1981

Dana Nuccitelli is an environmental scientist at a private environmental consulting firm in the Sacramento, California area. He has a Bachelor's Degree in astrophysics from the University of California at Berkeley, and a Master's Degree in physics from the University of California at Davis. MSc í eðlisfræði.



doug_bostrom

1958 model, background in broadcast engineering and management, wireless telemetry, software architecture and authorship with a focus on embedded systems, TCP/IP network engineering, systems integration. Engin prófgráða!

Glenn Tamblyn

Glenn studied Mechanical Engineering at Melbourne University. BSc í vélaverkfræði(!)

 

Kevin C

Kevin is an interdisciplinary computational scientist of 20 years experience, based in the UK, although he has also spent two sabbaticals at San Diego Supercomputer Center. His first degree is in theoretical physics, his doctoral thesis was primarily computational, and he now teachs chemistry undergraduates and biology post-graduates. Eðlisfræðingur.



Daniel Bailey

Daniel completed science degrees in Earth Science, Cartography and Remote Sensing at Central Michigan University in the United States. Gráður í jarðfræði, kortagerð og fjarstýringu?



Andy S

Andy Skuce originally came from the UK but now lives on the West Coast of Canada. He chose to study geology, mainly because he was a keen rock climber, and went on to get a postgraduate degree in geophysics. MSc í jarðfræði.



Dikran Marsupial

Dikran Marsupial (A.K.A. Dr Gavin Cawley) is a senior lecturer in the School of Computing Sciences at the University of East Anglia. Tölvunarfræðingur.



michael sweet

I have a MS in Organic Chemistry. I am 53 years old and live in Tampa Florida. MSc. í efnafræði.



Rob Honeycutt

Rob's claim to fame is being the founder of the popular pack and bag company Timbuk2. Engin prófgráða.



Riccardo

Graduated in physics, I got my PhD at the University of Catania (Italy). PhD í eðlisfræði.

 

Þetta er nú hópurinn sem stendur að áróðursvefnum skepticalscience!

 

Einn PhD í eðlisfræði, sjö MSc gráður, sjö BSc gráður og sjö prófleysingar!

 

Þetta er nú hinn merkilegi fjölþjóðlegi hópur "vísindamanna" sem stendur að verndun og viðhaldi áróðurs um "loftslagsvísindi" um heim allan - vel að merkja enginn loftslagsvísindamaður!

 

Eins og ég hef áður nefnt er engin furða að hin heilaga þrenning, Svatli, Höski og Emil, geri lítið annað en að vitna í þennan einstaka áróðursvef. Það segir líka sitt um vísindaleg gæði skepticalscience að Svatli og Höski eru virkir meðlimir áróðursgengisins.

 

Þessir Besserwisserar eru búnir að stimpla sig út úr allri vísindalegri umræðu um loftslagsmál - eru ómarktækir og að engu hafandi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 19:01

204 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Held að þetta sé ágætur tími til að hætta þessari tilteknu umræðu, enda ekki meira við þetta að bæta. Afneitun loftslagsvísinda mun ekki hætta í dag, hvað sem líður þessari fróðlegu færslu Emils eða umræðunni í kjölfarið. Ég vona að þú hættir ekki Emil, en hvíld er kannski skynsamleg eftir svona athugasemdahala - það er ekki létt að standa undir uppnefningum og öðrum rökleysum sem hafa sést hér, það er ljóst.

PS. Það hefur engin sagt að þeir sem standa að SkepticalScience eða hvað þá loftslag.is séu vísindamenn...en þar er þó getið heimilda sem eiga sér stoðir í ritrýndum vísindagreinum og hinni vísindalegu nálgun. Báðir vefir eru í raun bara gerðir af áhugafólki um efnið og eru ágætir til þess og þar er yfirleitt hægt að feta sig að upprunalegu heimildinni - beint eða óbeint. S.s. beinar og óbeinar vísanir í fræðin, en þó alls ekki óskeikulir um alla flóru loftslagsvísinda.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 19:31

205 identicon

Sannleikurinn um John Cook.

Ég var víst of fljótur á mér áðan að eigna John Cook MSc gráðu í eðlisfræði.

Hér lýsir Kokkurinn sjálfum sér:

"This site was created by John Cook. I&#39;m not a climatologist or a scientist but a self employed cartoonist and web programmer by trade. I did a Physics degree at the University of Queensland and while I achieved First Class Honours and could&#39;ve continued onto a PhD, I instead quit academia and became a professional scrawler. Too much doodling in lectures, I think. Nevertheless, I&#39;ve pursued a keen interest in science and if anything, found my curiosity about how the world works increased once I wasn&#39;t forced to study for impending exams."

Kappinn er þá starfandi teiknari og vefforritari að mennt!

Hér er ágætir lýsing á hroðanum sem viðgengst hjá áróðurssíðunni:

"Skeptical Science is a climate alarmist website created by a self-employed cartoonist, John Cook. It is moderated by zealots who ruthlessly censor any and all form of dissent from their alarmist position. This way they can pretend to win arguments, when in reality they have all been refuted. The abuse and censorship does not pertain to simply any dissenting commentator there but to highly credentialed and respected climate scientists as well; Dr. Pielke Sr. has unsuccessfully attempted to engage in discussions there only to be childishly taunted and censored while Dr. Michaels has been dishonestly quoted and smeared. The irony of the site&#39;s oxymoronic name "Skeptical Science" is that the site is not skeptical of even the most extreme alarmist positions."

Kannast einhver við lýsinguna? Ég hef sjálfur kallað þetta að Svatla og Höska vísindin - og stend við það!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 19:49

206 identicon

Það er gaman að fletta í gegnum heimasíðu Niels Bohr stofnunarinnar.

Ég rakst þar m.a. á þessa frétt hér:

2009-09-03

Climate change is man-made shows arctic research

New research shows that the temperature of the arctic region fell steadily from over 2000 years ago all the way up to a 100 years ago. The cooling was caused by less solar radiation during the summer and the cold temperatures would have continued undisturbed. But around the year 1900 there occured a dramatic increase in temperature and the new research results therefore provide further evidence of man&#146;s influence on the climate. The results are published in the scientific journal, Science.

http://www.nbi.ku.dk/english/news/news09/climate_change_is_man-made/

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 22:59

207 identicon

Hér er önnur frétt sem snýr að hækkun sjávar:

2010-04-13

Studies agree on a 1 meter rise in sea levels

New research from several international research groups, including the Niels Bohr Institute at the University of Copenhagen provides independent consensus that IPCC predictions of less than a half a meter rise in sea levels is around 3 times too low. The new estimates show that the sea will rise approximately 1 meter in the next 100 years in agreement with other recent studies. The results have been published in the scientific journal, Geophysical Research Letters.

Since IPCC published the predictions in 2007, that the sea would rise less than half a metre in the next 100 years, it became clear that there was a problem with the prediction models as they did not take into account the dynamic effects of the melting ice sheets. The estimates were therefore too low.

"Sealevelgate" kalla gárungarnir þessi mistök IPCC

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 23:30

208 identicon

tengillinn: http://www.nbi.ku.dk/english/news/news10/1_meter_rise_in_sea_levels/

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 23:32

209 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jón Erlingur, við gárungarnir á loftslag.is skrifuðum um "sealevelgate" á fyrir nokkru síðan, sjá Villa í sjávarstöðuútreikningum IPCC - takk fyrir að rifja þetta upp. Flestar nýrri rannsóknir virðast gera ráð fyrir meiri sjávarstöðubreytingum en IPCC gerði ráð fyrir í skýrslunni frá 2007. Það eru ýmsir tenglar og heimildir nefndar í færslunni á loftslag.is sem þér gætu þótt fróðlegar Jón.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 23:43

210 identicon

Vel gert hjá ykkur Sveinn Atli.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 00:13

211 identicon

Góður gestapistill Tómasar Jóhannsonar á loftslag.is:

http://www.loftslag.is/?p=3664

Þyngdarmælingar GRACE hafa gerbreytt stöðu þekkingar á bráðnun jökla og hafsborðshækkunar. Niðurstöðurnar voru ekki tilbúnar þegar síðasta skýrsla IPCC var unnin.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 12:46

212 identicon

Tómasar Jóhannessonar

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 12:48

213 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég þakka þér fyrir tenglana Jón Erlingur.

Þarna í fyrsta tenglinum kemur Niels Bohr stofnunin (tengd Háskólanum í Kaupmannahöfn) inn á sömu hluti og sjálfmenntaði heimilisveðurfræðingurinn fjallar um í sjálfri bloggfærslunni varðandi langtímaþróun í inngeislun sólar að sumarlagi:

http://www.nbi.ku.dk/english/news/news09/climate_change_is_man-made/

"The collected results show that the temperature has fallen from 2000 years ago and up through the entire Middle Ages. In this period the summer temperature fell steadily at around 0,20 C pr. 1000 år. The cooling was the result of less solar radiation in the Arctic due to slow changes in the tilt of the Earth and its orbit around the Sun."

"But even though the amount of summer sun continues to decrease, and the cooling of the temperature in the Arctic therefore should have continued unchanged, the new research shows, that from around the year 1900 the temperature begans to rise 0,70 C"

Svo þetta um hitaþróun á Norður-heimskautssvæðinu sem við höfum rætt hér á undan: "The temperatures in the Arctic have increased nearly three times faster than the temperatures in the rest of the Northern Hemisphere."

Rúsínan í pylsuendanum er mönnum kannski mismikið að skapi: &#148;Our results are in complete agreement with the climate models and everything indicates that the observed increase in temperature in the Arctic is man-made&#148;

Bestu kveðjur, EHV.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.1.2013 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband