Kort yfir tíðni eldinga á jörðinni

Það er ekki oft sem fólk hrekkur upp við eldingar hér á landi eins og gerðist þegar háværri eldingu sló niður í loftnet á þaki Hótels Sögu í næsta nágrenni við mig hér í vesturbænum, eldsnemma í morgun. Mikið haglél gekk þá yfir en hávaðinn í eldingunni kom fram sem tvær öflugar sprengingar þétt á eftir hvor annarri án þessar þó að nokkrar drunur fylgdu með, sem skýrist kannski að því hversu nálægt eldingunni sló niður.

Ísland er afskaplega eldingalétt land. Að vetrarlagi verða eldingaveður gjarnar í mjög óstöðu éljalofti þegar kalt er í háloftunum eins og núna en einnig geta eldingar fylgt skörpum kuldaskilum eða kröftugu skúraveðri á sumrin. Aðra sögu er að segja um flest önnur byggð ból hér á jörðu. Í mörgum löndum eru svona atburðir daglegt brauð og fólk kippir sér lítið upp við að allt leiki á reiðiskjálfi vegna eldinga. Á heimskortinu hér að neðan sést tíðni eldinga á allri jörðinni en miðað er við fjölda eldinga á ári á hvern ferkílómetra. Um kortið þarf annars ekki að hafa mörg orð annað en að landið okkar (efst til vinstri) kemst varla á blað og erum við þar í ágætum félagsskap með Grænlendingum og mörgæsum Suðurskautslandsins.

 Eldingaveður í heiminum


mbl.is Elding raskaði talstöðvarsambandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband