Vandræðaþjóðin Kúrdar

Hún er merkileg mótsögnin sem á sér stað í sambandi við Bandaríkjamenn og Kúrda. Þegar Saddam Hússein var við völd voru Kúrdar fórnarlömbin en fengu sérstaka vernd Bandaríkjamanna og samúð umheimsins eftir misheppnaða uppreisn í kjölfar Persaflóastríðsins 1991. Eftir það höfðu Kúrdar það hvergi betra en í Írak. Kúrdar eru minnihlutahópur í nokkrum löndum s.s. Tyrklandi, Írak og Íran á svæði sem eitt sinn Kúrdistan. Þeim hefur skipulega verið haldið niðri í gegnum tíðina og öll sjálfstæðisbarátta brotin á bak aftur því sjálfstætt ríki Kúrda er eitthvað sem ráðamenn þessara landa geta ekki hugsað sér. Nú er sú staða komin upp að Kúrdískir uppreisnarmenn með aðsetur í Írak eru farnir að valda vandræðum fyrir stjórnarherra í Tyrklandi og þá eru Kúrdar ekki góðu karlarnir og fórnarlömb lengur. Tyrkland er eitt mikilvægasta bandalagsríki Bandaríkjamanna í þessum heimshluta sem kom sér vel í Íraksstríðinu og því eiga Bandaríkjamenn nú ekki annan kost en að styðja Tyrki gegn í baráttu sinni gegn Kúrdum. Þannig má segja að sjálfstæðisbarátta Kúrda njóti mismikillar samúðar allt eftir því hvort hún beinist gegn vinum eða óvinum.

mbl.is Bandaríkin, Írak og Tyrkland heita að starfa saman gegn PKK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband