Kraftwerk – Tour de France

tourParcoursGlobalÍ júlí á hverju ári fer fram í Frakklandi hjólreiðakeppnin mikla Tour de France sem sennilega er ein erfiðasta þrekraun sem háð er á sviði íþrótta. Keppnin í ár hófst þann 5. júlí en líkur nú á sunnudaginn 27. júlí þegar hjólreiðamenn koma í mark í París, eftir að hafa hjólað 21 dagleið um þvert og endilangt Frakkland, samtals 3,500 kílómetra. Þótt ég fylgist ekki með keppninni frá degi til dags og er í rauninni nokk sama hver sigrar finnst mér vera ákveðinn glæsileiki yfir þessari keppni þar sem tugir hjólreiðamanna æða í þéttum hópi í gegnum sveitir landsins, yfir fjöll og niður í dali. 

Félagarnir í þýsku hljómsveitinni Kraftwerk voru brautryðjendur og miklir áhrifavaldar á sviði tölvu- og raftónlistar á sínum tíma en sú hljómsveit var stofnuð árið 1970 þegar hugtakið tölva var flestu fólki ákaflega framandi. En þeir eru líka miklir hjólreiðaáhugamenn og hafa tvisvar samið lög um Frakklandshjólreiðarnar sem bæði heita einfaldlega Tour de France. Það fyrra kom út árið 1983 og er eitt af þeirra þekktari lögum en hið síðara er frá 2003. Það er einmitt lagið sem hér fylgir og er myndband mánaðarins á þessari síðu. Þetta er allt mjög glæsilegt, flott myndband, flott tónlist og flott íþrótt, svo framarlega að menn kunni að meta svona lagað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú líka, Emil! Brjánn er að Kraftwerskblogga í síðustu tveimur færslum. Ætli þið séuð á svipuðum aldri? 

Tour de France hefur tekið niður með lyfjanotkun keppenda.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kraftwerk höfðar til 20-50 ára stráka með góðan tónlistarsmekk, ég er einmitt á þeim aldri.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.7.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Lauja

Ég var alltaf mjög skotin í lagi með þeim sem heitir "The Model" - Ég átti þó aldrei plötu með þeim - en Ingi átti plötu með þeim  - fín lög.

Lauja, 27.7.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband