Lifandi og látnir popparar

Öðru hvoru berast fréttir utan úr heimi að einhver af stórmennum poppsögunar falli frá. Sumir þeirra yfirgefa heiminn fyrir aldur fram á meðan aðrir ná að tóra fram á gamals aldur. Eins og gengur. Á síðasta ári var heldur meira brottfall í þessum hópi en í meðalári og má þar nefna menn eins og David Bowie, Prince, George Michael að ógleymdum Leonard Cohen. Allt náungar sem eru vel þekktir og hafa meira að segja tveir þeirra troðið upp í sjálfri Laugardalshöll. En það er önnur saga. Það sem ég vildi hinsvegar gera hér er að að taka saman hverjir af hinum frægu eru lífs og hverjir eru liðnir. Eru margir eftir? Jú þeir eru ýmsir þótt vissulega sé margir farnir. Hér kemur fyrst upptalning á helstu, poppurum, rokkurum, pönkurum, röppurum o.fl sem ég tel vera meðal þeirra helstu og eru enn á lífi. Alls 80 aðilar, raðaðir eftir fæðingarári í sviga. Auðvitað eru ýmsir ónefndir þótt frægir séu og verður bara að hafa það. Það komast ekki allir í höllina. Sumir eru líka of ungir. Sá yngsti fær að vera með að því hann er svo mikill Íslandsvinur.

Lifandi:
Fats Domino (1928), Little Richard (1932), Willie Nelson (1933), Jerry Lee Lewis (1935), Dusty Springfield (1939), Tina Turner (1939), Dionne Warwick (1940), Ringo Starr (1940), Joan Baez (1941), Bob Dylan (1941), Joan Baez (1941), Paul Simon (1941), Aretha Franklin (1942), Barbra Streisand (1942), Brian Wilson (1942), Paul McCartney (1942), Mick Jagger (1943), Keith Richards (1943), Diana Ross (1944), Jon Anderson (1944), Ray Davis (1944), Brian Ferry (1945), Neil Young (1945), Debbie Harry (1945), Eric Clapton (1945), Ian Gillan (1945), Rod Steward (1945), Van Morrison (1945), Barry Gibb (1946), ABBA (1945, 1945, 1946, 1950), David Gilmore (1946), Patty Smith (1946), Syd Barret (1946), Elton John (1947), Carlos Santana (1947), Jeff Lynne (1947), Cat Stevens (1948), Robert Plant (1948), Donna Summer (1948), Ozzy Osborne (1948), Billy Joel (1949), Bruce Springsteen (1949), Mark Knopfler (1949), Tom Waits (1949), Peter Gabriel (1950), Stevie Wonder (1950), Phil Collins (1951), Sting (1951), David Byrne (1952), Elvis Costello (1954), David Le Roth (1954), Johnny Rotten (1956), Bruce Dickinsson (1958), Simon Le Bon (1958), Madonna (1958), Morrissey (1959), Bono (1960), Axl Rose (1962), Jon Bon Jovi (1962), Lenny Kravitz (1964), Celine Dion (1968), Thom York (1968), Jay Z (1969), Mariah Carrey (1969 eða 1970), Snoop Dogg (1971), Eminem (1972), Liam Gallagher (1972), Robbie Williams (1974), 50 Cent (1975), Britney Spears (1981), Beyonce (1981), Justin Timberlake (1981), Justin Bieber (1994).

- - - -

Hér á eftir koma svo þeir helstu sem eru ekki lengur á meðal vor en lifa áfram í sínum verkum. Alls 40 aðilar. Talan á eftir sviga segir til um aldurinn er þeir létust. Meðalaldurinn er kannski ekki hár en aldurstalan sem kemur afgerandi oftast fyrir er 27, sem þykir sérstakt.

Látnir:
Woody Guthrie (1912-1967) 55, Billy Holiday (1915-1959) 44, Frank Sinatra (1915-1998) 83, Dean Martin (1917-1995) 78, Nat King Cole (1919-1965) 45, Hank Williams (1923-1953) 29, Bill Haley (1925-1981) 56, B.B. King (1925-2015) 90, Chuck Berry (1927-2017) 90, Serge Gainsbourg (1928-1991) 63, Ray Charles (1930-2004) 73, Johnny Cash (1932-2003) 71, James Brown (1933-2006) 73, Leonard Cohen (1934-2016) 82, Elvis Presley (1935-1977) 42, Buddy Holly (1936-1959) 23, Roy Orbison (1936-1988) 52, Marvin Gaye (1939-1984) 44, Dusty Springfield (1939-1999) 59, John Lennon (1940-1980) 40, Frank Zappa (1940-1993) 53, Otis Redding (1941-1967) 26, Jimi Hendrix (1942-1970) 27, Lou Reed (1942-2013) 71, Janis Joplin (1943-1970) 27, Jim Morrison (1943-1971) 27, George Harrison (1943-2001) 58, Bob Marley (1945-1981) 36, Freddy Mercury (1946-1991) 45, David Bowie (1947-2016) 69Maurice Gibb (1949-2003) 53, Robin Gibb (1949-2012) 62, Joe Strummer (1952-2002) 50, Michael Jackson (1958-2009) 50, Prince (1958-2016) 57, George Michael (1963-2016) 53, Whitney Houston (1963-2012) 48, Chris Cornell (1964-2017) 52, Kurt Cobain (1967-1994) 27, Amy Winehouse (1983-2011) 27.

- - - -

Á eftir þessu öllu saman er ekki hægt annað en að fá almennilega Músík. Fyrir valinu er tónleikasýnishorn frá árinu 1976 með Bruce Springsteen sem þarna er alveg sprelllifandi eins og í dag. Með honum á sviði er hið stórgóða E-Street band með mörgum snillingum innanborðs þótt þeir komist ekki í flokk hinna allra frægustu. Ég nefni þar sérstaklega saxófónleikarann Clarence Clemons sem því miður er fallinn frá. Sá náungi setti sterkan svip á bandið og var mikill vinur Bruce sem kallaði hann ávallt "The Big Man". Það má tileinka honum þetta sýnishorn. Lagið er klassískt, Twist and Shout, sem ýmsir hafa spreytt sig á, en upphaflega var lagið vinsælt með The Isley Brothers árið 1962. Mikið rokk, en þó með hægum "Slow Rocking" millikafla. Mjög gott.


Bloggfærslur 27. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband