Öskuland á gervitunglamynd

Á gervitunglamynd NASA frá því í dag, þann 1. maí, má enn sjá greinilegt öskuský stefna í suðaustur frá landinu. Þetta er sjálfsagt ekki eins mikið og þegar mest var enda mun stöðug hraunframleiðsla samtímis vera í gangi.
Ísland er nú að verða frægt fyrir sína öskuframleiðslu og ef henni linnir ekki gæti verið stutt í að landið verði kallað Ashland. Hver vill ekki fara þangað? Við sem hér búum förum þó vonandi ekki úr öskunni í eldinn.

Aska 1.maí


mbl.is Askan getur enn truflað flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott mynd

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 19:57

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Er Wishland ekki alveg ágætt nafn?  Skárren Iceland sem allir eru farnir að hata.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.5.2010 kl. 20:56

3 identicon

Það er enginn farinn að hata ísland. Síður en svo. Og þeir sem hata það skulu bara halda sig í hæfilegri fjarlægð

anna (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 21:35

4 identicon

Bjössi (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 22:00

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er ekki hissa þótt einhverjir öfgamenn haldi að Ísland sé uppspretta hins illa. En svo þekkja þeir ekki muninn íslenska og norska fánanum! Við getum þó alltaf huggað okkur við að olíumengunin við Bandaríkjastrendur verður ekki rakin til okkar.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.5.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband