Óli Grís

Ég vil byrja á að biðjast margfaldlega afsökunar á þessari fyrirsögn. Það er ekki gott að uppnefna fólk og allra síst forsetann. Þetta uppnefni var samt talsvert notað hér áður í forsetatíð Ólafs, en þeir sem það gerðu er nú margir meðal æstustu aðdáenda hans og jafnvel teknir til við að uppnefna aðra. Engin uppnefnir hinsvegar forsetann í dag, sem er ágætt. Núverandi andstæðingar kunna sig því kannski eitthvað betur. Allavega svona yfirleitt.

Eins og mörgum öðrum þá finnst mér eitt það versta í kosningabaráttunni þegar menn tala á þeim nótum að það sé spurning um fullveldi Íslands að Ólafur nái endurkjöri. Þannig er reynt að snúa umræðunni að ef Þóra nái kjöri þá muni hún með hjálp Samfylkingar véla okkur inni í hið ógurlega Evrópusamband án þess að þjóðin fái rönd við reist. Þóra hefur jafnvel verið kölluð anti-þjóðfrelsisinni eins og ekkert sé sjálfsagðara, öfugt við hinn göfuga og þjóðholla forseta vorn Herra Ólaf Ragnar Grímsson eins og ég hef séð orðað.

Sjálfur er ég ekki fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið svo lengi sem við höfum möguleika á að standa utan þess. Ég hef hinsvegar engar áhyggjur að því að Ísland muni gerast aðili gegn vilja þjóðarinnar og get því meðal annars þess vegna sleppt því að kjósa Ólaf til forseta eina ferðina enn. En þjóðin mun auðvitað kjósa sinn forseta eins og hún hefur alltaf gert og þjóðin mun ákveða hvort Ísland standi utan eða innan Evrópusambandsins. Hvað sem því líður þá finnst mér alveg kominn tími á að á Bessastöðum sitji manneskja sem getur talað með rödd skynseminnar en ekki í kjánalegum þjóðrembustíl eins og tíðkast hefur hér síðustu árin og auðvelt er að finna dæmi um. Það er vafasamur hugsunarháttur að líta svo á að Íslendingar séu eitthvað klárari en aðrir vegna arfleifðar okkar eða að erlend stórveldi sitji um okkur og vilji okkur allt hið versta. Þegar slík hugsun er ofaná er stutt í að fólk kalli eftir hinum eina sanna sterka leiðtoga sem það er reiðubúið leggja allt sitt traust á í gagnrýnislausri persónudýrkun.
- - - -

En nú borgar sig ekki að segja mikið meira. Að sjálfsögðu mega allir tjá sig hér í athugasemdum hafi þeir eitthvað við þennan málflutning að athuga og eins og með fyrirsögnina þá biðst ég margfaldrar afsökunar á þessum myndabrandara hér að neðan sem ég útbjó á sínum tíma, enda á hann ekkert erindi í umræðuna.

Dear Santa Claus

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sérkennilega skemmtilegt er mál þitt Emil,  en þó ómerkilegt í bland með upphafinu.

En hvernig sem þú óskar þá get ég ekki veit þér aflausn varðandi uppnefni þitt á að mér sýnist á  Ólafi Grímssyni, því það mun vera í höndum páfa en ekki mínum. 

En þegar þú segir að engin uppnefni forsetan í dag, þá gerir þú það og biðst svo afsökunar eins og pörupiltur sem veit uppá sig skömmina og ákveður að kenna öðrum um. 

Orð þín varðandi Evrópu eru á líka trúverðug og orð Steingríms þar um.  Góða nótt Emil.

Hrólfur Þ Hraundal, 14.6.2012 kl. 01:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru margir sem uppnefna Ólaf Ragnar í dag og það með miklu ljótara orðbragði en grísarnafninu.  Ég mun veita Ólafi Ragnari mitt atkvæði, en það er vegna þess að ég treysti honum til að standa með þjóðinni á örlagastundum það hefur hann sýnt okkur að hann þorir og getur.  Það hefur ekkert með Þóru að gera.  En svona fyrir utan það þá finnst mér Þóra ekki góður kostur, hún talar eins og stjórnmálamaður í hringi og segir í raun og veru ekkert sem skiptir máli.

Þá er annað hljóð í strokknum hjá Hergísi og líka Andreu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 10:45

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Talaðu vel um Ólaf hér en hann á betur skilið. Hann er það besta í stöðunni í dag. Herdís verður okkar næsti forseti vilji hún það en það er aldrei að vita hvað þetta afþvíbara fólk gerir vegna Þóru sjónvarpsstjörnu.

Valdimar Samúelsson, 14.6.2012 kl. 10:47

4 identicon

Þetta er nú varla uppnefni.. ég lagði aldrei neitt neikvætt í þetta Óla Grís dæmi... mér finnst grísir td mjög krúttlegir; get ekki sagt það sama um Óla, hugsanlega finnst Doritt hann vera krúttipúttígrísalingur.. 

DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 13:32

5 identicon

Ég hélt að uppnefni tilheyrðu barnaskólastigs einelti og er svolítið vonsvikin yfir að þú skulir grípa til þess örþrifaráðs að nota áratuga gamalt uppnefni í stað málefnalegrar gagnrýni á embættisferil núverandi forseta landsins.

Mér finnst að þeir bloggarar sem hafa myndað sér afstöðu um frambjóðendurna í forsetakosningunni ættu að reyna að vera jákvæðari í sínum stuðningi við "sinn" frambjóðenda en þú virðist vera.

Ég skil þessa færslu þína þannig að þú styðjir framboð Þóru en ef svo er finnst mér framlag þitt mjög neikvætt og ekkert í því sannfærir mig um að kjósa hana frekar en aðra fambjóðendur í forsetakosningunum.

Agla (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 19:48

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já ætli sé ekki bara kominn tími á svara fyrir sig og þakka athugasemdir. Kannski voru þetta nokkuð sérkennilegar röksemdafærslur hjá mér og mörgum óskiljanlegar. Ég er aldrei hrifinn af uppnefnum og ekki að ástæðulausu sem ég biðst afsökunar á að koma með svoleiðis hér. Þetta uppnefni á Ólafi var samt mikið notað hér áður, en öfugt við mig þá þótti mörgum það sniðugt og sjálfsagt en þeir hinir sömu hrökkva kannski í kút þegar þeir sjá það í dag.

Ólafur Ragnar hefur alltaf kallað fram sterk viðbrögð á hvorn veginn sem er. Þess vegna, meðal annars, held ég að hann sé ekki alveg rétti maðurinn til standa í þessu öllu lengur enda full þörf á að skapa meiri sátt og samlindi meðal þjóðarinnar.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.6.2012 kl. 20:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og þú telur þig vera að gera það með þessu uppnefni Emil?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 21:20

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Tel ég mig skap sátt? Veit það ekki. Ég er hér að fjalla um uppnefnið frekar en að nota það og þess vegna valdi ég það í fyrirsögn, en fordæmi það um leið, eins og önnur uppnefni.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.6.2012 kl. 22:07

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Þess vegna, meðal annars, held ég að hann sé ekki alveg rétti maðurinn til standa í þessu öllu lengur enda full þörf á að skapa meiri sátt og samlindi meðal þjóðarinnar.

Spurði nú bara vegna þessa innleggs þíns hér Emil minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2012 kl. 09:45

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hlutverk bloggara er kannski ekki alveg það sama og forseta Ásthildur mín.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.6.2012 kl. 09:21

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég veit það vel Emil minn, en þegar við ætlumst til enhvers af öðrum þurfum við víst að ganga fyrir með góðu fordæmi ekki satt.  Þó okkur verði oft fótaskortur með það . Og ég lít svo á að enginn sé ofar öðrum, við erum öll jöfn hvaða titil sem við viljum nota.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 09:31

12 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér finnst ég einmitt ganga fram með góðu fordæmi og afsaka mig í bak og fyrir.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.6.2012 kl. 12:09

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband