Óleyfileg athugasemd

Kristinn Pétursson skrifar í dag bloggfærsluna: Nú verður fjallað opinberlega um jöklastöðu á Íslandi fyrir 2500 árum þar sem hann gerir hlýindi fyrri árþúsunda á íslandi og nágrennis að umtalsefni. Hann talar m.a. um hvað jöklar voru smáir hér á landi fyrir 2.500 árum sem reyndar er vel þekkt staðreynd. Einnig spáir hann í hvernig Grænlandsjökull hafi litið út á hlýrri tímum og kallar eftir grafískri mynd af jöklinum á fyrri tíð og líka af ísnum á norðurpólnum. Í framhaldinu koma svo fram hjá honum klassískar efasemdir um það hvort nokkuð sé að marka mælingar á hitafari jarðar og svo ýmislegt fleira í þeim dúr. Ekki tókst mér að skrifa athugasemd við færslu hans þar sem ég hef ekki leyfi til þess enda er þetta eldheitt málefni og sígild deiluefni hér á blogginu þar sem hver telur sig vita best og skil ég þar sjálfan mig ekki undan. Ég tók skjáskot af athugasemdinni sem ég birti hér að neðan. Þetta er því ekki eiginleg bloggfærsla hjá mér enda er ég að hugsa um að taka þetta út aftur áður en langt um líður.

Athugasemd
Athugasemdin var á þessa leið:
"Minni jöklastaða hér fyrr á tímum er vel þekkt meðal vísindamanna og ég veit ekki betur en að þeir séu almennt sammála um ástæður þess að loftslag hafi farið smám saman kólnandi síðustu árþúsund og fram að upphafi 20. aldar.
Grafískar myndir um stærð jökla og ísbreiða aftur í tímann eru mjög háðar ágiskunum. Þó er nokkuð ljóst að Grænlandsjökull hefur haldið flatarmaláli sínu að mestu enda er Grænland eins og skál sem er full af ís. Þegar ís Grænlandsjökuls minnkar þá lækkar í skálinni en flatarmál breytist lítið. Þetta er ólíkt Íslandi sem er meira bungulaga með jöklum ofaná sem eru miklu viðkvæmari fyrir bráðnun."


Fleira mætti gera athugasemdir við í skrifum Kristins en þar skín í gegn sú hugmynd hans og reyndar margra annarra að hlýindin núna séu ekki svo merkileg vegna þess að hlýtt hafi einnig verið áður fyrr og það sem við séum að upplifa núna sé bara náttúruleg sveifla sem mun vonandi ekki ganga til baka. Málið er hinsvegar það að núverandi hlýindi, eins góð og þau eru akkúrat fyrir okkur hér íslandi nú um stundir, eru talin vera aðeins hluti af þeirri hnattrænu hlýnun sem sennilega mun halda áfram langt fram á næstu öld ef ekki lengur. Hlýindin sem voru hér fyrir nokkrum árþúsundum voru af allt öðrum toga en þau sem eru í dag. Þau voru aðallega bundin við norðurhvel og orsökuðust af meiri möndulhalla jarðar sem gerði það að verkum að sólgeislun var meiri að sumarlagi á norðurhveli þannig að ís og jöklar áttu erfiðara uppdráttar en í dag. Þróunin til minni sólgeislunar að sumarlagi mun halda áfram í nokkur þúsund ár til viðbótar eftir því sem jörðin réttir meira úr sér en síðan mun þróunin snúast aftur við.

Hver sem er getur gert hér athugasemdir eins og ávallt á þessari bloggsíðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Emil Hannes. Góður og umhugsunarverður pistill hjá þér.

Þeir sem ekki leyfa ólíkum sjónarhornum að njóta sín, eru í raun að útiloka sjálfa sig frá opinni, víðsýnni og lýðræðislegri rökræðu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2012 kl. 19:20

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já, undarlega er staðið að "opinberri" umræðu hjá honum Kristni...

Höskuldur Búi Jónsson, 30.11.2012 kl. 19:37

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristni þykir útilokun athugasemda sjálfsagt mál...það segir mikið um hans nálgun. Ég hef verið útilokaður lengi frá athugasemdum hjá honum - enda með aðra sýn á hlutunum en hann...það er náttúrulega óþolandi fyrir blessaðan manninn að fá athugasemdir sem hafa hugsanlega einhverja nálgun í vísindaleg gögn og rannsóknir - en ekki bara hans eigin persónulegu skoðanir og afneitun á öllu því sem ekki passar í heimsmynd hans.

Takk fyrir að segja frá þessu Emil.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.11.2012 kl. 20:37

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú ættir ekki að láta þetta vera tímabundið Emil heldur láta það standa. Hins vegar get ég alveg skilið að sumir loki á suma því sumir eru alveg óþolandi! En sannarlega ert þú ekki í þeirra hópi. Leitun er að kurteisari og málefnalegri bloggurum eða athugasemdurum en þér. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.11.2012 kl. 23:33

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessi lokun á mig hjá Kristni kom til fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar ég var eitthvað að malda í móinn hjá honum. Ég hef stundum reynt að koma því að hjá honum varðandi jökla að stærð þeirra segir ekki allt um loftslag á hverjum tíma. Síðustu 15-20 ár hafa þeir hopað mikið hér á landi sem þýðir að hlýindin nú er mun meiri en jöklarnir standa undir. Það er því alveg inn í myndinni að nú sé orðið jafn hlýtt hér eða hlýrra en þegar hlýjast var á landnámsöld þrátt fyrir að jöklarnir séu stærri nú enda uxu þeir mjög á litlu ísöldinni. Slíkt kuldaskeið hafði hinsvegar ekki ríkt hér aldirnar fyrir landnám.

Við erum því ekki að tala um að það sé bara að hlýna "aðeins" aftur því það hefur svo sannarlega hlýnað mjög mikið aftur. Hvort sú hlýnun verði fyrir einhverju bakslagi á næstu árum eða ekki, þá bendir allt til þess að þróunin haldi áfram lengra fram í tímann.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.11.2012 kl. 23:46

6 identicon

Hér birtist nú reyndar einn kurteisasti og málefnalegasti veðurbloggari landsins, piltar mínir og frú.

Eins og þið vitið hef ég lengi barist við bullið og ósómann sem vellur upp úr Goristum, með misjöfnum árangri.

En talandi um það að leyfa gömlum málamyndajöklum að njóta sammælis þá hnýt ég um einkar kurteisislegt og málefnalegt innslag síðuhöfundar:

"Hlýindin sem voru hér fyrir nokkrum árþúsundum voru af allt öðrum toga en þau sem eru í dag. Þau voru aðallega bundin við norðurhvel og orsökuðust af meiri möndulhalla jarðar sem gerði það að verkum að sólgeislun var meiri að sumarlagi á norðurhveli þannig að ís og jöklar áttu erfiðara uppdráttar en í dag."

Þetta er auðvitað svo vísindalega framsett og vel pakkað inn í yfirgripsmikla þekkingu viðkomandi að maður næstum því lætur það eftir Sigga með köttin að segja bara "mjá" á eftir efninu.

Hins vegar sýna allar tölfræðiniðurstöður einfaldlega að meint "hnatthlýnun" (sem reyndar hefur engin verið síðustu 16 ár) er bundin við norðurhvel jarðar.

Hvers eiga andfætlingar okkar að gjalda?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 23:59

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Landnámsöld var ekki löng. Talið er að landið hafi verið alnumið á 50 árum þannig að þá þegar fór að gæta landþrengsla. Ég held að mjög erfitt sé að fá hugmynd um veðurfar hér á þeim skamma tíma. Flest það sem menn hafa sagt um veðurfar hér við landnám eru bara meira og minna tilgátur, satt að segja hvílir það mest á frægu grafi eftir Pál Bergþórsson, frá því upp úr 1960,  sem síðan hefur verið endurtekið af öllum, mest byggt á sögnum um hallæri og vitnisburði annála um hafísa en þetta eru ótraustar heimildir. Sýn manna á veðurfar við landnám hefur hingað til verið fyrst og fremst hugsýn, held ég. Fróðlegt væri ef rannsóknir seinni ára úr vötnum og af hafsbotni gætu farið að varpa einhverjum raunveruleikablæ á þessar getgátur og hvernig veðurfar hér var um landnám, áður og eftir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2012 kl. 00:03

8 identicon

Þar mjálmaði nú Excelsnillingurinn! Staðlausar staðhæfingar út og suður, að hætti innvígðra Gorista.

1.  "Landnámsöld var ekki löng."(!) Nýjustu rannsóknir sýna að "landnám" Íslands hófst a.m.k. 100 - 150 árum fyrir upplogið ártal (874).

2.  "Flest það sem menn hafa sagt um veðurfar hér við landnám eru bara meira og minna tilgátur."(!) Bull og þvættingur. Bendi í þessu sambandi á glænýja rannsókn (http://www.uni-mainz.de/eng/15491.php)

3. "Fróðlegt væri ef rannsóknir seinni ára úr vötnum og af hafsbotni gætu farið að varpa einhverjum raunveruleikablæ á þessar getgátur."(!) Umhverfissagan hefur einmitt verið lesin úr botni Lagarfljóts: "Rannsóknin leiðir meðal annars þá merkilegu niðurstöðu í ljós að eftir að jöklar hættu að hopa fyrir um 10 þúsund árum var Lögurinn án alls jökulgruggs í um 4.500 ár, en þá voru jöklar á Íslandi mun minni en í dag og sumur hlýrri."

Það verður ekki á Goristana logið. Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 00:33

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já það er sennilega lítið hægt að segja til um veðurfar á landnámsöld (sem má hafa verið hálf öld) annað en að þá hafi verið hlýrra en síðar átti eftir að verða. Svo er líka sjálfsagt að þakka Hilmari fyrir kortið sem sýnir ástandið á jörðinni í febrúar 2010 þegar hitanum var mjög misskipt á norðurhveli og einstök hlýindi vestur af Grænlandi. Hlýnun á Norðurhveli hefur líka einkennst af sveiflum enda er þar allt miklu óstöðugra en á Suðurhveli þar sem hlýnunin hefur verið jafnari og öfgaminni. Hnattræn langtímahlýnun getur verið mjög þolinmóð og þolir jafnvel alveg 16 ár til viðbótar án hlýnunnar. En eftir því sem pásan er lengri, þeim mun meiri hlýnun eigum við inni til síðari tíma.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2012 kl. 01:02

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

„þá voru jöklar á Íslandi mun minni en í dag og sumur hlýrri."

Hér erum við komin í hring því þetta er það sem ég talaði um hér í "bloggfærslunni" og útskýrði hversvegna.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2012 kl. 01:06

11 Smámynd: Kristinn Pétursson

Af hverju drífið þið þremenningarnir ekki í því að gera grafíska mynd af jöklastöðu Grænlands á pari við Ísland fyrir 2500 árum  og hversu lítill ís hafi þá verið á Norðurslóðum?

Ég skal opna fyrir IP tölu ykkar þriggja - til reynslu aftur - en áskil mér rétt til að loka aftur og eyða færslum ef þið  skrifið með lítilsvirðandi hætti um önnur sjónarmið en ykkar.  Öll sjónarmið eiga rétt á sér - en "niðurtal" og ósmekklegar athugasemdir verð aekki liðnar.  Ég er jú ritstjórinn á minni síðu.

Nú bið ég ykkur vinsamlegasr um svona grafískt jöklakort af Norðurslóðum fyrir 2500 árum og umræðan  og línurit ykkar byrji ekki í kuldapollum eins og 1700 eða 1970.

Bestu kveðjur til ykkar  KP

Kristinn Pétursson, 1.12.2012 kl. 01:18

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er bara eitthvað sem hann Kristinn hefur bitið í sig og er í raun ekkert opið fyrir debatt hjá honum. Svo kemur næst að vatnajökull var klofinn og epli og applesínur uxu á grænlandi sennilega. Svipað og með þorskinn í Barentshafinu. þá átti þorskstofninn þar að hafa vaxið eitthvað ógurlega - vegna þess að það var veitt svo mikið! það er jafnframt ekkert opið fyrr neinum debatt heldur er það bara þannig og ekkert að marka hvað norska hafrannsóknunarstofnun segir um það mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2012 kl. 01:52

13 identicon

Hér kemur ný mantra frá innvígðum Goristum:

"Hnattræn langtímahlýnun getur verið mjög þolinmóð og þolir jafnvel alveg 16 ár til viðbótar án hlýnunnar."(!)

Það kom að því að háloftaspekingarnir viðurkenndu að engin hnatthlýnun hefur átt sér stað undanfarin 16 ár.

En þá er nú betra að veifa röngu tré en öngvu og finna upp nýja bábilju - loftslagsbreytingar - til að hræða skattborgarana með, því auðvitað verða þeir að halda áfram að greiða götu gervivísindanna!

Síðuhaldara til hugarhægðar má benda honum, hæversklega, á þá staðreynd að hnattræn langtímakólnun hefur sýnt sig að vera enn þolinmóðari en stöku hitavella og þolir jafnvel alveg 16 ár til viðbótar án kólnunar:

 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 02:47

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn - þú mátt loka á mig aftur - ég hef engan áhuga á umræðu við þig.

Nú mætir Hilmar hingað með sína útúrdúra og lygar...afsakið - ég ætlaði ekki að reyna að vera kurteis við hann, enda á hann það ekki skilið...

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2012 kl. 09:50

15 identicon

" - ég ætlaði ekki að reyna að vera kurteis við hann, enda á hann það ekki skilið..."

Þarna er íslenskum erki-Goristum rétt lýst: Ókurteisir og óuppdregnir götustrákar!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 10:20

16 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll Kristinn. Ég væri alveg til í að teikna þessi kort en þau væru bara byggð á ágiskunum. Efast annars um að nokkur viti með vissu hvernig ís og jöklar voru fyrir 2500 árum.

Sjálfum þykir mér líklegt að Grænlandsjökull hafi verið samfelldur og litið svipað út á korti fyrir 2500 árum og í dag nema þá helst syðst og skriðjöklar hafi yfirleitt verið styttri en í dag. Jökullin sjálfur hefur hinsvegar almennt verið þynnri en það skilar sér ekki á korti.

Norðurheimskautsísinn hefur verið lítill að sumarlagi. Jafnvel minni en nú í lok sumars. Norður-Íshafið hefur síðan frosið alveg að vetri til.

Og til að skemmta Hilmari þá ætla ég að koma með þá kenningu að fyrir 20 árum hafi menn ekki þekkt hinn stóra áratugalanga andardrátt hafanna og þess vegna haldið að hlýnunin á þessari öld yrði samfelld en ekki köflótt.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2012 kl. 11:29

17 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þegar þremenningarnir (Svatli, Höski Búi og "aðstoðarmaður" þeirra Emil Hannes), - er bent á að þeir gætu gert gagn  látið gera grafíska mynd af því hvað lítill ís hafi verið á Norðurslóðum  fyrir 2500 árum - í samræmi  við Íslandskortið þá  kemur rétt andlitið út úr skápnum "Kristinn má  alveg loka á mig aftur".  Svatli kominn í fýlu eins  og "stór krakki" 

Því miður er töluvert til í ummælum Hilmars "Ókurteisir og óuppdregnir götustrákar!"  Nema þá Emil Hannes sem er skástur - er dregur samt  stundum ósmekklegheita Svatla og Höska Búa í  svona "götustráksathugasemdum".

Ég er ritstjóri á minni síðu, Faglegar athugsemdir eru velkomnar - annað ekki.

Kristinn Pétursson, 1.12.2012 kl. 11:59

18 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kristinn: ósmekklegu athugasemdir mínar voru frekar saklausar, mig minnir að ég hafi kurteist bent þér á að eitthvað væri ekki rétt hjá þér og vísað í heimildir - það var nóg til að loka á mig. Tek því undir með Sveini, vertu ekkert að hafa fyrir því að opna fyrir hjá mér, ég nenni ekki að skrifa vel úthugsuð svör og ábendingar sem eru síðan strokuð út eftir einhverjum undarlegum dutlingum þínum (þ.e. ef ég neyðist til að benda þér á hvar þú hefur rangt fyrir þér).

Hilmar: Heldurðu að einhver taki mark á þér?

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2012 kl. 12:01

19 identicon

... já, Höski minn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 12:13

20 identicon

Varðandi yfirskilvitlegan "andardrátt hafanna", Emil minn, þá tek ég heilshugar undir með félaga Trausta Jónssyni: "... betra væri samt að menn héldu sig við helgar bækur fræðanna frekar en einhverja pseudepigraphu."

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 12:20

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar - ætli Trausti hafi ekki átt við þínar ókurteislegu og innantómu athugasemdir og tilvísanir þegar hann talaði um "pseudepigraphu" - á ekki von á öðru...enda voru engar aðrar en þínar tilvísanir í athugasemdum á undan þeirri athugasemd Trausta...

Kristinn, Hilmar og félagar eru ókurteisir og fara með rangt mál (sennilega trúa þeir þó á að þeir hafi rétt á að berjast "við bullið og ósómann sem vellur upp úr Goristum" (hvað sem það nú þýðir) - svo lengi sem þeir telja sig hafa þrótt og þrek til) - En ef þeim er bent á villur sínar - þá nota þeir enn frekari persónulegar árásir og útilokanir á athugasemdir sem ekki passa við þeirra málatilbúnað - það er ekki hægt að ræða við svoleiðis menn á málefnalegan hátt... Kristinn á til að mynda til að eyða athugasemdum sem ekki passa við hans skoðanir...eins og Höskuldur bendir réttilega á.

Mér þykir leiðinlegt að taka þátt í umræðu á svona lágu plani eins og m.a. Kristinn og Hilmar stunda...

PS. Emil - þú skalt endilega láta þennan pistil standa - enda margt fróðlegt sem kemur upp úr dúrnum í athugasemdum hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2012 kl. 12:40

22 identicon

Hmmm... ekki nema hann hafi verið að tala um mig í fleirtölu Svatli minn.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að áráttuheilaspunahnatthitunarmálæði ykkar félaga, þín og Höska, ásamt og ónefndra minni spámanna, sé dæmi um ofstopa þeirrar gervivísindahyggju sem virðist einkenna vestræn samfélög (les: Bandaríkin) þessa dagana.

Fyrir nokkrum áratugum voru læknar álitnir einhverjir hálfguðir á Íslandi, áður en þjóðin komst að því að þeir eru mannlegir og gera sín (skelfilegu) mistök.

Nú á að telja þjóðinni trú um að til séu einhverjir háloftavísindaguðir sem geti séð fyrir um heimsenda árið 2100!

Þeir sem standa fremstir í flokki að básúna fagnaðarerindið um útrýmingu CO2 fyrir árið 2020 eru jarðfræðinemi við HÍ og wannabe viðskiptafræðingur (að ógleymdum vitringunum þremur á Veðurstofu Íslands sem kunna ekki einu sinni að spá fyrir um veðrið á morgun).

Fagnaðarerindið sækja þeir svo, að íslenskum sveitasið, til snákasölumanna í Bandaríkjunum. Þegar í ljós kemur að þeir eru með allt niður um sig, allsberir í kuldaúlpunum, fara þeir í Háskólafýlu.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 13:41

23 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar - ég held ekki að þú skiljir eða vitir hvað ég (eða aðrir þeir sem aðhyllast vísindalega nálgun á loftslagsmálunum) erum að ræða um. Svona málatilbúnaður og uppspuni eins og þú stundar er allri umræðu um þessi mál til vansa... Þú ert svo sem ekki einn um þessa nálgun - en þú ert einn hinna verstu með þínum uppnefningum og ómálefnalegum upphrópunum... það er svo sem ekki skrítið að það sé ekki hægt að ræða um þessi mál á málefnalegan hátt þegar umræðumenningin er á þessu stigi...

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2012 kl. 14:02

24 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hér eru sýnishorn um texta:

Höski: "einhverjum undarlegum dutlingum þínum (þ.e. ef ég neyðist til að benda þér á hvar þú hefur rangt fyrir þér)"

Svatli: Kristinn, Hilmar og félagar eru ókurteisir og fara með rangt mál .... 

Hvað er það sem ég (KP) hef til "saka" unnið?   Ég hef sagt þetta:

Gagnagrunnur með hitatölum úr borgum er ekki marktækur. Það þarf að vinna nýjan gagnagrunn þar sem einungis staðir sem standast gæðapróf eins og Grímsstaðir á Fjöllum ( litlar sem engar umhverfisbreytingar) og þessa háttar staðir í heiminum sem eflaust skipta milljónum og ekkert mál að laga gagnagrunninn að þessu leyti.

Í stað þess að samþykkja þetta -  og taka þátt í hvatning um að gagnagrunnurinn verði lagfærður - standa þeir félagar í endalausum hártogunum og útúrsnúningum með línuritaflóðbylgjum  sem byggja á vitlausa gagnagrunninum og byrja flest línuririn í "kuldapollum" til að velja sér "hagstæða" niðurstöðu.

Ég er auðvitað dauðfeginn  ef ég verð laus við að þurfa ekki stroka út fleiri ómerkilegar athugasemdir og smekklausar athugasemdir.

Svo þegar Svatli er farinn að tala um "umræðumenningu" þá er kominn tími til að draga sig í hlé...

Síðuhöfundi þakka ég fyrir innleggið 

Kristinn Pétursson, 1.12.2012 kl. 14:49

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eflaust eru margir forvitnir um loftslagsbreytingar fyrr á öldum og árþúsundum.  Ég er ein af þeim, en viðurkenni að ég finn lítinn fróðleik á deilunum hér að ofan.  Einn segir þetta og annar hitt...

Haraldur Sigurðsson bloggaði í gær (30/11) um eldgos og ískjarna sem hafa verið teknir á Grænlandsísnum.  Þar finnast merki um stórfengleg eldgos árið 938 +/- 4 ár, á 272 metra dýpi undir yfirborði jökulsins. 

Bendir það ekki til þess að töluvert hafi bæst ofan á Grænlandsjökul aðeins síðustu þúsund árin? 

Síðast en ekki síst, þótt sannað sé að Grænlandsjökull sé nú að bráðna hratt, vita menn nokkuð hvort það verði varanleg bráðnun eða  hvort hún sé óvenjuleg - á árþúsundaskalanum?

Kolbrún Hilmars, 1.12.2012 kl. 15:03

26 identicon

Sæl Kolbrún. Ég er hræddur um að þú verðir að gera gott betur en að lesa bloggið hans Haraldar.

Hitt er svo annað mál að vísindamenn hafa komist að því að núverandi "hitabylgja" á Grænlandsjökli er síður en svo einsdæmi. Þetta fyrirbæri virðist eiga sér stað á ca. 150 ára fresti.

Það er ekkert nýtt undir sólinni - ekki einu sinni heimsendakenningar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 15:27

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Hilmar.   Rétt að geta þess að ég var fyrst og fremst að hugsa um ískjarnasýnið en vildi láta þess getið hvaðan upplýsingarnar voru fengnar.

Kolbrún Hilmars, 1.12.2012 kl. 16:46

28 identicon

Frá janúar 1991 til 9. nóveber 2012 birtust í helstu vísindaritum 13.950 ritrýndar vísindagreinar þar sem hlýnun loftslags var getið. í 24 þeirra greina, 0,14 prósent þeirra, komu fram efasemdir um að hlýnun ætti sér stað og / eða að þær væru auknum útblæstri gróðurhúsalofttegunda að kenna. Ég geri ráð fyrir að hinn mikli mannvinur og fræðimaður Hilmar Hafsteinsson telji þetta merki um samsæri "innvígðra Gorista" sem vélað hafa nærfellt alla vísindamanna heims til liðs við sig. Mikið er nú gott að við höfum hans vel grunduðu og vönduðu greiningu til að styðjast við!

Hversemer (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 17:11

29 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kolbrún. Þetta sem þú nefnir um dýpið á öskunni á Grænlandsjökli þá er það eðlilegt hvort sem Grænlandsjökull hefur stækkað eða ekki. Allt sem fellur ofan á jökla ofan leysingarmarka lendir smám saman undir nýjum snjóalögum hvers vetrar og berst svo að lokum að jaðri jöklanna með skriðjöklum.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2012 kl. 17:32

30 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Emil, er ég að misskilja eitthvað?  Ég hélt að skriðjöklar kæmu undan jökli vegna þrýstings að ofan og því væru aldursgreind öskulög einmitt mjög marktæk um þykktaraukningu íssins frá tilurð þeirra.

Að því gefnu auðvitað  að sýnin séu ekki tekin í skriðjökulstungunum.

Kolbrún Hilmars, 1.12.2012 kl. 18:11

31 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kolbrún - það er lítið á þessum "deilum" hér að ofan að græða. En ég get bent þér á að síðan loftslag.is tekur hlutina í samhengi við það sem vísindin segja um málið - þ.e. rannsóknir og gögn vísindamanna um loftslagsbreytingar - bæði breytingar af mannavöldum svo og náttúrulegum.

Fróðlegt fyrir þig gæti hugsanlega verið að skoða eftirfarandi tengil - Mælingar staðfesta kenninguna.

Það að ræða við hina sjálfskipuðu "efasemdamenn" - eins og m.a. Hilmar og Kristinn um þessi mál hefur ekkert upp á sig, þar sem þeir fullyrða um samsæri (lygar) vísindamanna og aðrar langsóttar kenningar, heimsendaþvælu og uppspuna...því miður er það hinn dapri veruleiki varðandi umræður um loftslagsmál. Ef maður reynir að ræða þau á opinskáan og málefnalegan hátt þá upplifir maður persónulegar árásir fyrir...er nema von að maður nenni ekki að ræða við ákveðna aðila um þessi mál.

Ýmsar mýtur dúkka upp aftur og aftur, fróðlegt fyrir fólk að lesa nokkrar af þeim á loftslag.is, sjá Mýtur

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2012 kl. 18:15

32 identicon

Er nú Hversemer farin(n) að tjá sig um vísindin? Hvernig væri að þessi nafnlausi óskapnaður birti þó ekki væri nema einn tengil/krækju á öll vísindaritin sem viðkomandi vísar í?

Svatli blessaður virðist enn hálffúll út í mig Kolbrún, en það rjátlast af honum í næsta kuldakasti. Þeir félagar, Svatli og Höski, eru annars úrvals menn og ekki við þá að sakast þó þeir vaði villur vísindavega.  Svo eru þeir líka á launum við að breiða út fagnaðarboðskapinn á mýtusíðunni sinni. Menn þurfa nú að eiga fyrir jólagjöfunum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 18:31

33 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nú er fólk farið að tala í kross. En Kolbrún, það verða til ný íslög í jöklum svo lengi sem vetrarsnjórinn bráðnar ekki allur á sumrin en ef hann gerði það á hverju ári þá myndi jökullin hverfa mjög hratt. Það svæði jöklanna sem bráðnar ekki á sumrin er kallað söfnunarsvæði en þar fyrir neðan er leysingasvæði, það fer svo eftir því hvar mörkin liggja hverju sinni hvort jökullin er að bæta á sig eða ekki. Skriðjöklarnir skríða fram vegna þrýstings að ofan og á hlið og þar bráðnar gamall ís sem hefur kannski hefur fallið sem snjór efst á jökulinn fyrir hundruðum eða þúsundum ára.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2012 kl. 18:53

34 identicon

ps. Hér er linkur á 200 ritrýndar vísindagreinar þar sem kenningar heimsendasinna eru dregnar í efa. Áttu þær ekki að vera 24 Hversemer?

Það er svosem ekkert nýtt að staðfastir Goristar kunni ekki að telja.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 18:56

35 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar - ekki ljúga um hvað ég fæ eða ekki fæ fyrir að ritstýra loftslag.is - Ég get sagt þér það (þar sem þú virðist ekki hafa hugmynd um það) að ég (og við) hef aldrei fengið krónu fyrir að ritstýra síðunni og höfum við Höski að auki sjálfir borgað allan kostnað við hana...s.s. við erum í mínus og þurfum þar að auki að eiga við ómálefnalegar lygar eins og Hilmar og fleiri stunda...

PS. Við Höski drögum ekki í vafa að jöklar á Íslandi voru minni en í dag við landnám - bara svo það komi fram. Það hefur þó aðrar orsakir en Hilmar og Kristinn spinna upp - m.a. hefur Emil komið inn á hluti af þeim skýringum...ég tel mig ekki þurfa að rekja þær frekar hér...

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2012 kl. 19:13

36 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hér eru rökræðulist Svatla

"Það að ræða við hina sjálfskipuðu "efasemdamenn" - eins og m.a. Hilmar og Kristinn um þessi mál hefur ekkert upp á sig, þar sem þeir fullyrða um samsæri (lygar) vísindamanna og aðrar langsóttar kenningar, heimsendaþvælu og uppspuna..."

Svona texti er dæmigerður uppspuni  hjá Svatla (Sveini Atla) og tugga um "mýtur" o.fl. sem á við engin rök að styðjast.

Ég hef bent á þrjú aðalatriði málsins - (mitt mat á aðalatriðum)

  • Hitastigsmælar í borgum verða að fara út úr gagnagrunninum.
  • Myndir af stærð jökla fyrir 2500 árum og við landnám - sýna að það hefur farið KÓLNANDI - en ekki hlýnandi.
  • Í dag er staðan á Íslandi sú - að sjávarhiti fyrir Noðrurlandi hefur ekki enn náð hæstu hitastigum  "síldaráranna" - (hlýindaskeiðið 1924-1960)
  • Síldin sjálf sannar þetta - ekki komin lengra en Norður úr Langanesi s.l. sumar (2012). 

Alveg sama hvaða röksemdir ég kem með - fyrir mínum sjóðanrmiðum - alltaf ráðast Svatli og Höski Búi fram með dónalegar og lítilsvirðandi athugasemdir og  og  ásakanir um  að svona rökstuðningur sé "ásakanir um lygar og samsæri" - þegar einungis er bent á að borgarhitamælar eiga ekki heima í svona gagnagrunni.

Sameinumst um að láta taka borgarhitamæla út úr gagnagrunninum - og alla aðra hitamæla  þar sem breytingar hafa orðið á umhverfi - skógur eða skjól.

Þá stendur eftir gagnagrunnur er ég er algerlega sammála að sé  þá góður gagnagrunnur sem þarf þá að vera vottaður af af trúverðugum aðilum sem almenn sátt er um að séu trúverðugir.

Allur áróður óhróður og tal um "efasemdarmenn" þegar verið er að skiptast á skoðunum - dæmir sig sjálft.

Samkeppni um best rökstuddu sjónarmiðin verður ofan á  - hvernig svo sem Svatli og Höski Búi  djöflast á  þeim sem koma með  önnur sjónarmið en þeim virðast henta.

Kristinn Pétursson, 1.12.2012 kl. 19:13

37 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Að þessum meintu 200 vísindagreinum Hilmars - sem hann telur að styðji mál hans, þá valdi ég eina af handahófi...sú styður að sjálfusögðu ekki mál hans, sjá hér http://www.nature.com/nature/journal/v438/n7065/abs/nature04121.html

Þetta virðist vera athyglisverð grein eftir m.a. Stefan Rahmstorf um áhrif sólar á loftslag fyrri tíma...náttúruleg áhrif sólar útiloka ekki í sjálfu sér mannleg áhrif. En ég er hræddur um að þessi listi Hilmars styðji ekki mál hans - en að sjálfsögðu ætla ég ekki að skoða allar 200 greinarnar - en ef hann vill benda á eina grein sem hann telur að styðji mál hans - þá skal ég skoða hana.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2012 kl. 19:18

38 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn (ég hélt þú værir hættur):

Þú nefnir þrennt:

1) Hitastigsmælar í borgum verða að fara út úr gagnagrunninum.

- Vísindamenn þekkja þetta og eru meðvitaðir um mælingar í borgum og bæjum - það er samsærisrugl að halda öðru fram:

2) Myndir af stærð jökla fyrir 2500 árum og við landnám - sýna að það hefur farið KÓLNANDI - en ekki hlýnandi.

- Það kólnaði (í stórum dráttum - ekki allt tímabiliði þó) frá landnámi og þangað til á 20. öld á Íslandi...það er rétt - en útilokar ekki loftslagsbreytingar af mannavöldum - eins og vísindaleg gögn styðja.

3) Í dag er staðan á Íslandi sú - að sjávarhiti fyrir Noðrurlandi hefur ekki enn náð hæstu hitastigum "síldaráranna" - (hlýindaskeiðið 1924-1960)

Síldin sjálf sannar þetta - ekki komin lengra en Norður úr Langanesi s.l. sumar (2012).

- Þetta er útúrsnúningur - það er að auki fleira sem hafur áhrif á síldina en hitastig eitt og sér - ætli veiðinn hafi ekki haft eitthvað að segja... Reyndar dreg ég fullyrðingar Kristins um hærra hitastig í sjónum fyrir norðulandi (1924 - 1960) í efa.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2012 kl. 19:24

39 identicon

Fyrirgefðu mér Svatli minn. Ég gaf mér bara að þið félagar hlytuð að fá væna prósentu af kolefnisskattinum sem þið hjálpuðuð "norrænu velferðarstjórninni" dyggilega að koma á. En auðvitað mátti ég segja mér að þúfutittlingarnir væru skildir eftir bjargarlausir úti í norðangarranum.

Varðandi vísindagreinarnar þá verður þú að athuga að þær er ritaðar á ensku. Ertu alveg viss um að þú kunnir tungumálið félagi?

Í öllu falli þá er hérna ein ágætis ritrýnd vísindagrein um góðvin þinn Al Gore:

An Inconvenient Truth: blurring the lines between science and science fiction

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 19:51

40 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér kemur þá athugasemd nr. 40. Gagnmerk! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2012 kl. 20:38

41 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristinn Pétursson. Ég hef oft tekið undir það sem þú hefur skrifað um fiskveiðarnar og gervi-fiskifræðina sem er viðurkennd af hringborðs-frímúrara-heimsmafíunni. En það háir þér að geta ekki rökrætt við þá sem ekki eru sammála þér. Þú kennir ekkert, og lærir ekkert, með því að loka á þá sem eru ósammála þér.

Lífið er saltfiskur, en það er líka svo ótal margt annað.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2012 kl. 21:15

42 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar - ég tel fullvíst að það séu ekki 200 ritrýndar greinar þarna sem styðja mál þitt - þó að sú fyrsta (eftir Roy Spencer - er þetta ritrýnd vísindagrein? - hún fjallar um heimildarmynd og afstöðu til hennar - virðist ekki vera vísindarannsókn) styðji hugsanlega þinn vinkil...?

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2012 kl. 00:52

43 identicon

ROFL Svatli minn "Ég tel fullvíst"! Kanntu annan betri? Hvernig væri bara að þú gæfir þér góðan tíma - fengir hugsanlega góðan mann til að þýða greinarnar fyrir þig - og leitaðir svo eftir áliti þér sérfróðari manna, hugsanlega vísindamanna, á innihaldi umræddra greina?

user posted image

Það er athyglisvert að hið mikla átrúnaðargoð ykkar félaga, Al Gore, er með BA próf í opinberri stjórnsýslu. Kappinn var afleitur í náttúruvísindum (fékk D í áfanganum "Staða mannsins í náttúrunni" í Harvard og C+ í náttúruvísindum 118 á 2. ári). 

Þessi mikli andans snillingur þeysist heimshorna á milli, með viðkomu á Suður-heimskautinu í fylgd með Ólafi 16., til að fræða heimsbyggðina um hnatthlýnun!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 02:01

44 identicon

ps. Hérna eru svo nokkrar glænýjar greinar:

No Need to Panic About Global Warming (Signed by 16 Scientists, The Wall Street Journal, January 26, 2012)
Concerned Scientists Reply on Global Warming (Signed by 16 Scientists, The Wall Street Journal, February 21, 2012)
Global Warming Models Are Wrong Again (William Happer, Ph.D. Professor of Physics, Princeton University, The Wall Street Journal, March 27, 2012)
49 former NASA scientists go ballistic over agency's bias over climate change (Financial Post, April 11, 2012)
Study: Climate Change Skeptics Know More About Science Than Believers (The Blaze, May 28, 2012)
Apocalypse Not (Wired, August 17, 2012)
Global-warming fanatics take note: Sunspots do impact climate (The Washington Times, September 6, 2012)
A Cool-Headed Climate Conversation With Aerospace Legend Burt Rutan (Forbes, September 9, 2012)
Global warming stopped 16 years ago (Daily Mail, UK, October 13, 2012)

Þið Höski hafið a.m.k. nóg að lesa um jólin.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 02:20

45 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ekki ein ritrýnd vísindagrein í þinni síðustu athugasemd Hilmar...það getur hver sem er skrifað greinar - en það er ákveðin stimpill þegar um er að ræða ritrýndar greinar... Það er það sem ég er að tala um, ekki einhverjar skoðanagreinar í Wallstreet Journal o.s.frv.

Hitt er annað mál að meira að segja 200 (jafnvel fleiri) "efasemdar"-greinar sem hugsanlega væru ritrýndar (sem þínar eru ekki allar Hilmar og þær styðja alla vega ekki allar mál þitt) - væru bara pínkulítill hluti af þeim þúsundum greina sem sýna fram á tengsl og áhrif hitastigs og gróðurhúsa gastegunda.

Annars nenni ég ekki að "ræða" meira við þig Hilmar...þannig að núna getur þú sett fram allt það bull sem þú vilt hér og ég mun ekki svara þér sérstaklega hér. Þú getur líka kallað mig "gorista" eða eitthvað annað uppnenfi - eins og þér er von og vísa að vanda - ekki málið Hilmar ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2012 kl. 08:21

46 identicon

Blessaður drengurinn genginn inn í langvarandi kuldakast.

Ef 200 ritrýndar greinar um bull-og þvaður vísindi hitavelluheimspekinga er ekki nóg fyrir ykkur fóstbræður, Svatla og Höska, er rétt að benda ykkur góðfúslega á yfir 1100 (eittþúsundogeitthundrað) ritrýndar vísindagreinar um bullið í prestsyninum Al Gore og hans nótum.

Af nógu er að taka. Hugsandi vísindamenn neita nefnilega að láta vanhæfa pólitíkusa kaupa sig til hlýðni við heimsendakenningar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 09:53

47 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jæja þetta var nú aldeilis hressandi opin umræða. En einhverstaðar verða menn að hætta því það er endalaust hægt að brydda upp á nýjum flötum í þessu máli. Bloggið er merkilegt fyrirbæri þar sem hver og einn er ritstjóri á sinni síðu og hefur völdin um það hvernig athugasemdum er háttað. Bloggfærslur eru ekki vísindagreinar og þar hafa allir frelsi til að slá fram vafasömum og órökstuddum fullyrðingum svo lengi sem það er innan velsæmismarka. Menn geta beit líka allskonar skyndilokunum á athugasemdir eða bannað þær algerlega og ekkert við því að segja nema að það getur verið spælandi að vera búinn að skrifa einhverja gagnmerka athugasemd og fá svo bara rautt X.

En talandi um "Global Warming" þá hef ég enga trú á öðru en að mannkyn muni halda áfram að brenna því jarðefnaeldsneyti sem hægt er að ná í eða svo lengi sem eitthvað verður eftir. Afleiðingarnar munu smám saman koma í ljós en enginn veit nákvæmlega hverjar þær verða en getum bara vonað að þær verði skárri en verstu spádómar gefa til kynna. Og varðandi Al Gore þá er hann alls enginn æðstiprestur og hvorki upphaf né endir í vísindalegri umræðu um Global Warming. Sjálfur hef ég reyndar ekki séð þessa mynd hans.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.12.2012 kl. 11:41

48 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikið er ég sammála öllu í þessari síðustsu athugasemd Emil. Sérstaklega þessu: ''Bloggfærslur eru ekki vísindagreinar og þar hafa allir frelsi til að slá fram vafasömum og órökstuddum fullyrðingum svo lengi sem það er innan velsæmismarka.'' Það er bara hluti af kommon sens að láta það sem kemur fram á bloggi, sumt jafnvel sagt í stríðni eða galgopaskap eða tiltölulega saklausum stælum, koma sér alltof mikið úr jafnvægi. Visst umburðarlyndi fyrir öðrum og uppátækjum þeirra verður að vera með í spilinu. Að eltast við allt sem menn segja um eitthvað málefni út um allar bloggsíður, leiðréttandi og setjandi ofan í, jafnvel með ónotum og leiðindum en engum húmor, ber að mínum dómi vitni um einhvern krossferðarpirring sem er í ætt við einstrengishátt öfga og ofsatrúarmanna, hvort sem það er í stjórnmálum, pólitík eða öðrum málefnum. Það er hvergi friður fyrir þeim  með fingurinn á loft og strangann besservissersvipinn. Þeir geta haft góðan málstað og réttan en sjást ekki fyrir í boðun hans og kunna ekki mannleg samskipti eða réttara sagt bloggleg samskipti. Skilja ekki að nóg getur verið nóg. Þeir eru friðarspillar hvar sem þeir koma á bloggsíðum,  plága og pest sem menn reyna að forðast eftir bestu getu.  Og hana nú!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2012 kl. 12:02

49 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir Emil.

Sigurður, þar sem ég veit að þú ert að ræða m.a. um mig og Höska, þá vil ég bara segja að þér er velkomið að hafa þína persónulegu skoðun á okkur. Það er okkar val að svara fyrir þær fjölmörgu rangfærslur um loftslagsmál á blogginu - við höfum verið mis duglegir við það á tíðum...en það er greinilegt að maður eignast ekki marga vini fyrir vikið. Reyndar hefur þú nú verið okkur tiltölulega óvinveittur alveg frá upphafi (þó það hafi kannski bætt örlítið í) - hvað sem liggur að baki. Ég hef svarað þér á vinsamlegan hátt og með aðeins meiri slagkraft...en þú virðist ekki getað staðist svona athugasemdir, jæja, svo er nú bara það þú mátt eiga það við sjálfan þig. Hitt er annað mál að þú hefur yfirleitt ekki verið að argast út í þá sem eru að koma fram með uppspuna og rangtúlkanir á vísindum út um allar grundir...nei það eru yfirleitt bara við tveir sem megum eiga von á slíkum ritum frá þér...skammastu þín... (ég geri mér grein fyrir að þú átt væntanlega við fleiri í þessu einstaka tilfelli - en þú hefur of oft elst við okkur (stundum bara mér) með þvílíkum skrifum til að ég láti þér ósvarað núna).

PS. Það er þín skoðun og túlkun að við séum ekki umburðarlundir eða að við séum án alls skopskyns - það er endemis bull í þér Sigurður. En við veljum að svara þeirri afneitun á loftslags vísindum sem herjar í bloggheimum - frá nokkrum vel völdum stöðum - m.a. Hilmari, Kristni og fleirum... Ég biðst ekki forláts að svara þeirra bulllýsingum og rangfærslum um þessi mál - þó það virðist fara í taugarnar á þér Sigurður...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2012 kl. 12:19

50 identicon

Þakka síðuhöfundi, Sigurði nafna mínum, Sveini Atla, Höskuldi Búa, Kolbrúnu og Kristni fyrir einkar hófstillta og yfirvegaða orðræðu. Megi friður jólanna, kærleikur og gleði, vera með ykkur á þessum myrku tímum.

ps. Hún kólnar nú samt!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 13:40

51 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég á alls ekki við Höska. Hef aldrei haft neitt yfir þeim ágæta húmorista og manni að  kvarta. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2012 kl. 14:41

52 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður - jæja, ég veit þó til að Höskuldur hafi áður kvartað yfir persónulegu pillunum í þér Sigurður - ekki að það skipti máli hvað þú ert að meina yfirleitt - það er ekki auðvelt að vita hvað þú ert að fara í þínum hugleiðingum - eða hvaða skoðun þú hefur á hlutunum. En þér líkar ekki við mig - fínt að fá það á hreint...ekki það að ég hafi ekki vitað það í langan tíma...enda þurft að svara svona pillum áður...skammastu þín Sigurður. En ég er svo sem ekki sá fyrsti sem þú virðist sjá hjá þér þörf til að skammast í...en þú virðist þó aldrei vilja ræða málin málefnalega...

PS. Þú ert líka einn af þeim sem hefur látið margar færslur (og þar með athugasemdir) hverfa þegar þér hefur fundist það passa...

PSS...ég nenni ekki einu sinni að reyna sjá eitthvað húmorískt við þina nálgun í dag...enda þykist ég vita að þér sé full alvara í þessum persónulegu pillum þínu...

Jæja Emil - ég nenni ekki að eiga við þessa umræðu hér í bili - þetta er niðurbrjótandi umræða og virðist til þess gerð að ráðast að persónum en ekki takast á við málefnið á opinskáan hátt...en það virðist vera umræðumenning dagsins í dag á Íslandi...því miður...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2012 kl. 15:08

53 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

...ekki að það skipti máli hvað þú ert að meina yfirleitt - það er ekki auðvelt að vita hvað þú ert að fara í þínum hugleiðingum - eða hvaða skoðun þú hefur á hlutunum. 

En ég er svo sem ekki sá fyrsti sem þú virðist sjá hjá þér þörf til að skammast í...en þú virðist þó aldrei vilja ræða málin málefnalega...

PS. Þú ert líka einn af þeim sem hefur látið margar færslur (og þar með athugasemdir) hverfa þegar þér hefur fundist það passa...

Þetta finnst mér ansi niðurbrjótandi. Ég hef nú aldrei á öllum mínum bloggferli lent í eins niðurbrjótandi manni og Svatla. Það munaði minnstu að ég hætti alveg að blogga og var reyndar miður mín í marga daga eftir að hann kom inn á síðuna mína með uppnefni (sem átti að vera grín (a la Gilz) og ýsmum meiningum um hvers konar mann ég hafi að geyma, vildi t.d. bara hafa viðhlægjendur þó athugasemdadálkarnir á blogginu í nokkur ár áður en það varð varð veðurblogg segðu aðra sögu, vegna þess að ég nefndi að veðuröfgar væru ekki ný bóla.

Og svo þetta. 

Þeir sem lesa þessi veðurbogg sem eru i gangi eru yfirleitt sama fólkið. Og ég læt þeim eftir að dæma um skýrleika framsetningar minnar og skoðana yfirleitt og hvort það skipti máli hvað ég hef fram að færa. Eða hvort ég sé hringlandi fifl sem um að gera sé að sýna sem allra mesta fyrirlitningu. Eða hvort það sé minn stíll að vera yfirleitt að skammast í fólki. Og hvers konar karakter ég er.

Hvort sú mynd sem Svalti dregur upp af mér sé rétt.

Ég er sammála því að þessi umræða er einstaklega niðurdrepandi, rætinn og lítilsvirðandi.  

Ég ætla svo ekki að ræða þetta frekar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2012 kl. 15:52

54 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og það er þessi hlið á Svatla sem veldur því að lokað er á hann, ekki skoðanir hans. Hann fælir frá sér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2012 kl. 16:10

55 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður - bara fleiri pillur ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2012 kl. 16:23

56 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þessi síðasta athugasemd Sigurðar Þórs er mjög gott innlegg í þessa umræðu.

Ég bið Emil og Höska velvirðingar ef umrædd lokun mín á þá var ekki réttmæt - en mér fannst þá,  þeir draga um of taum Svatla í umræðunni en sá aðili hefur verið með leiðinlegustu athugasemdirnar  hjá mér og skrifað "niður" til mín og fleiri hér á þessu mbl bloggi.

Það verða vara nokkurn tíman neinar "endanlegar sannanir eða afsannanir" í þessum loftslagsmálum. 

Umræðan á að "flæða" og vera opin - sanngirni á að vera  gagnvart nýjum sjónarmiðum -  til að þroska skilning okkar á nýjum möguleikum málsins.

Eftirvænting verður að ríkja - að á morgun komi eitthvað nýrra og betra en við sáum í fyrradag.

Í lifandi þróun  verður alltaf verð vera rými fyrir ný og fersk sjónarmið sem gaman er þá að velta fyrir sér - burtséð frá því hvort það "hentar" þessu eða hinu sjónarmiði.

Ég ætla að áskilja mér fullan rétt til að "uppfæra" mín sjónarmið - ef eitthvað nýtt og spennandi kemur fram.

Annars er þetta mjög gott að lesa þetta hér og ég þakka Emil Valgeir færsluna.

Vonandi höfum við öll lært eitthvað.

Kristinn Pétursson, 2.12.2012 kl. 16:30

57 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er niðurbrjótandi að þurfa að svara athugasemdum þínum Sigurður...þú skítur föstum skotum á mig og aðra - en þolir ekki að þér sé svarað (hvaða hátt sem það svo kann að vera)...svo hverfa færslurnar... Enn og aftur þú ættir að skammast þín...svona skíta pillur eru veðurbloggara ekki til sóma. Ef þér finnst ég niðurbrjótandi fyrir að svara þér - þá þú um það...ef þér finnst þú þurfa að hætta fyrir vikið, þá þætti mér það miður... En ef þú þorir ekki að standa við og svara fyrir orð þín - þá ættir þú kannski að hætta að blogga...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2012 kl. 16:32

58 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Ég hef svarað þessum herrum hér að ofan (sem virðast ekki þola mig) á málefnalegan hátt í gegnum tíðina - en þeir virðast ætla að sammælast um að gera mig að blóraböggli fyrir vikið...megi það vera svo... Ég stend við hvert eitt orð sem ég hef sagt - enda hlýt ég að mega svara fyrir mig - eða hvað?

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2012 kl. 16:36

59 Smámynd: Kristinn Pétursson

Emil Hannes Valgeirsson, afsakaðu misritun nafns.

Kristinn Pétursson, 2.12.2012 kl. 16:44

60 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þegar umræður komast á persónulegt plan þá kárnar gamanið, þannig að plís ekki meira af því hér. Annars loka ég bara á alla nema sjálfan mig.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.12.2012 kl. 18:32

61 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er leiðinlegt Emil að þessi umræða skuli þurfa að fara á plan persónulegs skítkasts í mörgum tilfellum - tóninn í umræðu sumra þeirra sem afneita vísindalegri nálgun er slíkur að ekki er hægt að ræða málin á málefnalegan hátt. Ég hef frá því að ég byrjaði að taka þátt í þessari umræðu þurft að verja mig gagnvart ákveðnum aðilum...sem er synd - alveg sama hversu málefnalega ég hef borið mig. En, allavega, þá ég ætla ekki að svara meiru af þeim persónulegu pillum sem á mig eru sendar hér - það borgar sig greinilega ekki...

Reyndar þarftu að loka á þig líka Emil - þar sem þú byrjaðir að skjóta á Kristinn í pistlinum (þó hann hafi að því er virðist fyrirgefið þér það núna) ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2012 kl. 18:45

62 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þetta er leiðinleg umræða - en hún er allavega opin (ennþá). Mér finnst fáránlegt hvernig menn hyggjast klína á Svein Atla einhverja sök í þessari umræðu (hvaða sök - að vilja vísindalega umræðu??) - lítið ykkur nær, sérstaklega þú Kristinn. Þú lokaðir á mig vegna þess að ég benti þér á að þú fórst með rangt mál og vísaði í heimildir. Það er undarleg sögufölsun að telja að þú hafir gert þetta af því að við "drógum taum" Sveins... undarleg rökleysa og svo langt frá því að vera "opin" eins og hægt er..

Höskuldur Búi Jónsson, 2.12.2012 kl. 22:38

63 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Enn er umræðan opin og hér kemur örugglega mitt síðasta innlegg um þetta á þessari síðu enda mælist Emil til að þessu ljúki. Það er nú heldur betur verið að klína sök á mig í  þessari umræðu. Martekið fram að ég eigi að skammast mín og skrif mín séu ekki veðurbloggi sæmandi, séu skíta pillur, ég láti færslur hvefra og það sagt með þeim undirtónum að ég sé óheiðarlegur  og svo framvegis. (Ég læ færslur hverfa um margs konar efni og hef gert frá því ég byrjaði að blogga, skrif sem ég er ekki ónægður með og ég hef fullt leyfi til þess án þess að þurfa að þurfa aða sæta ásökunum). Ég ætla ekki að þreyta Emil mikið meira á þessu. En ég mun fara á öðrum vetvangi í þetta mál gegn Svatla, sem er sá eini sem ég hef hér eitthvað við athuga, þessa aðför hans að mér sem veðurbloggara þar sem siptast á yfirlysingar um að ég eigi að skammast mín, ekki skipti máli hvað ég sé að meina yfileitt (er hægt að sýna meiri óvirðingu en með slíku orðalagi) en meininginner að sé bara einhver grautur eða della og það séu mínar ær og kýr að vera með niðurdrepandi pillur á aðra, þegar ég hef mest verið að bregðast við einmitt slíku gagnvart mér sem ég hef orðið að þola á minni eigin síðu. Viðbrögð mín við því eru svo túlkuð af stækri fyrirlitningu, - ''ef þér finnst niðurbrjótnadi að láta svara þér  þú um það''  en það var ekkert málefnalegt sem ég var að svara eins og hér er þó látið í veðri vaka. Það voru undarlega ertandi, pirrandi og ónotalegar athugsasemdir af litli tilefni, uppnefni og spott.  Og nú er bætt við meiningu um að maður geti ekki svarað fyrir sig sig þó blogg mín og önnur skrif gegnum árin um ýmis segi allt aðra sögu. Ég get mjög vel svarað fyrir mig. Þetta er ekki vísindaumræða. Þarna er verið að gera lítið úr fólki, bregða upp mynd af því sem lítlisigldu og ómerkilegu. Eins og ég hef sagt áður hef ég aldrei lent í öðru eins á mínum 5 ára um boggferli en Svatla.  Og ég er ekki búinn með hann. Framhaldið verður tekið upp annars staðar og ég bið Emil afsökunar að þetta skuli koma upp á hans síðu. Gagnrýni mín um krossferðina og það var kannski heldur hörð, að nefna plágu og pest, þau orð tek ég aftur en hitt mátti alveg segja og átti að segja.  Og það á aðeins við um Svatla. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2012 kl. 07:24

64 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þarn á að stada á einum staf ''skrif ég er ekki ánægður með'' en ekki ''skrif sem ég er ekki ónánægður með''. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2012 kl. 07:32

65 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fleiri skítapillur frá hinum "virta" veðurbloggara - þessu ætlar aldrei að ljúka...

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.12.2012 kl. 07:54

66 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þar sé ér er einhvers konar orsakavaldur að þessari færslu upphaflega - með því að "loka"  fyrir endurtekið áreiti í aths hjá mér á sínum tíma - er alveg við hæfi að ég geri eina aths. enn  og nú með kveðju til Höska sem segir hér:

" lítið ykkur nær, sérstaklega þú Kristinn. Þú lokaðir á mig vegna þess að ég benti þér á að þú fórst með rangt mál og vísaði í heimildir".

Höskuldur Búi: Við skoðana skipti á blogginu finnst mér ekkert sérlega smekklegt að einhver setjist aftur og aftur í "dómarasæti" og úrskurði að Nonni eða Gunna fari með eitthvað "rétt mál" eða "rangt mál".

Á minni síðu fer ég með mín sjónarmið og hvergi hef ég farið meið eitthvað "rangt mál" í þessari merkingu. Við nálgumst málin misjafnt - og það er bara allt í lagi með það.

Það eru sex hliðar á teningnum, 1, 2, 3, 4, 5, 6. Það kallast þrívídd.  þannig er til það sem kalla má  mismunandi skilningur  á  sama viðfangsefninu - eftir því hvaða hlið teinginsins er skoðuð í þrívídd.   Tvö andstæð sjónarmið eru hugsanlega bara tvær hliðar málsins - af sex mögulegum.

Loftslagsmál eru ekki bara einhver "hnattræn hlýnun". Inn í dæmið koma umdeild fyrirbrigði eins og  sólin (sólgeislar og sólgos) eins og Ágúst H Bjarnason hefur útskýrt hvað best (fyrir minn smekk) á sinni síðu, en þið hafið líka djöflast í honum með frekar leiðinlegum hætti - til hvers. Lokaði hann á ykkur?  Ég fylgdist ekki  alveg með því hvað hann varð umburðarlyndur.

Kjarni málsins er  að allir virði sjónarmið samkeppnisaðila  og við lítum á þetta sem samkeppni um best rökstudda sjónarmiðið.

Ég óska þess t.d. að þið gerið tvennt:

  1. Takið þátt í að hvetja til þess að nýr gagnagrunnur um hitafar verði gerður - þar sem allir borgarhitamælar  verði settir út og einungis staðir hafðir eftir þar sem engar teljandi breytingar hafa orðið á umhverfi -  þar sem hitastig er mælt.  Við slíka lagfæringu - minnkar tortryggnin út í þennan gagnagrunn - og þessi hlyti deilunnar væri þá lagður til hliðar.  Svona sjálfsagt mál á ekki að  þvermóðskast við að lagfæra.
  2. Taka þátt í að hvetja til þess að gerðar verði t.d 15 grafískar myndir  af jöklastöðu Norðurslóða -  t.d. 7500 ár, þ.e. mynd á 500 ára fresti.  Það eru til gögn til að gera þetta - sambærileg gögn og notuð voru við gerð Íslandskortanna  frá 1996 sem ég nota gjarnan.

Svo verð ég að taka undir þetta með Sigurði:

"Ég get mjög vel svarað fyrir mig. Þetta er ekki vísindaumræða. Þarna er verið að gera lítið úr fólki, bregða upp mynd af því sem lítilsigldu og ómerkilegu"...

 Þetta er svipuð upplifun og ég varð fyrir - þegar ég lokaði á þykkur þremenningana - en þið virðist standa saman svona óbeint - ég sé það betur nú, þó Svatli gangi lengst í "niðurtalinu" - að tala (skrifa) niður til annarra.

En - eins og ég sagði - ég vona að ALLIR  hafi lært eitthvað, er er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi - vona að þið hafið það allir góðan dag.

Kristinn Pétursson, 3.12.2012 kl. 08:40

67 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll, Kristinn. Ég hefði alveg verið til í að ræða þessi atriði þín varðandi gagnagrunna, stærðir jökla, sjávarhita og fleira, enda finnst mér þetta áhugavert umræðuefni. Við erum svo sem ekki sammála, en það einmitt þess vegna sem menn ræða málin og skiptast á skoðunum. Mínar athugasemdir hjá þér hafa held ég alltaf verið á sömu nótum og þessi sem ég ætlaði að setja inn hjá þér á föstudaginn, þ.e. málefnið sjálft en ekkert persónulegt. Það getur líka vel verið að ég eigi eftir að setja inn einhverjar athugasemdir hjá þér síðar úr því búið er að opna aftur.

Ég veit ekki hvort ég muni sjálfur beita mér fyrir gerð nýrra gagnagrunna um hita jarðar samkvæmt lýsingu hér að ofan eða jöklastöðu Norðurslóða enda hef ég ekki mikil völd til þess. Þú gætir þó alveg reynt að tala við fræðimenn og fengið þeirra álit. Ég hef reyndar mínar skoðanir þarna, samanber það sem ég sagði um Grænlandsjökul í "athugasemdinni".

Annars ætla ég að standa við það að taka þessa bloggfærslu út og það verður væntanlega gert klukkan 15.00 í dag. Menn geta þá notað tækifæri til að sættast, sem væri auðvitað best, eða það sem verra er að nota tíma til að kópera athugasemdirnar sem hafa birst til að nota í einhverskonar framhaldsmálaferlum. Ég veit svo sem ekki hver kæmi best út úr því.

Svo vil ég segja það í sambandi við deiluaðila að það er vafasamt að segja mikið um persónur fólks út frá því sem það segir í bloggi og athugasemdum. Ég hef hitt Sigurð Þór, Svein Atla og Höskuld í eigin persónu. Við Siggi höfum t.d. farið saman á nokkur veðurfræðiþing og hitt þar líka ýmsa veðurfræðinga. Ég fór í sumar í skaflaleiðangur á Esjuna með Svatla og Höska og þar var ýmislegt rætt í gamni og alvöru. Allt eru þetta hinir ágætustu náungar og enginn þeirra húmorslaus eða illkvittinn. Hilmar Þór hef ég ekki hitt og er ég því hugsanlega fullur af allskonar ranghugmyndum um hann út frá því hvernig hann skrifar.

Maður hefur lært ýmislegt hvað er viðeigandi að segja hverju sinni hér blogginu. Stundum er betra að hugsa sig tvisvar eða þrisvar um hvað sagt er því persónuleg skot eða vinsamlegt grín með írónísku ívafi getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína þegar lesandinn skynjar ekki hvað býr að baki. Maður þarf líka að taka alls konar stríðni og jafnvel móðgunum með jafnaðargeði, en auðvitað er best að sleppa öllum persónulegum tundurskeytum og ræða saman málefnalega.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.12.2012 kl. 10:51

68 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Emil - ég ætla að biðja þig bara um að hafa þessa færslu inni. Þetta er til ágætis vitnis um hvernig umræða um loftslagsmál geta á stundum þróast - þó ekki hafi hún kannski verið hugsuð sem slík.

Ég hef þær hugmyndir um Sigurð að hann sé hinn vænsti maður og hef ég ekkert út á hann að setja, annað en að hann virðist vilja taka mig sérstaklega út sem einhvern sem hann ekki þolir...ég get lifað með það - hef fengið verri komment á blogginu í sjálfu sér. Ég les oft bloggið hans með áhuga og hef staðið sjálfan mig að því að hlæja upphátt af skemmtilegum kommentum hans (þannig að ekki er ég alveg húmorslaus).

Hitt er svo annað mál - ef menn ætla sér að taka þátt í umræðu (ekki síst á blogginu), þá þurfa viðkomandi að geta tekið því að þeim sé svarað...það var ekki annað en það sem ég gerði gagnvart Sigurði (ekki í fyrsta skipti svo sem), Hilmari og fleiri hér að ofan - ATH. ég svaraði Sigurði sem svar við hans skoðunum á mér persónulega - sem hann hefur svo sem sett fram áður.

Ég hef kannski þann "galla" að ég svara ef mér þykir að mér vegið eða þegar ég sé rangfærslur sem ekki standast skoðun...ef einhver þolir mig ekki fyrir það, þá viðkomandi um það. Mér finnst t.d. síendurteknar rangfærslur varðandi loftslagsmálin vera eitthvað sem ekki á að standa ósvarað...öðrum þykir það óviðeigandi að svara því - en svona erum við bara ólík, sem betur fer.

En, allavega þá hef ég tekið kópí af færslunni (eða núna rétt bráðum), ef Emil ákveður að taka hana út... Takk fyrir að vera svona málefnalegur Emil - við gætum sjálfsagt öll lært eitthvað af þér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.12.2012 kl. 14:00

69 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég ætla að standa við það að taka færsluna út þrátt fyrir að ýmislegt hafi komið þarna fram sem mætti lifa áfram. Það var meiningin í upphafi að hafa þetta bara tímabundið inni enda er þetta ekki bloggfærsla í "mínum stíl" þannig séð. Það er því ekki endilega vegna athugasemdanna sem ég tek þetta út, bloggfærslan verður þó áfram til í kerfinu hjá mér sem falin færsla.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.12.2012 kl. 14:26

70 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jæja nú er ég búinn að opna þessa "ekki-bloggfærslu" aftur, enda sýnist mér flestir sem tóku þátt í umræðum hér vilja hafa það þannig.

Þetta kom t.d. í athugasemd frá Kristni:

"Þið þrír meiriháttar brandari samanlagt þú, Svatli og Höski. Stundið einhvers konar "bloggeinelti" með Svatla í forsvari - þið bakkið skítameldingar hans upp - svo þegar þið eruð að tapa í umræðunni hjá þér - eyðir þú sjálfur öllum umræðunum!"

Emil Hannes Valgeirsson, 4.12.2012 kl. 00:27

71 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Jamm - öllum var ljóst að þú varst löngu búinn að ákveða að stroka út þessa færslu. Ómerkilegt hjá Kristni.

Kannski rétt að svara Kristni lítillega frá því fyrr í dag - mér fannst ekki taka því ef það átti að fara að stroka út færsluna:

Kristinn segir:

Höskuldur Búi: Við skoðana skipti á blogginu finnst mér ekkert sérlega smekklegt að einhver setjist aftur og aftur í "dómarasæti" og úrskurði að Nonni eða Gunna fari með eitthvað "rétt mál" eða "rangt mál".

Rétt mál og rangt mál er ekki huglægt, ef um mælanleg gögn er að ræða - að segja að það sé að kólna þegar það er að hlýna er dæmi um að fara með rangt mál.

Kristinn segir:

Loftslagsmál eru ekki bara einhver "hnattræn hlýnun". Inn í dæmið koma umdeild fyrirbrigði eins og  sólin (sólgeislar og sólgos) eins og Ágúst H Bjarnason hefur útskýrt hvað best (fyrir minn smekk) á sinni síðu, en þið hafið líka djöflast í honum með frekar leiðinlegum hætti - til hvers. Lokaði hann á ykkur?  Ég fylgdist ekki  alveg með því hvað hann varð umburðarlyndur.

Gögnin sýna að síðustu áratugi er sólvirkni ekki um að kenna, sjá t.d. fjölmargar rannsóknir sem fjallað er um hér: Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar, þar segir:

Á milli áranna 1910 og 1940 var tímabil hlýnunnar, sem talið er að hafi að mestu verið vegna aukinnar sólvirkni og lítillar eldvirkni – auk lítilsháttar áhrifa frá mönnum. Frá miðri síðustu öld hefur sólvirknin hins vegar verið flöt og eldvirkni í meðaltali. ENSO hefur síðan engin heildaráhrif á hnattrænan hita til lengri tíma litið. Styrkur gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á þeim út í andrúmsloftið hefur aukist með auknum þunga og er orðinn helsti áhrifaþátturinn í breytingum á hnattrænum hita, líkt og myndir 3 og 4 sýna.

Mismunandi aðferðir og nálganir sýna svipaða niðurstöðu: Menn eru helsti áhrifaþátturinn í breytingum á hnattrænum hita síðastliðna öld og sérstaklega síðastliðin 50 ár.

Sjá einnig þessar heimildir:

Varðandi Ágúst, þá hefur hann lokað á okkur - ekki vegna einhvers sem við sögðum á hans bloggi, heldur annars staðar.

Takið þátt í að hvetja til þess að nýr gagnagrunnur um hitafar verði gerður - þar sem allir borgarhitamælar  verði settir út og einungis staðir hafðir eftir þar sem engar teljandi breytingar hafa orðið á umhverfi -  þar sem hitastig er mælt.  Við slíka lagfæringu - minnkar tortryggnin út í þennan gagnagrunn - og þessi hlyti deilunnar væri þá lagður til hliðar.  Svona sjálfsagt mál á ekki að  þvermóðskast við að lagfæra.

Þetta hefur verið gert, ég var einmitt að benda þér á slíkan gagnagrunn og rannsókn þegar þú lokaðir á mig (hint BEST gögnin og rannsóknir á þeim).

Taka þátt í að hvetja til þess að gerðar verði t.d 15 grafískar myndir  af jöklastöðu Norðurslóða -  t.d. 7500 ár, þ.e. mynd á 500 ára fresti.  Það eru til gögn til að gera þetta - sambærileg gögn og notuð voru við gerð Íslandskortanna  frá 1996 sem ég nota gjarnan.

Emil er búinn að þrátelja upp takmarkanir við að gera svona kort og hversu lítið þau myndu segja okkur - en þú hlustar ekki.

Höskuldur Búi Jónsson, 4.12.2012 kl. 00:58

72 identicon

Jæja félagar. Emil hættur við ritskoðunina og önnur lota hafin. Vænti þess að menn séu búnir að kynna sér nýjustu færslu félaga Trausta: Alhvítur nóvembermánuður á Akureyri.

Öll gögn styðja óhjákvæmilega það sem ég hef leyft mér að halda fram: Það er að kólna á Íslandi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 08:35

73 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hef ekki ritskoðað neitt, og aldrei lokað á neinn. Bloggfærslan átti alltaf að vera tímabundinn. Lokaðir þú ekki á mig á sínum tíma, Hilmar?

Emil Hannes Valgeirsson, 4.12.2012 kl. 09:00

74 identicon

Jú Emil minn, en þú varst líka svo ungur og óþroskaður á þeim tíma. Sem betur fer ertu farinn að líta í kringum þig og skynja umhverfið.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 09:06

75 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar enn við sama heiðgarðshornið...jæja, hann um það.

Annars tók ég mig til í gær og skoðaði nokkrar gamlar færslur hjá Kristni tengdar loftslagsmálum - alltaf gaman að grúska aðeins. Hann kom fram í athugasemd hér að ofan eins og hann væri fórnarlamb og hefði aldrei nokkuð til saka unnið - eða eins og hann orðaði það "Hvað er það sem ég (KP) hef til "saka" unnið?"... Jæja fyrst hann spyr svona vinsamlega og virðist hafa gullfiskaminni þegar að þessari umræðu kemur, þá er best að hjálpa blessuðum manninum.

Sú færsla sem ég vel að skoða núna (það er af nógu að taka í sjálfu sér - og hjá fleiri aðilum líka ef það koma fram óskir um meiri upprifjun) er eftirfarandi Blekkingaleikurinn á undanhaldi í vísindaheiminum?

Þarna kemur ýmislegt fram um nálgun Kristins, sem hefur eftirfarandi mottó á bloggsíðu sinni um að hann sé "áhugmaður um vandaða þjóðmálaumræðu" - En aftur að færslunni, þarna notar hann m.a. eftirfarandi orðræðu:

Blekkingin um "hlýnun andrúmsloftsins"

"kæla niður" bullið um óðelilega hlýnun loftslags

Heimsendaspár um "hækkun á yfirborði sjávar" virðist líka hafa verið "vitlaust reiknað" ...enda skylt skeggið hökunni í blekkingarleiknum

Eru það ekki bara "vísindahórur" sem gera út á það að "selja sig" með því að boða alls kyns hræðsluáróður í fjölmiðlum - um þetta og hitt "voðalegt" muni gerast - ef ekki er "gripið til ráðstafana"

allt virðist þetta byggt á all skyns blekkingum og plati um einhver "vísindi" sem eru svo bara bull og hugarflug

Ekki virðist nú umburðarlyndi Kristins bera vott um mann sem aðhyllist vandaða þjóðmálaumræðu eða einhvers sem aðhyllist vísindi. Og síðar í athugasemdum notar hann eftirfarandi orðalag:

Það er kominn tími til að tekið verði fastar á þessari siðblindu og stórskaðlegu lygaþvælu - á þessu "vísindasviði"

Sumir njóta þess að berja höfðinu við steininn - ég held áfram að nota heilbriðgu dómgreindina sem almættið gaf mér í vöggugjöf -

Svatli & Co má alveg dýrka heimaþvættið áfram fyrir mér... bara berja höfðinu enn fastar við - það hugsanlega hrekkur "stíflan"...

Kannski menn ættu ekki að vera henda steinum úr glerhúsi...og þetta eru bara nokkrar tilvísanir úr einum pistli (ég sleppti þeim tilvísunum þar sem hann hraunaði yfir fræði tengd fiskveiðum). Svo móðgast einhverjir fyrir hans hönd og annarra skoðanabræðra hans fyrir að ég taki mér það bessaleyfi að kalla þessu þvælu hans bara þvælu... Afsakið að ég nefni það, en það er ekki heil brú í umræðumenningu Kristins...og samt telur hann sig misrétti beittan og hagar sér eins og einhver engill sem fékk dómgreind almættisins í vöggugjöf. Hann, svo og aðrir sem nota svona orðfæri og/eða verja menn sem nota svona orðfæri, ættu að skammast sín.

Jæja, nú hef ég sjálfsagt móðgað nokkra í viðbót með því að benda á hegðun og orðræðu þeirra sem opinberlega afneita vísindum - best að bíða áhrifana...

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.12.2012 kl. 13:57

76 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef lært margt af að lesa þetta allt. Ég læri ekkert af sjálfri mér, en allt af öðrum. Forvitnin hefur hjálpað mér að víkka sjóndeildarhringinn  

Takk fyrir fræðsluna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2012 kl. 14:50

77 identicon

Ég sé ekki betur en að Anna Sigríður komi þarna með góðan punkt inn í umræðumenninguna hans Svatla.

Okkur getur vissulega greint á um það hvenær, nákvæmlega, verður óbyggilegt á jörðinni sakir kólnunar, en með því að færa góð rök fyrir máli okkar - eins og ég tel mig einmitt ævinlega gera - þá getum við vakið almenning til umhugsunar um loftslagsmál.

Öllum er okkur jú umhugað um að varðveita þau náttúrugæði sem ómenguð náttúra býr uppá.

Ég legg því til - í fullri alvöru - að menn láti þessar síðustu orðaglímur sér að kenningu verða og kappkosti í framhaldinu að virða sjónarmið hvers annars. Sameiginlega getum við vonandi vakið sem flesta Íslendinga til umhugsunar um loftslagsmál.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 20:27

78 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessar umræður hafa verið merkilegar og lærdómsríkar vonandi fyrir alla. Pössum okkur á að draga ekki einhvern einn út umfram annan enda er það hér eins og annarstaðar að hver og einn hlýtur að telja sig hafa réttu rökin. Hvort jörðin verði óbyggileg vegna hita eða kulda verða menn varla sammála um og það verður bara að hafa það. Heimurinn okkar er á vonarvöl hvort heldur sem er.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.12.2012 kl. 21:47

79 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér undir má lesa athyglisverða umræðu sem við höfðum við téðan Hilmar - sem telur að við eigum að virða skoðanir hvers annars. Afsakaðu að ég trúi ekki á hans fullyrðingar...enda hefur hann enga virðingu fyrir öðrum skoðunum en sínum eigin...það er marg sýnt.

Við á loftslag.is erum með bloggsíðu hér á blog.is þar sem við neyddumst til að loka á Hilmar vegna endurtekina persónulegra árása á okkur. Hér undir má lesa úrdrátt úr hans athugasemdum - sjá má þetta í fullri lengd á eftirfarandi tengli (Kristinn kemur líka við sögu) - Taktur loftslagsbreytinga síðastliðin 20 þúsund ár, á norður- og suðurhveli jarðar

Kolamolarnir Höski og Svatli eru sanntrúaðir koltvísýringsafneitarar. Þeim er ekki við bjargandi greyjunum

Það vantar ekki að litli anginn hann Svatli telur sig hafa efni á að tala digurbarkarlega

Félagi Höski er hins vegar óvenju hljóður þessa dagana. BS prófið hans í jarðfræði hefur e.t.v. ræktað upp í honum skilning á því að núna er betra að láta fara lítið fyrir sér.

Ef þið þverskallist við verður ykkur mætt af fullri hörku. Berrassaður besserwisserar eiga ekki skilið neina fræðilega linkind.

Tilvísanirnar hér að ofan eru allar frá Hilmari og við ákváðum (þvert á okkar stefnu) að loka á hann í það skiptið. Hilmari þykir staðreyndir eða vísindarannsóknir ekki mjög áhugaverðar - betra að ráðast á boðberann... Vandamálið er að þrátt fyrir fullyrðingar Hilmars um að hlutirnir séu eins og hann persónulega telur - þá er það bara ekki tilfellið... Það er náttúrulega ekki hægt að rökræða við þá sem koma með uppspuna sem engin fótur er fyrir og ráðast svo að öðrum persónulega.

PS. Ég er ekki viss um að Anna Sigríður sé að gera athugasemd við mína nálgun - kannski hennar lærdómur liggi annars staðar...en hún veit það sjálfsagt best sjálf...

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.12.2012 kl. 21:52

80 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

… og ef þessu á að ljúka einhverntíma með sæmilegri sátt, verður líka að horfa framhjá gömlum syndum.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.12.2012 kl. 22:45

81 identicon

Ekki slá á útrétta hönd Svatli minn...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 23:23

82 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég tel mikilvægt í þessari umræðu að skjalfesta hvernig þessir herrar hafa hagað sér. Ef þeir biðjast forláts á háttsemi sinni þá verð ég fyrstur að fyrirgefa þeim, enda nenni ég ekki svona umræðum... Sagan segir okkur þó ákveðna sögu, sem virðist endurtekin við mörg tækifæri af þessum herrum...vonandi mun það þó breytast hjá þeim. Það er ekki nóg að koma með innihaldslausar upphrópanir og persónuleg skot...betra að taka þátt í málefnalegri umræðu þar sem rök eru notuð til grundvallar...og að sjálfsögðu rök sem standast skoðun líka.

Takk enn og aftur fyrir vandaða umræðu Emil.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.12.2012 kl. 23:25

83 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þar sem grunnur þessara umræðna er um það hvernig framtíðin muni verða þá legg ég til að menn fallist á að það eina sem við vitum um framtíðina er að það verði framtíð. Annað eru bara ágiskanir.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.12.2012 kl. 23:34

84 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

... og næstu áratugir munu verða hnattrænt séð heitari en nokkurn tíman í sögu mannkyns.

Höskuldur Búi Jónsson, 5.12.2012 kl. 00:04

85 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

En það gætu hugsanlega komið geimverur með frost-laservopn.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.12.2012 kl. 00:21

86 identicon

Ég tek að sjálfsögðu undir með Emil.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 00:26

87 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Eðlilega þá vitum við fátt um framtíðina eða hvernig hún mun þróast nákvæmlega, en rannsóknir og mælingar á hitastigi jarðar sýna okkur ákveðna sviðsmynd sem er líkleg - sviðsmynd með ákveðið orsaka samhengi...og það er og mun hlýna, svo lengi sem við finnum ekki lausnir á losun gróðurhúsalofttegunda. Þær lausnir eru byrjaðar að koma fram, en það þarf kannski ýta í rétta átt og þá gerast hlutirnir kannski örlítið hraðar...þannig getur maður haft áhrif á þróun mála til framtíðar :)

Það er frekar ólíklegt ef við skoðum málin með söguna að leiðarljósi að afneitun vísinda hætti, enda eru persónulegar hugmyndir stundum yfirsterkari öllum röksemdum...en vonandi getur umræðan allavega orðið jákvæðari - það væri gott. Ég bíð bara eftir að þeir herrar sem hér hafa bundist samtökum um að taka mig sérstaklega fyrir með ofstoppa og upphrópunum biðjist afsökunar á þeirri háttsemi og mun ég að sjálfsögðu taka á móti þeirri sáttarhönd :)

PS. Hilmar - nú veistu hvað þú þarft að gera...það sama gildir nokkra aðra.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.12.2012 kl. 07:59

88 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála því að fleiri en Hilmar eigi að biðjast auðmjúklega afsökunar. Og að fleiri en helvítið hann nimbus eigi að skammast sín niður í rassgat! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.12.2012 kl. 02:33

89 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kæri Sigurður Þór Guðjónsson

Ég biðst auðmjúklega forláts ef ég hef móðgað þig á einhvern hátt í gegnum tíðina Sigurður Þór. Ég hef valið(sem hlýtur að vera minn réttur á sama hátt og að þú hefur rétt á því að gagnrýna mig - og þá helst málefnalega) að svara athugasemdum þínum hreint og beint, en ég ætlaðist í raun ekki til að við yrðum óvinir - enda engin ástæða til þess. Hitt er annað mál að við getum væntanlega báðir lært af þessu og vonandi ekki oftúlkað orð hvors annars í framtíðinni. Ég hef minn stíl, sem er að svara fólki hreint og beint og þannig er ég. Það ber almennt ekki að túlka sem svo að ég vilji vera óvinur nokkurs manns...þó sumir (ekki þú kæri Sigurður) hafi reyndar málað sig ansi langt útí horn með persónulegum ónotum.

Jæja, Sigurður Þór, nú er komið að þér :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.12.2012 kl. 14:46

90 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kæri Sveinn Atli!

Geri orð þín að öllu leyti að mínum gagnvart þér og bið þig innilega afsökunar á því ef ég hef á einhvern hátt móðgað þig eða ofboðið þér, í þessari rimmu eða áður. Það er einmitt það sem ég vildi  forðast við nokkurn manns á bloggi þó stundum hafi eitthvað farið úr böndunum. Ég hef heldur ekki ætlast til að við yrðum óvnir eða ég óvinur nokkurs blggara. Og þó ég tjái mig stundum skarplega og oft ýkjulega og með ofhvörfum fellur mér ekkert verr en alvöru deilur við aðra. Já, og við við ættum báðir að læra af þessu þessu. Held að hvorugur okkar vilji að svona nokkuð endurtaki sig. Ég tek þessa afsökunarbeiðni þína algerlega alvarlega eins og er einlæglega fram sett og hef hér lagt fram mína og lít á þetta  sem fullar sáttir.

Og mikið er ég bara feginn! 

Svæ ættum við veðurnördarnir allir bara að fá okkur kaffi saman við tækifærið og taka alveg burtu þennan glímuhroll! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.12.2012 kl. 15:17

91 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir Sigurður - þetta er mér léttir og lít ég á þetta sem fullar sáttar okkar.

Ég mun þiggja boð um kaffi við tækifæri ef það berst - það er spurning hvort að Emil gæti tekið að sér að skipuleggja þess háttar hitting okkar veðurnördanna, enda manna skástur á flestan hátt.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.12.2012 kl. 15:30

92 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mig langar að þakka fyrir kaffisamsætið sem við áttum saman í vikunni, Sigurður, Emil, Höski og undirritaður. Gott að hitta þá sem maður ræðir við - og takk Emil fyrir að vera milligöngumaður.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2012 kl. 22:37

93 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk sömuleiðis. Kaffihúsaspjallið var gott og gaf auk þess innblástur að næstu bloggfærslu.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.12.2012 kl. 00:16

94 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kannaðist við efnið - sniðugt hjá þér að skrifa um það.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2012 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband