Hvaða ís er landið okkar kennt við?

Ísland 2.feb.2009

Nafnið Ísland er auðvitað langsvalasta landsheitið af öllum landaheitum, það er engin spurning og ekki virðist nafnið fæla útlendinga frá því að heimsækja „klakann“ eins og við köllum landið stundum. Hvað nafnið Ísland þýðir í raun og veru er hinsvegar sígilt álitamál enda hefur orðið ís æði margar skírskotanir til ýmissa átta. Ég veit svo sem ekki sjálfur sannleikann um tilurð heitisins Ísland en velti hér upp nokkrum möguleikum. Aðallega þó þremur sem hljóta að vera líklegastir.

1. Ísaland. Að landið sé kennt við vatn í frosnu formi er alltaf nærtækasta skólabókaskýringin enda er það beinlínis sagt í Landnámu að Hrafna-Flóki hafi gefið landinu nafnið Ísland þegar hann gekk á fjall og sá fullan fjörð af ís. Landnám Hrafna-Flóka mislukkaðist sem kunnugt er og hefur hann sjálfsagt talið þetta kuldalega nafn vera vel við hæfi. Hrafni-Flóki hafði komið sér fyrir við norðanverðan Breiðafjörð og af hæsta fjallinu þar fyrir ofan á hann að hafa séð þennan meinta ís. Reyndar þarf nú að ganga töluverðan spotta frá Breiðafirði til að mögulegt sé að sjá ís. Hann gæti þó hafa séð niður til Ísafjarðar ofan einhverri heiðinni eða kannski horft yfir Húnaflóa. Breiðafjörðurinn fyllist hins vegar ekki af ís nema í einstakri kuldatíð að hann hreinlega frjósi. En hvernig er það, átti ekki að vera svo hlýtt hér á landi á landnámsöld? Jöklarnir voru einnig ekki nema svipur hjá sjón og varla sjáanlegir á vestaverðu landinu þar sem Hrafna-Flóki hélt til. En hvað um það? Ísland er opinberlega kennt við ísinn og vissulega er hér snjór og klaki á veturna og stórir jöklar á fjöllum. Stöku sinnum fáum við líka hafísinn - sem kallaður hefur verið landsins forni fjandi. Og þá að næstu skýringu.

2. Ásaland. Hér er það hin guðdómlega skýring að landið sé kennt við hina fornu Ása sem Ásatrúin er kennd við. Ásarnir eða Æsirnir munu vera upprunnir lengst í austri samanber það sem Snorri skrifar í Heimskringlu:

Fyrir austan Tanakvísl í Ásíá var kallað Ásaland eða Ásaheimur, en höfuðborgin, er var í landinu, kölluðu þeir Ásgarð. En í borginni var höfðingi sá er Óðinn var kallaðr. Þar var blótstaðr mikill.

Tanakvísl eða Vanakvísl þessi, segir Snorri að renni í Svartahaf, svo menn átti sig á staðsetningunni en í dag nefnist fljótið Don. Sjálf heimsálfan Asía er samkvæmt þessu einnig kennd við Ásana og jafnvel einnig gjörvöll höfuðáttin "austur". Vestrið hét hinsvegar Európá sem Snorri segir að sumir kalli Eneá. Þessi útúrdúr gæti skipt máli því Herúlakenningin svokallaða gerir ráð fyrir því að við Íslendingar séum einhverskonar afkomendur norrænns þjóðflokks sem átti ríki eða þvældist um í austri allt frá fyrstu öldum og voru miklir og grimmir bardagamenn. Að lokum skiluðu þeir sér heim á fornar norrænar slóðir en voru þá svo óforskammaðir að vilja ekki lúta konungi að þeir höfðu sig á brott og stofnuðu goðaveldið Ásaland hér á enda veraldar.
Annars er ýmislegt tengt trúarbrögðum sem kennt við Ís-eitthvað. Ís-rael er auðvitað hið Guðs útvalda ríki á meðan erkióvinurinn játar ís-lam. Lengra aftur í sögunni var Ísis einn af guðum Egypta og kannski forfaðir allra Ís-ara heimsins. Guðsonurinn Jesú, bróðir okkar besti, er kannski einn af afkomendunum en það má sjálfsagt finna einhverja leið í tungumálafræðunum til að láta  orðið is- umbreytast í jes-. Ísland gæti því alveg staðið undir nafni sem land vors guðs og allra hinna líka.

3. Eyland. Við búum vissulega á eyju sem lengst af á fyrri tíð var afskaplega fjarri öllu gamni. Á ensku er eyja rituð sem island og samkvæmt því gæti Ísland verið eyja allra eyjanna og Íslendingar hinir einu sönnu eyjamenn. Ef við höldum áfram með enskuna þá má líka nefna orðið isolation eða einangrun en is-ið þar er væntanlega það sama og í is-land þannig að þetta is hlýtur að vera eitthvað sem er stakt, eitt og sér. Stakland gæti því verið sama merking og Ísland eða bara Landið eina.

Við getum líka brugðið fyrir okkur þýskunni í þessu samhengi og talað um Ausland sem merkir útland. Hvort það tengist meira lið 2 eða 3 veit ég ekki alveg en gæti tengst báðum. Samkvæmt eyja- og einangrunarkenningunni værum við hinir einu sönnu útlendingar eða útlagar. Í dönsku Andrésblöðunum heitir hið óræða fjarlæga land Langtibortistan sem er kannski sú mynd sem menn höfðu af Íslandi. Nafnið Langtibortistan vísar þó frekar í Asíulöndin sem áður tilheyrðu Sovétinu. Þá erum við reyndar ekki fjarri fornum ásaslóðum norður af Svartahafi þar sem íþróttamenn skauta nú á ísnum af miklu listfengi í sönnum Ólympíuanda.

- - - -

Meðfylgjandi gervitunglamynd er frá 2. febrúar 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Emil, þetta eru aldeilis áhugaverðar hugleiðingar. Kannski er þessi um Hrafnaflóka eftir allt saman ólíklegasta skýringin. Allavega vill Thor Hayerdal halda því fram að "normenn" séu upphaflega komnir frá Arserbaijan, nánr tiltekið frá Qobustan. Svo Langtibortistan er all ekki eins fjarri Íslandi og ætla mætti. Sennilega hefur Hayerdal fengið þessar grillur eftir að hafa dottið í Snorra sem hafði reyndar úr heimildum Kölska að moða (sem sennilegast bárust honum úr musteri Salomons) þegar hann lét skjalfesta norræna goðafræði með sinni frægu Vanakvísl

Magnús Sigurðsson, 15.2.2014 kl. 13:16

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mig minnir að það hafi verið Sveinbjörn Rafnsson sem kom með þá hugmynd að nafnið Ísland hefði komið til vegna þessa að Vatnajökull hafi verið það fyrsta sem menn hafi séð til landsins þegar komið var að þvi austan að og jöklarnir hafi verið mjög áberandi fyrir siglingamenn. Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull voru líka áberandi þó jöklarnir hafi kannski verið minni en núna. Þetta finnst mér langlíklegasta skýringin á nafngiftinni en hin fremur ótrúverðuga saga saga Landnámu sé eftir á æfintyri, eftir að landið var löngu numið, nafnið hafi fest við það en engir vissu lengur hve nær það varð eða hvers vegna. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.2.2014 kl. 14:43

3 identicon

"Aðallega þó þremur sem hljóta að vera líklegastir."(sic)

1. Ísaland. Að landið sé kennt við vatn í frosnu formi = Rangt.

2. Ásaland. Hér er það hin guðdómlega skýring að landið sé kennt við hina fornu Ása sem Ásatrúin er kennd við = Rangt.

3. Eyland. Við búum vissulega á eyju sem lengst af á fyrri tíð var afskaplega fjarri öllu gamni = Rangt.

Ágæti EHV. Til að skýra nafngiftina "Ísland" þarf að svipta hulunni af hinni raunverulegu Íslandssögu:

"Nafngift Íslands er tengt nafni Jesú. Í gamal-írsku er það skrifað Ís(s)u, eða sá hvíti. Ísusland mun því hafa verið "landið hvíta". (http://www.ferlir.is/?id=3259 og http://www.mbl.is/greinasafn/grein/514555/)

Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi/Ísuslandi bjó kristin, friðsöm þjóð þegar Norðmenn/Austmenn frömdu sín fyrstu hervirki í vesturvegi (Bretland/Írland). Á Írlandi spurðust þeir fyrir um siglingaleiðina vestur um haf til Íslands/Ísuslands.

Fjölmörg örnefni og ummerki bera sögu Íra á Íslandi/Ísuslandi vitni. Nægir þar að benda á Vestmannaeyjar (eyjar Vestmanna = Íra).

Þú verður því að kanna söguna betur EHV, í stað þess að gefa þér að eitthvað sé að marka lygaritið Landnámu :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 15:05

4 identicon

Ég læt mér í léttu rúmi liggja þótt JSR taki Gáttaþefinn á málið. Hitt er verra þegar menn sækja þráðbeint í smiðju John C(r)ook og iðka mannlegt skítkast til gera lítið úr heimildum:

Heimildir:

Enskar heimildir um sögu Íslendinga á 15. og 16. öld eftir Björn Þorsteinsson.

Frá árdögum íslenskrar þjóðar, eftir Arnór Sigurjónsson.

Grúsk II, eftir Árna Óla. Íslendingasaga, eftir Jón Jóhannesson.

Pýþeas og gátan um Thule, eftir Ian Whitaker.

Old Irish reader, eftir Rudolf Thurneysen.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 17:02

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér hef ég tekið út tvær athugasemdir þar sem þær innihéldu hluti sem koma þessari bloggfærslu alls ekki við. Höldum okkur við Ísland.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.2.2014 kl. 17:34

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rétt að það er auðvitað fráleitt að landið hafi verið kennt við ís enda margbúið að fara yfir það að hér var afskaplega heitt á landnámstímanum og nánast engir jöklar. Jú jú einhver vísir að Vatnajökli - allur margklofinn! Enda nefndur Klofajökull.

Það er soldið freistandi tilgáta ,,eyjutilgátan". Jú, vissulega eru veikleikar á þeirri tilgátu líka.

En að öðru leiti má sjá að þegar menn fóru að rita um efnið á sínum tíma - þá gerðu menn ráð fyrir að landið gæti hafa verið kallað eða nefnt eftir eyju, samanber Garðars-hólmi. Þ.e. hólmi = eyja.

En vissulega gerðu menn ráð fyrir að það hefði líka fengið nafn tengt við kulda samanber Snæland eða Snjóland - en við vitum alveg núna að það var afskaplega hlýtt á Íslandi á þessum tíma og enginn snjór.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2014 kl. 22:03

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég fjallaði um innihald greinarinnar Emil og mótmæli því að vera ritskoðaður. Ég gat hinsvegar ekki orða bundist yfir sjálfumgleði Hilmars með allendis hóplausa kenningu og dæmalausa þvælu öfgatrúmanns.

Ég vil í framhaldi spyrja Hilmar að því hver þessara heimilda styrki kenningu um Jésúland og þá hvernig. Ef það er einhver, þá má spyrja í framhaldi hvort um er að ræða vísindalega og vel rökstudda kenningu hjá viðkomandi. Er það Árni Óla? Old Irish reader? Ian Withaker? Björn Þorsteinsson? Arnór Sigurjónsson eða Jón Jóhannesson? Nú, eða Ægir Geirdal?

Vildi gjarnan að þú útskýrir þetta betur hvað það gefur þér þessa fullvissu, sem fær þig til að tala hér eins og málið sé endanlega útkljáð.

Ég er ekki að gera lítið úr heimíldum né iðka mannlegt skítkast hér, en gagnrýni á framsetningu þína hér er þó varla tilefni ritskoðunnar.

Ég vil fá að vita hverjir þessara herramanna styðji þessa aldeilis brjáluðu kenningu. Eru það kannski púðluhundarnir þínir Hilmar, sem hvísluðu þessu að þér?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2014 kl. 22:12

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mér finnst vanga veltur Emils varðandi nafnið á landinu okkar skemmtilegar, en mitt mat er að Flóki heitinn megi eiga það sem hann á. 

Menn á þeirri tíð létu ekki eftir sér smá labbitúr, frekar sumir forfeður okkar síðar á öldum sem gengu milli landshorna með börn á bakinu og eigur allar.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.2.2014 kl. 22:43

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er hallærislegt að þegar menn koma fram með hugmyndir til að skoða og segja álit á að þá þurfa alltaf að stökkva fram kolbítar og rústa umræðunni sem þó var möguleg.  

Hrólfur Þ Hraundal, 15.2.2014 kl. 23:03

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér hefur ýmislegt gott komið fram í athugasemdum sem varðar þennan pistil. Líka hjá Jóni Steinari sem hlýtur þó að átta sig á hvar hann fór út af sporinu í athugasemdinni sem ég tók út.

Hin raunverulega Íslandssaga er ekki nægilega þekkt til að hægt sé að tala um staðreyndir, eins og t.d. hvort hér hafi búið kristnir menn fyrir landnám og hvers vegna landið yfirleitt heitir Ísland. Þetta með að á gamal-ísku hafi landið verið kennt við „hinn hvíta“, samanber „landið hvíta“ er hugsanleg tenging við Jesú (sem ég reyndar nefni í pistlinum) en getur auðvitað líka verið vísun í hina hvítu jökla landsins, en þá er ég kominn að hugmynd Sveinbjörns Rafnssonar sem Sigurður Þór nefnir. Það voru vissulega jöklar hér á landnámsöld þótt þeir hafi verið minni en í dag. Öræfajökull og Mýrdalsjökull hafa til dæmis verið áberandi frá Suðurströndinni eins og nú. Það að landið hafi verið kennt við ís eða snjó er því vel inn í myndinni þótt að sagan um Hrafna-Flóka sé ekki sú trúverðugasta. Hún fær þó auðvitað að vera með í svona pælingum.

Eins og ég segi í pistlinum þá veit ég ekki sannleikann um tilurð heitisins Ísland en það er áhugavert að velta því fyrir sér, en best er þó að spara fullyrðingar og stóru orðin.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.2.2014 kl. 23:12

11 identicon

Að sjálfsögðu er það rétt hjá EHV að ritskoða ærumeiðandi og rangar fullyrðingar JSR - og jafnframt athyglisvert að umræddur JSR virðist ekki geta skilið ástæðuna.

Lykillinn að nafngiftinni Ísland er fólginn í því að átta sig á þeirri staðreynd að hér var klárlega landnám fyrir ætlað landnám norrænna manna. Hér bjó friðsöm, kristin, keltnesk/írsk þjóð í landinu þegar Austmenn komu hingað rænandi, ruplandi, nauðgandi og myrðandi.

Nýjar rannsóknir kasta ótvíræðu ljósi á þetta:

1. "Hér hafa verið kynntar og ræddar ítarlega niðurstöður nýlegra og eldri fornleifarannsókna sem sýna skýrt að búseta hófst á Íslandi löngu áður en talið er: Skáli 1 var reistur 100 til 200 árum fyrir 870 og kominn að falli um AD 860. Tími íveru í Skála 2 nær vart fram yfir 870. Landnám hafið í Papey eigi síðar en um 840. Traustar geislakolsgreiningar sýna að búseta hófst í Reykjavík og Vestmannaeyjum á fyrrihluta 8. aldar. Byggð komin víða um land, einnig fjarri sjó um eða skömmu eftir 870."

> http://www.raunvis.hi.is/reports/2011/RH-16-2011.pdf

> http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/06/04/endurskrifa-tharf-sogubaekur-landnam-islands-liklega-fyrr-en-sagt-er/

2. "Genetic Research into Icelandic Origins

Not everyone is as convinced of the supposed Norse origins of the Icelandic people, and some believe that recent research into the genetics of men on the one hand and women on the other lends support to their doubts. The research has concentrated on genetic mitochondria which are inherited in the female line alone, from mother to child. Since almost all of the inherited genetic mitochondrion of Icelanders has been passed directly from women of the settlement period, it is possible through comparative research to work out their origins.

The first results to come out of the research, which is one of the most extensive genetic research projects ever conducted in one country in order to investigate its origins, and done by DeCode in collaboration with the University of Oxford, indicate that 63% of Icelandic female settlers were of Celtic origin and had ancestral lines traceable to the British Isles. On the other hand, only about 37% of them were of Nordic origins. However, the research into male Y-chromosomes (inherited via the male line) revealed that a much greater percentage of male settlers were of Nordic origins, or 80%, and 20% have origins which can be traced to the British Isles."

> http://www.arnastofnun.is/page/the_origins_of_the_icelanders

> http://www.decode.com/the-majority-of-icelandic-female-settlers-came-from-the-british-isles/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 00:45

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki finnst mér líklegt að landsnámsmenn sem margir komu frá mið Noregi og næstu kynslóðir eftir þá hafi á þessu hlýja tímabili kippt sér upp við kulda í byggðum Íslands eða fundist landið til muna veðurharðara en heimabyggðirnar en sumrin þó svalari. En jöklarnir hefur þeim fundist vera óvenjulegir. Þar var ísinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2014 kl. 01:41

13 identicon

1 kenningin er að ís sé gamalt orð yfir ljós og þýði þar með sama og Ísrael, land ljóssins. Einnig virðist Ísis trú hafa verið útbreidd hjá forfeðrunum sem komu langt að með viðkomu í Noregi...

GB (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 07:24

14 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna er svo einn ein kenningin:

Að ISLAND þýði land "GUÐS=Orðið IS þýðir "GUÐ" á sanskrít.

EN að orðið "ICE" í merkingunni klaki hafi komið frá bretum á 16 öld.

------------------------------------------------------

Einar Pálson fræðimaður vildi meina að ISLAND væri skýrt í höfuðuð á egypsku gyðjunni

ISIS sem var verndari eylanda.

Jón Þórhallsson, 16.2.2014 kl. 10:34

15 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég held að þetta hafi verið sagt svona af Hrafna Flóka:

"Iss, land... varla og þó".

Höskuldur Búi Jónsson, 16.2.2014 kl. 10:53

16 identicon

Nýlega sá ég þá kenningu á þá leið að á forni korti hafi bara staðið orðið Isla (eyja) við eyju sem teiknuð var á svipuðum slóðum og Ísland liggur og að norrænir menn hafi vitað af kortinu en að í þeirra meðförum hafi nd bæst við til að fá merkingu í það. Margir vissu því um eyjuna áður en norræningjarnir komu.

Matthias (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 11:03

17 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Greinilega eru æði margir möguleikar á því að skýra tilurð nafnsins Ísland og sennilega hafa menn haft misjafnan skilning á því langt aftur í aldir og jafnvel bara alla tíð. Kannski kom nafnið bara til af sjálfu sér. Hvað er hægt að kalla afskekta eyju með hvítum snæ annað en Ísland?

Emil Hannes Valgeirsson, 16.2.2014 kl. 14:15

18 identicon

"Hvað er hægt að kalla afskekta eyju með hvítum snæ annað en Ísland?"(sic)

Með fullri virðingu EHV. Ef náttúruskýringin er þér svona kær þá ertu vel kominn að henni. Vandamálið við náttúruskýringuna er bara sú að á 9. öldinni var hlýskeið á Íslandi, ekki ósvipað því sem við upplifum í dag - þrátt fyrir átakanlegan skort á auknum CO2 í andrúmslofti af manna völdum.

Annað vandamál við náttúruskýringuna er málfræðilegt. Var bara einn ís á Íslandi á þessum tíma? Ef kenningin héldi bræddum klaka þá hefði nafnið eðlilega verið Ísaland :)

Þriðja vandamálið við náttúruskýringuna er staðbundið. Hvers vegna heitir Ísrael Ísrael? Hvar er jöklarnir í Ísrael?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 15:48

19 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mörg eru vandamálin. Enginn er ísinn í Ísreal en það útilokar ekki að Ísland sé nefnt eftir ísnum eða jöklum sem voru hér á landnámsöld og fóru frekar stækkandi, ólíkt því sem verið hefur undanfarna tíð. Var bara einn hvalur í Hvalfirði? Af hverju heitir hann ekki Hvalafjörður eða Hvalsfjörður? Annars útiloka ég ekki neitt.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.2.2014 kl. 21:55

20 identicon

"Annars útiloka ég ekki neitt."(sic) :)

Ég vil vinsamlegast benda þér á að þú opnar þessa umræðu á svart-hvítri mynd af Íslandi í vetrarklæðum, ásamt fyrirsögninni "Hvaða ís er landið okkar kennt við?"

Þú segist ekki sjálfur vita sannleikann um tilurð heitisins Ísland en veltir upp nokkrum möguleikum: 1. Ísaland, 2. Ásaland og 3. Eyland.

Ég bendi þér vinsamlegast á fjórða mökuleikann, Island og styð það glænýjum vísindalegum rökum sem sýna að "landnámsmenn" voru í raun allt aðrir en þeir norrænu Austmenn sem tóku með sér fornnorrænu/íslensku til landsins.

Margar lærðar greinar hafa verið ritaðar um tengsl Íra/kelta við Ísland og svo vill nú til að á tungumáli þeirra (forn-írsku) er nafnið Island auðskiljanlegt sem land hins hvíta/bjarta guðs.

Í þessu sambandi vil ég nefna áhugaverða mastersritgerð "The Saga of Vanadís, Völva and Valkyrja - Images of the Divine from the Memory of an Islandic Woman" (2002) eftir Valgerði Hjördísi Bjarnadóttur.

VHB ritar "Island – island of light

In my native tongue my country’s name is Ísland, I am íslensk1 and this tongue, this old language of the Sagas and Eddas, is íslenska. According to Einar Pálsson2, Gunnar Dal (1998) and more, the English translation Iceland and Icelandic is a misspelling, built on an old misunderstanding. From Landnáma (Book of Settlements) we have learned that Ísland is the Land of Ice, called so because one of the first settlers, Hrafnaflóki, sailed into a fjord full of ice and named this newfound land according to

that. Einar and Gunnar3 don’t agree. Their idea is that the settlers in this country were a group or groups of rather well educated and visionary people in search of a new kind of culture, a new social and religious system. They would never have named their chosen country randomly. The thesis is that Ísland is the Land of Is4, the land of the divine, land of light, and a correct English version would be Island. I don’t know what the settlers

had in mind when they named their new home, and I try to be careful with ideal nationalistic tendencies. However, my objective is to remain open to the diverse ways of re-collecting this nation’s memory and therefore I’ve decided to use the Island version in this work. (http://www.vanadis.is/skrar/File/Writings/vanadisthesis03.pdf)

Það er kominn tími til að Íslendingar gangist við uppruna sínum og, um leið, hinu rétta nafni landsins - Island.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 10:13

21 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég þakka þér bara fyrir þessa miklu ritgerð. Les hana við tækifæri, það er kannski eitthvað vit í þessu og eins og ég segi þá útiloka ég ekki neitt.

Bæti þó við þeim möguleika að ef landið er kennt við ljósið þá gæti það líka verið tilvísun í miðnæturbirtuna að sumarlagi.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.2.2014 kl. 14:00

22 identicon

Ekkert að þakka EHV, Valgerður Hjördís Bjarnadóttir á allan heiðurinn/vinnuna :)

Reyndar má rekja uppruna nafnsins ennþá lengra aftur:

"Isis [IS] was an Egyptian Throne Goddess dating back to the 5th dynasty. Her name literally means the feminine aspect of the throne - also the Queen of the throne. However, the hieroglyph for her name used originally meant (female) of flesh, i.e. mortal, and she may simply have represented deified Earthly queens of the World. She was most prominently remembered as the wife of Horus, or, in later periods, as the wife of Osiris and mother of Horus, and was worshiped as the archetypal wife and mother. Isis is the feminine archetype for creation - the goddess of fertility and motherhood. She has gone by many names, such as the 'virgin' Mary, and played many roles in history and mythology -as goddess, virgin, and female creator of life.

Isis represents the feminine aspects of life - male and female alike, for she represents creation, rebirth, reincarnation, Ascension, intuition, psychic abilities, higher frequency vibrations, love and compassion. In other words, she represents nature and all that is natural of our existence. She is the mother nurturer - the High Priestess - the Goddess of creation, and perhaps representing Eve, the first woman and mother of all.

Isis became prominent late in Egyptian history when it began to absorb the cults of many other goddesses. It eventually spread outside Egypt throughout the Middle East and Europe, with temples to her built as far away as the British Isles. Remnants of her worshipers remained in Christian Europe as late as the 6th century, when at that time, her memory was honored as the virgin mother of the Chrisitan god, Jesus." (http://the-red-thread.net/IS-RA-EL.html)

Þarna er komin tengingin við trúarbrögð Íra á 5. og 6. öld, þegar þeir sigldu til Islands og numu hér land, ásamt því að sigla á húðkeipum sínum (currach) áfram vestur um haf til Ameríku - og alveg niður til Florida :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 18:30

23 identicon

Ég er hrifnari að náttúru skýringuni frá Hrafna-Flóka þar sem miðalda hlýindin byrjuðu ekki fyrr en um 950 sem er 76-90 árum eftir að Flóki átti að hafa reynt landnám. Þannig að það þarf ekki að teljast ólíklegt á þeim tíma að hann hafi getað séð hafís í Ísafirði.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 21:35

24 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Emil, þú nefnir enska orðið "island" sem hugsanlega skýringu. Það stenst víst varla. Núverandi stafsetning sést fyrst við upphaf nútíma, þegar menn rugluðu saman "eiland" eða "yland" (germanskur stofn, sama og "eyland" á íslensku eða "øland" á dönsku) og svo franska orðinu "isle" sem er af latneskum stofni, "insula" eða "isola".

Franska orðið "isle" er með þögult s, og enska orðið "island" hefur aldrei verið borið fram með s. Enska orðið "isolation", af latneskum stofni, er samsett af "i" og "solation".

Langsamlega sennilegasta skýringin á nafninu "Ísland" eru jöklarnir, vil þó benda á að "ísarn" er gamalt orð yfir járn. Íslensku mýrarnar voru stútfullar af mýrarrauð og ummerki eftir járnvinnslu á fyrstu öldum eru um allt land. Kannski var þetta upphaflega "Ísarnland", eða Járnland?

Svo vil ég þakka Hilmari fyrir að veita okkur sýn inn í sérstakan hugarheim hans.

Brynjólfur Þorvarðsson, 18.2.2014 kl. 11:13

25 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Við skulum ekki afskrifa eyjakenninguna sem á sér ýmsa áhangendur, sjá t.d. YouTube Hér og Hér

Emil Hannes Valgeirsson, 18.2.2014 kl. 12:03

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þú hefur auðvitað rétt fyrir þér varðandi eyjatilgátuna, hún hefur sínar hliðar!

Spænska "isla" er frá latnesku "insula" - og s-ið er greinilega borið fram.

Nú veit ég ekki hversu langsótt þetta er - ef "Ísland" er afbökun af latnesku "insula" með einum eða öðrum hætti þá er alla vega ólíklegt að það hafi komið úr engilsaxnesku landnámsaldar þar sem ekkert "island" með frambornu s-i fannst í því tungumáli.

Ef við gefum okkur sem tilgátu að nafnið sé ekki komið frá Norrænum landnemum (td. Hrafnaflókakenningin, eða Vatnajökulskenningin) þá er erfitt að sjá hverjir hefðu átt að nefna landið uppá latínu, með þeim hætti að það hafi haldist fram yfir landnám Norrænna.

Svo er það Jesúkenningin - jafnvel þótt menn hafi oft skrifað Iesu þá er það alltaf borið fram sem j, þó Kóraninn tali vissulega um Issa (sem er afbökun, hugsanlega viljandi). Hugmyndin um einhverja ofurkristna papa (með bagla og bjöllur) sem hafi gefið skerinu nafnið "Jesúland" er ekki sérlega sannfærandi - af hverju hefðu Norrænir átt að taka það upp eftir þeim? Þeir þekktu til kristni þótt þeir væru sjálfir heiðnir (flestir) og hafa sjálfsagt haft lítinn áhuga á að nefna landið eftir hvítakristi.

Að bendla nafnið við gyðjuna Isis er enn langsóttara (úr Egypsku, "Ís-ey" eða "Ís-eyt", "hún á hásætinu") eða að það eigi eitthvað skylt við Ísrael (trúlega Hebreska "í-sarar-el" eða "hann-stjórnar-Guð").

Svo má auðvitað spyrja sig af hverju menn skyldu gefa eyju nafnið Eyjan - en annað eins hefur nú gerst. Annars var ég í flughöfninni í Istanbul í gær og keypti viskí frá Isle of Islay (afgerandi besta viskísvæðið) en þar voru Norrænir menn fyrirferðarmiklir.

En Islay nafnið var víst svo seint sem á 17. öld skrifað Yla, s-inu var bætt inn síðar og var aldrei borið fram. Uppruni orðsins er óþekktur, trúlega úr skosk-gelísku.

Varðandi það hvort hér hafi verið "landnám fyrir landnám" þá held ég að það sé að verða vel staðfest að einhverjir einstaklingar hafi sest hér að einhverjum áratugum, eða jafnvel einni öld eða svo, fyrir hið opinbera landnám. En við vitum ekkert um þá eða uppruna þeirra (gætu allt eins hafa verið Norrænir menn) og frásögn Ara af pöpum er mjög ósannfærandi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 18.2.2014 kl. 13:36

27 identicon

Þetta er dálítið undarleg orðræða. EHV má eiga það að hann vitnar í dönsk Andrésblöð en meistari BÞ vitnar bara í sjálfan sig :)

Aðra andans meistara minnir hitt og þetta, velta sér upp úr eigin mati og viðra landlæga fimmaurabrandara.

Eigum við ekki að lyfta þessum umræðum á örlítið hærra plan?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 15:25

28 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég vitna reyndar bæði í Heimskringlu og Anders And. Og hér vitna ég líka í skemmtilega grein, sem ég hef haldið upp á, Papar og brjóst, eftir doktor í Norrænum fræðum eins og hann kallar sig. Birtist í Lesbók Mbl. 22. janúar 2005.
Í inngangi segir: "Getur verið að papaörnefni hérlendis sem annars staðar séu dregin af því að staðir sem þau bera líkist brjóstum? Hér er bent á að norska (og sænska) orðið papp(e) merki "brjóst, brjóstvarta, speni" rétt eins og patte. Á Bretlandseyjum er pap sömuleiðis hefðbundið heiti á fjöllum eða hæðum sem líkt hefur verið við brjóst eða brjóstvörtur." Hér er því ekki mikið gert úr þeirri almennu hugmynd að papaörnefni styðji veru keltnesk-kristinna manna á Íslandi fyrir landnám.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/840556/

Emil Hannes Valgeirsson, 18.2.2014 kl. 15:58

29 identicon

Víst er greinin skemmtileg EHV en niðurstaðan í takt við viðleitni ónefndra deilda við HÍ að þagga niður alla umræðu sem samræmist ekki hákirkjulegum kennisetningum þeirra, sem aftur er merkilega líkt sandkassaleik annarrar ónefndrar deildar innan HÍ :)

Aðrar skoðanir eru nefnilega líka uppi:

"There have been suspicions for decades that Icelanders, ethnically speaking, were not just transplanted Norwegians. Preliminary studies of physical demarcations such as head shapes and blood type have suggested that Icelanders are not similar to Norwegians, but none of these have been convincing enough to go against the centuries of belief in a primarily Norwegian origin."

Kannast þú nokkuð við þessa orðræðu EHV?

"In 2000 and 2001, Agnar Helgason and other geneticists analyzed the Y-chromosomes of 181 modern Icelandic men and the mDNA of 401 Icelandic women. The results were decisive and extraordinary. While 80 percent of Icelandic men studied bore a Y-chromosome of Norwegian origin, 20 percent had one of Irish or Scottish origin. Even more astounding, only 37 percent of the Icelandic women carried mDNA of Norwegian origin; the remaining 63 percent bore Irish or Scottish-origin mDNA.3 Not only was approximately forty percent of the settlement population from Ireland or Scotland, but a majority of Icelandic women came from outside of Norway!"

Papar hvað EHV?

"It is not known who the very first person to sight Iceland was, but there is some evidence that Romans may have run into it, and all but factually accepted that Gaelic hermits were living there before the Scandinavian settlers arrived. Lands matching Iceland’s description – its day length oddities, position in the north Atlantic, and proximity to the ice-locked sea most notable – have appeared in texts from before the Common Era to texts from Charlemagne’s court.4"

Getur verið... EHV?

"Despite the genetic “fact” of a significant Gaelic presence in Iceland, this has been downplayed or negated in the literature of an Iceland motivated by external pressures to form, cherish, and sustain a national identity. As what did Icelanders remember their ancestors? The analysis of thirteenth-century authors’ depiction of their ancestors reveals their prejudices, opinions, and approval or condemnation for the events and dialogue believed to have unfolded centuries earlier."

Íslendingar - mestir og bestir - fyrir Hrun :)

"We now know from genetics that the early historians and saga scribe-cum-composers told inaccuracies, intentionally or inadvertently, about the composition of early Icelandic society. The number of Gaels was greatly reduced in the literature. This means that when a Gael does appear in the sagas or Landnám, great attention must be paid to his or her attributes, dialogue, and actions, as the character inherently becomes an avatar for Gaels in the authors’ minds."

> “They Accuse Us of Being Descended from Slaves” - Settlement History,Cultural Syncretism, and the Foundation of Medieval Icelandic Identity - Ann C. - Humphrey Rutgers University - History Department Senior Honors Program - April 17, 2009

Íslendingum er hollt að átta sig á að þeir vita ekki allt manna best og útlendingar geta kennt okkur ýmislegt um þjóðarsálina :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 17:44

30 identicon

Hér er áhugaverð umfjöllun um uppáhaldið þitt, Papar og brjóst, EHV:

"Tvær hugmyndir um papa-örnefnin eru að þau séu alls ekki dregin af hinum írsku munkum. Sú fyrri segir að papa komi úr norrænu þar sem papi þýðir „brjóst, brjóstvarta, speni“ (Gammeltoft, 2004, bls. 38, neðanmálsgrein og Marteinn H. Sigurðsson, 2005, bls. 6).

Þessari hugmynd hefur verið hafnað vegna þess að í landslaginu þar sem papa-örnefnin finnast er ekkert sem minnir á brjóst (Gammeltoft, 2004, bls. 38, neðanmálsgrein). Á hinn bóginn hefur verið bent á að þetta geti ekki verið rétt og að flest papaörnefni séu í nánd við hæðir eða fjöll sem líkja má við brjóst eða geirvörtur (Marteinn H. Sigurðsson, 2005).

Í rannsóknum í sambandi við þetta snúast niðurstöðurnar frekar um hugarfar rannsakandans og vilja hans til að sjá form í landslaginu en margt annað."

> http://skemman.is/stream/get/1946/4988/14895/1/%C3%9Eeir_es_Nor%C3%B0menn_kalla_papa.pdf

Það er spurning hvort Ís-jökla-lands kenningin þín snúist ekki líka frekar um hugarfar þitt og vilja til að sjá form í landslagi?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 20:40

31 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég útiloka ekki neitt eins og ég er búinn að segja oftar en einu sinni og lít ekki á eina kenniningu sem hina einu réttu. Það er mitt uppáhalds hugarfar í þessu.

Kenningar um landnám Kelta eru mér ekki alveg framandi og það vill svo til að árið 2009 skrifaði ég einmitt grein þar sem þetta kom allt fyrir: Keltar, papar og brjóst. (Hvað er hægt að biðja um meira?)

http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/975567/

Emil Hannes Valgeirsson, 18.2.2014 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband