Af hafķsnum į noršurslóšum

Sumarbrįšnun hafķssins er nś ķ fullum gangi į Noršur-Ķshafinu og mun halda įfram uns hinu įrlega lįgmarki veršur nįš ķ september. Žį mun koma ķ ljós ķ hvernig brįšnunin hefur stašiš sig mišaš viš undanfarin sumur. EIns og stašan er nśna er reyndar fįtt sem bendir til žess aš um einhverja ofurbrįšnun verši aš ręša, eins og reyndin var sumariš 2012 žegar brįšnunin sló rękilega śt fyrri met, en žó er ekki tķmabęrt aš afskrifa neitt. Brįšnunin fór frekar rólega af staš aš žessu sinni enda voru engin sérstök hlżindi žarna uppfrį ķ upphafi sumars. Į lķnuritinu hér aš nešan sést hvernig žróunin hefur veriš į flatarmįli ķssins mišaš viš nokkur fyrri sumur. Flatarmįliš er nś žegar komiš undir septemberlįgmarkiš 1980 žegar įstand hafķssins var mun betra en nś į dögum. Spurning er hvert stefnir ķ įr. Guli 2014 ferillinn er nįlęgt raušu 2013 lķnunni eins og er, en žó ekki svo fjarri fyrri metįrum į sama tķma.

CT linurit 23.juli2014

Vešurfar į alltaf heilmikinn žįtt ķ sumarbrįšnun. Metsumariš 2012 léku hlżir vindar um Noršur-ķshafiš strax ķ sumarbyrjun og meš hjįlp sólarinnar. Stórvaxin lęgš gerši svo mikinn usla ķ byrjun įgśst og flżtti fyrir žvķ sem stefndi ķ. Sumariš 2013 var sķšan allt öšru vķsi žvķ žį voru lęgšir į sveimi bróšurpart sumars sem byrgšu fyrir sólu į mešan hśn var hęst į lofti auk žess sem vindar geršu meira ķ žvķ aš dreifa śr ķsnum frekar en aš pakka honum saman. Śtkoman žaš sumar var žvķ meiri śtbreišsla en um leiš gisnari ķs en sumrin į undan. 

isžykkt 23. juli 2014

Nś ķ sumar er įstandiš ašallega žannig aš eftir rķkjandi hęgvišri er ķsinn nokkuš žéttur og samanpakkašur į meginhluta ķsbreišunnar. Óvenju stórt opiš hafsvęši er noršur af mišhluta Sķberķu en žar kom ķsinn reyndar mjög illa undan vetri eins og ég talaši um ķ hafķspistli 23. maķ. Į sumum öšrum svęšum hefur brįšnunin gengiš hęgar. Ef sumarbrįšnunin į aš keppa viš fyrri lęgstu lįgmörk žį žarf ķsinn meira og minna aš hverfa utan viš 80. breiddarbauginn (innsti hringurinn į myndinni) sem žżšir aš stór hafsvęši žurfa aš vera auš noršur af Alaska og öllum austurhluta Sķberķu ķ lok sumars. Žaš er nokkuš ķ land meš žaš ennžį, sérstaklega į Beaufort-hafi noršur af Alaska žar sem er aš finna nokkuš öflugan ķs sem žangaš hefur leitaš eftir aš hafa lifaš af nokkrar sumarvertķšir og žį ekki sķst įriš ķ fyrra. Sumarhitar nęstu vikur munu hinsvegar herja įfram į žessi svęši sem best žau geta og žaš er vel mögulegt aš dygg ašstoš fįist frį hlżrra meginlandslofti śr sušri, eftir žvķ sem lesa mį śr spįkortum. Žetta er alla vega langt ķ frį bśiš.

Aš lokum koma hér tvęr myndir sem sżna septemberlįgmörkin įrin 2012 og 2013. Munurinn er nokkuš įberandi. Sumariš 2012 pakkašist ķsinn aš mestu innan viš 80 breiddargrįšuna. Sumariš 2013 var ķsinn dreifšari en žó mjög žunnur į stóru svęši kringum sjįlfan pólinn eins og blįu tónarnir bera meš sér. Hvernig mun žetta lķta śt ķ september nś ķ įr?

CT lįgmörk 2012 og 2013

- - - -

Hafķskortin sem fylgja sżna įętlaša ķsžykk samkvęmt tölvulķkönum.
Kortin eru héšan: http://www7320.nrlssc.navy.mil/hycomARC/arctic.html

Lķnuritiš er unniš frį lķnuriti af sķšunni The Cryosphere Today:
http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/

Einnig mį lesa hafķsyfirlit frį Bandarķsku snjó- og hafķsrannsóknarmišstöšinni, NSDC. http://nsidc.org/arcticseaicenews/

Hafa skal ķ huga nś sem fyrr aš žessi skrif eru įhugamannapęlingar óbreytts borgara.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband