Af hafķsnum ķ noršri

Sumri er tekiš aš halla og styttist ķ įrlega lįgmarksśtbreišslu hafķssins į noršurslóšum. Aš žessu sinni hefur brįšnun hafķssins ķ sumar veriš meš mesta móti og jafnvel hefur stefnt ķ aš śtbreišsla ķssins aš loknu sumri gęti ógnaš hinu óvišjafnanlega metlįgmarki įrsins 2012 sem var mikiš tķmamótaįr hvaš varšar hafķsbrįšnun. Į mešfylgjandi lķnuriti frį NSIDC (Bandarķsku snjó- og hafķsmišstöšinni) sést hvernig stašan er ķ śtbreišslumįlum hafķssins. Blįa lķnan fyrir 2019 er žarna alveg viš 2012-lķnuna og hefur reyndar veriš undir henni undanfarnar vikur žar til nś alveg upp į sķškastiš. Til samanburšar eru einnig įrin 2007 og 2016 sem til žessa eru ķ 2. og 3. sęti žegar kemur aš hafķslįgmarki įrsins. Svo mį einnig sjį žarna įriš ķ fyrra 2018 sem sętti litlum tķšindum ķ bręšslumįlum.

NSIDC lķnurit 16. jśni 2019

Žeir sem fylgjast hvaš gleggst meš žessari botnbarįttu eru frekar į žvķ aš metįriš 2012 muni halda met-stöšu sinni žegar kemur aš lįgmarkinu ķ september, žótt ekkert sé śtilokaš. Lįgmarkiš 2019 gęti hins vegar vel oršiš žaš nęst lęgsta nema eitthvert óvęnt bakslag eigi sér staš. Į śtbreišslukortum frį 16. įgśst 2012 og 2019 sést hversu litlu munar milli žessara tveggja įra. Upp į framhaldiš aš gera munar hinsvegar um aš žarna įriš 2012 voru enn veikburša ķsflįkar ašskildir frį ķsbreišunni sem bišu žess aš hverfa, sem žeir og geršu. Einnig mį sjį aš nś ķ įr er nokkuš um ķs viš Kanadķsku heimskautaeyjarnar sem gęti lifaš sumariš af og komiš ķ veg fyrir aš noršvesturleišin opnist. Af litunum aš dęma mį hinsvegar sjį aš lķtiš er af mjög žéttum ķs nś ķ įr mišaš viš 2012, en ķsinn er žéttari eftir žvķ sem blįtónninn er hvķtari.

16. įgśst 2012 og 2019

Framhaldiš mun sķšan koma ķ ljós. Helst mį bśast viš žvķ aš ķsinn eigi eftir aš hörfa enn meir frį Sķberķuströndum enda spįš aš hlżir vindar śr sušri muni blįsa yfir veikburša ķsinn į žeim slóšum, samanber skjįmynd af hitaspįkorti frį Climate Reanalyzer sem sżnir frįvik hitans frį mešallagi žann 17. įgśst. Sjįlfur Noršurpóllinn, žarna ķ mišjunni, er žó vel varin frį öllum hlišum og veršur varla ķslaus ķ žetta sinn, frekar en fyrri daginn. Žaš styttist žó ķ slķkan atburš aš öllum lķkindum.

CR spį 17. įgśst 2019, noršur

- - - -

Sjį einnig sérfręšilegt yfirlit um stöšuna frį NSIDC: http://nsidc.org/arcticseaicenews

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband