Ó-fagra Reykjavík

Eftir alla umræðuna sem hefur átt sér stað um ástand miðborgarinnar fór ég á vettvang í gær, vopnaður myndavél og útkoman var smá myndasería sem ég setti setti saman hér. Reykjavík – okkar stolta höfuðborg við sundin blá hefur sjálfsagt oft litið betur út en hún gerir í dag. Fyrir utan hina margumræddu niðurníðslu gamalla húsa, blasa hvarvetna við byggingarsvæði, væntanleg byggingarsvæði í bland við ýmislegt skárra bæði gamalt og nýtt. Það er eðlilegt að borgir séu í stöðugri þróun en sú þróun sem átt hefur sér stað í Reykjavík er ekki alltaf í áttina að betri og fallegri borg, kannski vegna þess að aldrei hefur almennilega verið vitað í hvaða átt sú þróun ætti að ganga. Undanfarið hefur mikið verið rætt um að þróunin ráðist aðallega af hagnaðarvon lóðareigenda og verktaka sem vilja byggja sem stærst og mest án tillits til þess hvort útkoman skapi heilbrigða borgarmenningu. Ég fer ekki nánar út í það en læt myndirnar tala sem allar eru teknar laugardaginn 29. mars og sýna borg sem er að ganga í gegnum mikla endurnýjum, sem sér ekki fyrir endann á næstu árin. 

Reykjavík29mars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Flott sería, en dapurlegt vitni um óreiðuna í höfuðstaðnum - eða einsog einn túristinn sagði í fyrra: Hvenær lauk Seinni heimsstyrjöldinni hjá ykkur, í gær?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.3.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fínar myndir sem sýna því miður vel í hvaða ásikomulagi borgin okkar er.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.4.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband