Venus, Júpiter og Tunglið í einum hnapp

Mér líkar það best þegar ég næ að halda mér við ritstjórnarstefnu þessarar síðu, sem er sú að fjalla aðallega um himinn og jörð. Auðvitað kemst maður þó ekki hjá því að fjalla um sitthvað þess á milli þar sem hinir viðsjárverðu mannheimar eru, en ég fer þó afar varlega á þeim slóðum. Að þessu sinni er mér þó að mestu óhætt því ætla ég að beina athyglinni að nokkrum hnöttum sólkerfisins.

Á síðunni SpaceWeather.com hefur dálítið verið fjallað um skemmtilega uppröðum reikistjarnanna Venusar og Júpíters og svo tunglsins undanfarið, en þessir þrír himinhnettir voru nánast í einum hnapp í sólroðanum lágt á suðvesturhimni 1. desember. Þessa sýn mátti best sjá eftir sólarlag um alla jörð þar sem til þess viðraði og ég gerði sjálfur heiðarlega tilraun til að fylgjast með og jafnvel að ná af mynd af þessu en sá lítið vegna þrálátra skýja á suðvesturhimninum. Ég læt því duga þessa annars ágætu mynd sem var tekin í Íran að kvöldi 1. desember og er fengin af fyrrnefndri síðu en þar má sjá fleiri ljósmyndir af þessu himnaskrauti.

IRAN_1des

Það má líka í framhaldi af þessu velta aðeins fyrir sér hvernig við sjáum reikistjörnurnar frá jörðinni. Stjarnan sem er nær tunglinu á myndinni mun vera Venus og er oftast skærasta stjarnan á himnum þegar hún sést. Venus er nær sólinni en jörðin enda er sporbaugur Venusar fyrir innan sporbaug Jarðar. Þar af leiðandi sjáum við Venus eins og hann sé einskonar fylgihnöttur sólarinnar og sést eingöngu í sólroðanum eða nálægt honum fyrir og eftir sólarlag. Við sjáum hinsvegar Venus aldrei hátt á himni einfaldlega vegna þess að þá er sólin einnig hátt á himni einhverstaðar í grenndinni á albjörtum degi. Það væri því helst við sólmyrkva sem hægt er að sjá Venus hátt á himni.

Júpíter, stærsta reikistjarna sólkerfisins, er hinsvegar eins og allir vita fjær sólu en jörðin og þar af leiðandi með sporbaug sinn fyrir utan sporbaug jarðar. Það þýðir að hægt er að sjá Júpíter hátt á himni í gagnstöðu við sól ef hann er þannig staðsettur á sporbaugnum en líka í sólroðanum eins og núna en þá er Júpíter í órafjarlægð  hinumegin á sporbaugnum miðað við okkur. Þegar Júpíter er hinsvegar okkar megin á sporbaug sínum er hann oft áberandi sem bjartasta stjarnan á næturhimninum og getur t.d. verið hátt á lofti að vetri til um miðnætti. Sama gildir líka um Mars og allar þær reikistjörnur sem eru fyrir utan okkar sporbaug um sólu.

Tunglið snýst svo auðvitað um jörðina, u.þ.b. einn hring á 28 dögum. Eftir því sem tunglið er nær sólinni á sporbaug sínum um jörðina, sjáum við minna af björtu hliðinni, því þá snýr það skuggahlið sinni að okkur. Þegar tunglið sést sem lítil rönd ætti það líka alltaf að vera nálægt sólinni frá okkur séð, en þegar tunglið er hinsvegar í gagnstöðu við sól er það fullt og kemur upp um það leiti þegar sólin sest. Tunglið mun svo njóta sín vel síðar í desember þegar það verður fullt og verður á lofti stærsta hluta sólarhringsins, öfugt við sólina, enda er þá tunglið í gagnstöðu við sól.

Læt þetta duga af hnöttum, en hvort sem þetta er eitthvað sem menn vissu fyrir eða ekki, er hætta á að allt fari að hringsnúast í höfðum ef haldið er svona áfram. En svona til frekari glöggvunar þá er hér teikning sem sýnir hvernig uppröðun himinhnattanna sem um er fjallað, gæti hafa verið þann 1. desember.

 

Himinhnettir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Emil

Ég hef lengi fylgst með blogginu þínu og haft gaman af, svona oftast nær. Þessi færsla um himintunglin er stórmerkileg að mínu mati. Það er heillandi hvað hægt er að koma mörgum hnöttum fyrir á einum sporbaugi. Það sem ég furða mig þó mest á er snúningur Venusar í átt frá sólu. Hefur þetta verið vísindalega sannað? Mín kenning hefur löngum verið sú að Júpíter taki mið af Úranusi yfir hávetrartímann og gangi út frá sporbaugi sínum til suðurs. Þar sem Úranus er samsettur úr ósamsettum kjarnsýrum og öðrum þungmálmum hef ég einnig haldið því fram að staða hans gagnvart Mars annars vegar og Jörðinni hins vegar, skapi platónskt samspil gagnstöðu sem valdi keðjuverkandi víxlverkun við Tunglið og fylgihnetti þess. Já, stjörnufræðin er sannarlega heillandi heimur.

Pétur P. Proppé (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér er einhver haus strax farinn að hringsnúast, biðst velvirðingar á því sé það mér að kenna.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.12.2008 kl. 13:05

3 identicon

Ég biðst forláts. Þetta átti að sjálfsögðu að vera „gangi út frá sporbaugi sínum til austurs.“ Það sér hver heilvita maður.

Pétur P. Proppé (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 14:34

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þá horfir þetta allt öðruvísi við Hr. Proppé. Ég skil þetta betur núna, takk fyrir innleggið og áhugann sem þú sýnir á málinu. Þetta er spennandi vika fyrir víðsýnt fólk með opin huga.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.12.2008 kl. 14:59

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Flott myndin.....af þremenningunum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.12.2008 kl. 16:38

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Því miður tókst mér ekki að sjá þetta fyrirbæri vegna skýja á suðurhimninum. Ekki bara það, heldur var Venus hæst á lofti séð frá Reykjavík klukkan 16:23 og þá í aðeins tæplega tveggja gráðu hæð yfir sjóndeildarhringnum. Júpiter var aðeins hærra, eða  í rúmlega 3ja gráðu hæð. Síðan þegar orðið var sæmilega dimmt klukkan 18 var Venus kominn niður fyrir hálfa gráðu. Ég varð því að láta nægja að skoða fyrirbærið í stjörnuherminum Sky Map Pro.

Þetta segir  SkyMapPro9 um tunglið klukkan 18 í gær miðað við Reykjavík:

Information about Moon for 01 des. 2008 18:00:25
(Julian day number 2454802.25029)

Local Information

Apparent topocentric coordinates for the epoch of date:

Right ascension: 19h 42m 46.60s 
Declination: -23° 44' 11.6"
Constellation: Sagittarius

Altitude:  0° 41' 1"
Azimuth: 201° 19' 19"

Hour angle: 1h 33m 37s

Rise: 14h 33m 25s
Transit: 16h 24m 24s
Set: 18h 25m 41s

Star atlas chart numbers:

Herald-Bobroff Astroatlas, Chart C-60
Millennium Star Atlas, Charts 1387-1388 (Vol III)
Sky Atlas 2000.0, Chart 22
Uranometria 2000 Chart 342, Vol 2

Geocentric Information

Apparent geocentric coordinates for the epoch of date:

Right ascension: 19h 43m 27.437s 
Declination: -22° 50' 59.45"

True distance: 404780.9 Km
Horizontal parallax: 3250.25"

Physical Information

Magnitude: -7.8

Phase: 0.140
Phase angle: 136.1°
Elongation: 43.8°

Diameter: 1771.97"

Light time: 0h 0m 1.4s

Mass: 7.3483e+022 kg (0.0123 x Earth)
Mean equatorial radius: 1734.4 km (0.2719 x Earth)
Maximum angular diameter: 1864.2"
Minimum geocentric distance: 0.00257 AU
Geometric flattening: 0
Sidereal rotation period: 27d 7h 43m 11s
Mean density: 3.34 g/cm^3
Geometric albedo: 0.12

---

Svona forrit eru mjög gagnleg þegar maður er að skoða stjörnuhimininn. Á vefsíðunni www.heavens-above.com er hægt að sjá stjörnuhimininn frá hvaða stað sem er á jörðinni, t.d. Reykjavík.

Ágúst H Bjarnason, 2.12.2008 kl. 21:39

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Við höfum þá horft á sömu skýin Ágúst, en það hefði verið gaman að sjá þennan atburð sem bar upp á sama tíma og fyrirsátin í Seðlabankanum.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.12.2008 kl. 00:01

8 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir hugleiðinguna. Varðandi Tunglið, þá hefur lítið verið fjallað um indverska geimskotið hér um daginn og afrakstur þess, enda kannski nóg annað sem þykir „þarfara“ þessa dagana. Myndir frá Tunglinu eru farnar að berast og eru þær HÉR

Ásgeir Kristinn Lárusson, 3.12.2008 kl. 09:13

9 identicon

Þakka þér kærlega fyrir þetta Ásgeir. Ég get tekið undir það að Indverjar eru stórbrotin þjóð. Stórbrotin. Þeir hafa sannarlega verið í fararbroddi í geimvísindunum í gegnum aldir með Galíleó þar fremstan í flokki. Eftir að hann var sæmdur stórvesíranafnbótinni kom hann fram með öfgakennda kenningu um tengikrafta Satúrnusar og smástirnisins Ke, þar sem hann sýndi fram á með óyggjandi hætti að á tveggja ára fresti skarast hvirfilpunktar þeirra utan þyngdarsviðs vinstra hvels, sem er býsna merkilegt ef rangstaða Úranusar er höfð í huga. Þessi kenning fór aldrei hátt. Menn töldu að hún hefði verið þögguð niður af þáverandi keisara, Nehhram Nahm Hahm, sem átti þar hagsmuna að gæta sökum búferlaflutninga. En það er önnur og lengri saga.

Pétur P. Proppé (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:09

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mjög falleg mynd af Venusi, Tunglinu og Júpiter frá 1. des. er hér, og önnur tveim dogum eldri hér.

Ágúst H Bjarnason, 4.12.2008 kl. 07:29

11 identicon

Sæll Emil

Mér leikur forvitni á að heyra álit þitt á kosmískum kröftum

smástirna. Myndirðu telja að þeir væru sniðverkandi eða lausvaldandi?

Pétur P. Proppé (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband