1 á móti 35 þúsund að það verði öflugur skjálfti

Það kann að vera að þetta mat mitt sé ekki alveg nákvæmt en ég hef allavega engar áhyggjur af stórum jarðskjálfta á Reykjanesi næsta sólarhringinn, eins og einhver spákona segist sjá fyrir. Ef svo ólíklega hinsvegar vill til að það kemur öflugur jarðskjálfti þarna er ljóst að ég þarf að endurskoða allar mínar hugmyndir um gangverk heimsins og hinstu rök tilverunnar, hvorki meira né minna.
Það getur vel verið að þessi spákona hafi grísað á að spá fyrir um einn af Suðurlandsskjálftanum enda spáir fólk mikið í svoleiðs. Eftir að sú spá gekk nokkurn veginn eftir hefur aumingja konan fengið þá flugu í höfuðið að hún geti sagt fyrir um jarðskjálfta af meiri nákvæmni en færustu vísindamenn. Svoleiðis spámenn enda oftast sinn feril þegar þeir ofmetnast og gefa út áframhaldandi hamfaraspár sem ekki ganga eftir.
Spákonan virðist þó ekki þekkja jarðfræðina nógu vel því á Reykjanesskaga verða ekkert sérstaklega stórir jarðskjálftar vegna þess að jarðskorpan þar er frekar þunn enda er þetta eldvirkt svæði. Þess vegna hleðst ekki upp sama spenna á Reykjanesskaganum eins og gerist á Suðurlandsbrotabeltinu þar sem allt aðrar aðstæður eru. Það er mikill munur á jarðskjálftum upp á 6 eins og dæmi um á Reykjanesskaga eða á skjalftum yfir 7 eins og geta komið á Suðurlandi og upptökin verða tæpast yfir byggð.
En sjáum til. Ég segi 1 á móti 35 þúsund að spáin rætist. Skjálftar undir 5,5 stigum eru ekki taldir með enda teljast þeir ekki vera neitt til að hafa áhyggjur af.
mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég sagði á mínu bloggi, kerlingin er geðsjúklingur eða glæpakvendi.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hægt að spá því með fullri vissu að þarna verður skjálfti, spurningin er bara hvenær.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: brahim

DoctorE...ég held að það sé óþarfi að gera aðför að geðheilbrigði manna sem þú þekki hvorki haus né sporð á...en þetta er víst þinn háttur...og segir mest um þinn innri mann.

 Tala nú ekki um að kalla hana glæpakvendi...hingað til hefur svona talsmáti flokkast undir rógburð.

brahim, 27.7.2009 kl. 13:26

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég verð að taka undir með þér, ef það kemur skjálfti í dag, þá þarf maður að endurskoða allar sínar hugmyndir um gangverk heimsins og hinstu rök tilverunnar og það væri nokkuð stórt skref að taka...

En ætli líkurnar séu ekki ennþá minni en þú tiltekur hjá þér, sérstaklega ef við miðum við hina nákvæmu tímasetningu sem fram hefur verið sett sumsstaðar (þ.e. klukkan 23:15).

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.7.2009 kl. 13:55

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Tja, það má gefa þessu einhverja klukkutíma til eða frá. En einhver hamfaraskjálfti þarna er nánast útilokaður.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.7.2009 kl. 14:24

6 identicon

Að gera aðför að geðheilbrigði manna.. HALLÓ, ef einhver er að gera aðför að geðheilbrigði einhvers... þá er Lára að gera aðför að eigin geðheilbrigði.

Það er bara 2 í stöðunni..
1 svindl
2 easy money and attention whore

Reyndar er ríkiskirkjan og aðrar álíka nöttasamkomur miklu verri en Lára... ríkiskirkjan rænir td 6000 milljónum árlega frá almenning... hún kemst upp með þetta því börn eru vart komin út úr mömmuni þegar presta byrja að heilaþvo þau til að borga sér til dauðadags

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 14:43

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég held að Lára trúi þessu sjálf, sem er þá þriðji möguleikinn.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.7.2009 kl. 14:50

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er alveg hugsanlegt að í dag verði mesti skjálfti sem mælst hefur á Reykjanesi. En það þyrfti ekki að vera neitt samhengi á milli hans og spádómsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.7.2009 kl. 19:49

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er rétt að sá skjálfti gæti alveg komið. En sá skjálfti yrði alltaf eignaður spákonunni hvort sem það sé samhengi á milli eða ekki og setja okkur jarðbundna menn í mjög erfiða stöðu.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.7.2009 kl. 20:07

10 Smámynd: Loftslag.is

Ég bíð spenntur

Loftslag.is, 27.7.2009 kl. 22:51

11 identicon

zero skjálfti... liðið sem flúði Grinavík, ætli því líði eins og fábjanum núna... nei varla, ef fólk gleypir við svona þá fattar það ekki hvað það er vitlaust :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:22

12 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það var skjálfti við Hengil í kvöld sem var 0,4 á Righter. Kannski var hún að meina hann.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.7.2009 kl. 23:28

13 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Og bíðum við, einn við Eldey kl. 22.56 sem var 1,4 á Righter.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.7.2009 kl. 23:30

14 identicon

Jæja strákar ég krafðist afsökunar frá mbl.... ég var að segja satt um þessa kerlingu... hvað gerði mbl... þeir lokuðu blogginu mínu.

Þar hafið þið það, mbl vill hafa íslendinga hjátrúarfulla vitleysinga

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 09:13

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þar höfum við það.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.7.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband