Kaliforníubrunar með augum NASA og Mt. Wilson

Enn brenna eldar í Kaliforníu og engu líkara en að þetta sé að verða árviss viðburður þarna hjá þeim. Miklir hitar, þurrkar, skógi vaxnar fjallshlíðar og óvarkárt mannfólk er góð uppskrift að skógareldum eins og þarna eiga sér stað. Af einskærum hamfaraáhuga blandaðri samúð með þeim sem illa verða úti, reyni ég að fylgjast með því sem að gerast enda er þetta á við gott eldgos hér hjá okkur. Í fréttum sem berast af atburðunum vill oft vanta að maður fái almennilega yfirsýn af vettvangi og því leitaði ég á náðir NASA Earth Observatory síðunnar og fann þessa fínu gervitunglamynd frá 30. ágúst, þar sem eldsvæðið hefur verið merkt inn. Los Angeles borg er þarna skammt suður af eldunum en afstaðan sést betur á kortinu sem ég bætti inná.

Skógareldar Kalifornía

Myndina má sjá stærri á slóðinni: http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=40011

Eitt af því sem Kaliforníumenn hafa áhyggjur ef eldurinn breiðist frekar út eru mannvirkin á Mt. Wilson fjalli (1742m). Þar uppi er mikil stjörnuathugunarstöð sem á sér yfir 100 ára sögu og þykir afar merk þótt mikilvægi hennar hafi verið meiri áður fyrr. Einnig eru þarna á fjallinu allskyns bráðnauðsynleg fjarskiptamöstur svona rétt eins og á Skálafelli hjá okkur nema allt bara miklu stærra og meira. Á vefsíðu Mount Wilson Observatory má finna ýmsar upplýsingar um stöðina og þar er einnig vefmyndavél (UCLA Tower cam) sem staðsett í svokölluðum Solar-tower. Þar má fá myndir af því sem er að gerast eins og þessa sem ég náði í um hádegi 1. sept að okkar tíma. Eldurinn hefur ekki náð að sjálfu fjallinu en sjá má reykjarmistrið umlykja fjarskiptamöstrin. Það sem sýnist vera eldur er í raun rafmagnsljós. (Ath myndirnar eru þungar og eru nokkuð lengi að hlaðast inn ef þær koma þá yfirleitt)

towercam12.00.jpg

Þegar birta tók að degi leit þetta svona út:

towercam1730.jpg

Síðustu fréttir þegar þetta er skrifað (kl. 17.40) benda til hagstæðari aðstæðna sem eykur mönnum bjartsýni á að eldurinn nái ekki fjallinu. Óneytanlega hefði þó verið forvitnilegt að sjá þetta fuðra upp í beinni.

- - - -

Nema hvað allt í einu er þetta orðin svona! (Viðbót kl. 18.52)

towercam1850

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Stórmagnað.

Reykurinn er heldur að minnka núna kl. 20.54..

Veistu, eru öflugu eldfjöllin okkar, Hekla og Katla nokkuð í vefmyndavél

Sigurpáll Ingibergsson, 1.9.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Stjörnustöðin á Wilsonfjalli hefur einfaldlega menningarsögulegt gildi fyrir mannkynið allt. Á fjallinu hóf George Ellery Hale innreið sína með risasjónauka sem áttu eftir að breyta heimsmynd mannkynsins. Edwin Hubble hóf þar rannsóknir með Hookersjónaukanum (sem var eins og hálfs metra breiður og um árabil stærsti sjónauki jarðar) og með honum uppgötvaði hann að alheimurinn var miklu stærri en menn höfðu áður gert sér í hugarlund. Stærsta uppgötvunin var þó þegar hann sá að vetrarbrautirnar voru flestallar að fjarlægast okkur með hraða sem var í hlutfalli við vegalengdina til þeirra.

Þetta eru með öðrum orðum mjög merk stjörnustöð sem vonandi komast klakklaust frá þessum ósköpum.

Sjá til dæmis Sjónaukar og rannsóknir í stjarnvísindum á Stjörnufræðivefnum.

Sigurpáll, Katla er vöktuð með vefmyndavél en Hekla ekki svo ég viti til. Mig minnir að hægt hafi verið að skoða beina útsendingu frá Kötlu á Rúv.is.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 1.9.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Katla er vöktuð hér: http://www.ruv.is/katla/ Myndavélin virðist þó ekki vera virk eins og er og verður það sjálfsagt ekki þegar byrjar að gjósa. 

Að sjálfsögðu vonar maður að þessi sögufræga stjörnuathugunarstöð sleppi við eldinn.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.9.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vefmyndavélin á Wilson fjalli virðist nú hafa dottið út en fylgst er með gangi mála hér: http://joy.chara.gsu.edu/CHARA/fire.php

Þar má lesa þetta: Tuesday, 1 Sep 09, 3:30 pm PDT - I understand the DC 10 Super Scooper is preparing a major watering operation involving Mount Wilson. 

Emil Hannes Valgeirsson, 1.9.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband