Flogið yfir Dyngjujökul

Á meðan beðið er eftir gosinu, sem kannski kemur ekki, er alveg tilvalið að skoða gervitunglamynd af Dyngjujökli í boði skelfir.is. Á þeim vef má sjá alla nýjustu jarðskjálftana og hægt að fylgjast með þegar nýir skjálftar bætast við ásamt upplýsingum um stærð þeirra og dýpt. Kortagrunnurinn er frá Google en upplýsingar gögn er frá Veðurstofunni að mér skilst. Um daginn er ég lá yfir þessu datt mér í hug að súmma dálítið nær jökulsporðinum til að skoða aðstæður og kom þá eitt dálítið óvænt í ljós.

Dyngjujökull 1
Fyrst kemur hér yfirlitsmynd með nokkuð víðu sjónarhorni.
 
Dyngjujökull 2
Við fikrum okkur mun nær dökkum jökulsporðinum og fara þá ýmis smáatriði að skýrast betur. Ekkert óvenjulegt þó að sjá en vakin er athygli á litlum hvítum bletti rétt innan við jökulsporð fyrir miðri mynd.
 
Dyngujokull 4
Hér erum við komin öllu neðar og punkturinn á efri myndinni er ekki lengur punktur heldur …
 
Dyngjujökull 5
… farþegaþota á flugi. Liturinn á vélinni er þó eitthvað á skjön sem gæti skýrst af ljósbroti.
 
- - - -
Það er svo sem ekkert óvenjulegt að farþegaþotur séu á sveimi yfir landinu enda landið í þjóðleið milli heimsálfa. Þetta er samt frekar óvenjulegt sjónarhorn á flugvél á flugi ekki síst úr þessari miklu hæð. Það má gera ráð fyrir að gervitunglið sem myndaði landið sé í 600-1000 km hæð eða allt að 100 sinnum meiri hæð en flugvélin sem þýðir að flugvélin er nokkurn vegin í raunstærð miðað við yfirborð landsins. Kannski verður lítið um flugumferð þarna á næstunni en það má þó nefna að væntanlega er vélin löngu flogin hjá enda gæti gervitunglamyndin verið nokkurra ára gömul.
 

Bloggfærslur 22. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband