Stóra sumarveđurmyndin 1986-2014

Af ţeim veđurgrafíkmyndum sem ég hef sett saman ţá er stóra sumarveđurmyndin sú margbrotnasta. Myndin sýnir međ litaskiptingu hvađa daga sólin hefur skiniđ og úrkoma falliđ í Reykjavík sumarmánuđina júní-ágúst samkvćmt mínum skráningum sem hófust ţann 7. júní 1986. Litakvarđinn er sýndur undir myndinni en annars ćtti ţetta ađ skýra sig sjálft. Tölurnar hćgra megin sýna skráđa sólardaga í Reykjavík ţegar lagđir hafa veriđ saman heilir og hálfir sólardagar. Samkvćmt tölunum sést ađ á sólríkum sumrum eru sólardagar nálega tvöfalt fleiri en á sólarsnauđum sumrum. Myndina birti ég fyrst eftir sólarsumariđ 2012 en síđan hafa bćst viđ tvö sumur sem eru öllu sólarsnauđari og blautari en sumrin ţar á undan. Nánari bollaleggingar eru undir myndinni. 

Sol+Rigning 1986-2014

Nánari bollaleggingar: Allt fram til hinna síđustu ára má segja sumur međ 25-35 sólardögum hafi veriđ normiđ. Sumariđ 1991 ţótti á sínum tíma einstaklega gott og ţá skráđi ég 38,5 sólardaga en ţá var júní sérlega sólríkur. Áriđ 2004 kom svo fyrsta 40 sólardaga sumariđ sem ég skrái en eftir ţađ hafa fjögur bćst viđ. Síđustu tvö sumur voru ţví mikil viđbrigđi fyrir okkur hér suđvestanlands. Hvađ varđar fjölda sólardaga koma ţau mjög álíka illa út og munar bara einum einu degi, sumrinu 2014 í óhag međ 25,5 sólardaga. Ţar af voru eiginlegir sólardagar 14 talsins en restin er uppsöfnuđ af hálfum sólardögum. Viđ höfum svo sem upplifađ sólarsnauđari sumur í Reykjavík en merkilegt er ţó ađ engan almennilegan sólardag skrái ég á tímabilinu frá 8. júní til 28. júlí í sumar, eđa í 51 dag. Ţetta er nćstum ţví met hjá mér en sumariđ 1989 skráđist enginn heill sólardagur í 52 daga á tímabilinu 1. júlí til 20. ágúst. Annars er sumariđ 1995 sólarminnsta sumariđ á tímabilinu en einnig eru sumrin 1988, 1989 og 1992 ansi döpur.

- - - - 

Svo má líka skođa einstaka mánuđi frá 1986. Samanburđinn hér ađ neđan er unninn upp úr Veđurstofutölum og snýst um sólskinsstundir og úrkomumagn. Athyglisvert er ađ öll jákvćđu metin eru frá árunum 2004-2012. Neikvćđu metin voru öll frá síđustu öld, ţar til kom ađ sumrinu 2014. Úrkoman í júní síđastliđnum var sú mesta síđan samfelldar mćlingar hófust áriđ 1920 en í júlí var úrkoman í Reykjavík sú mesta síđan 1984.

Rvik. Mest og minnst 86-14

- - - -

Í lokin. September er ekki talinn međ í ţessu yfirliti ţó hann sé talinn sumarmánuđur. Mér finnst hann ţó ekki vera eiginlegur sumarmánuđur og ţađ ţýđir ekkert ađ kvarta yfir ţví auk ţess sem varla er pláss fyrir fleiri mánuđi í ţessu knappa plássi.


Bloggfćrslur 20. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband