Hvernig kemur Esjan undan vetri? Myndasyrpa.

Samkvæmt venju er nú komið að hinum árlega samanburði á snjóalögum í Esju sem felst í því að taka mynd af Esjunni fyrstu vikuna í apríl þegar skyggni leyfir og bera saman við sambærilegar myndir fyrri ára. Fyrsta myndin var tekin árið 2006 og eru myndirnar því orðnar 12 talsins og koma allar hér á eftir í öfugri tímaröð ásamt upplýsingum hvort og þá hvenær allur snjór hefur horfið úr Esjuhlíðum.

Undanfarin fjögur sumur hefur Esjan ekki náð að hreinsa af sér alla snjóskafla frá borginni séð og hefur reyndar verið nokkuð fjarri því síðustu tvö sumur. Allnokkrir skaflar lifðu sumarið 2015 og þá sérstaklega skaflinn langi ofan Gunnlaugssakarðs sem einnig lifði góðu lífi í fyrrahaust. Það út af fyrir sig minnkar líkurnar á að Esjan nái að verða alveg snjólaus í ár því undir snjóalögum þessa vetrar lúrir hinn þrautseigi skafl með sínu tveggja ára hjarni. Að öðru leyti má segja að fannir Esju séu frekar fínflekkóttar að þessu sinni með smásköflum langt niður eftir hlíðum og má búast við að metsnjókoman seint í febrúar eigi þar drjúgan þátt. Esjan var því ekkert sérstaklega snjólítil þennan fyrsta dag aprílmánaðar þrátt fyrir hlýjan vetur að meðallagi - úrkomumynstrið og ýmis fínleg veðurfarsleg atriði skipta þar ekki síður máli. En hér eru myndirnar:

Esja 1 apríl 2017

Esja apríl 2016

ESJA 1. apríl 2015

Esja 3. april 2014

Esja 3. apríl 2013

Esja 2. apríl 2012

Esja 4. apríl 2011

Esja 1. apríl 2010

Esja 3. apríl 2009

Esja 6. apríl 2008

Esja 6. apríl 2007

Esja 1. apríl 2006


Bloggfærslur 2. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband