Færsluflokkur: Vefurinn

Öfug snælína í Esjunni

Kjalarnes snælína

Í bjartviðrinu núna á mánudaginn mátti sjá fyrirbæri sem ég hef stundum tekið eftir og þá sérstaklega í bröttum hlíðum Esjunnar fyrir ofan Kjalarnes. Ég kýs að kalla þetta öfuga snælínu en hugsanlega er til eitthvað fræðilegt orð yfir þetta, en ólíkt venjulegum snælínum í fjöllum er mestur snjórinn þarna neðan snælínunnar. Í síðustu viku féll talsverður snjór hér á höfuðborgarsvæðinu sem og á Esjuna en þegar vindarnir tóku að blása í kjölfarið, feyktist snjórinn á brott þarna í hlíðunum sem nefnist Lág Esja. Hinsvegar hafði hlýnað upp fyrir frostmark á láglendi og blotnað í snjónum upp undir miðjar hlíðar. Þessi öfuga snælína myndast því þar sem frostmarklínan liggur því vindurinn nær ekki að feykja burt blauta snjónum í neðri hlíðunum. Kjalarnes er auðvitað einn af vindasömustu stöðum landsins og það ásamt því hvernig fjallshlíðin liggur á snjórinn þarna oft erfitt uppdráttar en í þessu tilfelli er það þó hiti yfir frostmarki sem verndar snjóinn neðan snælínu. Þetta er auðvitað hið merkasta fyrirbæri sem enginn höfuðborgarbúi ætti að láta fram hjá sér fara.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband