Hafķsstašan į pólunum

Samkvęmt venju nś ķ seinni hluta september fer ég yfir hafķsstöšuna ķ mįli og myndum en įrlegt hafķslįgmark er nś aš baki į Noršur-Ķshafinu enda sólin farin aš lękka mjög į lofti žar noršurfrį og brįtt mun allt frjósa į nż. Aš lokum mun ég snśa mér ašeins aš Sušurhvelinu žar sem sitthvaš er aš gerast.

Arctic 23.sept

Žannig lķtur Noršur-Ķshafiš śt aš lokinni sumarbrįšnun, samkvęmt korti śtgefnu af Hįskólanum ķ Bremen. Ķsinn hefur hörfaš langt frį ströndum Alaska og austur-Sķberķu og bęši noršvestur- og noršaustur-strandleiširnar fęrar. Žetta hefur veriš nokkuš dęmigerš staša ķ sumarlok sķšustu įra, en sennilega er ķsinn minni en venjulega viš Kanadķsku heimskautaeyjarnar enda alls ekki įrvisst aš siglingaleišin opnist žar svona rękilega.

En žį er komiš aš samanburši viš sķšustu įr meš lķnuritinu hér aš nešan sem ég vann upp śr tölum frį Bandarķsku snjó- og hafķsmišstöšinni (NSIDC).

NH-Lįgmörk 2000-2023

Viš sjįum hér hvernig lįgmarksśtbreišslan hefur žróast frį įrinu 2000. Greinilega hefur hafķsinn minnkaš frį upphafi tķmabilsins. Śr žvķ aš vera kringum 6 milljón ferkķlómetrar og nišur ķ svona 4,5 m.km2 aš jafnaši. Žetta gerist žó ekki jafnt og žétt og reyndar ekki hęgt aš tala um einhverja sérstaka žróun frį įrinu 2007 sem var tķmamótaįr og vakti upp vangaveldur um aš stutt gęti veriš ķ allsherjarhrun ķsbreišunnar. Ķsinn jafnaši sig žó eitthvaš į nż uns nżtt og mjög afgerandi metlįgmark leit dagsins ljós įriš 2012 og žótti sķšur en svo gęfulegt. En ķsinn jafnaši sig aftur og hafa lįgmörkin veriš upp og ofan sķšan og ekki ógnaš metinu. Aš žessu sinni varš lįgmarkiš žaš 6. lęgsta sem vitaš er um, en žaš munar reyndar mjög litlu į žvķ og įrunum 2007, 2016 og 2019 sem eru ķ 3-5. sęti.

Til aš įtta sig ašeins į įrstķšastöšunni žį kemur hér lķnurit frį NSIDC sem sżnir ķ einskonar spagettķflękju öll įrin frį upphafi nįkvęmra męlinga įriš 1979.

NH 1979-2023

Įriš 2023 er dregiš sérstaklega fram žarna meš smį fikti ķ mér, en žaš mį taka fram aš öll įrin eftir 2001 eru meš lįgmarksśtbreišslu undir 6 millj.km2. Žarna sést aš vetrarśtbreišsla įrsins 2023 var meš allra lęgsta móti en gaf eftir ķ samkeppninni į vormįnušum og endar sem fyrr segir meš 6. lęgstu śtbreišsluna. Doppótta lķnan er 2012 og spurning hversu lengi žaš lįgmarksmet mun standa.

En žótt metin lįti į sér standa į Noršurhveli žį er alls ekki sömu sögu aš segja į Sušurhveli og lęt ég samskonar spagettķmįltķš segja žį sögu:

SH 1979-2023

Žarna į Sušurhveli er greinilega eitthvaš óvenjulegt aš gerast. Viš sjįum aš žar er vetrarhįmark aš baki (vęntanlega) og įriš 2023 sker sig rękilega frį öšrum įrum hvaš śtbreišslu varšar. Įriš byrjaš meš heldur minni hafķs en įšur hafši męlst og setti nżtt lįgmarksmet, en fyrra met var žį reyndar ašeins įrsgamalt. Įriš missti forystuna seint ķ mars en frį maķmįnuši var nżmyndun vetrarķss öllu hęgari en įšur hefur sést og endar ķ hįmarki sem er ķ algeru lįgmarki.

Hvaš gerist į nęstu misserum į pólunum, mišaš viš fyrri įr, vitum viš ekki og allra sķst ég. Žetta meš sušurskautiš er sérstakt og gerist į sama tķma og óvenju hįr yfirboršshiti męlist ķ Noršur-Atlantshafi og heitur El Ninjo er aš nį sér į strik ķ Kyrrahafinu. Kannski mun Noršur-Ķshafiš einnig finna fyrir žessum óvenjulegheitum um sķšir, eša alls ekki. Lįtum žaš bara koma ķ ljós.

Sjį nįnar hér žašan sem upplżsingar lķnurit og tölur eru fengnar: https://nsidc.org/arcticseaicenews/


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband