Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Kanínustrákurinn Simbi

Simbi3Nú er komiđ ađ fyrstu gćludýrabloggfćrslunni á ţessari síđu og kannski kominn tími til. Viđ erum samt ekki ađ tala um neina hunda eđa ketti, heldur kanínu sem hoppar um á heimili bloggarans og ber nafniđ Simbi.
Simbi er liđlega eins árs kanínustrákur, frekar smávaxinn, og hefur hárvöxt og lit sem minnir dálítiđ á hárvöxt ljóna enda er ţetta eđalkanína af svokölluđu Lionhead-kyni. Ţađ er hún Stefanía dóttir mín sem er löggildur eigandi Simba en hún var fljót ađ nefna hann ţessu nafni í höfuđiđ ljónsungann úr Lion-King teiknimyndunum.

Viđ á heimilinu höfđum enga reynslu af kanínuhaldi ţegar viđ tókum Simba ađ okkur í fyrrahaust og Simbi var heldur ekki mjög lífsreynd kanína ţá, enda bara nokkurra vikna. Hann hefur alltaf búiđ innandyra en líkar ekkert vel viđ ađ vera lokađur inní búri svo hann fćr bara ađ stjórna sínum ferđum sjálfur en á samt sitt búr sem hann hoppar úr og í ţegar hann vill. Simbi2

Stundum fćr hann ţó ađ fara út í garđ en ţar er ýmislegt ađ róta í, skođa og smakka. Svo er líka ýmislegt innandyra sem Simba ţykir gott ađ narta í. Bćkur og blöđ eru t.d. í miklu uppáhaldi en verra er međ allar rafmagnssnúrurnar sem fyrir honum eru sem hinn besti lakkrís. Ţađ hefur ţví ţurft ađ gera ýmsar ráđstafanir svo viđ getum notiđ dásemda raftćkninnar í friđi.

Annars ţarf yfirleitt lítiđ ađ hafa fyrir Simba, hann gengur hljóđlega um, felur sig gjarnan tímunum saman í innstu skúmaskotum eđa situr hinn rólegasti á gólfinu međ eyrun sperrt en ţađ er sjálfsagt eđli kanína ađ vera varar um sig enda aldrei ađ vita hvar hćtturnar leynast í ţessum viđsjárverđa heimi.

Simbi1


Staflinn á náttborđinu

náttborđ

Skipulögđ óreiđa á vissum ţáttum er sjálfsagđur hluti góđs skipulags. Ţađ hefur náttborđiđ mitt mátt reyna undanfarna mánuđi ţví í vetur og fram á ţennan dag hefur smám saman hlađist um dágóđur stafli af ýmsum bókum og pappírsgögnum sem ég hef veriđ ađ sýsla međ. En öllu má nú ofgera og ţví tók ég mig nú loksins til og réđst á staflann, henti sumu, setti annađ í skúffur eđa möppur og kom svo bókum fyrir í nýrri bókahillu heimilisins. Til ađ heiđra minningu náttborđsstaflans er innihaldi hans hér gerđ skil í eftirfarandi lista og er byrjađ á ţví efsta og svo áfram niđur:

 1. Gluggaumslög međ nýjustu gjalddögunum (verđa greiddir á nćstunni)
 2. Bođskort á myndlistarsýningu Sigurđar Ţóris (ekki búinn ađ fara)
 3. Tónleikaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar (fórum á 5. sinfóníu Gustafs Mahlers)
 4. Fréttabréf vináttufélags Íslands og Kúbu (hef veriđ félagi síđan í vinnuferđinni 1989)
 5. FÍB-blađiđ (er semsagt líka félagsmađur í félagi íslenskra bifreiđaeigenda)
 6. Prófarkir (vegna bókar sem ég er ađ brjóta um)
 7. Meiri gluggapóstur (verđa einnig greiddir á nćstunni)
 8. Íslensk fjöll – gönguleiđir á 151 tind (á sirka 90 eftir)
 9. Límmiđi frá FÍB (held ég lími hann ekki á bílinn)
 10. Enn meiri gluggapóstur (gott ađ ţađ fannst)
 11. Bókin Bréf til Láru, eftir Ţórberg Ţórđarson (búinn ađ lesa hana)
 12. Útprent af vinnutengdum tölvupósti (trúnađarmál)
 13. Árbók Ferđafélags Ísland 1993 (um rćtur Vatnajökuls eftir Hjörleif Gutt.)
 14. Jöklaveröld - náttúra og mannlíf (ađallega um Austur-Skaftafellsýslu)
 15. Útprent af nýlegum fjölskylduljósmyndum (ţrír ćttliđir í sparifötum)
 16. Yfirlit yfir Verđbréfasjóđi SPRON (framúrskarandi ávöxtun síđustu ára tíunduđ)
 17. Yfirlit frá Lífeyrissjóđi verzlunarmanna (safnast ţegar saman kemur)
 18. Prentarinn - blađ félags bókagerđarmanna (er ennţá í plastinu)
 19. Útreikningar vegna rekstraryfirlits 2007 (vegna prívat-vinnu)
 20. Bréf frá SPRON til gjaldkera húsfélagsins (sem er ég)
 21. Ársskýrsla EXISTA (skođuđ, en ólesin)
 22. Bođskort á 25 ára afmćlissýningu Gerđubergs (fór ekki)
 23. Reikningaeyđublađahefti (vegna prívat-vinnu)
 24. Skáldsagan Plötusnúđur Rauđa hersins (byrjađi á henni á sínum tíma)
 25. Skagfirđingabók (er ekki Skagfirđingur en kom ađ vinnslu ritsins)
 26. Ársrit Útivistar nr. 10 frá 1984 (vegna ferđar sem ég fór síđasta haust)
 27. Hvers vegna er ég félagi í Félagi bókagerđarmanna? (bćklingur sem svarar ţví)
 28. Skáldsagan Mćling heimsins eftir Daniel Kehlman (búinn ađ lesa hana)
 29. Frímerkjafréttir o.fl. frá Póstinum (er áskrifandi ađ nýjum frímerkjum)
 30. Árbók Ferđafélags Íslands 1997 (ţar er m.a. fjallađ um Esjuna)
 31. Kvittanir tengdar bílnum (smurnings- og dekkjaţjónusta)
 32. FÍT 2008 - Grafísk hönnun á Íslandi (Ţađ besta frá liđnu ári úr mínu fagi)
 33. Veđuryfirlit í tölum fyrir alla mánuđi frá 1961 (útprentađ af vef Veđurstofunnar)
 34. Útivist - Ferđaáćtlun 2008 (fer einstaka sinnum međ ţeim)
 35. IĐAN - símenntun í iđnađi. (vilji mađur símennta sig)
 36. Gamli Stykkishólmur (bćklingur um gömlu húsin í Stykkishólmi)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband