Vetrarhiti í súlnaformi

Ţótt vetrarkuldar séu kannski ekki alveg ađ baki ţá ćtla ég bjóđa hér upp á vetrarhitasúlurit sem sýnir hitafar allra daga í Reykjavík nýliđinn vetur, frá nóvember til mars. Tölurnar sem liggja ađ baki eru úr mínum prívatskráningum sem stađiđ hafa lengi. Hver súla á ađ sýna dćmigerđan hita dagsins sem liggur einhversstađar á milli međalhita sólarhringsins og hámarkshita dagsins. Dagar yfir frostmarki eru litađir rauđir og rísa upp úr núllstrikinu en frostdagarnir eru bláir. Eins og venjulega var hitafar vetrarins upp og ofan en almennilegir hlýindakaflar létu á sér standa ţar til undir ţađ síđasta. Nánar um ţađ undir myndinni.

Vetrarhitasúlur 2017-18

Vetur byrjađi nokkuđ skart eftir góđ hausthlýindi á undan. Nóvember er yfirleitt ekki  skilgreindur sem vetrarmánuđur en ađ ţessu sinni náđu vetrarkuldar fljótlega yfirhöndinni í mánuđinum og fćrđust í aukana eftir ţví sem á leiđ. Međalhitinn endađi rétt yfir frostmarki og varđ ţetta kaldasti nóvember í Reykjavík síđan 1996, en ţá var reyndar mun kaldara. Í desember og janúar var hitinn áfram ađ dóla sér sitt hvoru megin viđ frostmarkiđ. Lćgđir fćrđu okkur hlýindi úr suđri af töluverđu afli en ţađ jafnađist iđulega út međ kuldum úr norđri. Ekki er hćgt ađ tala um öfgar í hitafari og eiginlega mesta furđa ađ köldustu dagarnir hafi ekki veriđ kaldari en ţetta. Almennileg hlýindi létu líka bíđa eftir sér en í febrúar skrái ég fyrst 7 stiga hita yfir daginn snemma í mánuđinum. Ţess var auđvitađ hefnt međ meira en vikuskammti af kulda. Svo fór ţetta ađ koma. Eftir miđjan febrúar náđu hlýir loftmassar loks yfirhöndinni og mars hefur stórlega bjargađ málunum fyrir hitafar vetrarins. Mér reiknast svo til, út frá opinberum tölum, ađ međalhiti ţessara fimm vetrarmánađa sé +0,5 stig sem er sambćrilegt vetrinum 2001-2002 og ađ ţessir tveir vetur séu ţar međ ţeir köldustu á öldinni. Ţetta var sem sagt heldur kaldari vetur en viđ höfum átt ađ venjast á ţessari öld. Á kalda tímabilinu 1965-1995 hefđi hann ţó sennilega fengiđ ágćtis eftirmćli.

En til samanburđar og upprifjunar ţá á ég sambćrilega mynd fyrir veturinn á undan ţessum, ţ.e. veturinn 2016-2017. Sá vetur var međ ţeim allra hlýjustu og mćldist međalhitinn hér í Reykjavík 2,6 stig frá nóv-mars. Ţar erum viđ greinilega ađ tala um allt annarskonar vetur, en ţó vetur engu ađ síđur.

Vetrarhitasúlur 2016-17

 


Fína svifrykiđ og fínu dísilbílarnir

Á sama tíma og hratt hefur dregiđ úr sölu dísilbíla í Evrópu vegna skađlegs útblástur ţeirra virđist lítiđ vera ađ draga úr frambođi nýrra dísilbíla hjá íslensku bílaumbođunum. Ţetta á sérstaklega viđ svokallađa um sportjeppa og ađrar stćrri gerđir bíla. Í sumum tegundum er einungis bođiđ upp á dísilvélar og almennt eru fleiri útfćrslur í bođi af dísilbílum af hverri tegund, heldur en af bensínbílum. Vilji mađur til dćmis fá sér heiđarlegan, fjórhjóladrifinn, beinskiptan, bensínbíl, er víđa afskaplega fátt í bođi samanber ţessi dćmi af verđlistum ónefndra bíltegunda.

Disilverdlistar

Eitthvađ er ţetta ţó líklega ađ breytast. Suzuki-umbođiđ bíđur t.d. einungis upp á bensínbíla í stađ dísils og svo er stóraukin sala í ţeim bílum sem ganga bćđi fyrir rafmagni og bensíni. Vandamáliđ međ dísilvélar er ađ í útblćstri ţeirra er ađ finna mun meira magn af fínlegustu gerđum svifryks (PM2,5) sem einmitt er skađlegasta gerđ svifryks fyrir heilsu fólks. Sjá til dćmis hér: What is PM2,5 and why should you care?

PM2,5 eru ţađ agnarsmátt ryk ađ líkaminn nćr ekki ađ losa sig viđ ţađ og ţví safnast ţađ einfaldlega fyrir í líkömum fólks. Međ bćttri tćkni hefur útblástur ţessa fínryks frá dísilvélum ađ vísu lćkkađ á síđustu árum  en samt er hlutfall ţess í nýlegri vélum ađ minnsta kosti tífallt ţađ sem kemur úr bensínvélum. Auk ţess gefa dísilvélar frá sér mun meira magn köfnunarefnisdíoxíđs NO2 sem getur valdiđ lungnaskjúkdómum auk ţess ađ hafa skađleg áhrif á gróđur. Myndin hér ađ neđan er sýnishorn af mengunarmćlingu frá Grensásvegi og kemur ţar vel fram mikill mengunartoppur í síđdegisumferđinni viđ Grensásveg, föstudaginn 9. mars. sl. Sjá mengunarmćlingar um allan heim hér: Real-time World Air Quality.

Svifryksmćlingar
Sjálfsagt vissu menn ekki betur fyrir nokkrum árum en ađ dísilvélar vćru umhverfisvćnni en bensínvélar vegna lítillega minni útblástur koltvísýrings, CO2, sem auđvitađ er hin frćga gróđuhúsalofttegund. Ţannig gat allsherjar dísilbílavćđing međ stuđningi stjórnvalda veriđ liđur í baráttunni gegn hlýnun jarđar, eđa ađ minnsta kosti fegrađ tölur í kolefnisbókhöldum. CO2 er hinvegar ekki mengun á sama hátt fína svifrykiđ og NO2. Plöntur ţrífast á CO2 og viđ öndum ţví frá okkur. Ţađ er ţví kannski ekki mikiđ unniđ međ ţví ađ draga agnarögn úr hlýnun jarđar en fjölga um leiđ hjartveikum, heilabiluđum og lungnaveikum góđborgurum međ skađlegum agnarögnum í útblćstri. Og nú sitjum viđ uppi međ stóran hluta bílaflotans knúinn ţessum mengandi vélum og góđ ráđ dýr. Ekki vilja menn verđfella nýju fínu bílana sína međ ţví ađ tala ţá niđur og ţađ vćri spćlandi ađ ţurfa ađ greiđa sérstök refsigjöld fyrir bíla sem keyptir höfđi veriđ í góđri trú međ sérstökum ívilnunum stjórnvalda.

Talandi um mig sjálfan ţá er ég keyrandi um á mínum fjórhjóladrifna bíl, beinskiptum og bensínknúđum. Sá bíll er kominn á fermingaraldurinn sem í bílaćvi telst til efri ára og ţví ćtti ađ vera komin tími á endurnýjun miđađ viđ standardkröfur og svo eyđir hann heldur meira en nýrri týpur. Hann stendur ţó fyrir sínu ţótt hann skorti ýmislegt af ţeim fítusum og átómötum sem sjálfsögđ ţykja í dag. Hann er ţó búinn ţeim eiginleika ađ geta lokađ fyrir innstreymi utanađkomandi lofts í farţegarýmiđ, sem er ákaflega gagnlegt ţegar ekiđ er í  svifryksmóđu morgun- og síđdegisumferđarinnar.

Morgunsól

Miklabraut ađ morgni. Ađ ţessu sinni var ţađ reyndar sólin sem stal senunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband