Færsluflokkur: Bloggar

Spáð í norðurljósin

Það hefur ekki mikið sést til norðurljósanna og annars himnaskrauts að undanförnu enda hefur oftar en ekki verið þungskýjað hér í höfuðborginni og víðar. En jafnvel þegar stjörnubjartur næturhiminn hefur látið sjá sig hafa norðurljósin verið heldur tilkomulítil, allavega miðað við það sem best getur orðið. Þetta er þó ekkert óeðlilegt, norðurljósin myndast sem kunnugt er þegar sólvindarnir mæta segulsviði jarðar en um þessar mundir er virkni sólarinnar einmitt í lágmarki í þeirri ellefu ára sveiflu sem virknin gengur reglulega í gegnum.
nordurljos11novEn það er hægt að spá fyrir um norðurljósin eins og flest annað. Í Geopysical Institute stofnuninni sem staðsett er í Fairbanks í Alaska er menn nokkuð uppveðraðir af norðurljósunum og gefa út á vefnum mjög aðgengilega norðurljósaspá nokkra daga fram í tímann þar sem sjá má hvort vænta megi almennilegra norðurljósa eða ekki. Á myndunum sem fylgja spánum sést hversu vel Ísland er staðsett á jarðarkúlunni til að njóta norðurljósanna en erlendis sjást þau aðallega í Alaska, Kanada, á Suður-Grænlandi, norðurhluta Skandinavíu og við íshafsstrendur Rússlands, og mynda þannig einskonar baug umhverfis segulmiðju norðurskautsins. Það sama á sér vitanlega stað á suðurhveli en það er fáir sem njóta þeirra þar. Ef marka má spána sem nú er í gildi á vef þeirra Fairbanksmanna er ekki mikið um norðurljósasýningar núna, en úr því gæti þó ræst eitthvað næstu daga, annað mál hvort sjást mikið til þeirra.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband