Færsluflokkur: Matur og drykkur
30.5.2009 | 21:23
Sænskar kjötbollur
Ég er sjálfsagt þekktur fyrir ýmislegt annað en að vera mikill matargerðarmaður og þar af leiðandi horfi ég ekki mikið á matreiðsluþætti í sjónvarpi. Þó er einn sjónvarpskokkur sem ég hef alltaf haft mikið dálæti á en það er sænskur náungi sem var talsvert vinsæll fyrir mörgum árum. Í sýnishorninu hér á eftir má sjá hann matreiða sænskar kjötbollur af miklu listfengi. Þessar bollur eru alveg fjaður-magnaðar. Ég mæli með því að hafa hljóðið á. Verði ykkur að góðu.
Og af því að þetta var frekar stutt þá koma hér gómsætir kleinuhringir sem eftirréttur í boði hússins algerlega skotheldir á bragðið.
Þetta var sjónvarpsnostalgía mánaðarins, en svoleiðis er alltaf á þessari síðu í lok hvers mánaðar. Að þessu sinni var það auðvitað hinn mikli snillingur: sænski kokkurinn í Prúðu-leikurunum.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.3.2008 | 21:52
Misjafn er matarkosturinn í henni veröld
Nú styttist í að föstunni lýkur og páskaátið hefst. Það er ekki verra tilefni en hvað annað til að skoða hvað fólk lætur ofan í sig af mat víðsvegar í heiminum svona dags daglega. Á myndunum sem hér fylgja hefur einmitt verið safnað saman vikuskammti af mat hjá fjölskyldum í hinum ýmsu löndum og að auki búið að taka saman hvað herlegheitin kosta. Mjög athyglisverður samanburður að ýmsu leyti.
Verði ykkur að góðu.
Þýskaland: Melander fjölskyldan frá Bargteheide
Matarkostnaður á viku: 500 dollarar / 38.900 kr.
Bandaríkin: Revis fjölskyldan frá Norður-Karolínu
Matarkostnaður á viku: 342 dollarar / 26.600 kr.
Ítalía: Manzo fjölskyldan frá Sikiley
Matarkostnaður á viku: 260 dollarar / 22.200 kr.
Mexíkó: Casales fjölskyldan frá Cuernavaca
Matarkostnaður á viku: 189 dollarar / 14.700 kr.
Pólland: Sobzynscy fjölskyldan frá Konstacin-Jeziorna
Matarkostnaður á viku: 151 dollarar / 11.745 kr.
Egyptaland: Ahmed fjölskyldan frá Kaíró
Matarkostnaður á viku: 68.5 dollarar / 5.330 kr.
Ekvador: Ayme fjölskyldan frá Tingo
Matarkostnaður á viku: 31.5 dollarar / 2.450 kr.
Bhutan: Namgay fjölskyldan frá Shingkhey þorpi
Matarkostnaður á viku: 5 dollarar / 389 kr.
Chad: Aboubakar fjölskyldan frá Bredjing búðunum
Matarkostnaður á viku: 1,23 dollarar / 96 kr.
- - - - - - -
Myndirnar hér að ofan birtust allar í bókinni: Hungry planet what the world eats, eftir Faith D'Aluisio og ljósmyndarann Peter Menzel.
Matur og drykkur | Breytt 2.2.2013 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)