Frosin rauð jól í Reykjavík

24des09

Þannig líta jólin út í Reykjavík í ár. Bjart yfir á meðan sólar nýtur og auð jörð bæði á láglendi og til fjalla. Það er því fátt sem minnir á að það sé hávetur ef ekki væri fyrir frostið sem bitið hefur borgarbúa og aðra landsmenn undanfarið. Snjórinn sem safnast hafði fyrir í Esjunni fyrr í vetur hvarf að mestu í hlýindakaflanum fyrri hluta mánaðarins þegar hitinn náði allt að 10 stigum. Núna undanfarna daga hefur þetta snúist rækilega við og frostið komist niður í 10 stig en á þess að nokkuð hafi náð að snjóa. Vatnsbrunnurinn á norðanverðu Seltjarnarnesi stendur hinsvegar alveg svellkaldur í sínum klakaböndunum.

G L E Ð I L E G   J Ó L


Bloggfærslur 24. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband