Nokkrar spurningar

Vitum við í raun hvort samningurinn er ásættanlegur eða ekki?
Væri nákvæmlega sami samningur talinn jafn slæmur ef allir stjórnmálaflokkarnir hefðu átt sinn fulltrúa í samninganefndinni?
Er Icesave samkomulagið vont af því að formaður samninganefndarinnar var einu sinni Alþýðubandalagsmaður?
Er samningurinn slæmur af því að við viljum ekki borga skuldir einkafyrirtækis?
Finnst Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum samningurinn vera slæmur af því að þeir eru ekki í ríkisstjórn?
Verðum við stærri og stoltari þjóð ef við höfnum samkomulaginu?
Fáum við betri samning ef við höfnum samkomulaginu?
Hvað gerist ef við fáum ekki betri samning eftir að við höfnum samkomulaginu?
Hversu mikið betri þarf samningurinn að vera til að vinna upp það tjón sem höfnun forsetans veldur?
Mun örugglega nást betri niðurstaða ef deilan fer fyrir dóm?
Hvað ef við töpum málaferlum

… og hvað verðum við lengi í ruslinu? 

Ekki veit ég það, svo mikið er víst. 


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband