Kort - Þegar hraunið nær niður á láglendi

 Goskort 24. mars

Ef gosið heldur áfram í einhvern tíma mun óhjákvæmilega koma að því að hraunið sem fellur niður Hrunagil muni ná niður á sléttlendið við Þórsmörk. Þá gæti tekið við athyglisvert samspil hraunsins og jökulánna sem þar renna. Einn möguleikinn gæti litið svona út eins og ég hef teiknað inná kortið en ég tek fram að þetta eru bara vangaveltur. Ef hraunið er þykkt og hægfljótandi gætu skapast þær aðstæður að hraunið nái að stífla jökulkvíslina sem rennur úr Tungnakvíslarjökli og jafnvel sjálfa Krossána með þeim afleiðingum að vatnið safnist í uppistöðulón innan við hraunið. Vatnið mun þó alltaf finna sér leið framhjá hrauninu að lokum og renna þá meðfram hlíðunum. 

Gosinu á Fimmvörðuhálsi hefur verið líkt við Heimaeyjargosið en hraunið sem þar rann var þykkt og myndaði háan hraunkamb sem kjörinn er til að stífla gil og smádali eins og þarna eru í Þórsmörkinni. Auðvitað veltur þetta allt á því hversu lengi gosið mun vara. En nú þegar hefur verið talað um nokkurra vikna- eða jafnvel mánaðalangt gos, og má samkvæmt því búast við ýmsu. Ég sleppi því hins vegar að spá í hversu langt hraunið mun renna í átt að Básum og Langadal.

Kortið er úr ÍSLANDSATLAS Eddu-útgáfunnar. Það birtist stæra við nokkrar smellingar.


mbl.is Hraunslettur þeytast hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband