Kafli tvö í eldgosi

Gosið í Eyjafjallajökli sem nú er uppi, er meira í takt við það sem menn töldu sig eiga von á, heldur en túristagosið á Fimmvörðuhálsi. Eina tjónið þar voru túristagöngustikur sem hurfu undir hraun ásamt flísvettlingi sem ég átti, en við teljum hann ekki með. Nú höfum við fengið flóð sem rofið hefur þjóðveginn og öskufall austur um sveitir. Áhrifamest er kannski ef alþjóðleg flugumferð raskast á stórum svæðum Norður-Atlantshafsins.

Vegna veðurs höfum við varla getað séð hið raunverulega gos nema mökkinn sem nær upp úr skýjunum. Af og til rofaði þó til á upphafsdegi gossins án þess þó eldsumbrotin sjálf kæmu í ljós. Miðað við hvernig tilkomumikill gosbólsturinn leit út kl 18.45 var greinilegt að gosið var komið upp úr jökli við toppgíginn og spúði þaðan ösku og eimyrju. Það hefði verið flott að sjá gosstrókana koma upp á þeirri stundu. Miðað við veðurspá eru litlar líkur á að það rofi til fyrr en undir helgi, en á laugardaginn ætti dýrðin að koma ljós. Það verður því væntanlega nokkuð um gosglápara á Suðurlandi um helgina. Hversu tilkomumikið gosið verður þá, veit ég ekki. Það vita líka fæstir hvar og hvenær þetta endar allt saman.

Gosmökkur 14.apríl


mbl.is Kolsvartur strókur frá gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband