16.4.2010 | 23:39
Þegar gosmökkurinn tók sér hlé
Það mátti sjá mjög fallegar myndir af gosstöðvunum úr vefmyndavélinni á Þórólfsfelli í kvöldbirtunni þann 16. apríl. Þó vantaði herslumuninn á að upptökin sjálf væru sýnileg á jöklinum. Merkilegt var þó að sjá að gosstrókurinn datt niður á tímabili eins og gosið hefði allt í einu ákveðið að hætta. En svo var þó ekki alveg.
Kl. 20.22. Gosið í fullum gír baðað síðustu sólargeislunum. Gígjökull er fyrir miðri mynd en þaðan koma flóðin sem falla í Markárfljót. Lónið er ekki til staðar lengur enda barmafullt af aurframburði.
Kl. 20.44. Gosmökkurinn fjarlægist í austur og ekkert kemur upp í staðinn. Er gosið búið?
Kl. 20.49. Ekki alveg búið. Nýr hvítur gufubólstur rýkur upp af toppi jökulsins.
Kl. 21.03. Dökkur gosmökkur og allt komið á fullt á ný. Eftir þetta var ekki meira að sjá, ský lagðist yfir og síðan náttmyrkrið.
- - - -
Tengillin á vefmyndavélina á Þórólfsfelli er: http://www.vodafone.is/eldgos
![]() |
Svartur mökkur frá gosinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |