Það kemur ýmislegt til greina varðandi forsetann

Eins og alltaf þegar kemur að því að túlka skoðannakannanir þá verður að passa orðalag. Samkvæmt fréttinni virðast þátttakendur í könnunnninni hafa verið spurðir um hvort það komi til greina að kjósa Ólaf áfram til forseta. Ekkert óeðlilegt við það. En það að rétt rúmur helmingur segi, að það komi til greina að kjósa hann áfram, finnst mér  ekki vera það sama og að meirihlutinn vilji Ólaf Ragnar áfram eins og slegið er upp í fyrirsögn fréttarinnar. Svo ég tali fyrir sjálfan þá kemur alveg til greina að ég kjósi Ólaf en mér finnst það samt frekar ólíklegt.

Miðað við matreiðslu fréttarinnar giska ég á að Morgunblaðið vilji Ólaf Ragnar áfram sem forseta. Sama má segja um hluta þeirra sem telja að það komi til greina að kjósa hann.

- - - -

Svo má minna á að aðeins er mánuður til jóla.

Dear Snata Claus


mbl.is Meirihlutinn vill Ólaf Ragnar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband