Myndir af Esjunni alla daga ársins

Þeir sem hafa fylgst með bloggskrifum mínum ættu að vita að ég er haldinn dálítilli skrásetningaráráttu og þá sérstaklaga þegar kemur að ýmsum þáttum veðurs. Ég hef líka stundað árlegar samanburðarmyndatökur af Esjunni síðustu árin að vorlagi og fylgst grannt með afdrifum snjóskaflanna þegar líður á sumarið. Nú skal það hinsvegar tilkynnt að frá 1. janúar á þessu ári hef ég gengið skrefið til fulls og mætt á hverjum degi upp í Öskjuhlíð um kl. 12 á hádegi og tekið mynd í átt að Esjunni frá nákvæmlega sama punkti. Þetta hefur tekist með þeim árangri að nú á ég myndir frá sama sjónarhorni alla daga ársins með öllum þeim fjölbreytileika sem felst í misjöfnum veðrum og mismunandi árstíðum. Auk Esjunnar spilar gróðurinn stórt hlutverk í myndunum og nánast hægt að segja að þarna fari allt á kaf í grósku á miðju sumri öfugt við það sem er núna þegar allt er komið á kaf í snjó.

Eins og við er að búast hef ég stöku sinnum ekki verið staddur í bænum í hádeginu eða hreinlega ekki komist til að ljósmynda. Í þeim tilfellum hef ég kallað til sérlega staðgengla sem hafa hlaupið í skarðið því auðvitað má ekki vanta dag. Smá myndrænar lagfæringar hefur þurft að gera í undantekningatilfellum en við tölum bara ekkert um það. Þegar þetta er skrifað eru fimm dagar eftir af árinu og ekkert sem bendir til annars en árið verði klárað með stæl.

Hvað ég mun svo gera við allar þessar myndir verður bara að koma í ljós. Ég stefni allavega á að gera þær aðgengilegar á netinu og hef verið að vinna að því upp á síðkastið. Þangað til birti ég hér smá sýnishorn þar sem sjá má eina mynd fyrir hvern mánuð.

8jan201110feb201110mars2011

11april201115mai201119jun201118jul201115agust201122sept19okt20115nov201111des2011 


Bloggfærslur 26. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband