11.3.2011 | 14:23
Lítil hætta á flóðbylgjum á Íslandi
Þó að Ísland sé alþekkt fyrir sína eldvirkni og jarðhræringar getum við samt verið róleg yfir því að sambærilegir atburðir eigi sér stað hér á landi og í Japan. Ísland er vissulega á flekaskilum Norður-Atlantshafsflekans og Evrasíuflekans sem færast í sundur þannig að Atlantshafið stækkar um örfáa sentímetra á ári. Skjálftarnir eru flestir smáir en stóru skjálftarnir hér á landi tengjast þversprungukerfunum á Suðurlandi og útaf Norðurlandi. Þessi átök er þó mun vægari og allt annars eðlis en þau sem á eiga stað í Kyrrahafinu. Kyrrahafið er nánast einn stór úthafsskorpufleki sem hreyfist í heildina í norðvestur og treðst undir aðra fleka allt frá Alaska og langleiðina suður að Antarktíku. Við Japan þar skjálftinn var, kemur líka annar fleki við sögu kenndur við Filippseyjar sem eykur væntanlega á átökin og óreiðuna þarna í jarðskorpunni.
Svona fyrirbæri þegar úthafsskorpa treðst undir meginlandsfleka mun vera kallað renna og skapa miklu meiri átök en eiga sér stað hér. Stærstu skjálftar á Íslandi eru um eða yfir 7 á righter og orkan sem losnar úr læðingi ekki nema brot af því sem á sér stað í skjálftum nálægt 9 á righter. Minniháttar fljóðbylgjur geta hugsanlega borist að Norðurlandi ef skjálftar verða í þverbrotabeltinu fyrir norðan land, ég veit þó ekki til þess að orðið hafi tjón af þeirra völdum. Suðurlandskjálftarnir eiga upptök sín inni á landi og valda því ekki flóðbylgjum. Við þurfum engar áhyggjur af hafa af skjálftum á Faxaflóa sem gætu ógnað höfuðborginni. Hinsvegar er fjarlægur möguleiki á því að stór skriða falli úr Snæfellsjökli í næsta eldgosi sem gæti gert góða skvettu í Faxaflóanum og svo er alltaf möguleiki á að loftsteinn falli í hafið og geri góðan usla.
Hér að neðan er nánari skýringarmynd af flekaskilum tekin af síðunni: http://geographyworld.edu.tr.tc/earth_lithosphere.html Hafa má í huga að Ísland er bæði úthafshryggur á gliðnunarsprungu (oceanic spreading ridge) og einnig heitur reitur (Hot spot)
![]() |
300 hús skoluðust burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)