2.8.2011 | 00:48
Hversu gott var veđriđ í júlí?
Ţá er komiđ ađ veđurdagbókaryfirliti fyrir nýliđinn júlí í Reykjavík ásamt smá samanburđi viđ fyrri ár en meiningin er ađ birta samskonar yfirlit fyrir alla sumarmánuđina nú í ár. Eins og ég nefni alltaf í inngangi er aukaafurđ ţessara skráninga einkunnakerfiđ sem tekur miđ af veđurţáttunum fjórum: sól, úrkomu, vindi og hita, ţannig ađ alslćmir dagar fá 0 stig og algóđir dagar einkunnina 8. Ţađ telst gott ef međaleinkunn mánađarins er yfir 5 stigum en afleitt ef hún nćr ekki 4 stigum. Ţessar skráningar hafa stađiđ yfir frá árinu 1986 og miđast eingöngu viđ veđriđ í Reykjavík yfir daginn.
Hér er veđurskráningin fyrir nýliđinn júlí. Tölurnar aftast eru einkunnir. Í dálki á eftir vindörvum er hiti dagsins. Táknin ţar fyrir aftan segja til um hvort hiti dagsins teljist í međallagi, hlýr eđa kaldur. Í júlí miđa ég međallagiđ viđ 11-15 stig.
Júlí 2011 Einkunn 5,0
Nýliđinn mánuđur fékk samkvćmt ţessu skráningarkerfi einkunnina 5,0 sem er frekar góđ einkunn og stendur fyllilega undir ţeim kröfum sem viđ erum farin ađ gera til sumarmánađa í dag en veđurgćđi hafa greinilega aukist ađ sumarlagi hér í Reykjavík.
Megniđ af mánuđinum var mjög ţurrt og til marks um ţađ skráđi ég enga úrkomu dagana frá 2. til 25. júlí sem ţýđir ađ úrkoma á ţví tímabili var svo lítil ađ ekki tók ţví ađ nefna hana en úrkoma gćti ţó hafa falliđ ađ nćturlagi. Dropadálkurinn aftan viđ loftvog á miđnćtti sýnir hvort jörđ sé blaut á miđnćtti en sá dálkur er alveg auđur í 20 daga samfleytt. Ţessu ţurrkatímabili (sem í raun hófst mun fyrr) lauk ţann 26. međ ekta landsynningsrigningu úr suđaustri og eina stig dagsins fékkst fyrir 13 stiga hitann sem ekki er hćgt ađ kvarta yfir.
Einn dagur fćr fullt hús stiga (8) en ţađ er föstudagurinn 15. júlí sem jafnframt er heitasti dagurinn. Annars fá dagar ekki 8 stig nema ţeir hafi virkilega unniđ fyrir ţví. Einkunnin 0 er hinsvegar mjög sjaldgćf enda fer ekki saman mikil úrkoma og kuldi hér í Reykjavík.
Vindurinn í mánuđinum var ekkert sérlega hćgur ađ međaltali en ađallega ţá vegna nokkra hvassra daga ţar sem strekkingsvindur var úr suđaustri og ţví er gildi suđaustanáttarinnar (27) frekar hátt í vindáttaboxinu sem er ţarna niđri til vinstri. Einkenni góđra sumarmánađa í Reykjavík er há tíđni norđvestanáttar sem gjarnan fylgir sólardögum sem hafgola. Norđvestanáttin hefur ađ ţessu sinni nćsthćsta gildiđ (12) á međan sunnanáttin er t.d. í núlli. Ţegar hálfir og heilir sólardagar hafa veriđ lagđir saman er útkoman 12 sólardagar sem er bara fínt sama og var í fyrra, en samt nokkuđ frá ţví besta.
Hitinn í mánuđinum er í samrćmi viđ hlýindi síđustu ára. Enginn dagur telst vera kaldur og 5 dagar teljast hlýrri en viđmiđunin segir til um. Ekki fengum viđ 20 stig ađ ţessu sinni en í Reykjavík má alls ekki ćtlast til ţess á hverju sumri ţrátt fyrir almenn hlýindi. Kannski mun komandi ágústmánuđur bćta ţar úr.
Bestu júlímánuđir frá 1986.
Júlí 2009 - Einkunn 5,8. Ţessi mánuđur slćr allt annađ út í einkunnagjöf og má kallast alger stjörnumánuđur. Međalhitinn var örskammt frá mánađarmetinu, sólskin ţađ mesta frá 1974 og úrkoma sú minnsta síđan á 19. öld. Ţessi háa einkunn rćđst ekki síst af ţví ađ góđviđriskaflinn hitti nokkuđ vel á mánuđinn. Eini gallinn var stutt kuldakast seint í mánuđinum sem frćgast er fyrir ađ hafa fellt kartöflugrös í Ţykkvabćnum.
Júlí 2007 - Einkunn 5,5. Sögulega séđ er ţessi mánuđir síđasti mánuđurinn ţar sem góđćri ríkti í fjármálakerfi heimsins en síđan hefur leiđin bara legiđ niđuráviđ. Veđurfarslegt góđćri hér í Reykjavík stendur ţó fyrir sínu. Ţessi nćst besti júlímánuđur var ákaflega sólríkur fyrri hlutann en köflóttari eftir ţađ. Mánuđirinn tók viđ af mjög góđum og sólríkum seinni hluta júnímánađar. Besti mánađarlangi kaflinn í mínum bókum fćst einmitt međ ţví ađ taka međaleinkunn yfir 31 daga tímabil sem nćr yfir báđa ţá mánuđi en ţannig fćst einkunn upp á 6,1 tímabiliđ 21. júní til 21. júlí. 2007.
Ađrir mánuđir blanda sér ekki í toppbaráttuna ţótt nćgt úrval sé af góđum júlímánuđum. Júlí 2010 og 2004 fengu báđir 5,2 í einkunn. Júlí í fyrra deilir einmitt metinu heitasti mánuđurinn í Reykjavík međ hitabylgjumánuđinum júlí 1991. Sá mánuđur áriđ 1991 fékk 5,1 í einkunn ásamt júlí áriđ 2000 og eru ţar međ taldir upp ţeir júlímánuđir sem hafa fengiđ hćrri einkunn en júlí í ár. Júlí 1993 og 2005 dćmast ţó jafngóđir međ sömu einkunn.
Og ţeir verstu:
Júlí 1989 Einkunn 3,8. Ţetta er ekkert nema falleinkunn enda sólarminnsti júlí sem mćlst hefur í Reykjavík auk ţess sem međalhitinn var ekki nema 9,6 stig sem er međ ţví slakasta sem gerist. Ţrálátar rigningar bćttu svo ekki úr skák.
Júlí 1987 Einkunn 4,1. Ţetta var líka sólarleysismánuđur og slakur á alla kanta ţó ekki vćri hann nálćgt metum. Ađ öđru leyti var sumariđ '87 mun betra og sólríkara.
Afleitir júlímánuđir hafa í raun ekki veriđ fleiri en ţessir tveir sem báđir eru komnir til ára sinna. Á ţessari öld eru tveir mánuđir sem fá bara 4,4 en ţađ eru júlí 2002 og 2006. Ţeir voru báđir í svalari kantinum og ekkert sérstakir ađ öđru leyti og sennilega flestum gleymdir eins og svo margir ađrir mánuđir ţegar kemur ađ veđri. Ţess vegna er ekkert verra ađ eiga ţetta allt kyrfilega skráđ.