Hafísinn að koma?

Ískort US navy 26.11.2013Þessa dagana held ég að sé full ástæða til að fylgjast með hafísnum sem nálgast hefur landið síðustu misserin. Suðvestan- og vestanáttir hafa verið nokkuð tíðar milli Íslands og Grænlands en við þær aðstæður hleðst hafísinn upp út af Vestfjörðum í stað þess að streyma fram hjá landinu suður eftir austurströnd Grænlands eins og venjulega gerist þegar norðaustanáttin er ríkjandi. Í ofanálag sýnist mér talsvert af ís hafa borist út úr Norður-Íshafinu milli Grænlands og Svalbarða og áfram suður eftir með hvössum norðanáttum. Í næstu viku eru svo einhverjar norðanáttir í kortunum á Íslandsmiðum sem einnig hefur sitt að segja. Lægðargangur hefur verið verið mjög norðlægur síðustu vikur enda háþrýstisvæði ríkjandi suður af landinu. Til að snúa þessu við þurfa lægðirnar að ganga sunnar og norðaustan- og austanáttirnar að ná sér betur á strik hér hjá okkur. Ef það gerist ekki í bráð er komin ágætis grundvöllur að hafísvetri - sem getur verið spennandi á sinn hátt.

ískort 27.nov MetNo

Ískort frá Norsku Veðurstofunni, gildir 27. nóvember.

Smærra kortið er á vegum Bandaríska sjóhersins. Þar má vísa í hreyfimynd sem sýnir þykkt og færslu hafíssins á gjörvöllum norðurslóðum síðustu 30 daga:

http://www7320.nrlssc.navy.mil/hycomARC/navo/arcticictn_nowcast_anim30d.gif

 


Bloggfærslur 27. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband