Á Skeiđarársandi

Ţađ er dálítiđ sérstakt ađ heill skriđjökull, sandauđn og lengsta brú landsins skuli vera kennd viđ jökulfljót sem ekki er lengur til en eins og flestum er kunnugt ţá tóku vötnin undan Skeiđarárjökli upp á ţví fyrir nokkrum árum ađ falla einungis til vesturs frá jöklinum. Ađ sama skapi hefur Gígjukvísl sem er vestarlega á sandinum tvíeflst enda tekur hún viđ ţví vatni sem áđur rann til sjávar sem Skeiđará. Ţetta eru merkilegar breytingar á tímum hörfandi jökla sem ekki verđur séđ fyrir endann á. Ţarna var ég mćttur í vettvangsskođun um helgina og reyndar ekki í fyrsta skipti.

Skeiđarárbrú

Hiđ mikla mannvirki Skeiđarárbrú sést hér í allri sinni dýrđ og ţar bruna bílarnir yfir Skeiđarárlausan Skeiđarársandinn. Ađ sögn jöklafrćđinga er breytingin varanleg ţannig ađ jökulvatn muni jafnvel ekki renna ţarna undir í stórhlaupum. Ţađ litla vatn sem enn rennur undir brúna er upprunniđ úr Morsársdal og ţví mćtti kalla ţessa brú: Morsárbrúin mikla. Myndin er tekin sunnudaginn 14. júlí og sjá má klósiga í lofti bođa nýtt úrkomusvćđi. Farvegur fyrrum Skeiđarár er vitanlega ekkert nema sandur og grjót vegna ţess hve stutt er liđiđ síđan vötn runnu ţarna um. Viđ nánari skođun mátti ţó finna á ţessum slóđum hin fínlegustu smáblóm og fyrstu drög ađ mosagróđri. Ţađ á ţó vćntanlega eftir ađ breytast á komandi árum eins og nćsta mynd er til marks um.

Morsá

Hér má sjá sjálfa Morsá nokkru nćr Skaftafelli og er horft til Örćfajökuls. Eins og sést er "blessuđ" lúpínan búin ađ stinga sér niđur vestan viđ árbakkann en ţéttari breiđur eru handan árinnar. Nú ţegar Skeiđaráin er horfin er ekkert sem hindrar árangursríkt landnám lúpínunnar áfram í vestur eftir sandinum. En hvort sem lúpínan komi viđ sögu eđa ekki ćtti svćđiđ ađ gróa upp međ tíđ og tíma enda stutt í gróskumikla birkiskóga í grenndinni.

Birki Skeiđarársandur

Hér á miđjum "Skeiđarársandi" er öđruvísi um ađ litast. Ţarna hefur vćntanlega ekki flćtt yfir áratugum saman og myndarlegar birkihríslur komnar vel á veg ásamt fínlegri gróđri. Lúpínan hefur hinsvegar ekki enn náđ á svćđiđ ţannig ađ hún er greinilega ekki forsenda fyrir uppgrćđslu sandsins. Mynd er tekin í vettvangskönnun fyrir ári síđan.

Svínafellsjökull

Ađ lokum er hér horft til Svínafelljökuls af sandinum og ţar blasir viđ önnur afleiđing minnkandi jökla í nágrenni viđ óstöđugar hlíđar en talsvert berghlaup eđa skriđa hefur falliđ ţarna á skriđjökulinn einhvern tíma í vetur. Svipađur atburđur og heldur stćrri varđ einmitt á Morsárjökli voriđ 2007. Hrútfjallstindar eru ţarna til vinstri á myndinni og Hafrafelliđ ţar fyrir neđan. Sjálfur Hvannadalshnjúkur var hulinn skýjum. Náttúruöflin halda greinilega áfram ađ móta landiđ ásamt ţví ađ gróđurfar breytist. Nóg er allavega um vera í Örćfasveitinni.

 


Bloggfćrslur 16. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband