Á gervitunglamynd sést að mökkurinn er kominn til Noregs

Á gervitunglamynd frá því í dag sést vel það sem málið snýst um núna. Greinilegur gosmökkur liggur austur frá Íslandi alla leið til Noregs og ekki furða að flugumferð liggur niðri á stórum svæðum. Það er þó ekki að sjá að mökkurinn sé þykkur yfir Bretlandseyjum enn sem komið er, en það gæti breyst og samkvæmt fréttum hefur orðið vart við ösku í Skotlandi. Þetta er framlag Íslands til Evrópu í dag og einhverja næstu daga. 

Gosmökkur 15. apríl

Upprunalegu myndina sótti ég af MODIS Rapid Response System gervitunglavefnum:

http://rapidfire.sci.gsfc.nasa.gov/realtime/2010105/ 


mbl.is Flugbannsvæði stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband