Mick Jagger og Peter Tosh

Þá er komið að tónlistaratriði eða léttu lagi á laugardegi. Hér er mættur reggae-tónlistarmaðurinn Peter Tosh ásamt hljómsveit en sér tilfulltingis hafa þeir fengið sveitaballasöngvaran Mick Jagger, sem þarna er í góðum gír, kannski eftir nokkra romm í kók eða eitthvað annað að hætti innfæddra. Peter Tosh, sem lést árið 1987 af völdum byssukúlu, var góðvinur Bob Marleys og var framan af meðlimur í hljómsveit hans the Vailers áður en hann hóf sólóferil. Þetta lag kom út á plötu Peters Tosh, Bush Doctor, árið 1978 þegar reggae-bylgjan reis sem hæst og vakti lagið þó nokkra athygli, ekki síst vegna hins fræga gestasöngvara. Lagið heitir (You got to walk and) Dont't look back, en upprunalag útgáfa þess var flutt af söngflokknum The Temptations árið 1965, en þessa dagana hljómar lagið í íslenskri útgáfu Hjálmaflokksins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband