Af meintum hundi á forsíðu DV eftir árásina 11. september

Í dag 11. september minnumst við einnar mestu hryðjuverkaárásar sögunnar sem sumir segja að hafi breytt heiminum. Hvort sem það er rétt eða ekki þá áttu atburðirnir sína eftirmála sem ég fer ekki nánar út í. Hins vegar ætla ég ég að rifja upp fimm ára gamla bloggfærslu frá því þegar tíu ár voru liðin frá árásunum á tvíburaturnana en þar birti ég mynd af forsíðu DV þann 12. september 2001, sem var undirlögð af stórri mynd af því þegar annar turninn hrynur.

DV forsíða 11. september

Það sem vakti sérstaka athygli mína var að ofaná h-inu í fyrirsögninni Ógnarheimur mátti sjá eitthvað sem líktist íslenskum fjárhundi. Hvað átti þetta að fyrirstilla? Var þetta sprell af hálfu myndvinnsludeildar DV, tæknileg mistök eða einhver dulin skilaboð. Samsæri?

Eftir fimm ára rannsóknarvinnu (þó með löngum hléum) hef ég nú komist að sannleikanum, sem er sá að þetta var ekki hundur. Þessu komst ég að þegar ég fann sjálfa myndina ótruflaða af fyrirsögn og annarri forsíðugrafík. Þetta sem lítur út sem íslenskur fjárhundur virðist þá bara vera hver annar hluti af hrynjandi byggingunni, væntanlega þá af ystu grind hússins. Þannig er nú veruleikinn. Einföldustu skýringarnar er gjarnan þær réttu, ekkert sprell eða dularfullt samsæri hér á ferð. Sama gildir um atburðina í stærra samhengi. Þetta var mikil hryðjuverkaárás sem kom öllum Bandaríkjamönnum í algerlega opna skjöldu þótt sumir í samsærisspennufíkn vilji halda öðru fram.

WTC hundur

Umrædda mynd ásamt fleirum má finna á þessari slóð:

http://www.businessinsider.my/911-2013-9/9/#aDdc8lYVqqFJFHce.97

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Svona rannsóknarvinnu á að banna því þær eyðileggja allar góðar samsæriskenningar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.9.2016 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband