Botninum nįš į Noršurslóšum

Nś bendir allt til žess aš hinu įrlega hafķslįgmarki hafi veriš nįš į Noršur-Ķshafinu. Žetta er allt eftir bókinni žvķ september er mįnušurinn žegar višsnśningurinn į sér staš en žį taka kuldarnir völdin meš lękkandi sól og kólnandi sjó. Žar meš lżkur brįšnun sumarsins og nżr ķs fer aš myndast. Hafķslįgmarkiš ķ september er žannig įgętis višmišunarpunktur til aš bera saman įstand ķssins į milli įra. Žaš er einmitt žaš sem hér veršur gert en ég hef einmitt fylgst meš hafķsnum ķ allnokkur įr af sérviskulegum įhuga.

Sumarlįgmarkiš 2016 mį sjį hér į lķnuritinu sem aš grunni til er frį Bandarķsku snjó- og hafķsmišstöšinni NSIDC. Borin er saman hafķsśtbreišsla sķšustu 10 įra įsamt mešaltali įranna 1981-2010. Samkvęmt žessu er lįgmarksśtbreišslan 2016 sś nęst lęgsta frį upphafi, örlķtiš undir tķmamótalįgmarkinu 2007. Önnur įr, fyrir įriš 2007, eru ekki sżnd enda eru žau vķšs fjarri botnbarįttunni. Hvaš śtbreišslu varšar žį hefur žetta įr veriš nokkuš sérstakt. 2016-ferillinn kemur inn ķ myndina mun nešar en önnur įr enda var hafķsśtbreišslan aš loknum sķšasta vetri óvenju lķtil sem aušvitaš vakti żmsar vęntingar - eša įhyggjur. Hafķsinn tórir žó enn aš loknu žessu sumri og er nokkuš yfir metlįgmarkinu mikla frį 2012 hvaš śtbreišslu varšar. Stór įstęša žess er hversu skżjaš var į Noršur-Ķshafinu žegar sólin var hęst į lofti nś ķ sumar, ólķkt žvķ sem var sumariš 2012 og žaš skiptir mįli.

NSIDC lķnurit 2007-2016

Śtbreišsla hafķssins segir žó ekki nema hluta sögunnar. Hafķsbreišan var nefnilega óvenju gisin į mjög stórum svęšum undir lok sumars og nįši žetta gisna svęši alveg noršur aš sjįlfum Noršurpól og hefur varla sést annaš eins. Į hinn bóginn voru lķfseigir śtnįrar ķ hafķsbreišunni sem mešal annars ollu žvķ aš siglingaleišin noršur fyrir Sķberķu var lengi aš hreinsast almennilega. Einnig var žrįlįtur armur sem teygši sig langleišina aš Beringssundi og slitnaši aš lokum ķ einhverja parta. Įstęšan fyrir žessari skellóttu ķsbreišu er vęntanlega hinn mikli lęgšagangur žarna ķ sumar sem rótaši mikiš ķ ķsnum. Hinsvegar var minna um vinda frį sušri sem venjulega žjappa ķsnum meira saman. Allt žetta gerir žaš aš verkum aš sjįlf śtbreišslan veršur frekar mikil mišaš viš žaš litla ķsmagn sem er til stašar. Allt önnur staša var til dęmis metįriš 2012 žegar žaš sem eftir lifši var samanžjappaš ķ einum pakka eins og sést į samanburšarmyndunum hér aš nešan.

Lįgmörk 2012 og 2016

Ķ framhaldi af žessu vert aš skoša framhaldiš. Nęstu vikur og mįnuši žegar vetur leggst yfir, mun allt Noršur-Ķshafiš og nęrliggjandi hafssvęši frjósa saman samkvęmt venju. Ķsinn mun žį einnig streyma sušur meš allri austurströnd Gręnlands. Hįmarki śtbreišslunnar veršur svo vęntanlega nįš ķ mars og višsnśningur hefst meš brįšnun į jašarsvęšum ķssins. Nęsta bręšslusumri fylgist mašur svo aušvitaš meš og aldrei aš vita hvaš žį gerist. Įstand ķssins er reyndar žannig aš viš réttar vešurašstęšur gętu oršiš meiri aföll į ķsnum en įšur hefur sést. Tķšarfar sumarsins 2016 var ekki žannig, en žaš mį velta fyrir sér hvaš hefši gerst ef vešurašstęšur sumarsins 2012 hefšu endurtekiš nś ķ įr. Ž.e. hiš fullkomna bręšslusumar. Ķsinn er nefnilega nįnast į barmi algers hruns. Hinsvegar sżndi žaš sig eftir įriš 2012 aš ķsinn getur lķka veriš fljótur aš jafna sig. Śtbreišsla ķssins įriš 2013 var til dęmis furšu mikil eftir afhrošiš 2012. En hvaš um žaš. Ęstustu hafķsnördar eru strax farnir aš horfa til sumarsins 2017 og geta varla bešiš.

- - -

Heimildir mķnar eru héšan og žašan. Myndirnar sem fylgja eru aš grunni til fengnar frį:

National Snow and Ice Data Center: http://nsidc.org/arcticseaicenews/

University of Bremen: http://www.iup.uni-bremen.de:8084/amsr2/


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband