Hvernig kemur Esjan undan vetri?

Samkvæmt venju er komið að hinum árlega samanburði á snjóalögum í Esju sem felst í því að taka mynd af Esjunni þegar skyggni leyfir fyrstu dagana í apríl og bera saman við sambærilegar myndir fyrri ára. Fyrsta myndin var tekin árið 2006 og eru myndirnar því orðnar 15 talsins og koma hér fyrir neðan í öfugri tímaröð ásamt upplýsingum hvort og þá hvenær allur snjór hefur horfið úr Esjuhlíðum frá borginni séð.

Í fyrrasumar, eftir nokkurra ára bið, náði fjallið loksins að hreinsa af sér allan snjó en það hafði ekki gerst síðan 2012. Snjór hvarf hinsvegar í fjallinu allan fyrsta áratug þessarar aldar og er það lengsta slíka tímabil sem vitað er um. Þessi annar áratugur aldarinnar hefur reyndar ekki verið neitt kaldari að ráði, en úrkomusamir vetur og sólarlítil sumur haft sín áhrif. Einnig spilar inn í að ef skafl lifir eitt sumar, leggst hann undir það sem bætist við veturinn eftir og því þarf meira til sumarið eftir.

Esjumynd þessa árs var tekin þann 9. apríl og er heldur dimmara yfir henni en öðrum. Það hefði verið hægt að taka bjartari mynd nokkrum dögum fyrr ef ljósmyndarinn og bloggarinn hefði hreinlega munað eftir því á þessum farsóttartímum. Vel sést þó að Esjan er fínflekkótt af snjó niður á láglendi enda stutt síðan snjóaði í byggð. Best er að spá sem minnstu hvort sumarið dugi til að bræða lífseigustu skaflana. Það veltur á sumrinu sem enginn veit hvernig verður.

Esja 9april 2020

Esja5april_2019

Esja 6. apríl 2018

Esja 1. apríl 2017

Esja 4. apríl 2016

Esja 1. apríl 2015

Esja 3. apríl 2014

Esja 3. apríl 2013

Esja apríl 2012

Esja apríl 2011

Esja apríl 2010

Esja apríl 2009

Esja apríl 2008

Esja apríl 2007

Esja apríl 2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Samkvæmt myndunum er að kólna, en ekki hlýna. Tyggðu á því, Gore og Gréta utangátta og illa farna blessaða barn.

 Góðar stundir, eð kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.4.2020 kl. 23:48

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Reyndar hefur ekki kólnað hér að neinu ráði og því síður á jörðinni í heild, úr því verið er að blanda því inn í þetta. Tíðarfarið hefur hins vegar verið risjóttara hér síðustu ár miðað við gæðatímabilið 2007-2012.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.4.2020 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband