Hvæð ætli íslendingum finnist um loftslagsbreytingar?

Samkvæmt könnuninni sem BBC World Service hefur gert, telur fólk í flestum löndum loftslagsbreytingar vera af mannavöldum og að grípa þurfi til róttækra aðgerða. Því miður virðumst við íslendingar ekki hafa verið með í úrtakinu en það hefði verið fróðlegt að sjá okkar afstöðu. Miðað við umræðuna á þessum síðum er samt greinilegt að hér á landi  eru mjög skiptar skoðanir og margir sem tjá sig lýsa beinlínis frati á þessar gróðurhúsakenningar. Hvort sem það er vegna þess að við séum víðsýnni og gáfaðri en aðrir veit ég ekki en ef spárnar um hlýnun rætast er samt nokkuð ljóst að við erum meðal þeirra þjóða sem sleppum hvað best út úr þessari hlýnun og lífskjör hér á norðurhjara gætu jafnvel batnað. Ætli menn séu svona gagnrýnir af því þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur? Ef maður skoðar niðurstöðurnar í könnuninni sér maður einmitt að áhyggjur manna og trú á loftslagsbreytingar af mannavöldum ráðast talsvert af því hversu sunnarlega þeir búa. Þannig eru t.d heitbakaðir Mexíkóar, Ítalir og Spánverjar áhyggjufyllri og talsvert sannfærðari um áhrif mannsins á loftslagið en t.d. Bretar og Kanadamenn.

 Meðfylgjandi mynd sýnir hluta úr skoðannakönnun BBC World Service

BBCkonnun

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband