Má kenna hlýnandi loftslagi um skógareldana?

Ég hef ekki séð í fréttum að þessir atburðir séu sérstaklega tengdir hlýnandi loftslagi svona almennt enda er þetta stakur atburðir sem á sér sínar sjálfstæðu skýringar. Það hefur bæði verið mjög hlýtt og óvenju þurrt í Kaliforníu undanfarna mánuði og þegar skraufþurrir Santa Ana haustvindarnir blása ofanaf eyðimörkunum eru skógareldar augljós afleiðing. Mér finnst samt svona miklir skógareldar vera farnir að vera algengari en áður og þeir eru á svæðum sem eru viðkvæm fyrir hlýnun og auknum þurrki eins og Kalifornía, Spánn og Grikkland. Því má spyrja, eru eyðimerkursvæðin að færast norðar með aukinni hlýnun sem einmitt er talin vera ein af afleiðingum gróðurhúsaáhrifanna? Við hér á Íslandi getum alveg þegið meiri hita en það eru miklu fjölmennari svæði í suðri sem eru á mörkum hins byggilega heims í dag vegna hita og þurrka og fagna ekkert sérstaklega svona uppákomum.
mbl.is Tjón af völdum eldanna í Kaliforníu komið yfir milljarð dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband