Fellur úrkomumetið?

Nú eru tveir dagar eftir af þessum rigningarmánuði og ef ég met það rétt vantar um 10 mm uppá að úrkomumet októbermánaðar frá árinu 1936 verði slegið, en það er 181 mm. Á morgun, þriðjudag kemur lægð uppað landinu með snjókomu, slyddu og að lokum rigningu þannig að spennan er orðin gríðarleg. Kannski ekki skemmtilegasta veðrið en ef metin eru við það að falla þá erum við veðuráhugamenn spenntir.
(Viðbót 1. nóv.: Ekki féll metið, úrkoman reyndist vera 175 mm og vantaði því 6 mm upp á)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband