Hvað með vindorkuna?

Hér á einum vindasamasta stað jarðar mætti ætla að beislun vindorku sé eitthvað sem henti okkur Íslendingum enda er vindurinn sannarlega óþrjótandi auðlind og veldur ekki óafturkræfum umhverfisspjöllum. Gallinn við vindorkuver er hinsvegar sá að orkuframleiðslan verður alltaf óstöðug og því þurfa þau að framleiða sína orku til hliðar við hefðbundin orkuver sem framleiða orku t.d. með brennslu jarðefna eins og gert er víðast erlendis. Það sem við getum hinsvegar gert er að nýta vindorkuna til framleiðslu á vetni en slík framleiðsla þarf ekki stöðugan orkugjafa, vetnisframleiðslan ræðst bara eftir því sem vindurinn blæs. Það eru sjálfsagt skiptar skoðanir á því hversu vel vindmyllur falla inn í íslenskt landslag, hefðbundnar vindmyllur verða alltaf áberandi í því opna landslagi sem hér er og þær eru ekki hljóðlausar.

StormbladeTurbineEn það á sér stað þróun í gerð vindmylla og um það er fjallað á CNN-fréttavefnum. Þar er m.a. kynnt til sögunnar þessi sérstaka vindmylla, Stormblade Turbine, sem í útliti minnir á þotuhreyfil, í stað stóru þriggja arma myllanna sem nú eru ríkjandi. Aðstandendur þessa nýja mylluhreyfils segja þetta vera mun hagkvæmara tæki, það er smærra í sniðum, getur starfað í meiri vindi, er hljóðlátara og þarf minna viðhald. Hvort þetta er eitthvað sem hentar á Íslandi, þekki ég ekki en það væri aldeilis glæsilegt að sjá heilu raðirnar af svona túrbínum sívinnandi orkuna úr vindum landsins. Eða hvað? Miðað við þau óafturkræfu umhverfisspjöll sem verða vegna vatnsorku- og gufuaflsvirkjana þá hefur nýting vindorkunnar þó sýna kosti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband