20.9.2008 | 01:11
The Smiths - Nowhere Fast
Ég veit satt að segja ekki hvað veldur, en af öllum þeim hljómsveitum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina standa þessir alltaf uppúr enda er The Smiths orðin nokkurskonar goðsögn í tónlistarsögunni sem verður vart endurvakin. The Smiths héldu áfram á þeirri braut sem Pönk/nýbylgju-tónlistin hafði haft að leiðarljósi sem er einskonar afturhvarf til grundvallatatriða eða back-to-basic í tónlist. Hljóðfæraskipanin einföld: gítar, bassi og trommur. Laglínunan var einnig einföld, glaðleg og grípandi en það sama verður hinsvegar ekki sagt um innihald textanna því þar tekur alvaran við. Textar Morriseys eru alveg kapítuli útaf fyrir sig í tónlistarsögunni, afar innhverfir og svo dapurlegir á köflum að jafnvel unun er á að hlýða.
Johnny Marr lagahöfundur og gítarleikari sveitarinnar er síðan ekkert annað en snillingur, en fyrst og fremst var það liðsheildin sem gerði útslagið en því miður entist hún ekki lengi og í dag eru varla nokkrar líkur á því að The Smiths verði endurvakin og kannski engin ástæða til.
Það er erfitt að velja eitt lag út úr með þessari hljómsveit en þó þetta lag sé svona miðlungs gott Smiths lag, væri það samt meðal allra bestu lögum hvaða hljómsveitar sem er segi ég allavega. Myndband mánaðarins er Nowhere Fast frá árinu 1985 með hljómsveitinni The Smiths.
I'd like to drop my trousers to the world. I am a man of means (of slender means). Each household appliance is like a new science in my town. And if the day came when I felt a Natural emotion I'd get such a shock I'd probably jump in the ocean. And when a train goes by it's such a sad sound. No ... It's such a sad thing.
I'd like to drop my trousers to the Queen. Every sensible child will know what this means. The poor and the needy are selfish and greedy on her terms. And if the day came when I felt a natural emotion. I'd get such a shock I'd probably jump in the ocean and when a train goes by It's such a sad sound No ... It's such a sad thing
And when I'm lying in my bed I think about life and I think about death. And neither one particularly appeals to me. And if the day came when I felt a natural emotion I'd get such a shock I'd probably lie in the middle of the street and die. I'd lie down and die ... Oh, oh
Athugasemdir
Ég fer á nostalgíuflipp! - og man allt í einu eftir gömlum kærasta frá þessum tíma, sem ég tengi við þessa hljómsveit...
Malína (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 02:54
Ég deili með þér hrifningu af The Smiths. Að öllu jöfnu sæki ég í þyngra og harðara rokk en í tilfelli The Smiths varð til þetta sem þú nefnir: Frábærar lagasmíðar Marrs og mergjaðir textar Morriseys. Gítarstíll Marrs og söngstíll Morriseys túlkuðu þetta hvorutveggja á magnaðan hátt.
Yfirleitt hef ég orðið fyrir vonbrigðum með hljómleika erlendra súperstjarna á Íslandi. John Fogerthy var bara flatt popp og Bob Dylan ömurlegur. Hinsvegar voru hljómleikar Morriseys frábærir - þó sólóferill hans hafi verið mistækur.
Jens Guð, 20.9.2008 kl. 02:57
Hjartanlega sammála.
Mér fannst Noel Gallagher hitta naglann á höfuðið varðandi the smiths.
"you never really hear any unreleased Smiths songs. All the stuff they released, that was it. that was all they ever written, they must have never been shit or you would have heard of it."
http://www.youtube.com/watch?v=Y1MsuoNJQ3U
Andrés Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 14:54
Ég er sammála það eru fáir sem jafnast á við the smiths og sorglegar eru tilraunir til að líkjast þeim!
anna (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.