Snjódagar í Reykjavík

Nú þegar veturinn er skollinn á og allra vetrarveðra er von, ætla ég aðbirta hér snjómyndina miklu sem sýnir hvenær jörð hefur verið hvít íReykjavík alla daga aftur til vetrarins 1986-87. Þessa mynd hef ég birtí upphafi síðustu vetra og uppfært í vetrarlok. Allt er þetta unnið útfrá mínum eigin skráningum enviðmiðunin er hvít jörð á miðnætti sem getur ýmist verið nýfallin snjóföl eða flekkótt jörð af gömlum sköflum. Hver lárétt lína táknar einn vetur. Annars á myndin að skýra sig sjálf.

snjór 86-09

Það má ýmislegt sjá út úr svona mynd. Fyrstu snjódagar vetrarins eru gjarnan seinni partinn í október og stundum ekki fyrr en í nóvember. Dæmi eru síðan um vetur sem eru alauðir að mestu fram yfir áramót (1987-'88 og 2002-'03). Í fyrra snjóaði strax þann 2. október og lifði sá snjór næstu tvo daga enda var þá mjög kalt í veðri svipað og nú. Snemmkominn snjór segir þó lítið um veturinn sem á eftir kemur.

Tölurnar til hægri sýna fjölda snjódaga. Flestir voru þeir veturinn 1994-'95 en það var nú eiginlega síðasti virkilega harði veturinn sem hefur komið á landinu. Lengsti samfelldi snjókaflinn í Reykjavík á þessu tímabili eru 96 dagar frá janúar til apríl 1989 þegar mikið fannfergi gerði nokkrum sinnum í Reykjavík með tilheyrandi vandræðum fyrir fótgangandi og akandi enda þrálátir snjóruðningar meðfram flestum götum. Sá allra snjóléttasti síðastliðin ár er veturinn2002-'03 með aðeins 32 snjódaga. Sá vetur var líka einstaklega hlýrá öllu landinu og varla hægt að kalla hann vetur. Síðustu tveir vetur hafa hinsvegar staðið nokkurn vegin undir nafni þótt þeir hafi ekki verið mjög kaldir. Báðir voru þeir með 74 hvíta daga en meðaltalið fyrir tímabilið eru 78 dagar.

- - - - -

Viðbót. Fyrsti snjór vetrarins féll í Reykjavík mánudagskvöldið 5. október. Annað árið í röð nær því jörð að verða hvít um miðnætti fyrstu vikuna í október.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Frábær færsla um mjög áhugavert efni. Takk.

Hörður Þórðarson, 5.10.2009 kl. 03:06

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er mjög áhugavert. Bestu þakkir.

Ágúst H Bjarnason, 5.10.2009 kl. 08:51

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Tek undir með Herði og Ágústi. Kærar þakkir.

Höskuldur Búi Jónsson, 6.10.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband