Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.11.2007 | 22:04
Vandræðaþjóðin Kúrdar
Hún er merkileg mótsögnin sem á sér stað í sambandi við Bandaríkjamenn og Kúrda. Þegar Saddam Hússein var við völd voru Kúrdar fórnarlömbin en fengu sérstaka vernd Bandaríkjamanna og samúð umheimsins eftir misheppnaða uppreisn í kjölfar Persaflóastríðsins 1991. Eftir það höfðu Kúrdar það hvergi betra en í Írak. Kúrdar eru minnihlutahópur í nokkrum löndum s.s. Tyrklandi, Írak og Íran á svæði sem eitt sinn Kúrdistan. Þeim hefur skipulega verið haldið niðri í gegnum tíðina og öll sjálfstæðisbarátta brotin á bak aftur því sjálfstætt ríki Kúrda er eitthvað sem ráðamenn þessara landa geta ekki hugsað sér. Nú er sú staða komin upp að Kúrdískir uppreisnarmenn með aðsetur í Írak eru farnir að valda vandræðum fyrir stjórnarherra í Tyrklandi og þá eru Kúrdar ekki góðu karlarnir og fórnarlömb lengur. Tyrkland er eitt mikilvægasta bandalagsríki Bandaríkjamanna í þessum heimshluta sem kom sér vel í Íraksstríðinu og því eiga Bandaríkjamenn nú ekki annan kost en að styðja Tyrki gegn í baráttu sinni gegn Kúrdum. Þannig má segja að sjálfstæðisbarátta Kúrda njóti mismikillar samúðar allt eftir því hvort hún beinist gegn vinum eða óvinum.
Bandaríkin, Írak og Tyrkland heita að starfa saman gegn PKK | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 21:01
Bush vildi umfram allt fara í gott stríð.
Það leit allt út fyrir að Íraksstríðið yrði gott og auðvelt stríð þar sem vondum einræðisherra yrði steipt af stóli, Írakska þjóðin myndu fagna innrásarhernum sem frelsurum sínum og allt falla í ljúfa löð á eftir. Frelsarinn Bush yrði dáður fyrir staðfestu sína og áræðni gagnvart hinum illa Saddam þegar öll gjöreiðingarvopnin væru komin í leitirnar. En olían, hún átti bara að vera góður bónus. Það þótti alveg þess virði að hagræða aðeins sannleikanum fyrir svona gott stríð þar sem allir áttu að koma út í plús nema vondi kallin hann Saddam. En reyndin varð eins og öllum er ljóst, einn stór mínus, sérstaklega fyrir Íraka.
Annars man ég ekki betur en að hafa heyrt það í fréttum á sínum tíma að Saddam hafi verið til í þægilega útlegð.
Annars man ég ekki betur en að hafa heyrt það í fréttum á sínum tíma að Saddam hafi verið til í þægilega útlegð.
Bush vissi af vilja Saddams til að fara í útlegð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.11.2007 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)