Staflinn á náttborđinu

náttborđ

Skipulögđ óreiđa á vissum ţáttum er sjálfsagđur hluti góđs skipulags. Ţađ hefur náttborđiđ mitt mátt reyna undanfarna mánuđi ţví í vetur og fram á ţennan dag hefur smám saman hlađist um dágóđur stafli af ýmsum bókum og pappírsgögnum sem ég hef veriđ ađ sýsla međ. En öllu má nú ofgera og ţví tók ég mig nú loksins til og réđst á staflann, henti sumu, setti annađ í skúffur eđa möppur og kom svo bókum fyrir í nýrri bókahillu heimilisins. Til ađ heiđra minningu náttborđsstaflans er innihaldi hans hér gerđ skil í eftirfarandi lista og er byrjađ á ţví efsta og svo áfram niđur:

 1. Gluggaumslög međ nýjustu gjalddögunum (verđa greiddir á nćstunni)
 2. Bođskort á myndlistarsýningu Sigurđar Ţóris (ekki búinn ađ fara)
 3. Tónleikaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar (fórum á 5. sinfóníu Gustafs Mahlers)
 4. Fréttabréf vináttufélags Íslands og Kúbu (hef veriđ félagi síđan í vinnuferđinni 1989)
 5. FÍB-blađiđ (er semsagt líka félagsmađur í félagi íslenskra bifreiđaeigenda)
 6. Prófarkir (vegna bókar sem ég er ađ brjóta um)
 7. Meiri gluggapóstur (verđa einnig greiddir á nćstunni)
 8. Íslensk fjöll – gönguleiđir á 151 tind (á sirka 90 eftir)
 9. Límmiđi frá FÍB (held ég lími hann ekki á bílinn)
 10. Enn meiri gluggapóstur (gott ađ ţađ fannst)
 11. Bókin Bréf til Láru, eftir Ţórberg Ţórđarson (búinn ađ lesa hana)
 12. Útprent af vinnutengdum tölvupósti (trúnađarmál)
 13. Árbók Ferđafélags Ísland 1993 (um rćtur Vatnajökuls eftir Hjörleif Gutt.)
 14. Jöklaveröld - náttúra og mannlíf (ađallega um Austur-Skaftafellsýslu)
 15. Útprent af nýlegum fjölskylduljósmyndum (ţrír ćttliđir í sparifötum)
 16. Yfirlit yfir Verđbréfasjóđi SPRON (framúrskarandi ávöxtun síđustu ára tíunduđ)
 17. Yfirlit frá Lífeyrissjóđi verzlunarmanna (safnast ţegar saman kemur)
 18. Prentarinn - blađ félags bókagerđarmanna (er ennţá í plastinu)
 19. Útreikningar vegna rekstraryfirlits 2007 (vegna prívat-vinnu)
 20. Bréf frá SPRON til gjaldkera húsfélagsins (sem er ég)
 21. Ársskýrsla EXISTA (skođuđ, en ólesin)
 22. Bođskort á 25 ára afmćlissýningu Gerđubergs (fór ekki)
 23. Reikningaeyđublađahefti (vegna prívat-vinnu)
 24. Skáldsagan Plötusnúđur Rauđa hersins (byrjađi á henni á sínum tíma)
 25. Skagfirđingabók (er ekki Skagfirđingur en kom ađ vinnslu ritsins)
 26. Ársrit Útivistar nr. 10 frá 1984 (vegna ferđar sem ég fór síđasta haust)
 27. Hvers vegna er ég félagi í Félagi bókagerđarmanna? (bćklingur sem svarar ţví)
 28. Skáldsagan Mćling heimsins eftir Daniel Kehlman (búinn ađ lesa hana)
 29. Frímerkjafréttir o.fl. frá Póstinum (er áskrifandi ađ nýjum frímerkjum)
 30. Árbók Ferđafélags Íslands 1997 (ţar er m.a. fjallađ um Esjuna)
 31. Kvittanir tengdar bílnum (smurnings- og dekkjaţjónusta)
 32. FÍT 2008 - Grafísk hönnun á Íslandi (Ţađ besta frá liđnu ári úr mínu fagi)
 33. Veđuryfirlit í tölum fyrir alla mánuđi frá 1961 (útprentađ af vef Veđurstofunnar)
 34. Útivist - Ferđaáćtlun 2008 (fer einstaka sinnum međ ţeim)
 35. IĐAN - símenntun í iđnađi. (vilji mađur símennta sig)
 36. Gamli Stykkishólmur (bćklingur um gömlu húsin í Stykkishólmi)

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Valur Baldvinsson

Fróđlegur stafli

Ţorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ţvílík fjölbreytni á einu náttborđi! Mér fannst skondnast ađ ţarna skyldu leynast kvittanir tengdar bílnum! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:31

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurđsson

Flottur listi hjá ţér. Nćst er ađ tína upp úr ruslafötunni :)

Ég sé ađ ţú hefur gaman ađ ţví ađ útbúa langan lista eins og ég gerđi hér um daginn ţar sem ţitt nafn náđir ađ tróna efst á toppnum. Nú er nafniđ ţitt horfiđ af ţeim 500 orđa lista og mörg önnur skemmtileg og áhugaverđ orđ komin í stađin. En annars gaman ađ setjast niđur og skođa svona hversdagslega hluti međ ţessum hćtti.

Kjartan Pétur Sigurđsson, 12.5.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ţađ var nú alltaf dálítiđ dularfullt hvađ ég var ađ gera efstur á listanum ţínum, Kjartan, og svo er mađur bara horfinn! Staflinn á náttborđinu er hinsvegar ekki alveg horfinn, ţađ voru nokkrir hlutir sem lifđu tiltektinna af og svo hefur reyndar eitthvađ bćst viđ, en ţetta er samt allt annađ núna. Kvittanirnar tengdar bílnum er t.d. farnar.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.5.2008 kl. 15:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband