Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Bogi og nýi veðurengillinn

Alltaf gaman þegar nýr veðurengill birtist á RÚV. Óvenju bjart er þó yfir þessum.

Veðurengill

 


mbl.is Flaug þotu í sumar en flytur nú veðurfréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsíða DV 12. september 2001 varpar ljósi á atburðina

Í dag 11. september minnumst við einnar mestu hryðjuverkaárásar sögunnar sem sumir segja að hafi breytt heiminum. Sumir segja að hér hafi verið á ferðinni eitt allsherjar blöff og plat sem var skipulagt af þeim sem urðu fyrir árásinni sjálfir. Háleynilegar leyniþjónustur innan Bandaríkjanna hafi skipulagt verkið og því hafi þetta í raun verið allsherjar sjálfsmorðsárás Bandaríkjamanna sjálfra sem liður í heimsyfirráðum. Ýmis teikn þykja renna stoðum undir þessar samsæriskenningar en ég ætla ekki að rekja þær hér.

Eitt atriði frá þessum dögum hefur lengi verið mér hugleikið og hefur aldrei verið rætt en kannski tók enginn hreinlega eftir því á sínum tíma. Forsíða DV þann 12. september 2001 var undirlögð af stórri mynd af því þegar annar turninn hrynur og í fljótu bragði er ekkert athugavert að sjá. Í stækkaðir mynd af forsíðunni má hinsvegar sjá dálítið sem hugsanlega gæti varpað nýju ljósi á atburðina. Ofan á h-inu í stríðfyrirsögninni Ógnarheimur má sjá íslenskan fjárhund sem virðist hinn rólegasti og fylgist með hruninu mikla. Nú veit maður ekki hvort hundurinn sé hluti myndarinnar eða viðbót umbrotsdeildar DV. Einhver skýring hlýtur þó að vera á þessu. Eru þetta dulin skilaboð? Var það kannski hundurinn sem stóð fyrir þessu öllu saman?

DV forsíða 11. september


80 ára gömul veðurtíðindi utan úr Evrópu

Nú hefur borist inn á heimili mitt heill innbundinn árgangur ársins 1929 af vikuritinu Fálkanum sem var gefið út allt til ársins 1966. Ég er búinn að fletta í gegnum öll blöðin en þar kennir ýmissa grasa. Auk ýmiss afþreyingarefnis og skrautlegra auglýsinga má finna í blöðunum allskonar fréttir, eins og af kóngafólki og framandi villimönnum, nýjustu framfarir í samgöngum eru tíundaðar, risastórir flugbátar og loftskip keppa um farþegana yfir Atlantshafið, háhýsi þjóta upp í Ameríku sem aldrei fyrr og í Reykjavík á að fara að reisa Þjóðleikhús, sundhöll og glæsihótel við Austurvöll. Þetta var góðæri, 10 ár liðin frá stríðinu mikla, og stórveldin voru að hefja vígbúnað ný með smíðum á ósigrandi herskipum. Flest virtist í lukkunnar velstandi og engin ástæða til að örvænta þótt einhverjir hafi farið flatt á fjármálahruni á Wall Street seint á árinu.

FIMBULVETUR Í EVRÓPU

Það sem helst var kvartað yfir á árinu 1929 voru vetrarhörkur í Evrópu og þær svo miklar að elstu menn mundu vart annað eins, eins og gjarnan er sagt. Forsíða Fálkans frá 9. mars var lögð undir þessi ósköp en þar má sjá skip á siglingu í gegnum þéttan hafís á dönsku sundunum.

Þetta var á sama tíma og einmuna vetrarhlýindi ríktu hér Íslandi og til marks um það þá hefur engin marsmánuður verið hlýrri í Reykjavík en einmitt þessi árið 1929 þegar meðalhitinn mældist 5,9 stig. Aðeins einu sinni er vitað til þess að meðalhitinn í Reykjavík í mars hafi farið yfir 5 stig en það var árið 1964 þegar hann var 5,7 stig.

- - - - - -
Fálkinn Fimbulvetur
Texti fréttarinnar er á þessa leið:

Í heilan mánuð hefir Ísland verið hlýjasta landið í norðanverðri Evrópu. Snjór hefir varla sjest sunnanlands og venjulega hiti um alt land á hverjum degi. En utan úr heimi berast nær daglega frjettir um meiri frosthörkur og bylji, en elstu menn muna. Suður í Grikklandi og Rúmeníu hefir fjöldi manns frosið í hel, sömuleiðis í Póllandi og Þýskalandi, og í Frakklandi og Spáni eru úlfar orðnir svo ágengir vegna harðindanna, að landplága er að. Samgöngur hafa víða tepst og matvælaflutningar til sumra stórborga rjenað svo, að þurð varð og varan stórhækkað í verði, svo að setja varð á hana hámarksverð. – Í Danmörku hafa kuldarnir verið svo miklir, að siglingar um sundin hafa verið háðar hinum mestu örðugleikum. Skipin urðu föst í ísnum og ísbrjótarnir dönsku gátu ekki losað sum þeirra. Eimferjurnar sem flytja járnbrautir yfir Stórabelti voru undir sömu sökina seldar, þær sátu fastar á miðri leið og urðu farþegarnir að yfirgefa þær og ganga á ís til lands. Voru allar samgöngur yfir sundið teptar í þrjá daga og varð þá að flytja allan póst með flugvjelum. Frá Kaupmannahöfn hefir verið reynt að halda opinni leið norður og suður; er skipunum safnað í hópa og ísbrjótur látinn ryðja þeim braut gegnum ísinn. Er myndin hér að ofan frá slíku ferðalagi.
- - - -
Þannig var það nú í den. Þessi misskipting á hita á milli Ísland og Evrópu er svo sem ekkert einsdæmi, en þarna árið 1929 hafa öfgarnar þó verið meira lagi. Væntanlega hefur öflugt hæðarsvæði yfir Bretlandseyjum beint suðlægum vindum til Íslands og fimbulkalt heimskautaloftið streymt suður til Evrópu. Þetta er þá eiginlega alveg öfugt ástand miðað við það sem við búum við þessi dægrin. En það getur hæglega breyst.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband